Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 11.06.1987, Qupperneq 30

Helgarpósturinn - 11.06.1987, Qupperneq 30
MAL OG MENNING eftir Halldór Halldórsson Að skoöa og rannsaka Ætlunin er að fjalla einkum um sögnina rannsaka og nafnorðið rannsókn í þessum þætti. En með því að sögnin skoda og nafn- orðið skodun eru tekin að ryðja sér allmikið inn á þeirra merkingarsvið, mun ég víkja nokkuð að þeim. Hver stjórnmálamaður um annan þveran kveðst ætla að skoda málid, áður en hann lætur uppi endanlegt álit um það. Það er eins og einhver ofvöxtur hafi hlaupið í þetta orðafar á síðari árum. En svo er að sjá sem svipað orðalag eigi sér allgaml- ar rætur. Ég þekki t.d. úr óbreiigluðu alþýðu- máli ad skoda mál frá öllum (ýmsum hlid- um). Mér dettur í hug, að oröafar stjórnmála- mannanna sé stytting (liðfall) úr fyrrgreindu sambandi, þ.e. að frá öllum (ýmsum hlidum) sé sleppt úr. Ég hygg, að venjulegra sé, að skoda taki með sér hlutarheiti en hugmynd- arheiti, þegar sögnin merkir „athuga", „rannsaka", t.d. skoda sjúkling. Af þeirri merkingu sagnarinnar eru mynduð orðin lœknisskodun, skipaskoöun o.s.frv. Þó kem- ur fyrir þegar í fornu máli, að hugmyndar- heiti sé andlag sagnarinnar skoda, t.d. skoda sjálfs sín samvizku. En hvað sem þessu líður verð ég að játa, að ég á erfitt með að venjast notkun stjórnmálamannanna á orðinu skoda og skodun, t.d. þegar þeir segja, að mál sé til skoðunar. Skoða er í minni mál- vitund nátengt sjóninni, þannig að mér dett- ur helzt í hug, að stjórnmálamennirnir líti aðeins á málskjölin, en láti sig engu varða að athuga efni þeirra né hugleiða það. En þetta kann að vera meinloka mín. Auðvitað hefi ég svo óbifanlega trú á stjórnmálamönnum, að ég reyni að kæfa fyrr greindar hugsanir mín- ir í fæðingu. Ég trúi því og treysti, að þeir skoði málin frá öllum hliðum. Þeir eru lík- lega svo hæverskir, að þeir kunna ekki við að taka það fram. En allt um það má vel vera, að notkun stjórnmálamanna á orðunum skoða og skoðun sé upphaf á merkingar- breytingu þessara orða. Hver veit nema eftir- menn mínir við orðarannsóknir taki að skoða orð í stað þess að rannsaka þau og rannsóknarblaðamenn verði skoðunar- blaðamenn? Annað eins hefir nú komið fyrir. Merkingarbreytingar eru snar þáttur í þró- un málsins. Sögnin rannsaka hefir t.d. breytt mikið um merkingu, síðan hún varð til. Þessi sögn er mynduð af orðinu rann „hús“ (hvorugkynsorð), í fleirtölu rönn), sem ýmsir nota nú í karlkyni (rannur). Stofn þessa orða kemur fram í orðinu granni (orðið til úr *ga- ranni „sá, sem býr í sama húsi“), og af því er leitt orðið grennd. Síðari hluti sagnarinnar rannsaka er saka, sem hefir merkt „að leita“. Sögnin saka er skyld sœkja, en í þeirri sögn er upprunalega sérhljóðið ó, sbr. orðið sókn. Sögnin sœkja hefir merkt „leita" eins og samsvarandi sagnir í skyldum málum, t.d. d. sege og þ. suchen. Frænkurnar saka og sœkja hafa, sem sé, haft sömu merkingu. Að rannsaka hefir þannig samkvæmt uppruna merkt ,að leita í húsi“. Eins og brátt verður vikið að, tíðkaðist sögnin í lagamáli um „að leita þýfis í húsi“. Sögnin rannsaka er sam- ? m norræn, sbr. d. ransage og sæ. rannsaka, en auk þess kemur fyrir í fornháþýzku salisuochan um þýfisleit í húsi (sali- er sama og ísl. salur). Við vitum, að húsleitir (rann- sóknir) af þessu tæi eru heimilaðar í fornum norrænum lögum (dönskum, norskum og sænskum, auk íslenzkra), en þýzka sögnin bendir til, að slík lagaákvæði hafi náð til fleiri germanskra þjóðflokka og jafnvel indó- germanskra. Hér er ekki ætlunin að rekja norræn ákvæði um rannsdknir eða húsleitir að öðru leyti en því, að vísað verður til hinna fornu laga íslenzka þjóðveldisins, sem nefnd eru Grágás. í Grágás er einn þáttur, sem nefnist Rannsóknaþáttur og fjallar um hvers kyns hnupl, rán og þjófnað. Hér eru ekki tök á að rekja ákvæði Grágásar nákvæmlega, en að- eins tekin dæmi til að sýna, að orðin rann- saka og rannsókn voru notuð þar í framan greindri merkingu: Sá maðr er missir fjár síns, hann á at rannsaka, ef hann vill. Hann skal biðja menn til rannsóknar með sér inn- an húss ok af nœstum bœjum til þess, er hann hefir xxx manna. . . Ef hann vill fleiri bólstaði rannsaka en einn ok skal hann eigi yfir hefja rannsókn um þá bólstaði, er þeim eru nœstir, er hann hóf upp rannsókn. Grá- gás II, Kaupmannahöfn 1852, bls. 166 (staf- setning samræmd). En að fleira var leitað en þýfi í húsi, eins og rakið verður. Athuga ber, að merking orð- anna rannsaka og rannsókn er orðin miklu víðari þegar í fornu máli íslenzku. Aðal- merkingin var „að kanna til þrautar, hvort einhver hlutur eða persóna væri á einhverj- um stað". Skal nú tekið eitt dæmi úr fornriti, þar sem manns er leitað. Frá því segir í Fóst- bræðrasögu, að Kolbakr, þræll Grímu í Ögri, veitti Þormóði Kolbrúnarskáldi áverka. Bersi, faðir Þormóðar, vildi eðlilega finna Kolbak og fór í Ögur til þess. En Gríma hafði brugðið huliðshjálmi yfir Kolbak „Svá at menn máttu eigi sjá hanrí'. Síðan segir orð- rétt í sögunni: Bersigengr fram ok rannsakar bæinn ok fann eigiKolbak. ÍF VII, 167. Mörg svipuð dæmi mætti til tína, þó að hér verði ekki gert. En sögnin hefur í fornmáli fengið enn víðari merkingu en nú hefir verið rakið, t.d. koma fyrir samböndin rannsaka mál, rannsaka lið, rannsaka ráðsitt o.s.frv. Sögnin hafði, sem sé, fengið merkinguna „kanna eitthvað rækilega“ án tillits til þess, hvort um leit eftir einhverju væri að ræða. Nú á dögum setja ef til vill flestir rannsaka og rannsókn í samband við „vísindalega könnun". En eðlilega höfðu orðin ekki þá merkingu að fornu, enda engin vísindi í nú- tímaskilningi til, og þá hafði orðið vísindi allt aðra merkingu en það hefir nú. Saga sagnarinnar rannsaka er á ýmsan hátt merkileg og sýnir að málið er í sífelldri þróun. Hún er einnig dæmi um það, að sum orð hækka í virðingarstiganum, en hitt er ekki síður algengt, að orð fá óvirðulegri merkingu en þau höfðu áður. Það verður ekki rakið að sinni. HVAÐ ÆTLAR ÞU AÐ GERA UM HELGINA? MAGNÚS S. KRISTINSSON VERSLUNARSTJÓRI „Eg œtla að reyna aö fara upp í sumarbústað að mála. Sumarbústaður þessi er í Grímsnesi og er í eigu afa míns og ömmu en þau eru svo til hœtt að nota hann. Þetta er stór bústaður og hann á að verða rauður og gulur á litinn. Afi valdi litina og vildi endilega hafa þetta svona. Húsið verður rautt og það sem er fyrir neöan gluggana verður gult. Einnig œtla ég að grilla en það tUheyrir alltafí svona ferð- um." STJÖRNUSPÁ HELGINA 12-14. JÚNÍ nm TURINN [21 /3- Föstudagurinn verður hreint ekki svo slæmur, en þó verður þú að sýna aðgát í viðskiptum til þess að komast hjá svikum. Þér hættir til að láta hugmynda- flugið taka á rás og lenda þannig í óraunsæjum uppá- tækjum. Á laugardag gætu samskipti við annað fólk endað á leiðinlegum nótum og þú þarft að sýna mikla þolinmæði til að forðast árekstra við fjöl- skyldumeðlimi. Rómantíkin á hins vegar mjög svo upp á pallborðið á sunnudag. Þú mátt trúa því, að fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Reyndu að slaka á og ná áttum, því þú ert að öllum líkindum úrvinda, bæði andlega og líkamlega. Þú hefur gert allt sem í þínu valdi stendur til að róa ákveðinn aðila og skalt þess vegna ekki eyða tímanum í frekari umræður. Áhyggjur þínar minnka svolítið, enda sérðu að það sem aðrir virðast ætlast til stemmir alls ekki við framtíðaráform þín. TVÍBURARNIR (22/5-21/6] Jafnvel mestu vonbrigði, sem þú verður fyrir í einkalífinu, eru ómetanleg. Þau koma þér í skilning um að enginn má verða til þess að standa í vegi fyrir áformum þínum. Ekki kafa of djúpt, þó svo þér finn- ist líklegt að einhver leyni upplýsingum. Brátt verður viðkomandi að gera hreint fyrir sínum dyrum. Þú skalt hins vegar sýna fólki fram á hverju þú hefur fórnað, endurheimta sjálfstraustið og hætta að vera þræll tilfinninganna. imid i; i >: mummmmm Vertu á varðbergi gegn svikum á föstudag. Undar- legar aðstæður setja rómantíkina í svolitla óvissu og viðkomandi geta virst úti á þekju. Ekki taka mikil- vægar ákvarðanir á laugardag, því dómgreindarleysi gæti hrjáð þig, en reyndu að vera sveigjanlegur í samskiptum við ástvin. Þannig kemstu hjá alvarleg- um ágreiningi. Ef þú sýnir of mikla stífni er hætt við aðskilnaði á næstunni. Sunnudagurinn verður á létt- ari nótum. Þó svo ástandið gæti verið betra er ekki þar með sagt að um endanlegan aðskilnað verði að ræða. Gerðu þér grein fyrir því, að annað fólk getur farið eigin leiðir og samt haldið áfram að vera trausts vert. Þú munt ekki komast að því fyrr en í vikulokin hvort tilraun til að lappa upp á ákveðið samband hefur tek- ist eður ei. Það lítur hins vegar greinilega út fyrir að mikil vatnaskil séu að verða í lífi þínu. Þakkaðu þínum sæla fyrir að verið er að ganga endanlegafrá mörgum mikilvægum atriðum og ekki gera veður út af því þó einhver virðist ekki skilja hvað þú leggur mikið á þig. Auðvitað þráir þú öryggi, en ástandið er ekki jafnslæmt og ætla mætti. Það gæti einmitt verið þveröfugt! Þú virðist í hringiðu atburða, sem þú hefur enga stjórn á. Þess vegna skaltu ekki lofa neinu, enn sem komið er. rrrn íiiiii iniiii^— Láttu ekki villa þér sýn á föstudag. Þér hættir til að treysta fólki, án þess að nota dómgreindina. Náin sambönd ganga ekkert of vel á laugardag, m.a. gætu makar verið óhressir með þann tíma sem fer í aðra hluti. Það gengur lika erfiðlega að setja endahnútinn í óloknum málum og frekir einstaklingar gætu not- fært sér það hve þú ert meðfærilegur. Þess vegna er ekki ólíklegt að til ósættis komi á laugardag. Þú færð nýjar upplýsingar á sun nudag og þá gengur heimilis- lifið auðveldar fyrir sig. SPORÐDREKINN (23/10-22/11 Föstudagurinn hentar vel til þess að komast að samkomulagi við ættingja eða nágranna. Þú ættir ekki að taka mikilvæga ákvörðun fyrr en þú hefur gefið þér betri tíma. Sýndu líka varkárni, því aðstæð- ur eru villandi og of mikil ákefð gæti misskilist. Þú verður fyrir vonbrigðum í peningamálum á laugar- dag og fólk gleymir loforðum sínum, svo fyrirætlanir gætu farið úr skorðum og ágreiningur blossað upp. Sunnudagurinn verður ánægjulegur, ef þú setur þarfir annarra ofar þínum. BOGMAÐURINN (23/11—21/12 Brátt lýkur þessu tímabili einangrunar og van- raekslu, en mundu að þú getur aldrei haft fullkomna stjórn á öllum aðstæðum eða samböndum. Leitaðu nýrra verkefna, sem veita þér útrás. Þú hefur velt því fyrir þér, hvort ákveðnum aðila þykir raunverulega vænt um þig. Bráðlega kemstu að því hvernig landið liggur og verður að taka sambandið til endurskoðun- ar. Mundu bara að þú hélst ýmsu leyndu og þess vegna vissi fólk ekki hvernig þér leið. STEINGEITIN (22/12-21/1 Gættu þess að loka þig ekki af í eigin heimi og neita að horfast í augu við raunveruleikann. Það er líka hætt við að fólk plati þig, þar sem þú ert of trú- gjarn. Bestu vinir þínir eru kannski þeir einu, sem vita hvernig þér líður núna. Samúð þeirra er þér ómetan- leg. Laugardagurinn er fremur óskemmtilegur, en reyndu að komast hjá ágreiningi við þá sem eru í kringum þig. Það gerist ekkert stórkostlegt á sunnu- dag, en hann verður þó sæmilega þolanlegur. VATNSBERINN (22/1—19/2 Erfiðleikar á tilfinningasviðinu hafa haft áhrif á þig og nú er rétti tíminn til að hefja heilsusamlegra líferni og skilja, að það er ekki hægt að þvinga breytingum upp á aðra. Þú ert særður, en verður að halda þínu striki og biða þess að annað fólk meti kosti þína að verðleikum. Reyndu að gera þér grein fyrir því hvort ákveðin tilfinningatengsl geta staðið undir líklegu álagi. Þér reynist kannski erfitt að lýsa skoðunum þínum á ákveðnu tilfinningasambandi, en nú verður líklega ekki aftur snúið. Þó svo mikið verði um vandamál í þessum mánuði muntu læra af þessari reynslu. Það getur ekkert staðið í vegi fyrir því að þú njótir meira öryggis í framtíðinni, ef þú sýnir bara nægilega ákveðni. Trúðu því, að allt sem nú gengur á í einkalíf- inu verður til góðs þegar til lengri tíma er litið. 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.