Helgarpósturinn - 11.06.1987, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 11.06.1987, Blaðsíða 26
INNLEND/ERLEND YFIRSÝN eftir Magnús Torfa Ólafsson 0 Rust á Cessna 172 náði margföldum árangri á við „stálhjálmana“ í Bonn Eftir tveggja mánaða þóf meðal aðildar- ríkja Atlantshafsbandalagsins hafa „stál- hjálmarnir" í kristilegum flokkum Vestur- Þýskalands verið beygðir, og horfur eru á að utanríkisráðherrar aðildarlanda geti á fundi í Reykjavík sent frá sér samþykki við að Bandaríkin og Sovétríkin geri með sér fyrsta samning sem um getur og felur í sér skuld- bindingu um verulega fækkun kjarnorku- vopna. Málið snýst um meðaldræg og skammdræg kjarnorkuskeyti í Evrópu frá Atlantshafi til Úralfjalla, annarsvegar þau sem draga 1.000 til 5.000 kílómetra og kallast meðaldræg, en skammdræg nefnast þau sem draga 500 til 1.000 km. Eyðing beggja þessara flokka kjarnorku- vopna hefur svo fengið heitið tvöföld núll- lausn. Hún á sér langan aðdraganda. Þegar sovétmenn tóku á síðasta áratug að koma fyrir SS-20-eldflaugum, hverri með þrem kjarnorkusprengjum, sem beint var að Vest- ur-Evrópu, lögðu ríki Atlantshafsbandalags- ins til að álfan yrði hreinsuð af meðaldræg- um vopnum, ella teldu þau sig tilknúin að svara í sömu mynt. Þáverandi valdhafar í Moskvu skelltu við skollaeyrum, og afleið- ingin varð að tekið var að koma fyrir banda- rískum Pershing 2-eldflaugum og Cruise- flugskeytum í nokkrum löndum Vestur- Evrópu. Greiðast tók fyrir alvöru úr málinu á fundi Gorbatsjoffs og Reagans í Reykjavík í fyrra- haust. Þeir urðu sammála um að meðaldræg kjarnorkuskeyti ættu að hverfa úr Evrópu- löndum, en í fundarlok tengdi Gorbatsjoff formlegt samkomulag um það atriði eins og önnur í kjarnorkuafvopnun því, að Banda- ríkjaforseti féllist á að framkvæmd áætlunar um geimvarnir af hálfu Bandaríkjanna væri áfram háð þeim hömlum, sem felast í samn- ingi risaveldanna um takmarkanir gagneld- flaugakerfa. Snemma á þessu ári leysti svo sovétleiðtog- inn tenginguna milli samkomulags um út- rýmingu meðaldrægra kjarnorkuskeyta úr Evrópu annars vegar og samningsbundna ' ítrekun á hömlum við geimvarnatilraunum hins vegar. Glaðnaði þá yfir mönnum í Hvíta húsinu, því Reagan forseti sá hilla undir að rættist draumur sinn, að áður en forsetaferli lyki yrði hann gestgjafi á fundi með sovét- leiðtoganum í Wcishington til að undirrita samkomulag þeirra um fyrsta raunhæfa skrefið til að fækka kjarnorkusprengjum í vopnabúrum risaveldanna. En þegar til kasta Atlantshafsbandalagsins kom var þar enn hundur í stjórnum sumra ríkja Vestur-Evrópu, út af því að Reagan lét ekki svo lítið að hafa þær með í ráðum, áður en hann tók að höndla við Gorbatsjoff í Höfða um kjarnorkuvopnabúnað í Evrópu- löndum. Varð því niðurstaða ríkja NATÓ, að bæta bæri við samkomulag um núillausn í flokki meðaldrægra kjarnorkuskeyta sams- konar útrýmingu skammdrægra skeyta úr Evrópu. Frumkvöðlar þessa málatilbúnaðar höfðu hann uppi í því skyni að tefja fyrir málinu, ef ekki drepa því á dreif. Svo er mál með vexti, að sovétmenn hafa komið sér upp 132 eld- flaugum af þessum flokki í Austur-Þýska- landi og Tékkóslóvakíu, en Bandaríkjamenn hafa alls engar sambærilegar á móti í Vestur- Evrópu. En Gorbatsjoff lét ekki slá sig út af laginu, heldur féllst í snatri á uppástungu NATÓ um að núlllausnin skyldi verða tvö- föld. Við þetta skrapp í baklás í Bonn. Upp kom í ríkisstjórn Vestur-Þýskalands áköf deila um afstöðu til málsins. Við blasti að sovétstjórnin hafði fallist á tvær afvopnunartillögur, sem báðar voru frá NATÓ komnar. Þar á ofan fela þær í sér, að sovéskum kjarnorkuskeytum í Evrópu fækkar um það bil þrefalt meira en bandarískum. Engu að síður vildu „stál- hjálmarnir“ svonefndu, harðir vígbúnaðar- sinnar í Kristilega demókrataflokknum og Kristilega félagsmálabandalaginu, með engu móti á slíka niðurstöðu fallast. Fyrir þessu liði voru Martin Wörner landvarna- Mathias Rust (með gleraugu) í hópi fólks á Rauða torginu eftir lendingu þar. ráðherra og Alfred Dregger, formaður þing- flokks kristilegra demókrata. Á öndverðum meiði var þriðji stjórnarflokkurinn, frjálsir demókratar, með Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra í broddi fylkingar. Helmut Kohl kanslari sló úr og í, og hefur hann ekki vaxið af málinu. Kristilegu víg- búnaðarsinnarnir leituðu fulltingis í London og París, og hugðust koma á samstöðu helstu ríkja Vestur-Evrópu um andstöðu við tvö- falda núlllausn. Bæði Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, og Mitterrand, forseti Frakk- lands, gerðu þá afturreka. Þegar við bættist þrýstingur frá Washington á stjórn Vestur- Þýskalands, að leggja ekki stein í götu sam- komulags risaveldanna, sem leitt gæti til fundar æðstu manna í Washington með haustinu, urðu „stálhjálmarnir" undan að láta. Eftir að sú niðurstaða lá fyrir varð áhrifamesta íhaldsblaði Vestur-Þýskalands, Frankfurter Allgemeine Zeitung, að orði í forsíðuleiðara: „Ættu stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar að vera bláber endur- speglun staðreynda gæti kanslarinn látið duga að lýsa yfir, að sér hafi verið nauðgað." Vestur-þýska stjórnin vill undanskilja eyð- ingu 72 eldflauga af gerðinni Pershing-1, sem eru í eigu vestur-þýska hersins. Þær teljast í rauninni til úreltra vopna aldurs vegna, og sprengjur í þær eru í höndum Bandaríkja- hers. Ekki liggur neitt fyrir um að Banda- ríkjastjórn hyggist undanskilja þær sprengj- ur núlllausninni, og því síður að sovétstjórn- in féllist á slíka undanþágu. Er því allsendis óvíst, hvort þessi úrslitatilraun „stálhjálm-' anna“ til að bjarga andlitinu ber árangur. Meðan hluti stjórnarliðsins í Bonn reyndi árangurslaust að klúðra samkomulagi risa- veldanna um verulega fækkun kjarnorku- vópna í Evrópu tók 19 ára piltur frá Hamborg sig til og felldi með einni flugferð tvo af æðstu marskálkum Sovétríkjanna úr embætti og raskaði þar með svo um munar styrkleikahlutföllum herforustu og flokks- forustu í Moskvu hinni síðarnefndu í hag. Mathias Rust, með 25 flugtíma að baki, lauk hringsóli milli Bretiandseyja, íslands og Skandínavíu með að fljúga Cessna 172 frá Helsingfors til Moskvu, hnita hringi yfir Kreml, dýfa vélinni niður að grafhýsi Leníns og lenda loks heilu og höldnu á Rauða torg- inu þétt við Kremlarmúr. Kom nú að engu haldi sovéska loftvarna- liðið, 550.000 manns, með 1.500 flugvélar og aragrúa flugskeyta og eldflauga til umráða, svo ekki sé minnst á margfalt radarkerfi. Stjórnmálanefnd Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna var kvödd saman á aukafund skömmu eftir lendingu Mathias Rust. Æðsta valdastofnun Sovétríkjanna vék úr starfi Alexander Koldúnoff flugmárskálki, yfir- manni sovéskra loftvarna, og setti úr embætti á eftirlaun Sergei Sokholoff marskálk, landvarnaráðherra Sovétríkj- anna. Mikhail Gorbatsjoff flokksforingi kom á aukafund stjórnmálanefndarinnar rakleitt af fundi æðstu manna Varsjárbandalagsríkja í Austur-Berlín. Ekki er vafi á að flug Þjóðverj- ans unga 640 kílómetra um sovéska lofthelgi beint í hjartastað sovétveldisins hefur veitt aðalritaranum kærkomið tækifæri til að ná öflugri tökum en áður á sovésku yfirher- stjórninni. Þarf ekki frekari vitna við en að valinn var í embætti landvarnaráðherra Dmitri Jasoff hershöfðingi, tekinn fram yfir fjölda annarra, sem honum stóðu framar að metorðum í yfirherstjórn og flokksforustu. Jasoff var yfirforingi eldflaugasveita sovét- hersins í héruðunum sem að Kyrrahafi liggja fram í febrúar í vetur, þegar hann var gerður aðstoðarlandvarnaráðherra með yfirumsjón með stöðuhækkunum innan heraflans. Gorbatsjoff kynntist Jasoff á ferð sinni um Kyrrahafshéruðin í fyrra, og skjótan frama hershöfðingjans má marka af því, að hann skipar enn varamannabekk í miðstjórn kommúnistaflokksins. Efir brottför Sokholoffs marskálks á enginn úr yfirherstjórninni sæti í stjórnmálanefndinni, og var hann þó aldrei gerður nema varamaður án atkvæðisréttar í þeirri stofnun. Flug Mathias Rust gegnum sovéska loft- varnakerfið ber ekki aðeins boð til sovésku flokksforustunnar, um að því fer fjarri að hernaðarmáttur þýði öryggi. Fífldirfsku- bragð piltsins er þörf áminning til allra í öll- um löndum sem hlut eiga að máli, að flókn- um og umfangsmiklum hátæknibúnaði fylgja óhjákvæmilega samsvarandi gallar og gloppur, sem ekki verður vart fyrr en á reyn- ir. Það er nefnilega sameiginlegt einkenni á mannlegri viðleitni, og aldrei viðsjárverðara en á hátækniöld, að aldrei verður við öllu séð. Bandaríski flotinn reyndi þetta fyrir skömmu á Persaflóa, þar sem ein Exocet- flaug frá írakskri flugvél gerði herskipið Stark ósjálfbjarga og drap 37 sjóliða. Skipið átti að heita búið fullkomnustu vörnum við slíkri atlögu, en þeim var seint beitt og reyndust illa. I New York Times segir William S. Lind frá herfræðistofnuninni Military Reform Insti- tute, að ástandið á Persaflóa sé til vitnis um ranga stefnu bandarísku flotastjórnarinnar áratugum saman. Aðmírálarnir leggja allt kapp á smíði risaflugmóðurskipa, sem með fylgdarskipum kosta 18 milljarða dollara hver flotadeild. Án flugverndar frá landi geta risaskipin ekki hætt sér inn á þröngan Persa- flóann. Smíði flugmóðurskipa af gerð kaup- skipa, sem þarna kæmu að haldi og eru margfalt ódýrari, er á bannlista hjá flota- stjórninni, af því þau þykja ekki nógu til- komumikil. Þar á ofan, segir Lind, lætur bandaríska flotastjórnin eins og hún viti ekki, að skæð- ustu herskip sem um höfin sigla nú eru árás- arkafbátar. Bandarísku aðmírálarnir og yfir- boðarar þeirra hafa látið það viðgangast, að sovéski flotinn ræður nú yfir þrem slíkum á móti hverjum einum bandarískum. Niður- staða höfundar er, að Bandaríkjafloti væri prýðisvel fallinn til að hrekja keisaralega japanska flotann, eins og hann var 1941, öf- ugan heim á Tokyoflóa, en við ríkjandi að- stæður bjóði hann sovéska kafbátaflotanum hvert skotmarkið öðru girnilegra. Og í ritstjórnargrein deilir New York Times hart á Caspar Weinberger landvarnaráð- herra fyrir að sólunda út í bláinn milljarða- hundruðum, sem þeir Reagan hafa aukið við landvarnaútgjöld frá 1981. Heldur blaðið því fram, að aðmírálar og hershöfðingjar ásamt vopnaframleiðendum hafi komist upp með að fé væri ausið í hégómleg og gagnslaus vopn eða vopnakerfi, en fé til birgðahalds einföldustu vopna og skotfæra í þau, manna- halds og þjálfunar sé skorið við nögl. Því komi á daginn hvenær sem á reyni, að við- búnaði bandarísks herafla til átaka sé stór- lega áfátt, þrátt fyrir öll hátæknileikföngin sem landvarnaráðherrann lætur eftir æðstu yfirmönnum að útvega þeim. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.