Helgarpósturinn - 11.06.1987, Síða 28
eftir Sigríði H. Gunnarsdóttur
SVEITA6AUAM0RAU. 06 FYUERI
Þaö eru ekki nema svo sem fimm ár síöan Bara-flokkurinn frá Akureyri var ein vinsœlasta hljómsveit á fslandi. Og ekki aöeins ein sá vinsœlasta heldur voru drengirnir
þrœlgóöir. Þess vegna var þaö meira en lítiö einkennilegt þegar sveitin lagði upp laupana og hœtti á hátindi frægöarinnar. Ásgeir Jónsson, sem var söngvari Bara-flokksins
en stýrir ná tækjum í hljóöveri, var spuröur um afdrif sveitarinnar.
„Það var ekkert undarlegt við
það, okkur fannst við bara vera bún-
ir að gera nóg. Við vorum orðnir
hundleiðir hver á öðrum og fannst
við þröngsýnir, það var líka orðin
kvöð að mæta á æfingar. Það verður
að athuga það að við vorum búnir
að spila saman i mörg ár svo það var
kannski komið að því að við hætt-
um. Sjálfur var ég farinn að stefna
inn í stúdíóin. Maður kynntist þessu
svona í gegnum plötuupptökur og
lærði talsvert af því. Bæði var að
þetta heillaði mig í sjálfu sér, öll
tæknin og möguleikarnir, og svo
líka það að alltaf voru einhverjir
aðrir að hræra í tökkunum — maður
var ekki alveg sáttur við það. Ég var
búinn að fá nóg af því að vera í sam-
starfi við fólk sem mér fannst flest-
allt stoppa mig af: maður fékk
kannski góða hugmynd, en ein-
hverjum öðrum leist ekkert á hana
og þar með búið mál. — Og í sam-
bandi við tónleikahald og þess hátt-
ar þá var þetta alltaf sama tuðið. Það
komu oftast fáir, svona hundrað
manns kannski, og maður rétt gat
borgað bílinn sem flutti græjurnar á
milli. Það var lítill glans yfir þessu.“
Bara-flokkurinn var stofnaður
1975. „Við vorum þjóðlagaband,
vorum níu í allt — og enginn okkar
átti rafmagnsgítar. Okkur fannst
óþolandi að ekkert var að gerast í
músík, engin nýsköpun, bará „kóp-
eringarbönd", eins og Pétur Krist-
jánsson og kompaní o.fl.“
Hvernig var stemmningin hjá ak-
ureyrskum á pönkárunum?
„Æðisleg — og þó kannski einna
síst hér á Akureyri. Það er nefnilega
þannig með staði eins og Akureyri,
að það er svo smáborgaralegur
hugsanagangur ríkjandi að enginn
má gera neitt öðruvísi eða skemmti-
legt. Það er rakkað niður. En þetta
er náttúrulega gamalt fyrirbæri úr
mannkyrtssögunni."
Hverjir halda uppi merkinu
núna?
„Við í Bara-flokknum vorum mikl-
ir uppreisnarseggir. Mér finnst þetta
að mestu leyti komið í sama farið
aftur — sveitaballamórall og fyllerí
— kannski þó með öðrum formerkj-
um en var. Menn eru allavega að
semja sjálfir, sem er vissulega gott.
Við strákarnir gátum náttúrulega
ekkert þegar við byrjuðum, en það
kom; við unnum sleitulaust og lögð-
um mikinn metnað í þetta. Ég held
jafnvel að aldrei hafi hljómsveit á ís-
landi æft jafnmikið og við gerðum.“
Þad var talað um það á sínum
tíma að þið væruð ekki nœrri eins
vinsœlir á Akureyri og fyrir sunnan.
Er þar enn að sannast gamla sagan
um að enginn sé spámaður í sínu
föðurlandi?
„Já, það gæti verið. Hins vegar
fannst mér við ná til fólksins hér á
Akureyri þegar það loksins fór að
taka okkur alvarlega. Það var eins
og við hefðum „peppandi" áhrif; við
sköpuðum grundvöll fyrir ungt fólk
að draga sig úr skugganum og gera
eitthvað. Mér fannst það a.m.k. sjálf-
um. — Hljómsveitir eins og Skrið-
jöklar, eða Hálfsjö eins og hún hét til
að byrja með, og auðvitað margar
fleiri spruttu upp um allt. Já, það var
gaman að þessu. Mér fannst við
besta band á íslandi, ætli það hafi
ekki verið það sem rak mig áfram."
Núna siturðu hinum megin við
hljóðnemann. Er ekkert erfitt að
vera þar og leyfa öðrum að njóta
sín?
„Nei, það er yndislegt. Áhuginn á
að koma fram er búinn í bili. Ég er
alltaf að leika mér, skapa eitthvað,
og það á kaupi! Annars hef ég nýtt
tímann og stúderað heilmikið. Ég
hef alitaf haft áhuga á tilrauna-
mennsku í músík, ekki bara setjast
niður með gítar og spila lag í G, —
gera eitthvað öðruvísi. Þróunin sem
hefur orðið í þessum málum undan-
farin ár er ótrúleg; nýjar leiðir hafa
skapast. Áður voru það bara bassi,
trommur og gítar, en nú er þetta
heill heimur sem fólk stendur agn-
dofa frammi fyrir.“
— Hefurðu starfað annars staðar
en í stúdíói, við kvikmyndir t.d.?
„Já, ég vann töluvert við Stuð-
mannamyndina Hvíta máva og svo
vann ég við Líf til einhvers, sjón-
varpsleikritið, sem hneykslaði alla á
nýárskvöld, þó ekki kæmist ég á
kreditlistann. En hvað um það.“
Svo ég spyrji að lokum, eins og ts-
lenskumaðurinn í útvarpinu, en þú
sjálfur?
„Ég er annað slagið að taka upp
efni eftir sjálfan mig. Það er aldrei
að vita nema plata komi út með
haustinu; ég bóki svona einn og
hálfan mánuð í stúdíóinu og geri
eitthvað. Það yrði þá breiður flötur
— ekki neinn heildarsvipur heldur
blanda, djass, klassík, nútímatónlist
— sem sagt á breiðum grundvelli.
Við Tómas Tómasson erum í
þessu stússi saman og fáum til liðs
við okkur menn eins og gítarleikar-
ana Þorstein Magnússon og Kristján
EdeJstein og trommarana Ásgeir
Óskarsson og Sigfús Óttarsson úr
Bara-flokknum sáluga. Alveg ein-
vala lið. Það eru bara svo margir
sem mig langar að spila með...“
28 HELGARPÓSTURINN