Helgarpósturinn - 13.08.1987, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 13.08.1987, Blaðsíða 22
Andstæður í íslenskri popptónlist. Greif- arnir uppáklæddir með glimmer og gel. Það fer minna fyrir umbúðunum hjá Ikarusi og Megasi. Táknrænt? Frá öndverðu bítli á Islandi hefur unga kynslóðin tjáð sig æ meir í dægurlagatextum en varpað fyrir róða þeirri tjáningu sem felst í að setja saman alvarleg ljóð þar sem gerð er tilraun til að fanga lítið brot, eða stærra, úr veruleikanum og gera það ódauðlegt í lítilli mynd. I upphafi bítlatímabilsins voru þá til- raunir til að gera dægurlagatexta heldur óburðugar og í þá daga báru textarnir oft á tíðum frekar vitni lifs- sýn eldri kynslóðanna — enda voru oftast fengnir eldri menn til að gera textana. Engin tilraun var gerð til að lýsa reynslu þeirrar kynslóðar sem fiutti lögin, heldur miðuðust þeir við miklu eldri hefð, almenna íslenska náttúrustemmningu og rómantík sem var föst í huga þjóðarinnar í gegnum íslenskan alþýðukveðskap ýmiskonar. Hinir fyrstu íslensku bítlar, eins og þeir eru gjarnan nefndir, Hljómarnir frá Keflavík, sungu til dæmis til ungrar konu sem frægt er orðið: Bláu augun þín/blika djúp og skær- /lýsa leiðina mína/líkt og stjörnur tvær/Þau minna á fjallavötnin fagurblá o.s.frv. Það verður að telj- ast til efs að þeir hljómapiltar hafi ávarpað vinkonur sínar með þess- um hætti og reyndar lika stórlega vafasamt að keflvískir flatlendingar hafi nokkuð kannast við þá líkingu að augu gætu minnt á fagurblá fjallavötn. Hvað þá heldur að þeim hafi endilega þótt það vera rétt lík- ing — að fjallavötnin í þeirra augum væru það fegursta í heimi hér. Almennt má semsagt segja um frumbýlingsár bítilsins hér á landi að textar hafi verið lítilmótlegir — þeir skiptu heldur ekki verulegu máli og engin tilraun var gerð til ný- sköpunar í máli heldur einatt gripið til frasa sem voru orðnir þreyttir og höfðu í raun glatað merkingu sinni. Að þessu leyti voru textahöfundarn- ir langt frá bókmenntum síns sam- tíma — öfugt við það sem var að FAGURBLA FJALLAVÖTN HALLÆRISLEGT MÓÐURMÁL Á árunum fram að 1975 voru enskir textar algengari en gengur og gerist í nútímanum, reyndar má segja að allar popphljómsveitir hafi haft enska texta við sína músík og þeir einu sem höfðu íslenska texta voru sprottnir úr þjóðlagahefð. Savanna- og Ríd tríó, Þrjú á palli og fleiri notuðu íslenska texta við lög sín en það sama var upp á ten- ingnum hjá þeim að þau gerðu ekki textana sjálf og þeir voru sjaldnast innlegg í einhverja dægurumræðu. Þjónuðu miklu frekar sem skemmt- un, enda voru þessi tríó og skyld fyr- irbæri miklu fremur hugsuð sem skemmtiatriði. Þar voru söngvarnir og textarnir aðalatriði, án þess að það hefði merkingu út fyrir stað og stund. Islenskan þótti á þessum tíma hallærisleg og lítt fallin til að syngja hana við rokkmúsík. Kannski var hún líka hallærisleg, þvi textarnir sem höfðu verið gerðir á íslensku fram að '75 voru í flestum tilfellum hallærislegir. Þó menn væru eitt- hvað að reyna að tjá sig um frið og mannkærleika í kringum ’70 voru þær tilraunir flestar vanmáttugar og fálmandi, enda var ekki til staðar sú nýsköpun málsins sem þurfti til að orða textana þannig að kraftur fengist í umræðuna. Dæmi um þetta má sjá af texta sem hér fylgir og er gerður af meðiimum Trúbrots: Við erum ung og hrein/viljum eigin heim/er stjórnast ei af þeim/ þeim sem gefa engum grið/og vilja eigi frið/menn með skrýtin sjónar- mið o.s.frv. Af þessum sökum má segja að Is- lendingar hafi leitað út fyrir land- steinana til þess að nálgast dægur- lagatexta sem kallast geta bitastæð- ir og fjalla á áhrifaríkan hátt um daglegt líf fólks og vandamál þeirrar kynslóðar sem menn mátuðu sig við. AFTURTIL ÍSLENSKUNNAR Þessi enska bylgja gekk fram að 75, eins og fyrr var nefnt. Þá komu Stuðmenn fram og slógu í gegn með lögum sem voru sungin á íslensku. Þeir sýndu þá á ef tirminnilegan hátt að hægt var að syngja rokk á ís- lensku án þess að það væri hallæris- legt. Þeir voru auðvitað ekki fyrstir, Megas hafði gefið út plötur fyrir þann tíma en ekki náð neinum vin- sældum. Enskan var þó lífseig í hinu almenna dægurpoppi, enda má í Keflavík Dægurlagatextar hafa gjarna verið taldir hálfgert moð í gegnum tíðina og menn hafa leitast við að horfa fram hjá þeim þegar rætt hefur verið um að skoða kveðskap ungs fólks á hverjum tíma. Sem kveðskapur hafa þeir þótt í flestum tilfellum hálfgerð hrákasmíð og boðskapur þeirra sjaldnast merkilegur. Stuttar sögur af vöskum köll- um, sjómönnum sem hendast í land og á fyllerí, kvenna- far og til fleiri afreksverka — rómantískir ástafundir, tregafullir saknaðarsöngvar. Öll eiga þessi yrkisefni það sameiginlegt að stemmning þeirra ræðst frekar af laginu en textanum enda hefur það verið næsta undantekning- arlaust í áranna rás að textarnir hafa ekki lifað sjálfstæðu lífi, heldur aðeins sem hluti af lagi. Stuðmenn — farnir að syngja á ensku á gamals aldri. segja að aðeins þeir sem tóku texta- gerð sína alvarlega hafi gert texta á íslensku — hafa sjálfsagt vitað að þeir gætu frekar ráðið við sitt eigið móðurmál en enskuna. Meira að segja Spilverkið gerði fyrstu plötur sínar á ensku, en sneri síðan frá- henni á Götuskóm. Um leið og íslenskan fór að ná fót- festu í dægurlagatextum breyttust viðfangsefni textanna. í stað þess að vera innihaldslausir ástartextar fóru þeir að fjalla meira um þá kynslóð sem setti þá fram og lýstu reynslu hennar og veruleikasýn. Þetta hélst í hendur við bókmenntir sömu kynslóðar sem smám saman var að koma fram með bækur á milli 75 og ’80. Stuðmenn, Megas, Spilverkið, Diabolus In Musica, Melchior og fleiri voru líka nægilega að sér til að taka ekki hefðbundna notkun máls- ins og umfjöllunarefni textanna sem algild, heldur leituðu nýrra leiða í framsetningu og yrkisefnum. Þessi nýsköpun og viðreisn ís- lenskunnar sem fullgilds máls í dægurheiminum fólust þó í flestum tilfellum í fremur ópersónulegum frásögnum af kjörum fólks og dag- legu lífi þess. Megas orti um Jón Sívertsen og Sæma fróða og Spil- verkið um Styttur bæjarins, ónafn- greinda verkara og róna og svo mætti lengi telja. PERSÓNULEG TJÁNING Það var ekki fyrr en með Bubba, Einari Erni og pönkinu, sem braust fram með fítonskrafti, að reynsla flytjendanna sjálfra varð áþreifan- leg. Verkalýðsmórall Bubba, þar sem hann kvað um farandverkafólk og undirmálsmenn, var raunveru- leg og þess vegna varð hann kröft- ugur málsvari þessara hópa í upp- hafi ferils síns. Bubbi hefði aldrei gert texta um styttur bæjarins eða Sæma fróða, hvað þá heldur Ragn- heiði biskupsdóttur. Hann sótti sína texta beint í nútímann og miðlaði sinni persónulegu reynslu í gegnum þá. Einar Örn, forsprakki Purrks Pilnikks, Kuklsins og Sykurmol- anna, er á svipuðum nótum hvað þetta varðar. Hann er persónulegur í sinni tjáningu, fjallar um borgina og borgarlífið og tekur á því á máta sem var óþekktur í dægurtextum til þess tíma. Ég var kominn til sögunn- ar í textagerðinni og hafði eitthvað að segja. En þeir tveir eru þó alls ekki rót af sama meiði nema hvað þessa per- sónulegu tjáningu varðar. Bubbi heldur miklu fastar í hefðina, hann er miklu fremur framhald af Spil- verkinu og Megasi en að hann bæti einhverju alveg nýju við, Bubbi sem- ur sína texta á máli sem kalla má skáldlegt. Einar Örn gerði sér á hinn bóginn far um að nota sem hvers- dagslegast málfar þar sem tjáning andartaksins var meginatriði. POPPSPRELL En pönkið gufaði upp og Bubbi varð innhverfari í textagerð sinni. Þjóðfélagsbyltingin, sem margir sáu fyrir sér í kringum rokkið sem spratt upp úr engu um 1980, kom aldrei og smám saman fór textagerðin að taka mið af því. í öilu góðærinu varð ekk- ert ,,inn“ að vera alvarlegur og boða eitthvað, það sem skipti máli var að vera Iéttur og hress og helst af öllu fyndinn. Hver sprellgrúppan spratt upp af annarri og allar höfðu þær að markmiði að gera stanslaust grín að öllu sem hönd á festi. Orðaleikir og flím bera textana uppi en grínið í heild sinni verður hálfmarklaust fyrir vikið. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.