Helgarpósturinn - 13.08.1987, Side 4
YFIRHEYRSLA
HEIMILISHAGIR: Fjögur börn, fráskilinn bifreið: Subaru station heimilisfang. Gnoðarvogur 24
áhugamál: Skák og pólitík laun: Þingfararkaup
„Á allt undir lýðhylli“
oítir Gunnor Smáro Egilsson myndir Jim Smart
Fyrir stuttu tékk Guðmundur G. Þórarinsson, þingmaður Framsóknar, ritstjóra
Þjóðviljans dæmda í Borgardómi fyrir meiðyrði. Þessi dómur er sá þyngsti sem
faliið hefur í slíku máii.
Guðmundur hefur á undanförnum árum skrifað margar greinar í blöð þar sem
hann vandar blaðamönnum ekki kveðjurnar. Vegna þeirra og dóntsins er Guðmund-
ur í yfirheyrslu Helgarpóstsins.
Gerðir þú þér grein fyrir því þegar þú
hófst afskipti af stjórnmáium að tengsi
þín við einstök mál kynnu að verða að
frétt í sjálfu sér. Að þú nytir ekki sömu
verndar og maðurinn á götunni?
Ég geri mér mjög vel grein fyrir því. Ég
skal verða fyrstur manna til þess að taka
karlmannlega á því þó ég sé gagnrýndur fyr-
ir skoðanir mínar. En ef settar eru á forsíður
dagblaða upplýsingar sem ómögulegt er að
skilja á annan hátt en ég hafi framið afbrot
sem ekki varði aðeins fjársekt, heldur einnig
tugthúsvist, þá er ég ansi hræddur um að ég
taki við mér.
En gerðir þú þér grein fyrir að þín
helgi myndi skerðast við póiítísk af-
skipti þín?
Já, ég gerði mér grein fyrir því.
Finnst þér ekki eðlilegt að dómurinn
hefði tekið tillit til þess?
Nei, ekki í svona málum. Þó að ég sé
stjórnmálamaður, þá gefur það ekki blaða-
manni tilefni eða rétt til þess að segja um mig
hvaðeina sem honum dettur í hug. Alls ekki.
Ef blaðamaður er ábyrgur gerða sinna getur
honum verið stefnt fyrir meiðyrði af hvaða
manni sem um er að ræða. Málið er kannski
alvarlegra fyrir þá sök að ég er stjórnmála-
maður. Þeir eiga allt sitt undir lýðhylli. Það
er mitt starf að sitja á þingi. Það er vegið að
því á þennan hátt. Auðvitað verð ég að
hreinsa mig af þessu máli.
Lítur þú alvarlegar á þetta mál fyrir
það ad stutt var í prófkjörsslag hjá þér?
Ég er ekki endilega að tengja það saman.
En þetta hefði ekki síður getað haft mjög
mikil áhrif á mína framtíð. Hugsaðu þér hvað
gerðist. Einhver jólasveinn af Þjóðviljanum
rýkur í það að skrifa einhverja frétt á forsíðu
þvert ofan í þær upplýsingar sem hann fær.
Hann gat fengið öll gögn í firmaskrá um
hvernig málum var í raun háttað. En hann
gerir það ekki.
Því segi ég: þetta er ágætt fyrir blaða-
menn. Þeir geta spilað frítt og umgengist
æru manna eins og skít á götunni. Þeir geta
birt eitthvað á forsíðu um mig og sagt svo: ég
er alveg hissa á manninum að fara fram á
dóm í þessu máli. Þessir menn bera enga
ábyrgð. En nú er búið að sanna að menn bera
ábyrgð á því sem þeir eru að gera.
Þú ert nú ekki svo miklu vandaðri í
greinaskrifum þínum en þeir sem þú
gagnrýnir. í Dagblaðinu á mánudaginn
segir þú „...að ég hefði heyrt þá undar-
legu sögu að í stétt blaðamanna hefðu
þyrpst menn sem hvergi fengju vinnu
annars staðar, ekkert gætu og enginn
vildi hafa. Blaðamenn vildu þeir vera
vegna þess að til þess þyrfti enga mennt-
un og þar bæru þeir enga ábyrgð á því
sem þeir gerðu en gætu vegið úr laun-
sátri að ýmsum mönnum í þjóðfélaginu".
Hvað er þetta? Gróusaga? Atvinnuróg-
ur? Níð?
Ég er að segja þarna að ég hafi heyrt þessa
undarlegu sögu. Ég hef skrifað þetta áður í
blaðagrein og þá í sambandi við grein sem
birtist í Tímanum. Þá skrifaði ég grein um
þessar greinar sem skrifaðar eru í blööin,
ýmist nafnlausar eða undir dulnefni.Jjar sem
vegið er úr launsátri að mönnum. I þessari
grein var sagt að sumir segðu að Jóhannes
Nordal seðlabankastjóri hefði fengið gjafir
frá Alusuisse og allt eftir þessu. Þetta var allt
eins svívirðilegt og hægt var. Þá greindi ég
frá þessari sögu sem ég hafði heyrt.
Þú telur þig þá geta notað þau vopn
sem þú fordæmir aðra fyrir að beita?
Nei. En þegar svona er skrifað, þurfa þá
blaðamenn ekki að geta tekið gagnrýni? Á
þennan hátt er hægt að tala um blaðamenn.
Það er það sem ég er að segja með greininni.
Ég tók eftir því þá og líka þegar ég var að
skrifa um Omar Valdimarsson, að blaða-
menn eru viðkvæmir. Um leið og eitthvað er
sagt utn þá er heiður þeirra að yeði. Þá er
atvinnurógur kominn af stað. Ég hélt að
menn sem leyfðu sér að tala og skrifa um
aðra, eins og blaðamenn gera, yrðu ekkert
hissa á því að þeir fengju eitthvað á sig í svip-
uðum dúr.
Og þú hefur ekki fyrir því að nafn-
greina þá sem þú gagnrýnir, heldur Iæt-
ur eitt yfir alla stéttina ganga.
Nei. Eins og kom fram í þessari grein þá tek
ég fram að í stéttinni séu mjög margir færir
og góðir menn. En það þarf ekkert að segja
mér um það eftir það sem ég hef séð skrifað,
að innan um eru margir svartir sauðir líka.
Ég vil gjarnan taka opna umræðu upp um
starf blaðamanna, siðferði þeirra og vinnu-
brögð, þegar við stöndum frammi fyrir þess-
ari fjölmiðlabyltingu. Freistingin er að auk-
ast og ég held að það sé mjög nauðsynlegt
fyrir blaðamenn að hugsa um á hvaða leið
þeir eru. Það er nauðsynlegt að blaðamenn
haldi fast á sínum málum.
Þetta er miklu iengra mál en þessi eini
dómur.
Glíma þín við blaðamannastéttina?
Já. Það getur vel verið að ég noti dálítið
tímann á þinginu til þess að höggva dálítið
að blaðamönnum, ef þeir vinna áfram eins
ónákvæmtega og þeir hafa gert.
Ég er annars vegar að gagnrýna þessar
nafnlausu greinar með svívirðilegum ásök-
unum þar sem menn geta á engan hátt varið
sig. Vita ekki einu sinni hvert þeir eiga að
snúa sér vegna þess að það veit enginn hver
skrifaði greinina. Hins vegar þegar blaða-
menn gera eins og Þjóðviljinn gerði í þessu
máli. Skrifa gegn betri vitund. Ég er alveg til-
búinn í slaginn. Ég er tilbúinn til þess að
gagnrýna blaðamenn fyrir hvernig þeir
skrifa og þeirra vinnubrögð á sama hátt og
þeir gagnrýna aðra. Þið voruð fijótir á ykkur
varðandi Albert, Guðmund J. og Stefán
Benediktsson að segja: þarna er stjórnmála-
maður, hann á að segja af sér. En sjáið ykkur
sjálfa. Þarna eruð þið með formann ykkar
félags sem hefur einn af þyngstu dómum
siðanefndar og sjálfsagt þyngsta dóm í meið-
yrðamáli sem dæmdur hefur verið á bakinu.
Þú varst að tala um að þú værir tilbú-
inn í slag við blaðamenn í þinginu. Hvað
áttu við?
Það getur verið að það sé nauðsynlegt að
gera það með tilliti til þessara aðstæðna.
Hvað ætlar þú að gera? Reyna að fá
sett Iög á blaðamenn?
Hvað heldur þú að þú fáir út úr því að
gagnrýna stjórnmálamann? Þú telur það
nauðsynlegt þjóðfélaginu. Kannski ráða
stjórnmálamenn ekki eins miklu nú og fjöl-
miðlamenn. Fjölmiðlamenn eru orðnir
meira afl í þjóðfélaginu en nokkurt annað
afl. Og það er sjálfskipað afl. Það hefur eng-
inn kosið þetta afl. Það hefur enginn vaiið
það. Það eru kannski ekki einu sinni gerðar
kröfur um hæfni þessara manna eða þekk-
ingu. Iðulega eru þeir sáralítið inni í þeim
málum sem þeir eru að fjalla um. Við stjórn-
málamenn ráðum ekki við einhverja bylgju
úti í þjóðfélaginu sem blaðamenn vekja. Ef
það er rétt að fjölmiðlamenn eru orðnir slíkt
afl í þjóðfélaginu er nauðsynlegt að gagn-
rýna þá.
Verk blaðamanna liggja fyrir allra
augum, öfugt við stjórnmálamenn í
sumu af því sem þeir taka sér fyrir hend-
ur. Verk blaðamanna eru því í raun lögð
undir dóm þjóðarinnar...
Ég veit ekki hvaða dómur það er. Mér
finnst þeir nú sleppa ansi létt frá því. Ég get
ekki séð að blaðamenn séu vandir á einn eða
neinn hátt. Það er gamalt máltæki sem segir:
eyrun fýsir iilt að beyra. Það getur gengið að
birta hitt og þetta sem alls ekki er rétt.
Ég er enginn krossfari, en ég tel þetta vera
mjög alvarlegt mál. Ég hef ekki gefið mér
tíma til að fara ofan í það hvaöa starfsgrund-
völl blaðamenn hafa almennt, hvaða mennt-
un þeir hafa og rey nslu áður en þeir koma og
gerast sjálfskipaðir dómarar í ákveðnum
málum. Ráðast á ákveðna einstaklinga í
þjóðfélaginu.
Hefur þú einhverja innsýn í hvernig
störfum á ritstjórnum blaðanna er hátt-
að. Hefur þú hugmynd um hvernig
ákvarðanir eru teknar þar og hvað það
er sem stýrir því hvað er birt og hvað
ekki?
Nei, ég hef sáralitla hugmynd um það aðra
en þá að ég les blöðin og dæmi þau af verk-
unum. Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá.
Ávextina þekki ég og dæmi tréð eftir því.
Þú talar um vald blaðamanna og fjöl-
miðlamanna. Finnst þér kominn tími til
að skerða þessi völd?
Nei, fréttir eru nauðsynlegar. Opið þjóðfé-
lag er nauðsynlegt. Það er nauðsynlegt að
við höfum blaðamenn sem eru duglegir og
skilja gang mála. Þjóðin á að fá að vita hvað
er um að vera í þjóðfélaginu. En einmitt
vegna þess að málin eru flókin þá gera þau
alveg gríðarlegar kröfur til blaðamanna. Það
er mitt mat að fjölmargir fjölmiðiamenn rísi
ekki undir þeirri kröfu. Þá er spurningin
hvaða kröfu á að gera til þeirra...
Og hver á að gera þessar kröfur?
Já, og hver? Kannski verður hver að gera
það fyrir sig vegna þess að það er enginn
standard til um þetta. Ef þú ætlar að stunda
lögfræði þá verður þú að taka lögfræðipróf.
Ef þú ætlar á þing verður þú að láta kjósa þig.
í þessari manneklu sem varð þegar fjölmiðl-
arnir sprungu út er kannski verið að ráða
menn sem alls ekki hafa þroska eða skyn-
bragð til að fást við það sem þeir eru að fjalla
um.
Og hvað vilt þú gera?
Ég sé það helst fyrir mér að blaðamenn
sjálfir ásamt þeim sem eru þeim velviljaðir,
eins og ég, taki upp opna umræðu um starfs-
svið og ábyrgð blaðamanna. Þeir verði sjálfir
sér meðvitaðir um það afl sem þeir hafa til
þess að þeir geti tekið á málinu.
Varðandí dóminn i Borgardómi. Víða
erlendis er í dómsmálum af þessu tagi
beinlínis gert ráð fyrir því að blaða-
mönnum geti orðið á mistök, eins og
öðru fólki...
Því er ég alveg inná. Það er enginn okkar
fullkominn. Við gerum allir skekkjur. Sumir
reyndar fleiri en aðrir. Það sem ég tel hins
vegar alvarlegast í frétt Þjóðviljans er að þar
eru birtar fullyrðingar þvert ofan í þær upp-
lýsingar sem viðkomandi aðilar fengu.
Kjarninn á bak við þessa frétt í Þjóðviljanum
er pólitík. Það er mjög alvarlegt þegar menn
sniðganga sannleikann í svona alvarlegum
málum.