Helgarpósturinn - 13.08.1987, Blaðsíða 39

Helgarpósturinn - 13.08.1987, Blaðsíða 39
FRETTAPOSTUR Fisksala og útflutningur Til mikilla vandræða horfir nú á fiskmörkuðum í Þýska- landi í kjölfar myndar sem sýnd var í þarlendu sjónvarpi. í myndinni kom fram að oft væru lifandi hringormar í fiski sem veiddur er í Norðursjónum. Þýskir neytendur hafa hins vegar, að þvi er virðist, sett samasemmerki milli þess fisks og alls annars sem til þeirra berst, þar á meðal íslensks fisks. Eins og kunnugt er hefur Þýskaland lengi verið annar af tveimur helstu ferskfiskmörkuðum okkar og kemur þetta því mjög illa við islenska fiskseljendur. Fiskverð hefur lækkaö á almennum markaði í Þýskalandi um allt að helm- ingi. Þannig er stutt síðan að verðið á karfa var yfir 50 kr. kilóið en siðast þegar selt var í Þýskalandi var verðið komið niður fyrir S5 krónur. Þessi orðrómur hefur þó ekki borist til hins markaðarins sem mikilvægastur er fyrir íslendinga, Bretlands, því þar seldi Viðey RE nýlega 295 tonn fyrir 17,3 milljónir íslenskra króna, sem er sölumet. Þess má einnig geta að þó að markaðurinn i Þýskalandi hafi leikið íslend- inga grátt, þá hafa borist góðar fréttir af Bandaríkjamark- aði. Þar er mikil eftirspurn eftir íslenskum flökum og lík- legt er að verð hækki þar um 5—7% á næstunni, þrátt fyrir að verðhækkanir hafi verið alltíðar að undanförnu. í lokin má einnig nefna að ef til vill rætist úr þessum markaðsmál- um i Þýskalandi þegar sýnd verður heimildarmynd sem þýskir sjónvarpsmenn eru að gera um veiðiferð í togaranum Vigra RE, en eftir því sem fregnir herma hafa þeir lýst því yf- ir að fiskurinn sem þar um borð kemur sé sá hreinasti í heimi hér. Prjónastofur Illa horfir i prjónastofurekstri á íslandi um þessar mundir, sem er víst ekkert nýtt. Nýlega var starfsfólki sagt upp í prjónastof u Borgarness og einnig hefur fólki verið sagt upp í prjónastofunni Drífu á Hvammstanga. Það sem eink- um gerir að verkum að rekstur þessara stofa hefur gengið illa er að kostnaður hér heima við vinnsluna hefur aukist mikið, á meðan verðið hefur staðið í stað á erlendum mark- aði. Mikið hefur verið rætt um og reyndar er það þegar kom- ið til hjá nokkrum aðilum, að flytja vinnsluna úr landi, vegna þess að kostnaður við fullvinnslu hráefnis þykir vera óeðlilega hár hérlendis og gerir að verkum að íslensk fyrir- tæki verða ekki samkeppnishæf í verði þegar til sölu kemur. Skák Jóhann Hjartarson, stórmeistari í skák, vann það glæsi- ■ lega afrek að verða efstur á millisvæðamóti í skák sem ný- lega lauk í Ungverjalandi. Jóhann hlaut 12 og hálfan vinn- ing af 17 mögulegum, reyndar deildi hann efsta sætinu með öðrum. Jóhann hafði lengst af mótinu forystu, fór að vísu rólega af stað en komst síðan á skrið og lagði hvern andstæð- inginn á fætur öðrum að velli þegar líða tók á mótið. Jóhann komst þar með áfram á áskorendamót í skákinni og verður á því móti í hópi u.þ.b. 15 sterkustu skákmanna i heimi, að frátöldum heimsmeistaranum. Viðlíka árangur hefur að- eins einu sinni fyrr náðst af hálfu íslendings, Friðrik Ólafs- son komst áfram af millisvæðamóti fyrir u.þ.b. 30 árum. Irúmál Miklar umræður hafa vaknað upp á síðkastið um trú og trúarhreyfingar i kjölfar yfirlýsinga nokkurra þeirra um réttmæti þess að fólk velji sjálft hvort það sefur hjá strákum eða stelpum og telji sig í sömu mund kristið. Öllum almenn- ingi hafa þótt þessir trúflokkar nokkuð dómharðir og hrein- lega öfgafullir og undarlegir en forsvarsmenn þeirra hafa vitnað stíft til Biblíunnar og varið mál sitt með tilvitnunum þaðan. Einnig hafa þeir gagnrýnt þjóðkirkjuna fyrir að vera ekki í takt við tímann, ekki sé nóg fjör í messum og að auki fái fólk ekki að taka þátt í tilbeiðslunni eins og það ætti að gera. Öll þessi umræða spratt af þvi að þjóðkirkjan sendi frá sér ályktun þar sem skorað var á alla kristna menn, sam- kynhneigða og gagn-, að taka höndum saman í baráttunni gegn eyðni. Þessu gátu bókstarfstrúarmennirnir ekki unað. Fréttapunktar • íslenska landsliöið í bridge hefur staðið sig afar vel á Evrópumótinu sem haldið er í Brighton um þessar mundir. Lengst af hefur sveitin verið í efstu sætum, stundum í öðru og sem stendur er hún í þriðja sæti. • Valsmenn halda enn forystu á SL-mótinu, 1. deild. Þeir hafa þriggja stiga forskot á næsta lið, sem er KR. Akurnes- ingar eru í þriðja sæti, Þórsarar frá Akureyri í því fjórða og Fram í fimmta. Langt er síðan í næstu lið sem öll eru í fall- baráttu. • Nýr saksóknari hefur verið skipaður i Hafskipsmálinu og varð Jónatan Þórmundsson fyrir valinu. Hann mun byrja á að yfirfara öll gögn málsins og taka síðan ákvörðun um framhaldið. • íslendingar hafa verið í sviðsljósinu að undanförnu á skandinavíska eiturlyfjamarkaðinum. Fjöldi þeirra hefur verið handtekinn, bæði í Kaupmannahöfn og í Málmey, m.a. hálfsextugur maður sem tekin var með 1,3 kg af amfetamíni í fórum sínum. • Kringlan, stærsta verslunarmiðstöð landsins og væntan- lega sú glæsilegasta, var opnuð í dag, fimmtudag, við mikla viðhöfn. Áfengi var þó ekki á boðstólum, heldur voru um 1200 manns í morgunkaffi. • Tveir akureyrskir bræður unnu það afrek að synda þvert yfir Eyjaf jörðinn á laugardaginn var. Þá voru liðin áttatíu ár síðan slíkt var síðast gert. • Mosfellssveit er ekki lengur sveit, heldur hefur hún nú breyst í bæ, með viðeigandi nafnaskiptum, og heitir Mos- fellsbær. • Veðrið í júlí var sólarlítið og rigning meiri en í meðalári, og það á við um allt landið. • Sikorsky-þyrlufyrirtækið vill fá þá Jón Helgason land- búnaðarráðherra og Þorstein Pálsson forsætisráðherra til að mæta við yfirheyrslur vegna þyrluslyssins sem varð í Jökulfjörðum 1983. Andlát Guðmundur Pálsson leikari andaðist í vikunni, tæplega sextugur að aldri. Smokkur Hann gœti reddad þér GEGN EYÐNI Til sölu Traktorsgrafa Massey Ferguson 70 árgerð 1975 í mjög góðu standi. Upplýsingar í síma 83151. BILALEIGAN Langholtsvegi 109 (í Fóstbræöraheimilinu) Sækjum og sendum Greiöslukorta þjónusta Sími 688177 Tökum hunda ígœslu til lengri eða skemmri dvalar Hundagæsluheimili Hundavinafélags fslands og Hundaræktarfélags íslands Arnarstööum, Hraungerðishreppi 801 Selfoss — Símar': 99-1031 og 99-1030 HELGARPÓSTURINN 39

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.