Helgarpósturinn - 11.06.1987, Side 21
USTAPOSTURINN
Ljósmyndun
er listgrein
segir Björgvin Pálsson Ijósmyndari sem á laugardaginn
kemur opnar sýningu á gumbicromat-myndum í
Gallerí FIM v/Garðastræti.
Myndir Björgvins eru mjög sér-
stœdar, einsdœmi hér á landi og þó
víðar vœri leitad, adferdin er svo-
kölluð gumbicromat sem er fjör-
gömul og var notuð við Ijósmyndun
á síðari hluta nœstliðinnar aldar.
Gumbicromat er efnisblanda sem
herðist við lýsingu.
\
„Þetta er hrein ljósmyndun,
þarna er ekki um að ræða vatnslit-
aðar ljósmyndir eða neitt slíkt eins
og margir halda," sagði Björgvin, en
vissulega gefur áferðin oft á tíðum
tilefni til slíks samanburðar. Hin
endanlega áferð gumbicromat-
myndanna á sér þó enga hliðstæðu.
Björgvin sagðist hafa tekið myndir í
um það bil 20 ár, hann lærði filmu-
gerð í Svansprenti en er að mestu
leyti sjálfmenntaður ljósmyndari og
hann vildi taka það fram að hann liti
á ljósmyndunina sem listgrein, þó
svo að það væri eitthvað sem menn
hér uppi á skerinu ættu erfitt með
að viðurkenna, þrátt fyrir alþjóð-
lega viðurkenningu þess efnis.
Helsta myndefni Björgvins er
fuglar, hann sagðist strax hafa orðið
heillaður af fuglum sem myndefni,
þessar myndir hans hafa síðan leit-
að meira og meira frá því að vera
bara myndir af fuglum út í að vera
formstúdíur með symbólskri merk-
ingu.
Björgvin hlaut starfslaun Kópa-
vogskaupstaðar og þessi sýning er
það sem á undan fer, áður en hann
fer að nýta sér þau laun, en hann
segist hafa færst meira og meira yfir
í abstrakt á síðustu tímum og ætlar
sér þar að auki að prófa ný efni s.s.
gelatín og sag. Björgvin hefur ekki
haldið sýningu hér heima undan-
gengin fjögur ár og ekkert verk-
anna sem hann sýnir nú hefur verið
sýnt hérlendis áður, nema í sjón-
varpi.
Steingrímur sýnir í
Gallerí Svart á hvítu
Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson
opnar á laugardaginn sýningu á
verkum sínum í GalleríSvart á hvítu
v/Óðinstorg. Steingrímur sýnir þar
málverk, teikningar og skúlptúr.
Steingrím ætti að vera óþarfi að
kynna, hann hefur verið í fremstu
röð okkar yngri manna um langt
skeið og hefur haldið fjölmargar
einkasýningar hér heima og tekið
þátt í fjölda samsýninga bæði hér-
lendis og erlendis. Steingrímur hef-
ur nýtt sér ákaflega í list sinni heim-
speki og sálarfræði og verk hans eru
gjarna tengd goðsögum og goð-
sögulegum myndum sem hann
blandar saman við eigin hugrenn-
ingar um samtímann. Hann beitir
mikið táknum og blandar bók-
menntalegum arfi okkar við þau
tákn sem bæði eru abstrakt og fíg-
úratíf og leiðir þetta saman með
goðsögulegum texta og sérstæðri
myndasögugerð. Sýning Steingríms
verður eins og áður sagði opnuð
þann 12. júni og stendur til þess 21.
TONLIST
Kirkjulistahátíd í Hallgrímskirkju
Tónlist hefur jafnan verið mikill
þáttur í starfi kirkjunnar, hvort
sem hún kallaðist kaþólsk eða
kenndi sig við mótmælendur. Það
er myndarleg tónlistarhátíð nú í
gangi í Hallgrímskirkju, og er hinn
hámenntaði og duglegi söng-
meistari kirkjunnar, Hörður
Áskelsson, aðaldriffjöðrin.
Síðastliðinn laugardag var flutt
Jesú-passía eftir Oskar Gottlieb
Blarr, sem er kantor við Neander-
kirkjuna í Dússeldorf, en 70
manna kór hans söng við undir-
ieik Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Einsöngvarar voru íslenskur og
þýskir, og svo söng barnakór
Kársnesskóla með. Jesú-passian er
umfangsmikið verk, tekur um
tvær klukkustundir í flutningi. Það
er hádramatískt og mjög áhrifa-
mikið. Þar er blandað saman ýms-
um stílum tónlistar, fornum og
nútímalegum, allt frá gyðingleg-
um sýnagógusöng til lútherskra
sálmalaga. Flutningur var allur
hinn prýðilegasti og stjórnaði höf-
undurinn af miklum myndugleik.
Og margt forvitnilegt var boðið
upp á. Mótettukór Hallgrímskirkju
og Neanderkórinn sungu saman í
hátíðarmessu á hvítasunnudag
eina af mótettum Bachs fyrir tvo
kóra, verk sem ekki eru mikið
þekkt utan kirkjunnar, en mig
minnir að þau séu meðal þess dýr-
asta sem Bach kvað.
Þá hélt Mótettukórinn vortón-
leika sína á annan í hvítasunnu
með kórmúsík eftir Gunnar Reyni
Sveinsson, Hjálmar Ragnarsson!
og Hallgrímssálmaútsetningar
ýmissa höfunda. Það hefur tölu-
vert verið samið af góðri kórmús-
ík á síðustu árum hér á landi.
Svo eru kvöldbænir og nátt-
söngvar, tvennir orgeltónleikar,
Björn Steinar Sólbergsson og Ann
Toril Lindstad leika, bæði efnilegir
og upprennandi listamenn.
eftir Atla Heimi Sveinsson
Hádegistónleikar verða einnig
haldnir: trompetsnillingurinn okk-
ar Ásgeir H. Steingrímsson lék við
orgelundirleik Marteins H. Frið-
rikssonar. Inga Rós Ingólfsdóttir
og Hörður Áskelsson léku saman
á selló og orgel.
En rúsínan í pylsuendanum eru
tónleikarnir fimmtudagskvöldið
11. júní, en þá ætlar Manuela
Wiesler að leika alein heila
tónleika.
Hún er einhver magnaðasti flaut-
ari í heimi, nærvera hennar
stækkar alltaf okkar músíklíf. Og
það er eins og að henni sé alltaf að
fara fram, í hvert skipti sem ég
heyri hana spila kemur hún mér á
óvart: hún er ennþá betri en ég
hélt.
Listvinir Hallgrímskirkju hafa
sýnt mikinn metnað í þetta sinn:
ýtrustu listkröfur og skipulags-
hæfni.
SKYTTURNAR, mynd Frið-
riks Þórs Friðrikssonar, mældist, að
því er fregnir herma, ágætlega fyrir
á kvikmyndahátíðinni í Cannes,
sem nú er tiltölulega nýafstaðin.
Friðrik fékk þar boð um að koma
með hana á fjölda annarra kvik-
myndahátíða og næsta skref í þá átt
verður svokallað Evrópu-festival á
Riminií byrjun júlí. Að auki eru í
gangi þreifingar um sölu á mynd-
inni í ríkari mæli en nú þegar hefur
orðið, myndin hefur þegar verið
seld m.a. til Skandinavíu, en menn
telja að slíkar þreifingar geti tekið
lengri tíma.
LEIKFÉLAG Reykjavíkur er
nýkomið úr leikför til Gautaborgar
með leikrit Kjartans Ragnarssonar,
Land míns föður, og er það fjöl-
mennasta leikför sem farin hefur
verið héðan. Þarna var um að ræða
alþjóðlega leiklistarhátíð sem fyrsta
skipti var helguð norrænu leikhúsi
og sýndu LR-menn verkið tvisvar
við frábærar undirtektir.
Að sögn voru á hátíðinni mörg af-
bragðsverk og góðir leikstjórar: Sví-
ar sýndu Fröken Júlíu Ingmars
Bergman, Norska leikhúsið í Osló
sýndi Hamlet í leikstjórn Stein Vinge
og Borgarleikhúsið í Helsinki sýndi
Tartuffe í leikstjórn Kalle Holmberg.
Gárungarnir töluðu um að þarna
væru saman komin verk stórra snill-
inga, manna á borð við Shake-
speare, Moliére, Strindberg, Kjartan^
Ragnarsson. . .
LJUBLIJANA •tvíœringurinn
stendur nú sem hæst í samnefndri
borg í Júgóslavíu og mætir þar fjöldi
góðra listamanna, einkum frá Vest-
ur-Evrópu en einnig frá austari hluta
álfunnar. Meðal gesta eru a.m.k.
tveir íslendingar, þau Edda Jóns-
dóttir og Jón Óskar.
HELGARPÓSTURINN 21