Helgarpósturinn - 11.06.1987, Qupperneq 14
eftir Jónínu Leósdóttur myndir Jim Smart
WHERE DOIFIND THE
komuna til Keflavíkur, þar sem eng-
inn hefði tekið á móti þeim á flug-
vellinum, en enskumælandi starfs-
fólk bjargaði því hið snarasta. Ekk-
ert mál fyrir Pétur og Pálu... og ekki
Keith heldur. Þar sem eitthvað vant-
aði upp á enskukunnáttu viðmæl-
endanna höfðu þau bara umorðað
spurningarnar á einfaldari máta og
aliir skildu alla. „Við vorum einmitt
að tala um það í gær,“ sagði Paula,
„að það væri nú munur fyrir okkur
að koma hingað eða ykkur til Bret-
lands. Þar skildi auðvitað enginn ís-
lensku, en hér getum við alls staðar
notað móðurmál okkar. No probl-
em!“ Góð einkunn það.
„BRÆÐUR MÍNIR
KENNDU MÉR"
Þá var kominn tími til að láta til
skarar skríða. Það var ljósmyndar-
inn, sem hafði orð fyrir okkur að
þessu sinni, enda mun minni „plat
útlendingur" en blaðamaðurinn.
Fyrstur í prófið var Ijóshærður
blaðasali á grunnskólaaldri:
Jim: Can you tell me where the
bus station is?
Arnar, „13 að verða 14", var klór-
aður í framan. Ekki eftir kött,
heldur bræður sina. En enskan
fín.
Bresku fuglaáhugamennirnir Peter, Paula og Keith urðu svolítið undr-
andi á því að vera ávarpaðir á götu á íslandi.
Þegar rætt er um sjónvarps- og myndbandagláp barna
og ungmenna á íslandi viðra menn gjarnan áhyggjur sín-
ar af því hve slæmt það sé að krakkarnir neyti engilsaxn-
esks efnis í miklum mæli. Þetta er talið stórhættulegt
fyrir móðurmálskunnáttu þeirra og í flesta staði nei-
kvætt. Það er hins vegar sjaldnar litið á jákvæðu hliðar-
nar á þessu máli, en þær eru vissulega til. Reyndu t.d. að
ávarpa íslenska krakka á ensku og sjáðu hvað gerist. Þau
koma þér alveg örugglega stórkostlega á óvart. Krakk-
arnir, sem blaðamaður og Ijósmyndari HP hittu í miðbæ
Reykjavíkur í síðustu viku, voru a.m.k. ekki í neinum
vandræðum með að tjá sig á erlendu tungumáli. Þau út-
skýrðu það hægt og rólega fyrir „útlendingunum“ að
það væru engar lestarferðir á Islandi og að þeir yrðu því
að notast við rútur.
Manchester, sem voru hér á vegum
breskrar ferðaskrifstofu að skoða
fugla. Öll meðlimir í RSPB, The Roy-
al Society for the Protection of
Birds, eða konunglegu fuglavernd-
arsamtökunum á Bretlandi.
Hún Dagmar, 14 ára, fékk létt
áfall, þegar hún áttaði sig á því
hvað var að gerast.
Þetta handahófsúrtak okkar af
erlendum ferðamönnum hafði ekk-
ert nema gott að segja um þekkingu
íslendinga á engilsaxneskri tungu.
Þau höfðu ekki lent í neinum tungu-
málaerfiðleikum á hálfsmánaðar
ferðalagi um landið. Sögðust að vísu
hafa lent í smávegis klandri við
Áður en við Jim, ljósmyndari, hóf-
um skyndikönnun á enskukunnáttu
íslenskra ungmenna þótti okkur rétt
að ná tali af nokkrum „ekta“ útlend-
ingum og athuga hvernig þeim
gengi að gera sig skiljanlega við
landann. Sem við stóðum á horni
Pósthússtrætis og Austurstrætis birt-
ust einmitt þrjár úlpuklæddar verur
í gönguskóm. Þar sem þarna í sól-
inni vottaði fyrir íslenskri hitabylgju
Sigþór, 11 ára, var ekki í neinum
vandræöum.
með upp undir 10 stiga hita á celsíus
höfðu sannir víkingar auðvitað ber-
að allt, sem siðsamlegt var að bera
á almannafæri. Þetta kappklædda
fólk hlaut því að vera frá öðru landi,
ef ekki bara annarri stjörnu. Við Jim
litum því hvort á annað — orða var
ekki þörf — og lögðum til atlögu.
Mikið rétt. Þremenningarnir
reyndust vera breskir fuglaáhuga-
menn, nýkomnir til borgarinnar eft-
ir ferðalag um sveitir landsins. Þetta
voru hjónin Peter og Paula McEwen
frá Newcastle og Keith Kelsall frá
14 HELGARPÓSTURINN