Helgarpósturinn - 11.06.1987, Page 22
GÖTULEIKSÝNING mun
lífga upp á bæjarbraginn í göngu-
götunni á Akureyri annað kvöld,
föstudagskvöld, kl. 22 — reyndar
mun atið hefjast í kirkjutröppunum
114 við Akureyrarkirkju og í stillöns-
um sem nú eru utan um bygginguna
og berast síðan í göngugötuna. Nán-
ar tiltekið erum við að tala um upp-
gjörið á sérstöku leiklistarnám-
skeiði sem þessa dagana stendur yf-
ir fyrir norðan. 4 kennarar og 13
ungir leikarar eru í heimsókn frá
leiklistarmiðstöðinni í Lingen,
V-Þýskalandi, og æfa með leikhópn-
um Sögu frá Akureyri og öðrum
ungum leikurum frá ísafirði, Ólafs-
firði og Keflavík. Að sögn Sigrúnar
Valbergsdóttur leikstjóra mun götu-
leiksýningin byggja á Grímmsævin-
týrinu „Karlsson, Lítill, Trítill og
fuglarnir“. Leikurunum var skipt
upp í þrjá hópa, einn sér um grímur
og búninga, annar um tónlistina og
hinn þriðji um að semja hreyfing-
arnar. Næsta sumar stendur síðan til
að hinum íslensku þátttakendum
verði boðið til Lingen í eitthvað
svipað ævintýri. Sigrún segir að bú-
ið sé að semja við Vedurguðina um
blíðviðri á föstudagskvöldið og er
þá bara að vona að þeir standi við
sitt.
TONUST
eftir Sigurð Þór Guðjónsson
Kristinn Sigmundsson
Inga Rós Ingólfsdóttir og
Hörður Áskelsson leika á
selló og orgel í Hallgríms-
kirkju.
Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju
THE Flying Pickets skemmtu hér
á landi í tvígang eins og mönnum er
vafalítið kunnugt, mánudaginn 8.
og þriðjudaginn 9. júní. Fremur var
fámennt á tónleikum sveitarinnar,
2—300 manns á hvorum tónleikum.
Þeir sem ekki fóru geta hinsvegar,
að sögn þeirra sem viðburðinn
sóttu, nagað sig í handarbökin, því
tónleikar þessa breska söngflokks
voru frábærlega góðir svo ekki sé
meira sagt. Ekki einasta eru þeir fé-
lagar frábærir söngvarar heldur
hafa þeir líka leikhæfileika í meira
lagi, fjórir þeirra reyndar menntaðir
leikarar, og fóru þeir á kostum jafnt
í leik sem söng.
*
BRUÐUbíllinn verður rósóttur í
sumar, svo að litirnir stinga í augun.
Þetta merkilega menningarframtak
Sigríðar Hannesdóttur og Helgu
Steffensen hefur varað á annan ára-
tug og er nú eins og borgarstjórinn
sjálfur komið á nýja drossíu. Reynd-
ar voru það borgaryfirvöld sem
fengu listfirmanu nýjan bíl og teg-
undin ku vera Benz. Hann ekur
milli 30 leikvalla næstu tvo mánuði,
ríflega rósóttur að beiðni Sjónuarps-
ins, sem ætlar að myndataka hann
og inntakið fyrir barnatíma sína á
næsta vetri...
KRISTJÁN Kristjánsson opnar
á sunnudaginn, 13. júní, sýningu í
Asmundarsal og eru á sýningunni
málverk, unnin með acryl-litum, og
collachrome (graf-klipp) myndir
sem er nýlunda hér. Alls eru verkin
19 að tölu og eru unnin á árunum
1981t87. Flest verkin eiga það sam-
eiginlegt að vera sótt í djúp meðvit-
undar og drauma. Þetta er fimmta
einkasýning Kristjáns, en hann nam
bæði hér heima og við Listaháskól-
ann í Stokkhólmi.
Góður söngvari er ekki sá er
syngur nóturnar tæknilega vel.
Hann hefur auðvitað fullt vald á
þeim hliðum listarinnar. En það
kemur ekki list við fremur en afl-
raunir eða fimleikar. Góður söngv-
ari er hins vegar gæddur músík-
alskri greind og góðum almenn-
um gáfum er fela í sér skilning á
hvers kyns aðstæðum í lífinu og
innsæi í mannlegt sálarlíf. Hann er
mannþekkjari. Jafnframt er hann
vel upplýstur yfirleitt og þó eink-
um í menningarsögu. Það syngur
t.d. enginn meistaraverk ljóðatón-
listarinnar af nokkru viti nema
hann hafi næma tilfinningu fyrir
þeim menningarhætti og aldarfari
sem þau eru upp úr sprottin. Óhjá-
kvæmilega hefur góður söngvari
þannig fínan skilning á bókmennt-
um og sér í lagi ljóðlist. Þetta eru
nokkur aimenn atriði sem mikill
söngvari hefur á hreinu. En fyrst
og fremst er hann skáld í skynjun
sinni og upplifun á heiminum og
getur miðlað þeim skáldskap í
söngnum. Fyrirbrigðið góður
söngvari er því býsna flókið og
samsett. Þess vegna er ekki að
undra þó þeir séu fáir, ekki síst
ljóðasöngvararnir, er höfða til
næmustu eiginleika og fíngerð-
ustu kennda sálarinnar. En nokkr-
ir söngvarar eru svo fjölhæfir að
þeir eru jafnvígir á allan söng. Og
við íslendingar eigum einn slíkan
afbragðs listamann. Það er Krist-
inn Sigmundsson. Hann syngur
allt álíka vel; óperur, Ijóð, óratórí-
ur og hvaðeina. Sunnudaginn 24.
hver óperustjáninn hefði verið að
þenja sig. Það er ekki áhugi á list-
inni sem veldur. Það er ekki áhugi
á hinu djúpa og mikla í listinni sem
veldur. Það er dýrkun á yfirborðs-
mennsku, flautum og glamúr. Það
er ekki breitt bilið á milli óperu-
stjána og jónpáls. Þeir eru sömu
ættar. Munurinn er þó sá að jón-
páll er sá alklárasti í heiminum í
sinni grein en stjáni greyið getur
ekkert nema grobbað sig. Hann er
nú almennt talinn einn af þremur
mestu gleiðgosum sem syngja í
veröldinni. Hinir tveir eru
monsjör Montinrass, tenore í
selóperunni í Liechtenstein í Alpa-
fjöllum, og svo sá ótrúlegi herra
Beljaki, súbkontrabassi í klaka-
óperunni heimsfrægu í Vorkúta.
Því miður er sú borg þannig stað-
sett á hnettinum að nú í 17 ár hafa
engir siðaðir menn komist þangað
fyrir hafís og fannkyngi til að berja
hinn magnþrungna Beljaka aug-
um, en hann segist vera 200 ára og
hafa sungið bæði fyrir Wagner og
Verdi. Hér er ekki rúm né tími til
að efast um það, en vonandi gefst
bráðlega tækifæri til að ræða
þetta áhugaverða mál af einhverju
almennilegu viti.
Kristinn Sigmundsson er nú á
förum til útlanda til að keppa fyrir
íslands hönd í alþjóðlegri söng-
keppni. Eg veit að hann verður
sjálfum sér, listinni og þjóðinni til
sóma. Ekki með gaspri og gambri,
heldur með tónlist sem þarf engin
orð til að birta sannleikann.
Sigurður Þór Guðjónssort
Húsið spilar með
segir Hörður Áskelsson stjórnandi og organleikari
kirkjunnar og er hinn ánægdasti með hátíðina hingað
tií — utan hvað fella þurfti niður leikritið um Kaj
Munk
Þessa dagana stendur yfir í Hall-
grímskirkju vegleg kirkjulistahátíð.
Setningin fór fram sl. laugardag
með flutningi Jesú-passíu eftir Osk-
ar Gottlieb Blarr og komu þar fram
ýmsir góðir erlendir og innlendir
gestir, kór Neanderkirkjunnar í
Dusseldorf, Skólakór Kársness og
Sinfóníuhljómsveit íslands, en
stjórnandi var höfundurinn sjálfur.
Síðan hafa tónleikarnir tekið við
hverjir af öðrum og að auki aðrir
listviðburðir, svo sem sérstök sýning
á vatnslitamyndum Snorra Sveins
Friðrikssonar við Passíusálma Hall-
gríms Péturssonar í forkirkjunni. I
kirkjunni eryfirleitt eitthvað að ger-
ast þessa dagana og framundan
meðal annars sérstakir Bach-tón-
leikar lokadaginn, laugardag, kl.
17.
Að sögn Harðar Áskelssonar,
stjórnanda og orgelleikara kirkj-
unnar, hefur allt gengið að óskum
hingað til. „Þetta hefur verið mikil
hátíð. Flutningurinn á Jesú-passí-
unni var hreint stórkostlegur, allir
eru sammála um að þessir tónleikar
hafi verið einstaklega áhrifamiklir.
T.d. gerði Viðar Gunnarsson hlut-
verki Krists makalaust góð skil."
Hörður segir að rennt hafi verið
nokkuð blint í sjóinn með þessa
hátíð, enda hafði hátíð af þessari
stærðargráðu ekki verið áður hald-
in í Reykjavík svo hann vissi. Eini
dökki bletturinn væri að fella hefði
þurft niður sýninguna á leikritinu
um Kaj Munk sem vera átti á morg-
un, föstudag, vegna þess að leik-
munir og annað þess háttar þurftu
að fara í skip í flutning utan fyrr en
menn áttuðu sig á.
Hörður sagði aðspurður um tón-
Iistarflutning í þessu mikla húsi að
það væri „eitt rosalega stórt hljóð-
færi. Það tekur sinn tíma að læra að
spila á þetta hljóðfæri sem húsið er
og það þarf að sýna vissa aðgát
hvað varðar uppstillingu á flytjend-
um og þar fram eftir götunum. Á
mánudaginn annan í hvítasunnu
voru haldnir hér vortónleikar Mót-
ettukórsins og það barst einmitt til
tals hversu kórinn væri búinn að ná
góðum tökum á húsinu. Ef maður
kann á húsið spilar það með. En
vitaskuld er árangurinn misgóður
eftir músíkinni, fjölda hljóðfæra og
svo framvegis. I því sambandi verð-
ur spennandi að vita hvernig Bach-
tónleikarnir koma út á laugardag-
inn, því þá ætlum við einmitt að
prufa nýja uppstillingu, þannig að
flytjendur verða í tveimur hópum í
kirkjunni miðri, en áheyrendur í
kring".
Bach-tónleikarnir hefjast sem fyrr
segir kl. 17 á laugardag og koma
fram Margrét Bóasdóttir sópran-
söngkona, Mótettukórinn og
kammersveit. Fluttar verða tvær
mótettur eftir Bach og kantatan
„Falsche Welt" undir stjórn Harðar.
Þeim sem ekki geta beðið laugar-
dags er aftur á móti bent á flautu-
tónleika Manuelu Wiesler í kvöld kl.
20.30 (fimmtudag), þar sem hún
flytur m.a. verk eftir Marin Marais
og Vagn Holmboe. Á morgun verða
síðan hádegistónleikar kl. 12.30
með Hljómskálakvintettinum, sem
leikur tónlist fyrir málmblásara.
fþg
maí hélt hann tónleika ásamt Jón-
asi Ingimundarsyni píanóleikara í
íslensku óperunni. Það kvöld
sannaði að Kristinn er gæddur
flestum þeim kostum er prýða
góðan söngvara. Efnisskráin var
fjölbreytt af ljóðum og aríum. Og
Kristinn söng eins og engill.
Kannski var hann þó bestur í Verdi
en minnst góður í Carmen eftir
Bizet. Og alveg var hann frábær í
Hugo Wolf sem fáir syngja veru-
lega vel af því að fáir eru svo sálar-
stórir að geta skilið hann. En allir
geta lesið nóturnar. Kristinn var
einnig Ijómandi í Strauss og
nokkrum amerískum lögum og
ýmsu öðru smávegis. Jónas minn
Ingimundarson lék snilldarlega.
Ég fullyrði þetta: Tónleikar þeirra
félaga hefðu fullnægt ströngustu
kröfum vandlátra áhreyenda hvar
sem er í heiminum. Og geri menn
betur hér við ysta haf. Þó var ofur-
lítill skuggi yfir þessum konsert.
Það voru kynningar söngvarans
milli laga. Þær voru vægast sagt
klaufalegar. Og er synd að slík vit-
leysa setji blett á fyrsta flokks tón-
leika. Það ætti Kristinn að muna í
framtíðinni. Hann á að syngja en
ekki tala.
Áheyrendur voru sárafáir og er
það ekki Reykvíkingum til veg-
semdar. Þeir hefðu áreiðanlega
fyllt húsið og meira en það ef ein-
22 HELGARPÖSTURINN