Helgarpósturinn - 11.06.1987, Page 23
SUNNLENDINGAR eru iðn-
ir við myndlistarkolann. Nýlokið er
sýningu Elfars Gudna í listasafni Ár-
nessýslu á Selfossi, þar sem til sýnis
voru á hans 15. einkasýningu 42
olíumálverk. Nú sýnir í Gallerí Sud-
urási í Hveragerði Eggert E. Laxdal,
53 ný verk. Að auki eru á sýning-
unni tvær myndir eftir Kjartan
Jakobsson. Þá sýnir í Eden í Hvera-
gerði í sitt ellefta sinn þar Steingrím-
urSt. Th. Sigurðsson og er þetta 62.
málverkasýning Steingríms heima
og erlendis. í Eden sýnir hann 41
verk sem mestmegnis eru ný af nál-
inni og verða menn að fara að drífa
sig því sýningunni lýkur nú um
helgina.
BORGARINN heitir nýútkom-
in hljómplata Ingva Þórs Kormáks-
sonar, sem fyrir 4 árum eður svo gaf
út plötuna Tíðindalaust. Á plötunni
kennir svo sannarlega margra grasa
og ekkert verið að fela þá staðreynd
að um allsherjar „hrærigraut" sé að
ræða: rokk, ballöður, samba, swing,
reggae, bossa nova, nýbylgju og
annað í þeim dúr, moll og sjöund.
Margt valinkunnra sæmdarmanna
og -kvenna aðstoða Ingva Þór,
þeirra á meðal Eiríkur Hauksson,
Diddú, Sverrir Guðjónsson, Stefán
saxófónn Stefánsson og Abdou
Dhour.
ÁRABÁTAÖLDIN nefnist
merkileg sýning sem var opnuð um
síðustu helgi í Sjóminjasafninu í
Hafnarfirði (Vesturgötu 8). Sýningin
byggir á riti Lúðvíks Kristjánssonar
„Islenskum sjávarháttum", verki í 5
bindum sem nú er komið út í heild
sinni. Teikningar, ijósmyndir og
textar eru úr ritröðinni, en munir úr
sjóminjadeild Þjóðminjasafnsins og
frá ýmsum velunnurum safnsins. .
KONANí list Ásmundar Sveins-
sonar heitir myndband sem að-
standendur safns listamannsins
hafa sett á markað. Myndin er heim-
ildarmynd um það hvernig konan
birtist í list Ásmundar og má af
henni ráða hvernig ímynd konunn-
ar breytist samfara þeim formbreyt-
ingum sem áttu sér stað hjá lista-
manninum. Þeir sem störfuðu að
myndinni voru Guðni Bragason og
Hope Millington sem sáu um hand-
ritsgerð og stjórn upptöku, Gunnar
Kvaran, listfræðingur samdi text-
ann, Páll Reynisson kvikmyndaði,
Jón Ingi Friðriksson sá um hljóðið
og Friðgeir Axfjörð setti allt heila
galleríið saman. Myndbandið er til
sölu í Asmundarsafni og kostar
1900 kr.
SKARTGRIPAsýningar eru
ekki algengar hér á landi, reyndar
afar fátíðar, en fyrir unnendur þess
konar listar verður bætt úr því milli
20. og 30. þessa mánaðar, því þá
heimsækja okkur 12 gull- og silfur-
smiðir frá Gullsmíðaháskólanum í
Valby í Danmörku og halda sýningu
á verkum sínum hjá Pétri Tryggva,
sem reyndar nam við sama skóla,
og verður sýningin á Skólavörðustíg
6. Allir 12 sýnendurnir hafa vakið
athygli fyrir verk sín og eru margir
þeirra reyndar verðlaunaðir á því
sviði.
„SÆNSKT KEX“ heitir sýn-
ing ungra sœnskra myndlistar-
manna sem hér verður í Nýlista-
safninu v/Vatnsstíg og í MÍR-saln-
um frá föstudeginum 11. júní til
sunnudagsins 28. júní. Þessi sýning
er liður í svokölluðum skiptisýning-
um sem ungir norrænir myndlistar-
menn hafa staðið að og er ætlað að
sýna það sem helst er á seyði í
hverju þessara þriggja landa sem að
þessum sýningum standa. Löndin
þrjú eru Island, Svíþjóð og Noregur
og hefur norska sýningin þegar gist
Reykjavík. Á þessari sænsku sýn-
ingu eru sýnd málverk, skúlptúrar,
myndbönd, grafík, hljóðverk, gern-
ingar, bækur og fleira og alls eru
þarna verk 13 listamanna. Að auki
hefur verið gefin út vegleg sýning-
arskrá og lítil hljómplata.
Gallerí Borg
Gamlir meistar-
ar og nýir
Gallerí Borg er sem kunnugt er í
tveimur einingum núorðið og er
með sýningar bœði í Pósthússtrœti 9
og Austurstrœti 10. Þessi tvískipting
er einstaklega djúpstœð þessa dag-
ana: í Pósthússtrœtinu stendur yfir
sýning á nokkrum perlum „gömlu
meistaranna" en í Austurstrœtinu
gefur að líta perlur „nýju meistar-
anna“. Við báðum Gísla B. Björns-
son framkvœmdastjóra að lýsa
þessum sýningum fyrir okkur.
„í Pósthússtrætinu hanga 25
myndir eftir ýmsa af okkar bestu
listamönnum. Þetta er okkar fín-
asta, dýrasta og besta upphengi,
myndir sem við drögum upp af og tií
og sýnum og höfum í umboðssölu.
Nefna má Húsafellsmynd eftir Ás-
grím Jónsson, Bátsmynd eftir Gunn-
laug Blöndal, blómamyndir eftir
Kristínu Jónsdóttur og Gunnlaug
Scheving, Hvíta og Búrfell eftir Júlí-
önu Sveinsdóttur og þarna eru auð-
vitað myndir eftir Kjarval. Þessi
sýning stendur yfir til 19. júní.
I Austurstræti er hins vegar að
finna samhengi nýju meistaranna.
Meðal annars má nefna nýlegar
myndir eftir Hring Jóhannesson,
splunkunýjar myndir beint af trön-
unum eftir Magnús Kjartansson,
þrjár eldri abstraktmyndir eftir Eirík
Smith, sem hann flíkar sjaldan og
selur dýrt ef hann þá selur þær, og
þarna eru 3—4 myndir Tryggva
Ólafssonar og margir aðrir lista-
menn koma við sögu, þeir eru alls
um 20. Þessi sýning er ótímabund-
in, en þess má geta að þegar gömlu
meisturunum sleppir tekur grafíkin
við í Pósthússtræti frá 23. júní, þá
sýnum við sem sagt grafíkverk eftir
flesta íslensku grafíklistamennina
má segja,“ sagði Gísli.
Gísli B. Björnsson innan um verk gömlu meistaranna.
Þær stöllur og forsvarsmenn gallerísins, Anna Einarsdóttir og Elsa Stefáns-
dóttir.
HAFNAR
GALLERÍ
Ungir myndlistarmenn fá aðsetur í nýju
galleríi við Hafnarstræti.
I síðastliðinni viku var opnað nýtt
gallerí við Hafnarstrœti í Reykjavík,
nánar tiltekið á efri hœð í Bóka-
verslun Snœbjarnar.
Það eru þær stöllur Anna Einars-
dóttir og Elsa Stefánsdóttir sem sjá
um rekstur þessa nýja gallerís sem
hlotið hefur nafnið Hafnar Gallerí.
Meiningin er að þarna eigi ungir
myndlistarmenn aðsetur og fyrsta
sýningin er byggð á verkum þeirra
sem útskrifuðust úr MHI nú í vor.
Ætlunin er að skipta fremur ört um
myndir, u.þ.b. einu sinni í viku, og
munu listamennirnir sjálfir sjá um
þá hlið mála. Galleríið er opið á
venjulegum verslunartíma og að
auki á laugardagsmorgnum frá
9-12.
Þorvaldur Þorsteinsson ásamt kollegum sinum úr stétt myndlistarmanna,
þeim Ingólfi Erni Arnarsyni og Húbert Nóa Jóhannessyni.
Myndhöggvararnir Borghildur Óskarsdóttir og Rúrí.
HELGARPÓSTURINN 23