Helgarpósturinn - 11.06.1987, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 11.06.1987, Blaðsíða 15
ISLENSKIR KRAKKAR REYNDUST TALA OTRULEGA GÓÐA ENSKU, ÞEGAR ÚTSEND- ARAR HP LÉKU TÚRISTA OG SPURÐU TIL VEGAR AÐ JÁRNBRAUTARSTÖÐINNI í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR. TRAIN TO SELFOSS? Svar: Ha, hvað? Rúta? Jim: I have to take a bus to Selfoss. Where does it leave from? Svar: Sko, ég veit það ekki. Þú verður að spyrja þarna inni. (Benti á nýja húsið við LÍekjartorg.) Jim: Are you selling the paper? How much does it cost? Svar: Fimmtíu og fimm krónur. Jim: You understand all I am say- ing. Did you learn English in school? Svar: Nei, nei. Það var greinilegt að blaðasalinn skildi allt, sem ljósmyndarinn sagði við hann, en var tregur til að segja eitthvað sjálfur á ensku. Við út- skýrðum fyrir honum hver við vær- um og til hvers leikurinn var gerður. Pilturinn kvaðst heita Sigþór, vera 11 ára og sagði bræður sína, sem væru í menntaskóla, hafa kennt sér svolítið í ensku. Sigþór tjáði okkur líka að sér fyndist enska fallegri en ameríska og að hann hlakkaði til að læra málið í skólanum á næsta ári. Þegar við kvöddum þennan við- kunnanlega blaðasala brosti hann og sagði „Thank you“ við Jim, hátt og skýrt. Ein sú alhressasta, Eyrún, hafði verið í mánuð á enskuskóla. „ENSKAN SKYRARI, EN VANARI AMER- ÍSKUNNI" Næst varð á vegi okkar ung stelpa með vasadiskó hangandi framan á sér og heyrnartæki á eyrunum. Þeg- ar hún sá að Jim var að yrða á hana tók hún niður heyrnartækin og hváði. Jim: I am looking for a bus to Sel- foss. Where should I go? Svar: There is a woman in there. (Benti á nýja húsið við Lækjartorg, eins og Sigþór hafði gert.) Jim: Is that the bus station? Svar: You mean Hlemmur? Jim: Or maybe I can take a train there? Is that possible? Svar: No, that is not possible. Jim: Why? Are there no trains in Iceland? Svar: No. No trains here. Sæta stúlkan með vasadiskóið var landi og þjóð til sóma og reyndist bjarga sér ljómandi vel á ensku, svo við leiddum hana í allan sannleik- ann. Það var eins og við hefðum sagst vera með falda kvikmynda- tökuvél, því hún tók fyrir andlitið og skríkti pínulítið. Síðan hló hún bara og leyfði útlendingnum að taka mynd af sér. Sagðist heita Dagmar, Vinkonurnar Guðrún og Inga Hrönn ætla að selja blöö í sumar, en vilja helst halda sig við ást- kæra ylhýra málið — sökum feimni. Kent, rétt fyrir utan London. Þang- að fór Eyrún nefnilega með frænda sínum í fyrra og sagðist hafa lært töluvert í töluðu máli og framburði. Nemendurnir hefðu hins vegar ver- ið mjög mislangt komnir, svo það hefði ekkert þýtt að fara út í réttrit- unarkennslu á þessum eina mánuði. Eyrún tjáði okkur að svona ferð hefði kostað litlar 60 þúsund krónur í fyrra, fyrir utan vasapening. Hún trúði okkur fyrir því að lokum, að sér fyndist danska alveg hryllingur, en enskan skemmtileg. „Eg er bara með fílingu fyrir málinu." Já, það var greinilegt, Eyrún. Þú færð 9 á prófinu! „VORUÐ ÞIÐ AÐ TALA UM LEST?" Á horninu á móti Óla blaðasala hafði ungur piltur komið sér fyrir í samkeppni við hinn gamalgróna sölumann. Það var greinilega ekk- ert of vel séð að trufla hann við sölu- mennskuna, en hann lét sig þó hafa það að bjarga tveimur ráðvilltum ferðalöngum. Jim: Is there a train station here anywhere? I have to go to Selfoss. Svar: There are no trains here. It is best to take a bus. Go to Umferðar- miðstöðin. The are buses there. Það þurfti ekki að ræða lengi við þennan skelegga pilt til þess að heyra, að hann var mjög vel talandi á ensku. Hann var eins og fiskur í 'vatni, en þegar við Jim leiddum hann í allan sannleikann var dreng- urinn ekkert nema lítillætið. Sagðist vera 13 ára og hafa lært ensku í tvö ár. Hún kvaðst aldrei hafa komið til Englands, „bara Spánar". Dagmar sagði að sér þætti enskan skýrari, en hún væri vanari amerískunni. ekki kunna neitt í ensku, þrátt fyrir að hann hafði staðið sig hreint stór- kostlega í þessu óformlega prófi. Arnar sagðist hann heita, vera „13 að verða 14“ og ekki hafa lært ensku nema bara í skólanum. Þegar blaðamaður spurði hvort hann hefði verið jafngalvaskur að tala við okkur á dönsku svaraði Arnar því til, að hann hefði búið í Danmörku í 7 ár. Sá er aldeilis vel staddur í tungumálunum. Hann fékk a.m.k. ágaetiseinkunn hjá okkur, hann Arnar. En sjálfur hafði hann meiri áhuga á að græða á Helgarpóstin- um en vera þar í viðtali og sneri sér því að sölumennskunni. Síðustu stikkprufuna gerðum við á tveimur brosmildum stúlkum í Austurstræti, sem urðu nú svolítið feimnar við þetta „útlenska" fólk. Þær virtust ekki skilja orðið ,,train“ (lest), þrátt fyrir lýsandi leikhljóð ljósmyndarans, en þegar við sögð- um „big bus“ kviknaði á perunni. „Jaá. Þarna, left!“ (Og þær bentu út á Lækjartorg.) Þetta var ekki sem verst hjá Guð- rúnu, tæplega 13 ára, og Ingu Hrönn, 10 ára. Það var eflaust frem- ur feimni en kunnáttuleysi í ensku, sem stóð þeim fyrir þrifum. Þegar við höfðum kvatt þær kölluðu þær nefnilega á eftir okkur: „Voruð þið að tala um lest eða eitthvað?" „MEÐ FÍLINGU FYRIR MÁLINU" í Lækjargötunni hittum við rauð- hærða skvísu með dökk speglagler- augu. Þegar hún hafði tekið þau of- an, til þess að virða „túristana" fyrir sér, kom í ljós freknótt andlit með sólskinsbrosi. Og enskan vall upp úr henni, eins og ekkert væri eðlilegra. Jim: I am looking for the train to Selfoss. Can you help me? Svar: There are no trains in Ice- land. You will have to take a bus. Just walk along this street and at the end of it you turn left. There you will find a bus station called Umferðar- miðstöðin. BSÍ. You see? Jim (hvumsa): I see... Það þýddi ekkert að reyna að slá þessa dömu út af laginu. Þarna var allt á hreinu, stórgóð enska og engin feimni við að tala hana. Þegar við- mælandi okkar hafði hlegið svolítið að sjálfri sér fyrir að vísa innfædd- um íeiðina út að BSÍ kom í ljós að hún hét Eyrún og var 14 ára. Enskuna hafði hún lært í skólanum, en einnig á mánaðar námskeiði í HELGARPÖSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.