Helgarpósturinn - 13.08.1987, Síða 28

Helgarpósturinn - 13.08.1987, Síða 28
Bókmenntahátíð 1987 Eins og mönnum mun kunnugt verður haldin hér á landi heilmikil hátíð á sviði bókmennta í september. HP mun leitast við að kynna nokkra af þeim höfundum sem hing- að koma af því tilefni og fyrstur í röðinni er Klaus Rif- bjerg hinn danski. LISTVIÐBURÐIR Árbæjarsafnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10—18. M.a. eru í safninu sýn- ing á gömlum slökkviliðsbílum, sýn- ing á Reykjavíkurlíkönum og sýning á fornleifauppgreftri í Reykjavík. Tónleikar í kirkju safnsins sunnudag kl. 15.00. Ásgrímssafn, Bergstaöa- stræti 74 Opið alla daga nema laugardaga frá 13.30 — 16.00. Yfir stendur sumar- sýning á úrvali verka Ásgríms Jóns- sonar. Ásmundarsafn Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar, opið daglega frá 10—16. Gallerí Borg Japanska listakonan Teako Mori sýnir leirverk frá 13.—23. ágúst. Gallerí Gangskör Frjálst upphengi meðlima gallerís- ins. Opið frá 12—18 virka daga og 14—18 um helgar. Gallerí Grjót Samsýning aðstandenda. Málverk, grafík, skúlptúr, silfur o.fl. Gallerí Svart á hvítu Á laugardaginn opnar Sveinn Björnsson málverkasýningu sem stendur til mánaðamóta. Gallerí Langbrók Textíll Vefnaður, tauþrykk, myndir, fatnað- ur o.fl. á Bókhlöðustíg 2. Gallerí Vesturgata 17 Sumarsýning Listmálarafélagsins. Margir af okkar fremstu málurum með sölusýningu á verkum sínum. Opið virka daga frá 9—17. Hafnargallerí Haraldur Jónsson verður með skúlp- túr, bókverk og myndband frá föstu- deginum 8. til 15. ágúst. Krákan Unnur Svavarsdóttir sýnir akrýl- og pastelmyndir. Kjarvalsstaðir Margrét Elíasdóttir opnar á laugar- daginn málverkasýningu í vestursal en í öðrum sölum stendur enn árviss Kjarvalssýning. Hvor tveggja sýn- ingin stendur til mánaðamóta. Listasafn ASÍ Sýning stendur yfir á verkum í eigu safnsins og kennir þar margvíslegra grasa og fróðlegra. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30—16.00. Höggmynda- garðurinn er opinn daglega frá kl. 10—17. Norræna húsið Frans Widerberg, norskur málari og grafíker, sýnir málverk í kjallara og grafík í anddyri. Sýningin verður opnuð 8. ágúst og stendur út mán- uðinn. Nýlistasafnið við Vatnsstíg Arngunnur Ýr opnar þann 14. einka- sýningu á verkum sínum, sem stendur til 23. ágúst. Klaus Rifbjerg (f. 1931) er líklega þekktasti núlifandi rithöfundur Dana. Nafn hans, Rifbjerg, stendur þó ekki einasta fyrir skáldid Rif- bjerg, heldur líka fyrir goðsögn um rithöfund 7da áratugarins. Upp- reisnarmann sem er sjálfumglaður og leggur mikla áherslu á eigið nafn, skrifar huerja bókina á fœtur annarri um málefni líðandi stundar og mokar inn peningum. Þessi goð- sögn loðir enn uið Rifbjerg og þrátt fyrir að hún sé ekki allskostar rétt er hún heldur ekki með öllu röng. Höfundarverk Rifbjergs er mikið, hann hefur skrifað einhvers staðar nálægt 50 bókum og flestar þeirra hafa selst vel. Hann er einn af fáum rithöfundum Dana sem geta lifað góðu lífi af skáidskap sínum. Hann er næstum blaðamannslegur í efnis- vali og hefur á 6. og 7. áratugnum reynt fyrir sér í flestum gerðum frá- sagnartækni og því bera verk hans samtíð sinni sterkt vitni en eru samt mjög sérstæð og persónuleg, oft á tíðum virka þau sjálfsævisöguleg. Rifbjerg las bókmenntir og ensku við Princeton-háskólann í Banda- rikjunum og einnig við Hafnarhá- skóla en lauk aldrei námi, heldur hóf að starfa við kvikmyndir og gerðist síðar gagnrýnandi og rithöf- undur. í nokkur ár var hann ásamt öðrum ritstjóri bókmenntatímarits- ins Vindrosen, en jafnframt hélt hann áfram vinnu við kvikmyndir og revíur. Þessi fjölhæfni hans gerði að verkum að hann varð ímynd ungra róttækra listamanna í Dan- KVIKMYNDAHÚSIN mörku, sem vildu leita á ný mið í framsetningu á skáldverkum sínum. Verk Rifbjergs bera einkum tvö einkenni, annarsvegar hlið sem snýr út á við og tekur til þess sem er að gerast í samtíðinni hverju sinni og hinsvegar mjög ríkur hæfileiki til að rifja upp atvik úr æsku og barn- dómi. Bæði þessi einkenni eru þeg- ar greinileg í fyrstu ljóðabók hans, Under uejr med mig selu (1956). Meginviðfangsefni Rifbjergs hefur hinsvegar alla tíð verið samspil for- tíðar og nútíðar þar sem hann fjallar gjarna um það þegar sakleysi ungs fólks glatast og það þarf að meta heiminn og veruleikann upp á nýtt í Ijósi nýrrar og oft skelfilegrar reynslu. Þetta fléttast síðan saman við frásagnartæknina oft á tiðum þar sem átök verða milli þess gamla, hefðbundna og örugga og tilraunar til að losna við hömlur minning- anna og hefðbundið form. Um þetta efni hefur Rifbjerg skrifað margar skáldsögur, bæði sem fjalla um ungl- inga og fólk sem er að komast á full- orðinsaldurinn. Þekktastar þeirra eru sennilega Den kroniske uskyld (1958), En hugorm i solen (1974) og Tak for turen (1975). Eins og sagði í upphafi er Klaus Rifbjerg sennilega einn þekktasti núlifandi höfundur Dana og með margbreytilegu og enn þann dag í dag tilraunakenndu höfundarverki sínu hefur hann á afgerandi hátt tekið þátt í næstum allri nýsköpun sem prýðir danskar nútímabók- menntir. KK. ★★★★ B/áa Betty (Betty Blue) Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 í Bíóhúsinu. Blátt flauel (Blue Velvet). Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 í Bíóhöllinni. Herbergi með útsýni (Room with a View). Notalegur sjarmi kl. 7 í Regn- boganum. Herdeildin (Platoon). Nánast óþarfi að dásama hana öllu frekar. Kl. 3, 5.20, 9 og 11.15 í Regnboganám. ★★★ Krókódila-Dundee (Crocodile Dundee). Létt ævintýri kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóborg. Þrir vinir (Three Amigos). Hrein og bein fyndni. Kl. 3.10, 5.10 og 7.10 i Regnboganum. Angel Heart Yfirþyrmandi blóðstraumar og galdraviðbjóður i einni mögnuðustu hrollvekju siðari tíma. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05. Óvænt stefnumót (Blind Date). Notalegur húmor í Stjörnubíói kl. 5, 7, 9 og 11. Logandi hræddur (The Living Day- lights). Nýjasta Bond-myndin og er bara vel heppnuð þó hann sé hættur við fjöllífi blessaður. Sýnd i Bíóhöll- inni kl. 5, 7.30 og 10. Ottó lOtto: Der Film) Endursýnd mynd, full af fyndni og skemmtileg- heitum. Sýnd kl. 3, 5, 9 og 11.15 í Regnboganum. Villtir dagar (Something Wild) Bráðskemmtileg mynd sem er í senn spennandi og fyndin. Ærslafull. Sýnd kl. 7, 9 og 11.10 í Háskólabíói. ★★ Dauðinn á skriðbeltunum (Wheels of Terror) kl.9.10og 11.10 í Regnbog- anum. Wisdom. Hasarmynd, unglinga- stjarnan Emilio Estevez farinn að skrifa og leikstýra sjálfur. í Stjörnu- bíói kl. 5 og 9. Morgan kemur heim (Morgan Stewart's Coming Home). Unglinga- og/eða foreldravandamál afgreitt á fjörugan hátt. Sýnd kl. 5 og 7 í Bió- höllinni. Sérsveitin (Extreme Prejudice). Plottið spillir fyrir annars ágætri spennumynd. Kl. 5, 7, 9 og 11 í 8íó- borg. Hættuförin (Florida Straits). Sæmi- legur þriller. Sýnd í Regnboga kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Innbrotsþjófurinn (Burglar). Grín- mynd með Whoopi Goldberg í Bíó- höllinni kl. 5, 7, 9 og 11. ★ Hættuástand (Critical Condition), grínmynd kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15 og 11.15 í Regnboganum. Meiriháttar mál (Terminal Expos- ure). Ljósmyndarar reyna að leysa morðgátu. Kl. 5,7,9 og 11 i Laugarás- bíói. Gustur (The Wind). Hryllingsmynd um ungan rithöfund sem finnur ekki næði til starfa. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í Laugarásbíói. Andaborð Hryllingsmynd kl. 5, 7, 9 og 11 í Laugarásbíói. Hættulegur leikur (Deadly Game). Sýnd kl. 7 og 11 í Stjörnubíói. Hættulegur vinur (Deadly Friend). Sýnd kl. 9 og 11 í Bíóhöllinni. 0 Lögregluskólinn 4. Langþreytt grín- mynd kl. 5, 7, 9 og 11 i Bióhöllinni. ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ mjög góð ★ ★ miölungs ★ þolanleg O mjög vond KVIKMYNDIR Enn blómstrar Edwards eftir Óiaf Angantýsson Sljörnubíó: Blind Date (Óvœnt stefnumót) ★★★ Bandarísk. Árgerð 1987. Framleiðandi: Tony Adams. Leikstjórn: Blake Edwards. Handrit: Dale Launer. Kuikmyndun: Harry Stradling. Tónlist: Henry Mancini. Aðalhlutuerk: Bruce Willis, Kim Basinger, John Larroquette, William Daniels o.fl. Eftir bandaríska kvikmynda- framleiðandann, leikstjórann og handritshöfundinn William Blake McEdwards liggja í rás tímans ekki svo fáar perlur amerískrar farsa- hefðar. Árið 1947, þá er hann var að- eins 25 ára að aldri, var fyrsta sinni gerð kvikmynd eftir handriti hans, Panhandle, og fór hann jafn- framt með lítið hlutverk í þeirri kvikmynd. Á sjötta og sjöunda áratugnum leikstýrði hann ótrú- legum fjölda kvikmynda, þar á meðal perlum á borð við Operat- ion Petticoat (1959), Days of Wine and Roses (1962) og The Great Race (1964), en þekktastur er hann þó sem framleiðandi, hand- ritshöfundur og leikstjóri kvik- myndasyrpunnar um lögreglufull- trúann óviðjafnanlega, Inspector Clouseau, öðru nafni Bleika pardusinn. Eftir nokkurra ára lægð í kjölfar velgengninnar með Bleika pard- usinn sneri Edwards um síðir til baka á toppinn á liðnu ári með That’s Life (Svona er lífið), hvar eiginkonan, Julie Andrews, og Jack Lemmon fóru á kostum i ágætis ærslaleik. Og nú hefur hann enn bætt rós í hnappagatið með Blind Date, því hér er um að ræða Edwards-farsa eins og þeir gerast bestir. Myndin fjallar um Waiter nokk- urn Davis (Bruce Willis), sem er iðjusamur meö eindæmum og hef- ur komið ár sinni nokkuð vel fyrir borð innan ráðgjafarfyrirtækisins hvaðan hann nýtur lifibrauðs síns. Dag nokkurn ber að garði mikil- vægan japanskan viðskiptaaðila, sem yfirmönnum fyrirtækisins er mikið í mun að sleikja vendilega upp og það í þeirri von að hreppa milljóndollarasamninginn. Er því kauða boðið til veislu einnar mik- illar ásamt starfsfólki fyrirtækisins og hefjast þar með raunir Walters, því sár skortur virðist vera á fram- bærilegum borðdömum þá helg- ina. Bróðir hans, með eindæmum forhertur sölumaður notaðra bíla, útvegar honum þó um síðir eina slika, en þó með þeim varnaðar- orðum að hann skuli ekki undir neinum kringumstæðum veita henni áfengi að drekka. Slíkt gæti haft miður æskilegar afleiðingar í för með sér. Walter verður þegar við fyrstu kynni yfir sig hrifinn af Nadiu (Kim Basinger), en gleymir þeim mun fljótar varnaðarorðum bróðurins. Hann gefur henni í glas og veit því næst ekki orðið af fyrr en hún hefur hleypt hinum virðu- lega kvöldverði fyrirtækisins upp i fullkomið kaos, svipt hann vinn- unni og lifibrauðinu, Iagt bílinn hans í rúst, dregið hann því næst út á lífið hvar þau hitta fyrir morð- óðan og að sama skapi snarvit- lausan fyrrverandi kærasta Nadiu, sem eltir þau á röndum um þvera og endilanga borgina í æðis- gengnum bílaeltingaleik, sem lyktar ekki fyrr en veslings Walter er stungið í grjótið fyrir ótíma- bæra skotárás og á hann af þeim sökum yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm. Sem sagt: Dæmigerður Ed- wards-farsi og engu síðri að gæð- um en þeir hinir ágætustu frá gull- aldarárum hans. Handritsgerð Dales Launer (Ruthless People) er að vanda í alla staði með eindæm- um dæmalaust skemmtilega unn- in, leikstjórn Edwards traust og hlutverkaskipan hans óaðfinnan- leg. Einkum blómstrar John Larroquette í hlutverki hins morð- óða kærasta Nadiu. Það eru ár og aldir síðan Edwards, þessum ókrýnda konungi Hollywood-fars- ans, hefur tekist viðlíka vel upp og einmitt í Blind Date. 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.