Helgarpósturinn - 11.06.1987, Síða 35

Helgarpósturinn - 11.06.1987, Síða 35
FRÉTTAPÓSTUR Lífeyrissjóðafrumvarpið Fyrir helgina skilaði 17 manna nefnd undir stjórn Jó- hannesar Nordal Seðlabankastjóra frumvarpi um starfsemi lífeyrissjóða til fjármálaráðherra. Helstu efnisatriði frum- varpsins eru þau að öllum er nú skylt að vera í lífeyrissjóði án tilits til hvernig tekna er aflað. Lágmarksiðgjald er 10% af öllum greiddum launum en ekki aðeins af dagvinnulaun- um eins og nú er. Þá er stefnt að því að samræma löggjöf um starfsemi lífeyrissjóða og koma á nefnd til að fylgjast með starfsemi sjóðanna. Ábyrgð vinnuveitenda á þvi að sjóðirnir geti staðið við skuldbindingar sínar er afnumin og á þetta atriði við sjóði ríkisstarfsmanna, starfsmanna sveitarfélaga og sjóði bankamanna. Einnig er ákvæði um það i frumvarp- inu að við skilnað skiptist lífeyrisréttindi hjóna til helminga óháð því hver það er sem aflar þeirra. Hafskipsmálið Fimmtudaginn 4. júní vísaði hæstiréttur frá dómi máli á hendur sjö bankastjórum Útvegsbankans. í úrskurði hæsta- réttar kom fram að ástæða frávisunarinnar var vanhæfi Hallvarðs Einvarðssonar til að gegna starfi saksóknara í þessu máli vegna setu bróður hans, Jóhanns Einvarðsson- ar, í bankaráði Útvegsbankans frá 1. janúar 1985. Áður hafði frávísunarkrafan verið tekin fyrir í sakadómi þar sem henni var hafnað. Hæstiréttur staðfesti hins vegar úrskurð sakadóms um að hafna kröfu verjenda forsvarsmanna Hafskips um að kalla fyrir dóm þá Albert Guðmundsson og Hallvarð Einvarðsson og krefjast upplýsinga um lántökur Hallvarðs hjá Alberti. Stjórnarmyndunarviðræður ; Stjórnarmyndunarviðræður Alþýðuflokks, Frámsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks hófust fimmtudaginn 4. júní undir stjórn Jóns Baldvins Hannibalssonar formanns Al- þýðuflokksins og hafa þær haldið áfram yfir helgina. Það helsta sem hefur verið rætt um eru aðgerðir í efnahagsmál- um, tekjuöflunarkerfi ríkisins, skattamál, atvinnumál, landbúnaðar- og sjávarútvegsmál. Engar ákvarðanir hafa verið teknar eða bindandi samkomulag gert á milli flokk- anna. Helstu ágreiningsefnin eru í landbúnaðarmálum, skattamálum og í sambandi við tekjuöflunarkerfi ríkisins. Settar hafa verið undirnefndir þar sem ágreiningsefni þessi hafa verið rædd enn frekar og áttu þær að skila af sér eftir helgi. Eftir helgina ríkti bjartsýni með framhald viðræðn- anna og að samningsgrundvöllur næðist. Fréttapunktar • Hrossin sjö frá Þverá sem týndust síðastliðinn vetur fund- ust í vikunni dauð í fjalli nálægt bænum. Er talið líklegt að þau hafi hrapað til bana í fjallinu. • Siðustu tólf mánuði hefur atvinnuleysi á íslandi verið 0,7% og hefur það minnkað úr 0,9% frá því tólf mánuðina þar á undan. • Flugumferðarstjórar hafa farið sér hægt við vinnu und- anfarna daga vegna kjaradeilu sem þeir eiga í. Felast aðgerð- irnar aðallega i að fylgja út í ystu æsar þeim öryggiskröfum sem gerðar eru. • Keflavíkurganga Samtaka herstöðvaandstæðinga fór fram laugardaginn 6. júní og tóku um 250—300 manns þátt í henni. A eftir var haldinn baráttufundur á Lækjartorgi þar sem söfnuðust saman um 2.000 manns. • 30% flutningaskipa islensku skipafélaganna sigla undir erlendum fána. • Fegurðarsamkeppni íslands fór fram á Broadway annan i hvítasunnu og var fegurðardrottning íslands og Reykjavík- ur valin Anna Margrét Jónsdóttir, 21 árs Reykvíkingur. í öðru sæti varð Magnea Magnúsdóttir og í því þriðja Sigriður Guðlaugsdóttir. • Samkvæmt könnun íþrótta- og tómstundaráðs komast unglingar auðveldlega inn á skemmtistaði borgarinnar. • 39,8 milljón króna tap varð á rekstri Sambandsins á síð- asta ári þrátt fyrir að reksturinn gengi betur en árið 1985. • Minjasafn Akureyrar er 25 ára um þessar mundir. • Þessa dagana er unnið að því að endurbæta Þjórsárbrúna og er búist við að einhver truflun verði á umferð af þeim sökum. • Byggðastofnun sækir um að fá að taka 255 milljón króna erlent lán til viðbótar þeim erlendu lánum sem stofnunin hefur þegar fengið leyfi til að taka. Illa hefur gengið að afla fjármagns á innlendum vettvangi. • Ný útvarpsstöð, Stjarnan, tók til starfa fimmtudaginn 4. júní. • Helena Albertsdóttir er hætt sem framkvæmdastjóri Borgaraflokksins og er óvíst hver tekur við starfinu í henn- ar stað. • Mikil ölvun var í Húsafelli og á Geirsárbökkum um hvíta- sunnuhelgina. • Um hvitasunnuhelgina lést 15 ára piltur af völdum reyk- eitrunar í tjaldi í Vaglaskógi. • Gjaldskrá Pósts og síma hækkar þann 1. júlí um 9,5%. Ástæða hækkunarinnar er mikill halli sem varð á rekstri stofnunarinnar á síðasta ári og nam um 106 milljónum króna. • Verkstæði Vita- og hafnamálastofnunarinnar í Kópavogi brann á þriðjudagskvöldið. Unnið hafði verið að því að rífa húsið og leikur grunur á að bruninn hafi verið af manna völdum. • Fimmtudaginn 11. júní hefst í Reykjavík utanríkisráð- herrafundur NATO-ríkjanna. Af því tilefni verður svæðið umhverfis hótel Sögu lokað allri almennri umferð, en þar fer fundurinn fram. • Á þriðjudaginn var íslensku þjóðinni afhent allt skjala- og bókasafn séra Jóns Sveinssonar, Nonna, og eru þetta á mUli tvö og þrjú þúsund titlar. • Ólafur Guðmundsson tók við embætti fræðslustjóra Norðurlandsumdæmis á miðvikudaginn, en miklar deilur hafa staðið um þetta embætti frá þvi Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra vék Sturlu Kristjánssyni úr embæti fræðslustjóra síðastliðinn vetur. Tökum hunda ígœslu til lengri eða skemmri dvalar Hundagæsluheimili Hundavinafélags íslands og Hundaræktarfélags íslands Arnarstööum, Hraungerðishreppi 801 Selfoss — Simar: 99-1031 og 99-1030 BILALEIGAN Langholtsvegi 109 (í Fóstbræöraheimilinu) Sækjum og sendum Greiösíukorta þjónusta Sími 688177 HDRMY MURRAY-garðsláttuvélarnar aftur fáanlegar á íslandi með Briggs & Stratton-mótor. Takmarkaður fjöldi véla á þessu frábæra verði. Tökum frá vélar í síma 689699. HVEILIIR Kænuvogi 3(S. Reykjavik, Útselu- eg þjónustuaðilar: Hvellur, Kænuvogi 36, sími 689699. Framtaekni, Skemmuvegi 34 N, sími 641055. Vélin, Kænuvogi, sími 685128. Sölufélag garðyrkjumanna, Skógarhlíð 6, Rvík. Húsasmiðjan, Reykjavík. Gos, Ártúnshöfða. Lækjarkot, Hafnarfirði. Stapafell, Keflavík. Málningarþjónustan, Akranesi. G.Á. Böðvarsson, Selfossi. Kaupf. Árnesinga, Selfossi. Raforka, Akureyri. K.E.A., Akureyri. Bílaleiga Húsavíkur. Brimnes, Vestmannaeyjum. Rörverk, ísafirði. Jón Fr. Einarsson, Bolungarvík og einnig kaupfélög víða um land. 2ja ára ábyrgð Verð 17.440.- HELGARPÓSTURINN 35

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.