Helgarpósturinn - 11.06.1987, Síða 16

Helgarpósturinn - 11.06.1987, Síða 16
eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur mynd: Jim Smart HP hittir að máli Guðrúnu Pétursdóttur sem var fulltrúi Islands í fegurðar- samkeppni erlendis fyrir tuttugu árum UNGFRÚ ÍSLAND HJA sameinudu MðDUNUM Á mánudaginn eignudust íslendingar nýja ungfrú ísland, Önnu Margréti Jónsdóttur. Feguröarsamkeppni Islands hefur veriö haldin hér á landi allt frá árinu 1950, með örfáum undantekningum, en misjafnlega mikið hefur verið fjallað um þœr stúlkur sem sigrað hafa í þessari keppni. Guörún Pétursdóttir segist skilja vel þær ungu stúlkur sem fara í fegurðarsamkeppni. Sjálf var hún skráð þátttakandi í Fegurðarsamkeppni Is- Iands fyrir tuttugu árum, keppni sem síðan var aldrei haldin. Atvik höguðu því þannig að ekk- ert varð úr formlegri keppni og útlit fyrir að þátttaka Guðrúnar yrði aldrei meira en nafnið eitt. En þá fékk hún upphringingu. „Ég var beðin að vera fulltrúi íslands í Evrópu- keppninni og Miss Universe-keppninni sem haldin var á Miami í Bandaríkjunum. Það er oft talað að um að ekkert sé gert fyrir þær stúlkur sem taka þátt í þessari keppni í dag — en það var nú öllu verra fyrir tuttugu árum! Ég þurfti að kaupa mér síðan kjól og pabbi bjó til spöng um hárið við skautbúninginn en hann hafði ég feng- ið að láni hjá Guðrúnu Bjarnadóttur. Auðvitað var allt annað borgað eins og flugferðir, hótel- kostnaður og matur en að öðru leyti fékk ég aðeins 100 dollara til að eyða í annað sem þurfti. Ég var algjörlega eins og Öskubuska í saman- burði við hina keppendurna sem voru með full- ar ferðatöskur af fötum til skiptanna. Ungfrú Danmörk var til dæmis með mér í herbergi og hún var með svo mikið af fötum að það var hreinlega til skammar hvernig ég var útbúin. I staðinn fyrir að láta það eitthvað á mig fá fékk ég bara lánuð fötin hennar því hún var hvort sem er aldrei nema einu sinni í hverri flík!“ SUKKUM I' MALBIKIÐ Ferðalaginu sjálfu lýsir Guðrún þannig: „Við hittumst fyrst allar í Belgíu og þaðan fórum við til Nice í Frakklandi þar sem keppnin um ungfrú Evrópu var haldin. Þaðan héldum við til Caracas í Venezuela þar sem við vorum viðstaddar feg- urðarsamkeppni, því næst til Brasilíu, New York og Washington og enduðum svo á Miami. Þar voru stíf æfingaprógrömm frá morgni til kvölds, við borðuðum varla nokkuð nema kaldar sam- lokur og þegar ég hugsa til baka finnst mér ég ekkert hafa gert nema dvelja á loftkældum stöð- um og vera á æfingum eða í viðtölum!' Guðrún var þó ekki alveg ósjálfbjarga á þessu tveggja mánaða ferðalagi sínu því hún hafði áð- ur dvalið um tveggja ára skeið í Kaliforníu þar sem hún var ,,au-pair“ hjá íslenskri konu og fjöl- skyldu hennar. Það var raunar í Kaliforníu sem hennar fyrstu kynni af fegurðarsamkeppni voru: „Fulltrúi íslands í þeirri keppni var Rósa Einarsdóttir. Við vorum fengnar tvær íslenskar stúlkur til að ganga fyrir framan „kerruna" hennar í íslenskum búningum — í yfir 30 stiga hita. Þarna vorum við iklæddar svörtum kjólum á pinnaháum hælum sem sukku ofan í malbikið vegna hita! Það skemmtilega er samt að núna í dag er Rósa eiginlega mín allra besta vinkona, en við höfðum aldrei sést fyrr en við hittumst í Kaliforníu." Þótt Guðrún væri ekki kosin ungfrú Alheimur 1967 var hún af þátttakendunum val- in „vinsælasta stúlkan í hópnum" og fannst raunar miklu meira vænt um þann titil en ef ég hefði sigrað í keppninni sjálfrí," segir hún bros- andi. Eftir ferðalagið um heiminn 1967 segir Guð- rún að þátttakendunum hafi verið boðið að fara aftur til Frakklands. Hún hélt þangað ásamt nokkrum fegurðardrottningum: „En þá var ég búin að fá alveg nóg af þessum ferðalögum, hélt bara kyrru fyrir á hótelinu í tvo sólarhringa og fór þá heim til Islands með fyrstu ferð.“ Ekki hélt Guðrún þó alveg kyrru fyrir á Islandi því um haustið fór hún ásamt Jónínu Konráðsdóttur, sem var síðan kjörin ungfrú ísland 1968, í keppnina ungfrú Skandinavía sem haldin var í Finnlandi. „...SVO MANNAÐIST ÉG" Hún segist að sumu leyti tengja það hvað hún fékk nóg af ferðalögunum á þessu tímabili því að hún var mjög háð fjölskyldu sinni og fannst ekki auðvelt að dvelja langtímum saman frá henni. „Ég er elst fimm systkina og við vorum mjög samrýnd fjölskylda þar sem allir hjálpuðust að. Ég er alin upp í Keflavík og það var fremur langt að fara til að stunda skíðaíþróttina. Okkar samheldni fólst fremur í því að við eyddum stundunum saman, heimsóttum ömmur og afa á kvöldin og gengum í öll störf á heimilinu saman. Ég á alveg yndislega foreldra og fjölskyldu. Þegar ég fór í fyrsta skipti að heiman hef ég sennilega verið 10 ára gömul. Þá fór ég í Vindáshlíð í viku — og grét allan tímann af heimþrá. Svo mannaðist ég og fór ári síðar í tvær vikur. Svona þróaði ég mig upp í aðskilnað frá fjölskyldunni þangað til ég fór sem „au-pair“ 17 ára gömul til Kaliforníu jafnframt því sem ég gekk þar á kvöldskóla." Guðrúnu hefur ekki veitt af þjálfuninni því það átti síðar fyrir henni að liggja að dvelja ár- um saman frá heimalandinu og fjölskyldunni: „Mig langaði að prófa að starfa í New York og sótti um starf hjá Sameinuðu þjóðunum sem leiðsögumaður. Það var einskær heppni að ég skyldi fá starf þar því það voru 550 umsækjend- ur en aðeins 48 teknir. Hjá Sameinuðu þjóðun- um í New York hafa aðeins starfað tvær íslensk- ar stúlkur sem leiðsögumenn og við vorum þar báðar á sama tíma. Starfið fólst í að taka á móti hópum og fylgja þeim um húsakynnin, og boðið er upp á leiðsögn á flestöllum tungumálum heimsins. Tekjurnar voru skattfrjálsar svo ég sendi kaupið mitt alltaf óskert heim til Islands en vann fyrir mér á kvöldin á veitingahúsi og starf- aði einnig sem fyrirsæta." Meðal þess sem Guðrún fékkst við var að aug- lýsa Clairol-hárvörurnar og í eitt ár var hún „Clairol-stúlkan". Hún segir hlæjandi að hún hafi lítið þurft að hafa fyrir því að vekja á sér athygli: „Það var raunar alveg merkilegt hvað blöðum fannst mikið til koma að fyrrum ungfrú ísland væri nú leiðsögumaður hjá Sameinuðu þjóð- unum. Ég fékk heilmikla auglýsingu út á þetta, bæði fyrir Island og sjálfa mig, sem endaði með að mér var boðið starf sem fyrirsæta." PRINS í STRÁPILSI í heimsókn til Guðrúnar til New York kom meðal annars vinkona hennar úr fegurðarsam- keppnunum frá árinu áður, Gitte, sem var ung- frú Danmörk. Sannarlega örlagarík heimsókn fyrir hana því Guðrún tók sig til og kynnti hana fyrir núverandi eiginmanni hennar, svörtum prins frá Uganda! Hann hafði boðið mér á fínan dansleik sem haldinn var hjá Sameinuðu þjóð- unum, en hann starfaði einnig þar, en þá var ég þegar búin að fá boð. Ég sagði honum hins vegar að hjá mér væri stödd dönsk stúlka sem hefði án efa mjög gaman af að komast á ballið og hvort hann vildi ekki bara bjóða henni með sér. Til að stríða Gitte sagði ég henni að hún yrði að vera viðbúin því að hann mætti í þjóðbúningi Uganda, strápilsi með bein um hálsinn. Þegar svo þessi ungi „Harry Belafonte" -maður mætti til að sækja hana, klæddur í dýrindis jakkaföt, hélt hún að þetta væri bílstjórinn hans. Þessi prins heitir Charles Katunga og var á þessum tíma trúlofaður Elísabetu prinsessu af Toro, sem síðar átti eftir að skandalísera svo hressilega að heimurinn fékk að frétta af því. Hún var nefnilega síðar með Idi Amin, fór eitthvað út af sporinu og var tekin föst á klósetti í London! Elísabet var á þessum tíma í lögfræðinámi í Englandi og vissi auðvitað ekkert að prinsinn hennar væri farinn að búa með stúlku frá Danmörku. Prinsessan mætti svo til New York, Gitte var „hent“ út úr íbúðinni og ég fór með hana hágrátandi út á flugvöll þaðan sem hún hélt heim til Danmerkur. Astarsorgin varði þó ekki nema í tvær vikur því þá mætti prinsinn í Danmörku og flutti hana með sér aftur til New York. Sem sagt: prinsessunni var hent út og Gitte flutti inn. Ári síðar giftu þau sig svo í Danmörku og búa nú í Nairobi. Við höldum enn mjög góðu sambandi og enn einu sinni er ég ákveðin í að fara í heimsókn til þeirra í sumar.“ VINKONA FYRIRMYNDARFÖÐURINS En í Bandaríkjunum kynntist Guðrún fleirum en prinsum og ferðafólki. Einn góður vinur hennar þar varð enginn annar en William Harvey Cosby, öllu betur þekktur sem Bill Cosby, fyrirmyndarfaðirinn sjálfur, og í fórum sínum á Guðrún myndir af þeim sem teknar voru í Forest Hill, tennisstaðnum þekkta í Queens: „Bill Cos- by kynntist ég þannig að bandarísk vinkona mín sem ég vann með hafði þekkt hann í mörg ár. Hún eignaðist barn meðan ég var þarna úti og guðfaðir barnsins var Bill Cosby. Það er í raun- inni ekkert meira um það að segja," bætir hún við brosandi. Segir þó að það sé óhætt að trúa því að hann sé jafn skemmtilegur og indæll og hann virkar í Fyrirmyndarföður. „Hann sagði mér söguna af því þegar hann varð í fyrsta skipti „ríkur". Hann var þá farinn að leika í kvikmynd- um en ekki orðinn þekktur og keypti sér Rolls Royce-bíl. Eins og vanalega var hann í stuttbux- um og íþróttaskóm og fór á bensínstöð til að kaupa bensín. Hann vissi hins vegar ekki að það þyrfti að opna bensíntankinn með lykli og þegar starfsmennirnir spurðu hvar lykillinn væri vissi hann ekkert um það. Áður en varði voru mættir lögregluþjónar til að handtaka þennan blökku- mann sem hafði gerst svo bíræfinn að stela bíl einhvers auðmannsins!" Guðrún starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum í fjögur ár, fyrst sem leiðsögumaður í eitt ár og síðan sem „Superviser“ í þrjú ár: „Þá var mig farið að langa heim aftur. Fyrir peningana sem ég hafði sent heim til íslands keypti ég mér íbúð og nýjan bíl og ákvað að flytja heim aftur. Þá komu sögurnar! Þú getur rétt ímyndað þér hvað var blaðrað á þessum tíma þegar allar „dipló- matasögurnar" voru í gangi um ungu, ljóshærðu stúlkurnar sem héldu við helstu frammámenn Bandaríkjanna. Auðvitað hlaut ég að vera ein þeirra samkvæmt sögunum hérna! Ég hreinlega gat ekki hafa unnið fyrir mér sjálf þarna úti.“ Hvort hún hafi tekið kjaftaganginn nærri sér svarar hún: „Nei, veistu það að það þýðir ekki. Ég hef aldrei tekið þátt í söguburði og ætla mér ekki að gera það. Fólk getur breytt sjálfu sér en maður breytir ekki öðrum og þess vegna á eng- inn að eyða tíma sínum í að ræða um fólk sem það þekkir jafnvel ekkert." Á DISKÓTEKI AUÐKÝFINGANNA Eftir heimkomuna, „sem var 23. janúar 1973“ segir Guðrún brosandi og bætir við að þessi mánaðardagur sé afmælisdagur ömmu sinnar og alnöfnu og hafi síðar átt eftir að koma sterk- lega við sögu í lífi hennar, „ákvað ég að fara að læra til sjúkraliða. Ég lauk því námi 1974 og starfaði þá í fimm mánuði á Vífilsstöðum, en ákvað þá að fara aftur til New York. Ég fékk vinnu á nýju diskóteki í Southampton sem fyrr- verandi atvinnurekandi minn úr veitingahúsinu hafði sett upp, en þetta diskótek sótti nær ein- göngu efnað og fínt fólk. Þetta er á Long Island þar sem auðkýfingarnir leggja snekkjunum sín- um og aðgangseyrir inn á diskótekið var í sam- ræmi við það, 10 dollarar. Eitt kvöldið var ég frammi að taka við aðgangsey rinum því ég hafði slasast kvöldið áður, og varð þá vör við að ungur og myndarlegur maður var að reyna að „svindla" sér inn, sagðist þekkja plötusnúðinn og þyrfti því ekkert að borga. Ég var nú ekki al- veg á því og sagði honum að ef hann ætti ekki fyrir aðgangseyrinum skyldi hann bara koma sér út. Síðar um nóttina fór ég inn í salinn og sá þá hvar vinurinn sat í mestu makindum á barn- um. Ég var nú ekki alveg sátt við þetta og spurði hann hvernig hann hefði komist inn. Hann svar- aði mér ekki þá, en skýringuna fékk ég síðar. Þessi maður var þá síður en svo einhver fátækl- ingur heldur vel þekkt myndamódel í Bandaríkj- unum en fram úr hófi þrjóskur. Hafði ákveðið að komast inn ókeypis og gerði það.“ Þótt fyrstu kynnin hafi verið í þessum dúr átti Guðrúnu síðar eftir að semja ágætlega við módelið og þau bjuggu saman í átta ár í New York og eiga saman son, sem er að verða 11 ára. Guðrún hætti störfum á Long Island og gerðist húsmóðir á fjórðu hæð í stórhýsi í miðri New York-borg: „Ég hafði vanist mjög góðum íbúð- um meðan ég starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum og á Long Island bjuggum við átta saman í fal- legu húsi, en þarna var ég komin í lyftulaust hús þar sem ég þurfti að drösla barnavagni upp og niður fjórar hæðir á hverjum degi! Svona er New York: Maður flytur ekki svo auðveldlega í eitt- hvað betra því þar er hreinlega ekkert að fá fyrir það verð sem hóflegt er að greiða.“ „ÞÁ MEGA ÞEIR DEYJA DROTTNI SÍNUM" Hins vegar var það ekki íbúðin sem olli því að Guðrún gafst upp á New York. Ástæðan var miklu alvarlegri: „Ég var að hlaupa niður á barnaheimili Sameinuðu þjóðanna til að sækja son minn og vin hans sem ég ætlaði að gæta þennan dag. Þetta var 23 janúar 1982 í frosti og snjó. Ég var klædd í skærgulan fatnað, sama lit og er á skólavögnunum í New York. Barnaheim- ilið er staðsett í vernduðu og góðu hverfi þar sem varla gerist nokkuð. Sem ég er að skokka þarna niður eftir götunni sé ég hvar verið er að henda svertingja út úr skólavagni, sem hann hafði reynt að komast inn í en þegar bílstjórinn lokaði hurðinni klemmdist vettlingur mannsins á milli. Ég leiddi þetta hjá mér og hljóp áfram. Vissi svo ekki fyrr en gripið var í mig og ég lamin af öllu afli í andlitið. Maðurinn var gjörsamlega örvita af bræði og sló mig stanslaust í andlitið. Dró síðan vodkapela upp úr rassvasa sínum og var að fara að brjóta hann á andlitinu á mér þeg- ar ég missti meðvitund. Rankaði ekki við mér

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.