Helgarpósturinn - 13.08.1987, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 13.08.1987, Blaðsíða 29
s ^^^tarfandi lögmenn eru dálítið sárir út í Jón Sigurðsson dóms- málaráðherra fyrir að hafa skipað Jónatan Þórmundsson laga- prófessor saksóknara í Hafskipsmál- inu. Jónatan er embættismaður og því þykir starfandi lögmönnum að gengið hafi verið framhjá hinu frjálsa atvinnulífi. Þetta ætti þó ekki að koma á óvart. Enginn núverandi ráðherra hefur komið nálægt sjálf- stæðum rekstri. Þeir eru allir upp- aldir í embættiskerfinu eða hlið- stæðum möppustörfum hjá öðrum. Eina hugsanlega undantekningin er Jón Helgason landbúnaðarráð- herra, ef menn telja bændur til sjálf- stæðra atvinnurekenda en ekki ríkisstarfsmanna, eins og kannski er eðlilegra.. . hvorki hér á landi né annars staðar, að forsetar riti formála að barna- bókum. Slíkt gerist þó hér á landi nú þegar Vigdís Finnbogadóttir ritar formála að bók hins ástsæla skálds Jóhannesar úr Kötlum. Hér er reyndar um kvæði að ræða og auk Vigdísar leggur Ragnheiður Gestsdóttir höfundinum lið með my ndskreytingum. gy M ú íhugar Albert Guð- mundsson málshöfðun á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni, ný- orðnum fjármálaráðherra. Astæðan er sú, að gömlu flokkarnir skiptu á milli sín öllum blaðastyrk til þing- flokkanna fyrir árið 1987 eftir þing- mannastyrk fyrir kosningarnar í vor, svo ekkert var eftir handa hin- um nýja flokki Alberts. Albert bygg- ir kröfu sína á því að eðlilegt sé að miða við þingmannastyrk á öllu ár- inu 1987, þar sem kosningar voru á miðju fjárlagaárinu. Samkvæmt því á Borgaraflokkurinn enn inni um- talsverða fjárupphæð og sömuleiðis Kvennalistinn og Alþýðuflokk- urinn, sem bættu við sig í kosning- unurn. Sjálfstæðisfiokkurinn og Alþýðubandalagið ættu því sam- kvæmt þessu að hafa fengið alltof háan styrk, að ógleymdu Banda- lagi jafnaðarmanna. Jón Baldvin hefur nú greitt út eina milljón króna í blaðastyrk til Borgaraflokksins. Albert telur hins vegar að flokkur- inn eigi að fá þrjár til sex milljónir króna. Albert tók þó við þessari einu milljón, en tók fram að hann liti svo á að hér væri einungis um inn- borgun að ræða. . . að gekk ekki andskotalaust hjá Jóni Sigurðssyni dómsmála- ráðherra að skipa saksóknara í Haf- skipsmálinu. Það þarí hugaðan mann til að stinga hausnum inn í þann ljónskjaft, sem þetta mál er. Enda fór svo, að um leið og Jónatan Þórmundsson lagaprófessor lét undan fóru skrattar á kreik við að grafa eftir hugsanlegum tengslum hans við málið, þó enginn efaðist um hæfni hans og reynslu. Það sem hef- ur komið upp er að Jónatan er nokkuð tengdur Hallvarði Ein- varðssyni, hinum vanhæfa ríkis- saksóknara. Jónatan og Hallvarður eru góðir vinir og Jónatan því kannski ekki heppilegur til að end- urvinna verk Hallvarðs. Hallvarður kennir refsirétt og opinbert réttarfar í Háskólanum í umboði Jónatans. Þeir vinir unnu líka saman hjá embætti saksóknara. Þó þetta geri Jónatan ekki vanhæfan vona menn að þetta geri hann a.m.k. tortryggi- legan!... v ið heyrum að Hraðfrysti- hús Stokkseyrar hafi verið að ráða nýjan framkvæmdastjóra. Sá er Björn Eysteinsson sem undan- farið hefur starfað hjá Berki hf. í Hafnarfirði. . . Sveitarfélög. verktakar. lóöareigendur tokum aö okkur aö steypa götukanta hvar sem er a landinu. Fullkominn tækjabunaöur, vönduó vinna. Leitið hagstæöra verötilboöa. Bil m/PM! VANTAR ÞIG götukant? Skeifan 3F-108 Reykjavík Sími 687787 í þessu sannkallaða sumarveðri, er ósköp gott að minnka matseldina og matbúa eitthvað sem er í senn gimilegt ogfljótlegt. Nú koma í verslanir Frönsk Sœlkera Eplapie og Súkkulaðipie. , j Matseldin getur ekki verið einfaldari: Bara að taka úr frystinum og baka í ofninum í hálftíma. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmBmm Eplapie og Súkkulaðipie má nota sem aðalrétt eða eftirrétt eða bara með kafftnu. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Eplapie og Súkkulaðipie er ódýr ög góður matur hversdags og til hátíðarbrigða. BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐIN ÓS veitir eftirtalda þjónustu: tjöruþvott, djúphreinsun teppa og sceta, mótorþvott. Mössum lökk, bónum og límum ö rendur. Opið virka daga kl. 8—19. Opið laugardaga kl. 10-16. Bón- og þvottastööin Ós, Langholtsvegi 109 Sími 688177 HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.