Helgarpósturinn - 11.06.1987, Side 36
■ undahöld standa nú yfir vegna
útistandandi skulda gamla Útvegs-
bankans. Mun nýi hlutafélagsbank-
inn lítt hrifinn af að yfirtaka sumar
af skuldunum og verður töluverður
fjöldi að öllum líkindum afskrifaður.
Eitt ógreitt lán, sem stendur í mönn-
um, var upphaflega 5—6 milljónir
en er orðið að tæpum 9 milljónum.
Skuldin er til komin vegna útflutn-
ings á skreið, en þar sem hún var
ekki lánshæf, var fiskurinn um-
skírður á pappírum og kallaður
saltfiskur...
| slensk tónlist fer kannski víðar
en margan grunar. A.m.k. varð Is-
lendingi einum sem búsettur er í
Bandaríkjunum hverft við þegar
hann var einhverju sinni að hlýða á
dagskrá á útvarpsstöð sem nefnist
National Public Radio Network.
Dagskrá þessi gengur undir nafninu
Tónlist frá Evrópu og í henni var
m.a. fluttur Sellókonsert eftir Jón
Ásgeirsson og flytjendur voru
Gunnar Kvaran og Sinfóníu-
hljómsveit íslands undir stjórn
Arthurs Weisberg ...
l síðastatölublaðisögðum viðfrá
því að konur á Höfn í Hornafirði
hefðu gert klámblöð útlæg úr kaup-
félaginu. Nú mun mikið gantast
með'það fyrir austan, að uppátækið
hafi komið til af því að konurnar á
staðnum hafi fundið fyrir minnk-
andi athygli karlpeningsins þegar
þær lögðust brjóstaberar í sólbað í
sundlauginni...
Bk|
B okkurrar óánægju hefur
gætt meðal stúdenta við Háskóla
Islands með hvernig hefur verið
haldið á málum þeirra varðandi
félagsaðstöðu á undanförnum ár-
um. Við Hringbrautina stendur helj-
armikið hús sem ber heitið Félags-
stofnun stúdenta og hefur þar ver-
ið eina aðstaða þeirra til þess að
halda fundi og uppákomur hvers-
konar í gegnum tíðina. Nú hefur
hinsvegar brugðið svo við að ákveð-
ið hefur verið að taka sal Félags-
stofnunar undir Bóksölu stúd-
enta sem hafði fyrir löngu sprengt
utan af sér húsnæði sitt. Áður hafði
Ferðaskrifstofa stúdenta gert
slíkt hið sama og var hún þá færð í
fundaherbergi sem stúdentar höfðu
til afnota og höfðu þeir þá engan
stað vísan til smærri funda. Matsala
stúdenta var og lögð niður fyrir ein-
hverjum misserum og Stúdenta-
kjallarinn varð undir í samkeppni
við aðra veitingastaði í borginni og
er nú einungis opinn fyrir einka-
samkvæmi. Til þess að tryggja þó
stúdentaráði fundaaðstöðu hefur
verið tekinn salur af íbúum á Gamla
Garði og láta þeir sér nægja að sitja
frammi á gangi á komandi misser-
um við sjónvarpsgláp og annað
samneyti. Listastarfsemi innan Há-
skólans hefur einnig við þessa
stækkun bóksölunnar misst spón úr
aski sínum; Háskólakórinn hefur
hrakist á braut með æfingar og tón-
leika og Stúdentaleikhúsið lagði
upp laupana eftir kraftmikla starf-
semi fyrir nokkrum árum. Öll þessi
vandræði Félagsstofnunar telja
menn þó aðeins vera einn anga af
stærra máli, nefnilega húsnæðis-
vanda skólans alls sem er löngu orð-
inn honum fjötur um fót. . .
■ ató-fundurinn margum-
ræddi byrjar hér í Reykjavík í dag
eins og allir vita. Það vita líka allir
að vinstri menn og reyndar fleiri
hafa ekki verið alltof ánægðir með
veru Islands í þessu hernaðar-
bandalagi. Nú bregður hinsvegar
svo við að einhverjir sósíalistar
virðast vera að linast í afstöðunni
því forsvarsmenn Gallerís Borgar,
Gísli B. Björnsson, Úlfar Þor-
móðsson o.fl., sem eru rótgrónir
sósíalistar, hafa sett upp málverka-
sýningu á Hótel Sögu, þar sem
hinir háu herrar hafa aðsetur. Ekki
mun öllum myndlistarmönnum úr
róttækari arminum líka þetta og
hafa einhverjir þeirra látið verða af
því að ganga á fund þeirra Gísla og
taka öll sín verk úr umboðssölu gall-
erísins.. .
y
■ ú er verið að klæða tvö hús
á vegum ríkisins, Víðishúsið og
nýja útvarpshúsið, og er því um
mikla fleti að ræða. Klæðningin er
innflutt og kostar litlar 2.700 krón-
ur fermetrinn. Mjög svipuð ál-
klæðning, sem talin er gera ná-
kvæmlega sama gagn, fæst hins
vegar hjá innlendu fyrirtæki á 700
krónur.. .
Þ
eir þingmenn, sem misstu
þingsæti sín í kosningunum í apríl,
eru nú farnir að huga að öðrum
áhuga- og atvinnumálum. Kristín
S. Kvaran var blaðafulltrúi hjá
Krabbameinsfélaginu vegna hins
svokallaða reyklausa dags í vor og
tók einnig virkan þátt í kosninga-
baráttunni í Valhöll. I augnablikinu
er hún heimavinnandi húsmóðir, en
með ákveðin járn í eldinum. Fyrr-
um flokkssystir hennar, Kolbrún
Jónsdóttir, hefur hins vegar fest
kaup á versluninni Skotinu við
Laugaveginn. Fyrir viku sögðum
við frá nýrri stöðu Stefáns Bene-
diktssonar við menntamálaráðu-
neytið og Guðmundur Einarsson
veitir nú kratakontórnum forstöðu.
Það hefur ekki farið jafnhátt, að
Guðmundi stóð til boða frétta-
mannsstaða sú á Stöð 2, sem losn-
aði þegar Ólafur E. Friðriksson
sagði upp störfum á dögunum...
s
^^^stjórnmálaflokkarnir hafa í
ríkisstjórnarviðræðunum skipað
nokkra starfshópa til að vinna að
ákveðnum málum. Einn slíkur
ræddi landbúnaðarstefnu. Athygli
vakti að Alþýðuflokkurinn sendi
Birgi Dýrfjörð sem fulltrúa sinn í
starfshóp þennan. Nokkrir þing-
menn Alþýðuflokksins töldu sig
réttborna í nefnd um landbúnaðar-
mál og mótmæltu því skipan Birgis
formlega og óformlega. Meðal
þeirra óánægðu eru Árni Gunn-
arsson og Eiður Guðnason, báðir
sitjandi á þingi fyrir stór landbún-
aðarhéruð. . .
ÁHYGGJUNUM
taktu Ferðatryggingu
Almennra...
Það er vissulega nauðsyn að undirbúa sig vel fyrir ferðalagið.
En er ekki ráð að gera það á sem einfaldastan hátt? Þú færð þér
Ferðatrygginguna frá Almennum - og léttir af þér áhyggjunum!
Ferðatrygging Almennra er hagkvæm og víðtæk heildarlausn fyrir
þig og þína. Hún er ferðaslysa-, sjúkra-, ferðarofs- og farangurs-
trygging og veitir aðgang að SOS neyðarþjónustunni,
sem eykur enn frekar á öryggið.
og njóttu ferðaiinnar!
/Kttmtft?
TRYGGINGAR
Síðumúla 39 / Sími 82800
<
n
i
<
36 HELGARPÓSTURINN