Helgarpósturinn - 11.06.1987, Page 18
eftir Garðar Sverrisson mynd: Jim Smart
NÝGERÐ BLAÐAMANNAFUNDA RYÐUR
SÉR TIL RÚMS. YFIRHEYRT í BEINNI
ÚTSENDINGU. FRAMKOMA í SJÓN-
VARPI SÍFELLT MIKILVÆGARI. ÍMYND
STJÓRNMÁLAMANNSINS í BRENNI-
DEPLI. HVERT LIGGUR LEIÐIN?
Við erum stödd í einu þingflokksherbergja Alþingis.
Eftir örstutta stund ætlar formaður flokksins að tjá sig
um það málefni sem heitast brennur á þjóðinni þessa
stundina. Blaða- og fréttamenn, vopnaðir pennum og
hljóðnemum, hafa komið sér fyrir og gert klárt. Það er
spenna í loftinu. Allt í einu birtist formaðurinn valds-
mannslegur í fasi. Fréttamenn kveikja á segulböndum og
ljósmyndarar hefja skothríð. Sjónvarpsvélar eru settar í
gang og sterkir ljóskastarar lýsa upp sviðið. Skyndilega
erum við í beinni útsendingu. „Þetta er bara eins og hjá
Gary Hart, svei mér þá,“ heyrist einhver viðstaddra,
sennilega af Tímanum, muldra lágum hljóðum.
Já, það fer víst ekki framhjá nein-
um að það er stæll á þeim blaða-
mannafundum sem forystumenn
flokkanna hafa haldið á þessu vori.
Að öllu yfirbragði svipar þeim mjög
til þeirra funda sem stjórnmála-
menn úti í hinum stóra heimi halda
með fréttamönnum, funda sem oft
verða mjög dramatískir. Þetta eru
fundir hraða og spennu þar sem
raddblær og svipbrigði segja oft
meira en töluð orð, viljandi eða
óviljandi, hvort sem svarendum lík-
ar betur eða verr. Sá sem boðar til
þessara funda ræður oft ákaflega
litlu um þróun þeirra. Það sem í
fljótu bragði virðist smáatriði getur
orðið stórmál áður en yfir lýkur.
ÞORSTEINN GAF
TÓNINN
Blaðamannafundir af þessu tagi
hefja innreið sína hér mjög snögg-
lega, svo snögglega að jafnvel má
benda á einn tiltekinn fund sem
einskonar upphafsfund í þessari
þróun. Hér er átt við blaðamanna-
fundinn sem Þorsteinn Pálsson fann
sig knúinn til að halda eftir að Helg-
arpósturinn birti upplýsingarnar
um skattamál Alberts Guðmunds-
sonar og þau vandræði sem þau
voru farin að valda í innsta hring
Sjálfstæðisflokksins. Upp frá þessu
hafa landsmenn orðið vitni að
hverjum fundinum á fætur öðrum,
ýmist undirbúnum eða óundirbún-
um undir húsvegg einhvers fundar-
staðarins. Við heyrum og sjáum hóp
fréttamanna beina hljóðnemum sín-
um að forsvarsmönnum flokkanna
og þýfga þá um þjóðmálin. En svo
óvanir eru þeir þessum atgangi að
stundum virðast þeir hálfvandræða-
legir með alla þessa hljóðnema fyrir
vitum sér — minna helst á harmón-
ikkuieikara ofan úr sveit sem í fyrsta
sinn fær að spila á stórt pípuorgel.
En hvernig stendur á þessum
breytingum einmitt nú? Til að svara
þessari spurningu er rétt að skoða
fyrst hvaða háttur var áður hafður á
þessum formlegu samskiptum
stjórnmálamanna og fjölmiðla.
ÓHJÁKVÆMILEG
BREYTING
Þegar til blaðamannafundar var
boðað var reglan sú að í honum
tóku einungis þátt fulltrúar blað-
anna og fundarboðandi. Fulltrúar
ríkisútvarpsins og sjónvarpsins sátu
fundinn aðeins sem áheyrendur. Að
honum loknum fengu þeir síðan
hvorir sitt einkaviðtalið við þann
sem áður hafði setið fyrir svörum á
hinum eiginlega blaðamannafundi.
Þetta fyrirkomulag var auðvitað
mjög í þágu þessara ljósvakamiðla
sem alltaf fengu blaðamannafund-
inn í forgjöf og gátu því spurt með
hliðsjón af honum. Og vitaskuld
náðust oft fram meiri upplýsingar á
þessum „framhaldsfundum", að
ekki sé nú talað um upplýstari og
spekingslegri framgöngu spyrj-
enda.
Með tilkomu Bylgjunnar og
Stöðvar tvö standa menn allt í einu
frammi fyrir því að þetta fyrirkomu-
lag er orðið of þungt í vöfum og
tímafrekt, þ.e. að halda fyrst fund
með blöðunum og fara síðan í
einkaviðtöl við sjónvarpið, útvarpið,
Bylgjuna og Stöð tvö. Hinn stóri
opni blaðamannafundur var ein-
faldlega óhjákvæmilegur. Gamla
háttalagið var gengið sér til húðar.
Aðstæðurnar kröfðust breytinga.
Gagnvart fjölmiðlum er ljóst að
hinn nýi blaðamannafundur hefur
stuðlað að auknu jafnrétti. En hvað
meira? Hefur hann einhver önnur
áhrif? Sennilega er of skammt um
liðið til að svara þessu af nokkru
viti. í þessu sambandi er þó vert að
skoða nokkur atriði.
AÐ „GERA SIG#' I
SJÓNVARPI
Þegar farið er að sjónvarpa og
jafnvel senda út beint blaðamanna-
fundi með helstu valdamönnum
þjóðarinnar er líklegt að slíkir fund-
ir nái til og veki áhuga fleira fólks en
áður, þó ekki væri nema fyrir það
kappleiksyfirbragð sem oft ein-
kennir þessa fundi. Og verði þetta
mjög vinsælt dagskrárefni er líklegt
að með tíð og tíma verði það til þess
að auka áhuga okkar á stjórnmálun-
um sjálfum, á viðfangsefninu ekki
síður en umgjörðinni.
Gagnvart stjórnmálamönnum er
hinn nýi blaðamannafundur fyrst og
fremst framhald á þeirri gagnrýnu
umfjöllun sem þeir hafa mátt búa
við á undangengnum árum. Með
þessum breytingum skiptir fram-
koma í sjónvarpi sífellt meira máli.
Sú staðreynd að sjónvarpið á misvel
við menn verður augljósari með
hinum nýja blaðamannafundi. Það
er ekki öllurn gefið að sitja fyrir í
slíkum sjónvarpsyfirheyrslum. Sú
nálægð sem þar skapast kemur ein-
um vel og öðrum illa, burtséð frá
greind og góðum vilja.
Spyrja má hvort maður eins og
Ronald Reagan hefði nokkurntíma
orðið forseti Bandaríkjanna ef sjón-
varpsins hefði ekki notið við. Hvað
þekkingu og dugnað snertir þolir
hann engan samanburð við forvera
sína í embætti, en í sjónvarpi er
hann á heimavelli. A það pípuorgel
hefur enginn forseti leikið af meiri
snilld þar vestra, jafnvel ekki
Kennedy — fyrsti sjónvarpsforset-
inn.
BINDISLEYSI OG BERIR
FÆTUR
Á síðari árum hefur það farið vax-
andi að menn velti vöngum yfir því
hvernig hinn og þessi „kemur út“ í
sjónvarpi. Óhjákvæmilegur fylgi-
fiskur þessarar umræðu eru svo
vangaveltur um klæðaburð og hár-
tísku. Er það sterkt hjá Jóni Baldvin
að vera bindislaus? Á Þorsteinn að
safna hártoppi eins og Steingrímur?
Er Svavar of úfinn? Gæti Albert lát-
ið sjá sig berfættan eins og Kristín
Halldórsdóttir?
Þegar spurningar sem þessar
■ verða alvöru viðfangsefni er hætt
við því að stjórnmálamennirnir
sjálfir fari í auknum mæli að hugsa
um „ímynd" sína. Og satt best að
segja sjáum við þess þegar merki að
útlit, fas og framkoma eru á góðri
leið með að verða að sérstökum
málaflokki í hugum landsfeðranna.
Enn sem komið er eru þetta ekki
mál sem menn setja í fjölmennar
undirnefndir en þess heldur koma
þau til kasta vina og vandamanna. í
þessum efnum er eitt það versta
sem fyrir getur komið þegar
stjórnmálamaður „finnur ekki“
sjálfan sig og fer að hringla með þá
ímynd sem hann vill gefa af sér. í
útlöndum er þetta kallað
sjálfsmyndarkreppa. Hún lýsir sér
til dæmis í því að einn daginn eru
menn ungir og ákveðnir ofurhugar,
en næsta dag rísa þeir svo úr rekkju
sem rosknir og ráðsettir landsfeður.
GETUR PÁLL HUGSAÐ
SÉR JÓN?
I því umróti sem nú á sér stað
stendur fjölmiðlafólk frammi fyrir
INNRÖMMUN
ALHLIÐA INNRÖMMUN, SMELLURAMMAR,
TILB. ÁLRAMMAR
NÆG
LAUGARDAGA TIL KL. 16.00 BÍLASTÆÐI
18 HELGARPÓSTURINN