Helgarpósturinn - 11.06.1987, Qupperneq 12
Gleðilegt
SUMAR °
Amarhóll býður
sérstaka sumarþjónustu
í hádeginu
Frá 1. júní til 1. september verður tekin upp sú nýbreytni
á Arnarhóli að veitingastaðurinn verður aðeins opinn
þeim sem eiga pantað borð í hádeginu.
Eitt símtal og öllum dyrum er lokið upp á gátt.
Engin bið eftir borðum eða þjónustu og maturinn mælir
með sér sjálfur.
Á kvöldin verður opið eins og venjulega.
ÞFr.AR FITTHVAF) STFMDIIR TII nr. AI I tac f uÁncr.iMii
Ragnar Arnalds: Hlutfall ríkistekna og
ríkisútgjalda hélst í jafnvægi og reynd-
ar hrósaði Albert honum þegar stjóm-
arskiptin urðu.
Þorsteinn Pálsson: Hann og Albert
ætluðu aldeilis að rífa niður báknið
með lækkun skatta og samdrætti ríkis-
útgjalda...
Ríkisfjármálin og ríkisstjórnirnar 1980—1987
ÓBREYTT ÁSTAND
Eftir yfirlýsingum stjórnmála-
manna til hœgri jafntsem vinstri ad
dœma mœtti þaö heita edlilegt ad
œtla aö í edli sínu hefdi ordid mikil
breyting á ríkisfjármálunum frá
ríkisstjórnarárum útlægra sjálf-
stœðismanna, Framsóknarflokks
og Alþýðubandalags 1980—1983 til
þess er hefur verið að gerast hjá
ríkisstjórn Framsóknarflokks og
Sjálfstœðisflokks 1983—1986. Sér-
staklega þegar þess er gœtt að fjár-
málaráðuneytinu var í fyrra tilvik-
inu stjórnað af „kommúnistan-
um" Ragnari Arnalds, en í síðara til-
fellinu af frjálshyggjumönnunum
Albert Guðmundssyni og Þorsteini
Pálssyni. Enda hafa ófáaryfirlýsing-
ar borist úr herbúðum hinna síðar-
nefndu um lœkkun skatta og lœkk-
un ríkisútgjalda um leið. En óum-
deildar og opinberar tölur Ríkis-
bókhalds sýna að hlutfallslegar
tekjur og útgjöld ríkisins hafa hœkk-
að hjá Albert og Þorsteini en ekki
lœkkað og þegar litið er á innbyrðis
vœgi einstakra liða í tekjuöflun rík-
isins og útgjöldum sést, að engin
meiriháttar eðlisbreyting hefur átt
sér stað hjá,,hœgri“ stjórninni, sem
nú er að kveðja, miðað við reynsl-
una frá „vinstri" stjórninni sem hún
leysti af hólmi.
í maí-hefti Hagtala mánaðarins
sem Seðlabankinn gefur út má sjá
yfirlit yfir fjármál ríkisins sem hlut-
fall af þjóðarframleiðslu (ÞFL)
1980—1986 ásamt endurskoðuðum
fjárlögum fyrir 1987. í samanburði
HP er gengið út frá þriggja ára
„hreinu" tímabili fyrri stjórn-
arinnar 1980—1982, og sömuleiðis
þriggja ára ,,hreinu“ tímabili síðari
stjórnarinnar, 1984—1986.
Hjá Ragnari Arnalds námu tekjur
ríkisins að meðaltali 25,7% af ÞFL,
en hjá Albert og Þorsteini hækkaði
tekjuhlutfallið í 26,5%. Hækkunin
nemur 0,8% af ÞFL.
Helsta breytingin í innbyrðis vægi
tekjuliða felst í því að á móti lækkun
á vægi beinna skatta úr 4,1%
1980-1982 í 3,6% 1984-1986 og
lækkun vöru- og aðflutningsgjalda
úr 6,8% í 5,6% hefur söluskatturinn
hækkað úr 9% í 10,1% og vaxtatekj-
ur ríkissjóðs hafa hækkað úr 0,3% í
um 1%. I raun er nánast eina umtals-
verða breytingin sú að ríkissjóður
hefur fengið auknar vaxtatekjur
upp í lækkun tekju- og eignaskatts.
Hjá Ragnari Arnalds námu út-
gjöld ríkisins 25,9% af ÞFL
1980—1982 en hjá Albert og
Þorsteini hækkaði útgjaldahlutfallið
upp í 27,4% af ÞFL eða um 7,5
prósentustig og í endurskoðuðum
fjárlögum fyrir yfirstandandi ár er
gert ráð fyrir því að hlutfall þetta
fari upp í 28%. Aðeins einu sinni
tókst ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar að lækka hlutfall
ríkisútgjaldanna af ÞFL, á sínu
fyrsta heila ári, 1984.
Helsta breytingin í innbyrðis vægi
útgjaldaliða er sú, að vægi ýmissa
félagsmála hefur aukist og stór-
hækkun vaxtagjalda sá dagsins ljós,
en á móti kemur minnkun á vægi
niðurgreiðslna, sem dugar engan
veginn til við að draga úr aukningu
ríkisútgjaldanna. Á fyrra tímabilinu
námu útgjöld til húsnæðis- og fé-
lagsmála að meðaltali 0,9% af ÞFL
en á síðara tímabilinu fór hlutfallið í
1,4%. Liðurinn „mennta-, menning-
ar- og kirkjumál" hækkaði úr 4,1% í
4,5%. Niðurgreiðsluhlutfallið lækk-
aði úr 1,9% í um 1%, en meðaltal
flestra liða stóð í stað eða hreyfðist
lítið. Þannig má nefna sem dæmi
stærsta einstaka liðinn: „Trygginga-
mál“. Hlutfallið stóð í stað tímabil-
anna á milli, 7,3% af ÞFL. En stærsta
breytingin fólst í stighækkandi
vaxtagjöldum, hverra hlutfall fór úr
0,6% í 1,8% af ÞFL. Litlarsem engar
breytingar áttu sér stað í hlutfalls-
legu vægi liða eins og „Almenn
stjórn og löggæsla" „Utanríkismál",
„Landbúnaðarmál", „Iðnaðar- og
orkumál" og „Samgöngumál".
Við minntumst á aukið vægi út-
gjalda til húsnæðis- og félagsmála.
En þá er þess að gæta að eftir að
framlag ríkisins til Byggingarsjóðs
ríkisins fór úr 0,32% árið 1984 í
0,92% af ÞFL árið 1985 hefur hlut-
fall þetta lækkað snarlega aftur og
er áætlað í ár 0,58%. Einnig má
nefna að framlagið til Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna hækkaði úr
0,55% af ÞFL árið 1984 í 0,85% árið
1985, en í ár er hlutfallið áætlað
0,53%.
Þegar endanleg útkoma ríkissjóðs
þessi tímabil er skoðuð kemur í ljós
að á pappírnum að minnsta kosti
sýndi „komminn" Ragnar mun
meiri ráðdeild í rekstri ríkisheimilis-
ins. Meðaltalshallinn hjá honum
nam 0,4% af ÞFL 1980-1982, en fór
í 1,3% hjá Albert og Þorsteini
1984—1986 og er áætlaður 2% í ár.
Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs hefur
hækkað frá 0,5% af ÞFL hjá Ragnari
í 2% og stefnir nú í 2,8%. Og afborg-
anir utan Seðlabanka fóru úr 0,6% í
2,1% og munu haldast svipaðar í ár.
Niðurstaðan er sú að ekki hafi
orðið nein eðlisbreyting þessara
ríkisstjórna á milli, sem eiga að hafa
verið svo ólíkar, heldur einungis
vart umtalsverð áherslubreyting á
vægi tekna og útgjalda ríkisins.
Sjálfstæðismenn ætluðu að draga úr
útgjöldum og tekjum ríkisins, en við
blasir hækkun tekna en þó sérstak-
lega hækkun útgjalda með tilheyr-
andi stóraukningu tekjuhallans. í
raun má þó heita að sú breyting sem
mest áberandi er hljóti að teljast
hækkun vaxtatekna og vaxtagjalda.
Hvert brot úr prósentu táknar millj-
ónir, en niðurstaðan er: Status Quo.
-FÞG
BILEIGENDUR
BODDÍHLUTIR!
ÓDÝR TREFJAPLASTBRETTI 0.FL. Á FLEST-
AR GERÐIR BÍLA, ÁSETNING FÆST Á
STAÐNUM.
BÍLPLAST
Vkgnhöfða 19, timi 688233.
PóstMndum. -
Ödýrír nurtubotnar.
Tökum að okkur trefjaplastvinnu.
VWjið istanakt.
12 HELGARPÓSTURINN