Helgarpósturinn - 11.06.1987, Side 10
HP
HELGARPÓSTURINN
Ritstjóri: Halldór Halldórsson
Ritstjórnarfulltrúar:
Helgi Már Arthursson
Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Blaðamenn:
Anna Kristine Magnúsdóttir,
Friðrik Þór Guðmundsson,
Gunnar Smári Egilsson,
Jónína Leósdóttir,
Kristján Kristjánssori
Áslaug Ásgeirsdóttir,
Sigríður H. Gunnarsdóttir,
Garðar Sverrisson,
Ljósmyndir: Jim Smart.
Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson
Prófarkir:
Sigríður H. Gunnarsdóttir.
Ljósmyndir: Jim Smart
Framkvæmdastjóri:
Hákon Hákonarson.
Skrifstofustjóri: Garðar Jensson.
Auglýsingastjóri:
Hinrik Gunnar Hilmarsson.
Auglýsingar:
Bergþóra Sigurbjörnsdóttir,
Sigurrós Kristinsdóttir.
Dreifing: Garðar Jensson
(heimasími: 74471),
Guðrún Geirsdóttir.
Afgreiðsla: Bryndís Hilmarsdóttir.
Sendingar: Ástríður Helga.
Ritstjóm og auglýsingar
eru að Ármúla 36, Reykjavfk sími
681511. Afgreiðsla og skrifstofa
eru að Ármúla 36, sími 681511.
Útgefandi: Goðgá h/f
Setning og umbrot: Leturval s/f.
Prentun: Blaðaprent h/f.
LEIÐARI
Gerir margt smátt eitt stórt?
Sú skoðun hefur verið sett fram á þessum
vettvangi, að efnahagsmál hafi komið óorði
á íslenska pólitík. Stjórnmálamenn leggi í
starfi sinu ofurkapp á efnahagsmál og missi
oft sjónar á því hlutverki sínu, að festa í lög
þaer almennu samskiptareglur, sem þjóðin er
sammála um að gilda skuli. Ýmis teikn eru á
lofti um að þeir flokkar sem nú ræða um ríkis-
stjórn hafi meiri áhuga á efnahagsmálum en
pólitík.
Síðustu vikur hafa menn farið yfir stöðuna
í efnahagsmálum. Fyrst í Rúgbrauðsgerð-
inni. Nú í höfuðstöðvum Verkamannafélags-
ins Dagsbrúnar, eða í sjávarútvegsráðuneyt-
inu. Fyrst undirforystu Sjálfstæðisflokks. Nú
undir forystu Alþýðuflokks. En þrátt fyrir
langar fundarsetur og „rífandi gang" virðist
lítt miða í viðræðunum. Stjórnmálamenn eru
enn að fara yfir tæknilegar upplýsingar um
ástand efnahagsmála, sem áttu að liggja fyrir
í upphafi kosningabaráttu. Og þrátt fyrir tíða
fréttamannafundi, og mikla vinnu, virðast
menn ekki hafa neitt það í höndunum, sem
flytur þá af tæknistiginu og yfir í pólitíkina.
Menn tala um að nauðsynlegt sé að rétta
ríkissjóð af. Hallinn sé of mikill. Það þýðir að
ríkissjóður þarf meiri tekjur. Það þarf að
hækka skatta, eða lækka útgjöld ríkisins.
Sömu menn vita hve halli ríkissjóðs er mikill
og hvar hugsanlega mætti skera niður út-
gjöld. Kannski lágu upplýsingarnar fyrir í
apríl. Það sem skortir er ákvörðun. Ákvörðun
um það hvort flokkarnir þrír ætla að mynda
þessa ríkisstjórn, eða ekki. Eða halda menn,
að lausnirnar sem verið er að ræða nú, fyrir-
fram, yrðu aðrar eftir að ríkisstjórn verður til.
Þrátt fyrirfréttamannafundi hefur það ekki
verið rætt ákaft opinberlega, að flokkarnir
horfa fremur til aukinnar tekjuöflunar ríkis-
sjóðs en útgjaldalækkunar. I stað þess að
lækka söluskatt, eða taka upp nýtt fyrir-
komulag neysluskattlagningar, eru menn að
tala um að víkka söluskattskerfið. Menn
ræða stóreignaskatt og aukið framlag rikisins
til byggingarsjóðanna. Menn eru ekki, t.d., að
tala um grundvallarbreytingar á húsnæðis-
kerfinu með því að leggja Húsnæðisstofnun
niður í núverandi mynd og setja almennu
lánin inn í bankakerfið, eða tryggja með öðr-
um hætti að lánakerfið standist eftirspurn.
Menn eru að tala um smáskatta hér og þar.
Skattleggja krítarkortaviðskipti, afborgunar-
viðskipti og jafnvel happdrætti á borð við
Lottó 5/32. Fyrir svo utan það, að menn vilja
koma trillukörlum landsins undir kvótakerfið
í sjávarútvegi.
Ýmislegt bendir til þess, að þeir sem sjóað-
astir eru í hagfræði aðhyllist kenninguna um,
að margt smátt geri eitt stórt í skattamálum,
og að einmitt sú kenning ráði ferðinni í stjórn-
armyndunarviðræðunum. Og hvort svo sem
flokkarnir þrír mynda ríkisstjórn, eða ekki,
virðast þeir allir sammála um að kenningin
um hið smáa og stóra sé góð kenning. Öðru-
vísi verða stjórnarmyndunarviðræður nú
ekki túlkaðar.
Sjálfstæðisflokkur hét kjósendum því, fyrir
kosningar, að flokkurinn myndi tryggja
áframhaldandi stöðugleika í efnahagslífinu
eftir kosningar. Framsóknarflokkur hét
áframhaldandi traustri forystu Steingríms
Hermannssonar. Og Alþýðuflokkur spurði,
m.a., hverjir ættu ísland, ætlaði að gefa fram-
sókn frí og gera miklar breytingar. Nú standa
mál þannig, að óstöðugleika gætir í efna-
hagslífinu og verðbólga fer vaxandi. Nær úti-
lokað verður að telja, að Steingrímur Her-
mannsson verði áfram forsætisráðherra og
þrátt fyrir yfirlýsingar Alþýðuflokks er ekki
útlit fyrir eigendaskipti á íslandinu, að fram-
sókn verði gefið frí, eða að gerðar verði mikl-
ar breytingar í þjóðfélaginu. Kannski vegna
þess að menn hafa gert pólitíkina að efna-
hagsmálum. Eða vegna þess að menn hugsa
um of í ríkisfjármálum. Kannski kenningin
um að margt smátt geri eitt stórt eigi ekki við
í pólitík. Ríkisstjórn sem mynduð verður á
grundvelli aukinnar skattheimtu og miðstýr-
ingar er ekki óskastjórn.
FAGME NNIRNIR
VERSLA
HJÁOKKUR
Því reynslan sannar að hjá okkur er
yfirleitt til mesta úrval af vörum til
hita- og vatnslagna.
BURSTAFELL
byggingarvöruverslun
Bíldshöfða 14
Sími 38840
yrir skömmu greindum við frá
því á þessum vettvangi að illa gengi
hjá Svörtu og hvítu að safna í Gulu
bókina, arftaka Borgarskrárinnar.
Þetta reyndist vera á misskilningi
byggt, því á þeim tíma voru aðstand-
endur bókarinnar einfaldlega ekki
byrjaðir að safna! Söfnun fyrirtækja
og auglýsinga í bókina, sem kemur
út í haust, hófst hins vegar fyrir um
viku og gengur mjög vel. Gula bók-
in verður öllu veglegri en Borgar-
skráin, í hana eiga öll fyrirtæki að
fara og verður hún gefin út í um 110
þúsund eintökum, sem síðan verður
dreift af Pósti og síma á öll heimili
landsins. Auk þess á að gefa út 10
þúsund eintök af bókinni á ensku
enda stefnt að því að hún geti orðið
alþjóðleg viðskiptabók fyrir ísland.
Þess má geta að grunngjald fyrir-
tækja er 5.500 krónur en síðan geta
þau keypt ýmiss konar aukaskrán-
ingar. Eitthvað er um að fyrirtæki
neiti að vera með, en þeirra verður
þó getið svo allir viti að þau eru til
á annað borð. Má geta þess að
slökkviliðið í Reykjavík hefur pant-
að 15 stykki í bílana sína, því það er
álit manna þar að ekki sé völ á betra
korti yfir höfuðborgarsvæðið. ..
Ö
rlítið meira um Ástralann
sem er að hjóla í kringum heiminn
og við sögðum frá í síðasta blaði.
Honum hafði tekist að hjóla í gegn-
um einhver fátækustu lönd í heimi
og Evrópu, án þess að vera nokkru
sinni rændur eða einhverju frá hon-
um stolið. Svo kom hann til íslands
þar sem hann bjó hjá frænda sínum
hér í Reykjavík. Hann geymdi hjólið
sitt í hjólageymslu hússins og á það
var fest svefndýna. En hún fékk
ekki að vera þar í friði því einhver
fingralangur stal henni eina nótt-
ina...
A|
■ ýjasta auglýsingin frá ACT-
skóm hefur vakið mikla og verð-
skuldaða athygli. Auglýsingin er
tekin á nýju flugstöðinni og sýnir
komu flugvélar og nýju skónna.
Meðal þeirra sem unnu að gerð aug-
lýsingarinnar var Vilhjálmur
Ragnarsson hjá Hrif en hann er
einnig einn þeirra sem gerðu sjón-
varpsþættina um Island fyrir þýska
sjónvarpið. Vilhjálmur er um þessar
mundir í Þýskaíandi þar sem hann
vinnur að þáttagerð fyrir þýska
sjónvarpsstöð. Svo er sagt að ís-
lenskir kvikmyndagerðarmenn
standi kollegum sínum erlendis að
baki...
Athugasemd
Kæru Helgarpóstsmenn!
Þið skrifið óvenju rætna smá-
klausu í blað ykkar í dag, 4. júní
1987, um það, er ég er að reyna að
verja rétt minn gegn kerfinu í sam-
bandi við stöðuveitingar í Háskóla
Islands. Það kemur áreiðanlega
ekki mér einum á óvart, að þið skul-
ið með þessu taka afstöðu með kerf-
inu. En því skrifa ég ykkur, að þið
farið þar rangt með. Þið segið, að ég
hafi lokið doktorsprófi frá Oxford-
háskóla í pólitískri heimspeki frá
heimspekideild skólans. Hið rétta
er, að doktorspróf mitt var í stjórn-
málafræði (e. Politics) frá félagsvís-
indadeild (e. Faculty of Social Studi-
es) Oxford-háskóla.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
LAUSNIR Á
SKÁKÞRAUTUM
57 Tuxen
1 Be2 hótar Dd3 mát.
1 - Hd4 2 Rxg2 mát
1 - Be4 2 Da7 mát
1 - Rf4 2 Bc5 mát
1 - He4 2 Rf5 mát
58 Tuxen
1 a7 Kxb5 2 a$R Kc6 3 Dd5 mát
1 - Bxb5 2 a8D+ Kz7 3 Ddd8 mát
1 - Kb7 2 a8D+ Kxa8 3 Da7 mát
Harry Viggo Tuxen (1898—1968)
var einn af fremstu skákdæmahöf-
undum Dana á þessari öld og vann
margsinnis til verðlauna, m.a. er
fyrra dæmið hér verðlaunadæmi.
Hann var efnaverkfræðingur að
mennt og vann um skeið á Jövu.
Hann vann mikið að félagsmálum
danskra skákmanna, var lengi for-
maður skákdæmaklúbbsins
danska og forseti danska skák-
sambandsins var hann einnig um
það leyti sem Bent Larsen vann
sér stórmeistaranafnbót.
10 HELGARPOSTURINN