Helgarpósturinn - 11.06.1987, Page 6
eftir Garðar Sverrisson mynd: Jim Smart
■ £
Stjórnarmyndunarviðræður
/
SKATTUR HER OG SKATTUR PAR
Stjórnarmyndunarvidrœdur hófust í gœr
Ríkissjóöshallinn efstur á blaöi
Ýmsar tekjuöflunarleiöir til athugunar
Húsnœöismálin brothœttust
Eftir einnar viku upplestrarfrí eru
,,munnlegu prófirí' loksins byrjud
hjá Jóni Baldvin. Fram til þessa hef-
ur einungis verid um undirbúnings-
vinnu að rœða. Pað var ekki fyrr en
í gœr sem forystumenn flokkanna
byrjuðu fyrir alvöru að þefa af
ágreiningsmálunum.
Viö vitum ekki nákvœmlega
hverjar prófspurningar Jóns Baíd-
vins verða. Ein er þó óhjákvœmileg:
Hvernig ætla flokkarnir að rétta við
hallann á ríkissjóði, halla sem nú er
talinn nema 4 milljörðum króna?
Og í Ijósi ört vaxandi verðbólgu er
a.m.k. ein önnur spurning orðin að-
kallandi: Hvernig œtla menn að
draga úr þenslu?
STJÓRNMÁLAMENN í
TÆKNIVINNU
Ríkisfjármáiin voru sett í sex
manna undirnefnd. í henni sátu
Geir Haarde og Birgir ísleifur frá
Sjálfstæðisflokki, Guðmundur G.
Þórarinsson og Bolli Héðinsson frá
Framsóknarflokki og frá Alþýðu-
flokki þeir Kjartan Jóhannsson og
Jón Sæmundur Sigurjónsson. Starf
þessarar nefndar miðaði ekki að því
að sætta sjónarmið heldur ein-
göngu að setja fram kosti sem hægt
væri að velja um. Hér var með öðr-
um orðum ekki um pólitískar samn-
ingaviðræður að ræða heldur fyrst
og fremst tæknilega vinnu sem skv.
heimildum HP hefði allt eins getað
verið unnin af hagfræðingum utan
úr bæ. Nefndarmönnum, sem utan
eins eru allir hagfræðingar, var
aldrei ætlað annað en að vinna hag-
fræðilega undirbúningsvinnu,
vinnu sem í sjálfu sér gæti nýst í
stjórnarmyndunarviðræðum hvaða
flokka sem er.
Til að leysa ríkissjóðshallann var
fremur horft til aukinnar tekjuöflun-
ar en útgjaldalækkunar. Farið var
yfir fjárlögin og jafnvel hinir
smæstu tekjuliðir teknir til umræðu.
Ljóst er að hækkun eða útvíkkun
söluskatts er sú leið sem ein sér gæti
skilað mestu í ríkissjóð. Sem dæmi
má nefna að ef söluskattur yrði
hækkaður um aðeins 2% myndi það
nægja til að eyða hallanum á næstu
3—4 árum eða áður en kjörtímabil-
ið væri á enda.
SÖLUSKATTUR Á
MATVÖRU?
Líklegra þykir þó að skoðuð verði
sú leið að víkka þennan skatt út
með því einfaldlega að fella niður
einhverjar þær undanþágur sem nú
eru í gildi. Jafnvel er talað um að
láta söluskattinn ganga yfir allt, líka
matvæli. Yrði þessi leið valin myndu
menn lækka söluskattsprósentuna
verulega og jafnvel hafa hana
breytilega milli vörutegunda, þá
fyrst og fremst þannig að á matvæli
félli hlutfallslega minnstur skattur.
Þrátt fyrir það yrði um mjög veru-
legan tekjuauka að ræða fyrir ríkis-
sjóð. Til að gefa hug" um hve öflug
þessi leið getur verið má nefna að
einn og sér myndu 10% söluskattur
á matvæli skila 4 milljörðum á að-
eins 2 árum eða nákvæmlega þeirri
upphæð sem á vantar til að dekka
hallann á ríkissjóði.
Meðal flokkanna þriggja er sölu-
skattur á matvæli ekki mjög umdeilt
mál heldur fyrst og fremst við-
kvæmt pólitískt séð. Menn gera sér
ljóst að þessi leið kann að verða
mjög óvinsæl. Verði þessi leið valin
hafa menn rætt um nota hluta fjár-
ins til að bæta þeim verst settu þá
kjaraskerðingu sem almenn mat-
vöruhækkun óhjákvæmilega er.
ENGINN STÓREIGNA-
SKATTUR
Annar veigamikill punktur í
umræðunni um auknar tekjur er
jöfnun launaskatts á fyrirtæki. í dag
er verulegur hluti atvinnulífsins eða
um 40% undanþeginn launaskatti.
Hér er um að ræða landbúnað, sjáv-
arútveg og iðnað. Auk þess að vera
stórfelld tekjuöflunarleið er jöfnun
launaskatts jafnréttismál í hugum
margra, einkum Alþýðuflokks-
manna og þéttbýlisþingmanna Sjálf-
stæðisflokksins. Við þetta bætist að
ýmsum finnst það mikil þversögn að
á sama tíma og talað er um eflingu
nýrra atvinnugreina skuli launa-
skattur eingöngu leggjast á nýjar at-
vinnugreinar.
Af öðrum hugmyndum vegur lík-
lega þyngst tillaga Alþýðuflokksins
um sérstakan stóreignaskatt, skatt
sem þeir Alþýðuflokksmenn áætla
að geti skilað ríkissjóði 5—800 millj-
ónum króna á ári. Samkvæmt heim-
ildum HP kemur skattur sem þessi
ekki til greina af hálfu sjálfstæðis-
manna en auk þess er um hann deilt
í sjálfum þingflokki Alþýðuflokksins
þar sem sumir vilja heldur skatt-
leggja tekjur af stóreignum en eign-
irnar sjálfar.
Aðrar leiðir sem miða að því einu
að auka tekjur eru veigaminni. Hér
er þó um fjölmargar leiðir að ræða
og benda menn á, ekki síst þeir sem
sjóaðastir eru í hagfræðinni, að
margt smátt geri eitt stórt. Þannig er
rætt um að setja allt skatta- og tolla-
kerfið í heildarendurskoðun sem
hafi það að markmiði að skila veru-
legum tekjuauka til ríkissjóðs.
DREGIÐ ÚR SKAMM-
TÍMALÁNUM
Þótt hækkun skatta sé auðvitað
þensluhamlandi aðgerð hefur einn-
ig verið rætt um sérstakar aðgerðir
sem hafi það öðru fremur að mark-
miði að draga úr þenslu. Hér er
einkum talað um sérstaka skattlagn-
ingu skammtímalána. í þessu sam-
bandi horfa menn mest til krítar-
kortaviðskipta en einnig er rætt um
almenn afborgunarviðskipti og jafn-
vel þau skammtímalán sem bankar
og sparisjóðir veita einstaklingum.
í skattamálum er almennur vilji
fyrir talsverðri hækkun skattleysis-
marka. Einnig er rætt um hert
skattaeftirlit, mál sem Alþýðuflokk-
ur og Framsóknarflokkur leggja
talsverða áherslu á.
í peningamálum er rætt um að
hækka vexti af ríkisskuldabréfum,
aðgerð sem stuðlar að almennri
hækkun vaxta og dregur úr lánum
til einkageirans.
ALLT í KVÓTA
Sjávarútvegsmálin hafa þá sér-
stöðu að þar greinir menn á þvert á
flokka. Áherslur fara fyrst og fremst
eftir landshlutum en einnig persón-
um. Alþýðuflokksmenn leggja
áherslu á að stokka upp sölukerfi
sjávarútvegsins. Útilokað er þó talið
að núverandi ríkisstjórnarflokkar
ljái máls á því.
Eldfimasta hugmyndin sem nú er
til umræðu er hugmyndin um að
setja kvóta á allar veiðar báta undir
10 tonnum. í þessari hugmynd felst
ennfremur að framvegis verði frysti-
húseigendur handhafar kvótans.
Ljóst er að verði þessi hugmynd að
veruleika á það eftir að valda mikilli
ólgu víða um land.
LÍFEYRIS- OG
LANDBÚNAÐARMÁL
Ljóst er að baráttumál Alþýðu-
flokksins um einn lífeyrissjóð fyrir
alla landsmenn nær ekki fram í
þessum stjórnarmyndunarviðræð-
um. Fyrir liggur að ef til stjórnar-
myndunar kemur verður tillaga 17-
manna nefndarinnar framkvæmd
óbreytt. Samkvæmt heimildum HP
munu Alþýðuflokksmenn geta sætt
sig við þau málalok, á þeirri for-
sendu að tillögurnar gangi í rétta
átt, til aukins jafnréttis og samræm-
ingar.
Eftir að Alþýðuflokkurinn gaf eft-
ir í deilunni um búvörusamninginn
er útlit fyrir nánast óbreytt ástand í
þeim málaflokki. Alþýðuflokkurinn
mun þó knýja á um aukið frjálsræði
í markaðsmálum Iandbúnaðarins
og nýtur hann þar nokkurs fylgis
sjálfstæðismanna. Ennfremur vill
Álþýðuflokkurinn að dregið verði
mjög úr framleiðsluhvetjandi styrkj-
um og niðurgreiðslum og hluta fjár-
ins verði veitt í söluörvandi aðgerð-
ir, jafnt innanlands sem erlendis.
HÚSNÆÐISMÁLIN
ERFIÐUST
Það er ekki nóg með að flokkarnir
þrír hafi mjög ólíkar áherslur í hús-
næðismálum heldur upplifa þeir nú-
verandi ástand með ólíkum hætti.
Við mat á núverandi ástandi hús-
næðismála er gjáin breiðust milli
Framsóknarflokks og Alþýðuflokks.
Sá fyrrnefndi, sem farið hefur með
þennan málaflokk á síðustu árum,
telur ástandið að vísu ekki eins og
best verður á kosið en hvergi nærri
eins slæmt og Alþýðuflokksmenn
telja. Hvað markmið snertir er
breiðast bilið milli Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks, þar sem sjálfstæð-
ismenn leggja allt sitt kapp á sér-
eignastefnu í núverandi kerfi en Al-
þýðuflokkur á kaupleiguibúðir.
Kröfu Alþýðuflokksins um kaup-
leiguíbúðir er tekið mjög fálega af
núverandi stjórnarflokkum sem
telja hana illa grundað áróðurs-
bragð sem engin leið sé að fram-
kvæma strax. Alþýðuflokksmenn
hafi hvergi nærri reiknað þetta
dæmi sitt til enda.
í herbúðum Alþýðuflokksins eru
menn hins vegar ákveðnir í að gefa
ekkert eftir með kaupleiguíbúðirn-
ar, enda voru þær eitt helsta loforð
flokksins i kosningunum. Eru það
einkum Jóhanna Sigurðardóttir og
þeir sem standa til vinstri í flokkn-
um sem ekki mega heyra á það
minnst að hvikað verði frá þessu
baráttumáli.
Á þessari stundu má fullyrða að
húsnæðisbylting Alþýðuflokks er
ekki í sjónmáli. Hún verður ekki
samþykkt á næstu dögum. Standi
Alþýðuflokkurinn fast á þessu
prinsippi er hætt við að stjórnar-
myndunartilraun Jóns Baldvins fari
út um þúfur.