Helgarpósturinn - 11.06.1987, Blaðsíða 3
FYRST OG FREMST
sígarettunni fyrir þig, hjálpi þér
ekki í kápuna, opni ekki hurðina
fyrir þig eða leggi frakkann sinn
yfir drullupollinn. Enn er þó
eitthvað til af sönnum heiðurs-
mönnum, sem eru boðnir og
búnir að hjálpa þér úr fötunum.
HVÍTASUNNUHELGIN er
nýafstaðin og hneyksluðu
unglingarnir hina fullorðnu að
venju með fylleríi og lausung í
siðferðismálum. Hinum fullorðnu
þykir sem unglingar byrji á kynlífi
yngri og yngri. Óssur
Skarphédinsson ritstjóri og laxa-
fræðingur hefur einnig velt fyrir
sér sambandinu á milli aldurs og
kynlifs, en þá reyndar með laxana
í huga. í nýjasta hefti Sportueidi-
bladsins tilkynnir hann meðal
annars, að 90—100% hængseiða
kynþroskist í ánni áður en haldið
er til sjávar í fyrsta sinn. Að þau
séu ekki aðeins virkir þátt-
takendur heldur mjög mikilvæg
fyrir viðhald tegundarinnar. Það
er ekki að spyrja með
unglingana...
DAGSKRÁRGERÐARmenn
annars staðar en á rás 1 reyna
margir að vera persónulegir og
komast í náið samband við hlust-
endurna. Valdís Óskarsdóttir, stað-
gengill Páls Þorsteinssonar á
morgunvakt Bylgjunnar, var t.d.
ekkert að liggja á því í byrjun vik-
unnar að hún hefði fengið lítinn
svefn og væri illa upplögð. Um
nóttina hafði hún verið kynnir í
beinni útsendingu frá fegurðar-
samkeppni á Broadway og hefði
greinilega þegið að fá að sofa út í
stað þess að fara í vinnuna. Enda
kom ein kynningin beint frá hjart-
anu og hljóðaði svo: „Þetta er Val-
dís Gunnarsdóttir, alveg hreint
drulluþreytt!"
ALMANNAVARNAæfingar
þykja að öllu jöfnu þarfaþing og
nauðsynlegt að búa fólkið vel
undir mögulegar og ómögulegar
hamfarir. Þeir á Suðurnesjum
virðast hins vegar eitthvað orðnir
pirraðir með hlutskipti sitt, ef
marka má frétt í Víkurfréttum af
slíkri æfingu þar um slóðir fyrir
skemmstu: „Kom fljótt í ljós að
ekki var unnið samkvæmt fyrir-
fram ákveðnu skipulagi, heldur
eftir einhverju óákveðnu. Vissi því
enginn á vettvangi hvað gera
skyldi og biðu menn því bara eftir
skipunum frá Reykjavík ... Þær
skipanir sem þaðan komu
stönguðust stundum á, t.d. var
lögreglan látin loka umferðar-
götum við sjúkrahúsið svo þyrla
gæti lent þar fyrir framan, en
þegar þyrlan kom lenti hún á
Keflavíkurflugvelli og þaðan var
hinum slösuðu ekið til Keflavíkur.
Er sorglegt til að vita, að ekki
skuli vera hægt að standa að
æfingum eins og um alvöru útkall
væri að ræða. Þó menn taki ávallt
þátt i þessum endalausa skrípaleik
segja heimildarmenn blaðsins að
senn hætti menn að taka þátt í
útköllum Almannauarna, verði
ekki breyting þarna á.“ Ja hérna,
eins gott að flugvél hrapi ekki á
næstunni, samkvæmt þessu að
dæma...
PÓLITÍKIN lýtur sömu lögmál-
um hvar sem er á jarðarkringl-
unni, eins og sést á meðfylgjandi
teikningu úr nýlegu eintaki af
breska blaðinu The Daily
íBut when do we stop
attacklng the AlXlance and
start courting lt?^
Telegraph. Þar kankast á kempur
úr stjórnmálalífinu og spyr annar
hinn : „En hvenær hættum við að
berja á Bandalagsmönnum og
förum að biðla til þeirra?" ..
GRÍNBÆKUR eru vinsælar,
bæði í Bretlandi og Banda-
ríkjunum, og eru slíkar bók-
menntir t.d. mikið iesnar um borð
í járnbrautarlestum. Ein slík bók,
Mother Murphy’s Second Law,
kom út í fyrra. í ritinu er m.a.
eftirfarandi fróðleikur fyrir konur,
en til þeirra er öllum boðskapnum
einmitt beint:
Gagnstœða kynið — Ef þú vilt
komast að því hvers vegna þeir
kallast gagnstæða kynið, skaltu
láta í ljós skoðun þína á einhverju
máli.
Leit að fullkomnun — Ertu að
leita að manni, sem er aðlaðandi,
skemmtilegur, greindur, sjálfs-
öruggur, blíður, kynæsandi,
tilfinninganæmur og rómantískur?
Farðu þá í bíó!
Er hann hommi? Hann er
myndarlegur. Hann er greindur.
Hann er góðhjartaður. Hann er
tilfinninganæmur. Hann kemur vel
fyrir. Hann er menningarlegur.
Hann er smekklega klæddur.
Hann reynir ekki að fá þig upp í
rúm á fyrsta stefnumóti.
Símsuarasjálfheldan — „Hinum
eina sanna" finnst óþægilegt að
eiga viðskipti við sjálfsvara og
bíður ekki einu sinni eftir
tóninum. „Láki lumma" fer hins
vegar nákvæmlega eftir fyrir-
mælunum og skilur eftir boð um
að þú eigir að hringja í hann.
Heimur uersnandi fer — Láttu
þér ekki bregða þó hjarta-
knúsarinn kveiki ekki í
SMARTSKOT
HEL6ARPÚSTURINN UMMÆLI VIKUNNAR
Rífandi gangur Stjórnarmyndun er ekkert angur í umræðunum er rífandi gangur. En getur það verið að gangan stranga gangi eins og forðum hjá svanga Manga? „Það má segja að námsefnisyfirferð og upplestri sé lokið og að ná taki uið munnleg próf." JÓN BALDVIN HANNIBALSSON i VIÐTALI UM ÁFRAMHALD Á STJÓR NARMYNDUNAR- VIÐRÆÐUNUM.
Niðri.
Hvaðan kemur
hugmyndin?
Eymundur Matthíasson
Hugmyndin kemur frá Sri Chinmoy, sem er aðalhug-
myndasmiðurinn á bak við hlaupið. Hann er mjög þekktur
og virtur mannúðarsinni, tónlistarmaður og rithöfundur og
undanfarin ár hefur hann unnið mjög ötullega fyrir friði
með fyrirlestrum, tónleikahaldi og slíku. Hugmyndin á bak
við hlaupið er sú að friðurinn byrji með einstaklingnum og
það er einmitt það sem þetta hlaup leggur áherslu á. Einnig
er verið aö leggja áherslu á að jörðin er eitt heimili mann-
kyns þarsem 55 þjóðirtaka þátt í hlaupinu. Öllum er heimil
þátttaka og hver og einn er að leggja sitt af mörkum í þágu
friðar."
— Hvenær var þetta ákveðið?
„Þetta var ákveðið á síðasta ári og þá strax tekin ákvörð-
un um að ísland yrði með."
— En þessi dagsetning, 12. júní. Er einhver sérstök
ástæða fyrir að þessi dagur var vaiinn hér á landi?
„Við ætluðum að hefja hlaupið hér aðeins seinna en þá
kom í Ijós að það var fremur óhentugur tími. Þá var ákveðið
að færa daginn framar og það er einnig mjög gott að fyrstu
dagana beri upp á helgi. Hlaupið hófst 27. apríl við Frelsis-
styttuna í New York. Astralíubúar hafa lokið sínu hlaupi og
einnig er því lokið í Japan og Vestur-Afríku."
— Hvað eru þetta margir kíiómetrar í allt?
„Þetta eru 43.000 kílómetrar og lengsta boðhlaup sem
hlaupið hefur verið fram að þessu."
— Hvernig skiptist þessi kilómetrafjöldi milli landa?
„Ég hef nú ekki tölur um það hvernig þetta skiptist en ég
veit að í Bandaríkjunum hlaupa þeir um 17—18.000 kíló-
metra og í Ástralíu hlupu þeir 3.500 kílómetra."
— En við?
„Meiningin er að við hlaupum 3.000 kílómetra. Það er
mun meira en hringvegurinn sem er ekki nema um 1.400
kílómetrar."
— Og hvar er þá hlaupið hér?
„Það er byrjað í Reykjavík, hlaupið út á Suðurnes, inn á
Hafnirog suðurtil Grindavíkur. Síðan austurtil Hveragerð-
is, Selfoss, Víkur í Mýrdal og Kirkjubæjarklausturs, Sand-
ana og austur að Höfn í Hornafirði. Síðan er hlaupið með
Austurlandinu, alla firðina og upp til Egilsstaða, Jökulsár-
hlíðardalinn, Hellisheiði eystri og þaðan til Vopnafjarðar.
Því næst er farið til Þórshafnar og á Melrakkasléttuna,
Kelduhverfið, Tjörnes og Húsavík. Síðan eins og leið liggur
um Víkurskarðið til Akureyrar, Dalvíkur og Ólafsfjarðar og
fram hjá afleggjaranum til Siglufjarðar. Síðan er hlaupið
niður til Sauðárkróks, Blönduóss, niður Húnafjörðinn og
svo upp til Hólmavíkur, yfir Steingrímsfjarðarheiði og sem
leið liggur til ísafjarðar. Hlaupið niður Vestfirðina, hringleið-
ina á Vestfjörðum, Skarðsströndina, Snæfellsnesið og nið-
ur í Borgarfjörð, fram hjá Akranesafleggjara og til Reykja-
víkur."
— Hvernig skiptið þið hópunum?
„íþróttafélögin á hverjum stað sjá um að huga að hlaup-
inu. Fólk sem er statt úti á landi getur haft samband við
okkurogfengiðuppgefna þá tíma sem hlaupið ferfram hjá
þeirra stað og það geta allir tekið þátt fram á síðasta dag.
Fólk þarf aðeins að gera sér hugmynd um hvað það getur
hlaupið mikið."
— Hvaöan verður lagt af stað frá Reykjavik?
„Það verður lagt upp frá Höfða. Athöfnin hefst klukkan
tíu en síðan verður hlaupið fylktu liði úr bænum með kynd-
ilinn".
— Hvað áttu von á að margir taki þátt í hlaupinu hér
á landi?
„Ætli það verði ekki milli eitt og tvö þúsund manns, mað-
ur slær á það í blindni."
— Ætlarðu að hlaupa sjálfur?
„Já, já — ég ætla að reyna að hlaupa sem mest."
— Hefurðu trú á að svona hlaup beri árangur?
„Ég hef trú á því að allt sem er skemmtilegt og ánægju-
legt og fær fólk til að vinna saman beri árangur."
— Markmiðið?
„Að hver og einn leggi fram sinn skerf í þágu friðar og all-
ir finni að mannkynið er ein fjölskylda."
Á morgun, föstudaginn 12. júni kl. 10.00 hefst hátíöleg athöfn við
Höfða. Þá hefst Friðarboðhlaupið á íslandi þegar hópur manna
leggur af stað með friðarkyndilinn í 3.000 kílómetra boðhlaup.
Eymundur Matthíasson er einn forsvarsmanna hlaupsins hér á
landi og við ræddum við hann um tilganginn afl. Við vekjum at-
hygli á símanúmerum þeirra sem að hlaupinu standa 689725 og
689726.
HELGARPÓSTURINN