Helgarpósturinn - 13.08.1987, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 13.08.1987, Blaðsíða 13
'ft hafa starfsmenn Ríkisút- varpsins kvartað yfir að Stöð-2 gangi fyrir allri þjónustu Póst- og símamálastofnunarinnar. Þegar leiðtogafundurinn stóð sem hæst í október á síðasta ári unnu starfs- menn stofnunarinnar baki brotnu við að leggja örbylgjuleiðara frá stöðinni að Vatnsenda, á sama tíma og Ríkisútvarpið varð að sitja á hak- anum. Þjónustu Símans við Stöð-2 virðast fá takmörk sett. Nýverið fékk Stöðin aðgang að varaör- bylgjuleið stofnunarinnar svo hún gæti sent beint út. Þegar Stöðin er að senda út búa símnotendur við skert öryggi. Það er því ekki hægt að segja annað en frjáls samkeppni njóti mikillar velviidar hjá þessu ríkisfyrirtæki. . . B ' u Hendriks „Binna“ Berndsen hefur loks verið gert upp eftir að fyrirtæki hans, Blóm og ávextir, fór á hausinn. A sínum tíma skrifaði HP um gjaldþrotamál þetta og benti á hvernig aðstandendur virtust skipulega koma eignum und- an hamrinum. Síðar fór Hendrik út í Von-Veritasævintýrið í Dan- mörku með Björgúlfi Guðmunds- syni fyrrum Hafskipsstjóra og virð- ist það ætla að enda heldur illa. í Lögbirtingablaðinu má lesa að þeg- ar bú Hendriks var gert upp fengust engar greiðslur upp í lýstar kröfur, sem hljóðuðu upp ánær 17 milljónir króna fyrir utan vexti og kostnað. . . likill vöxtur er nú í bóka- forlaginu Vöku sem að hluta til má rekja til kaupa þess á Helgafelii með höfunda á borð við Laxness og Davíð innanborðs. Skipulags- breytjngar hafa orðið hjá fyrirtæk- inu; Ólafur Ragnarsson, stofnandi Vöku og einn helsti eigandi forlags- ins, hefur dregið sig töluvert til baka í daglegum rekstri þess, en við tekið Viðar Gunnarsson, sem m.a. er kunnur af óperusöng. Þá var Ragn- ar Gíslason ráðinn útgáfustjóri Vöku-Helgafells fyrr á þessu ári sem nú um þessar mundir er að stækka við sig húsnæði. Einn stærsti þáttur- inn í væntanlegri útgáfu félagsins verður bókaröðin Icelandic Saga eftir Magnús Magnússon, sjón- varpsmann hjá BBC, en fyrsta bindi hennar kom út í Englandi á síðasta ári. Magnús mun einnig hafa yfir- umsjón með þýðingu bókarinnar yf- ir á íslensku og útgáfu hennar hér heima. Fyrsta bindi þessarar bókar fjallar á aðgengilegan hátt um fyrstu aldir Islandsbyggðar og í næstu bókum mun Magnús rekja sögu okkar allt til nútíðar. Allt útlit er því fyrir að þarna séu Aldirnar og íslenskur annáll að fá sam- keppni um sagnfræðiþrysta lesend- ur. Aður óbirt greinasafn eftir Hall- dór Laxness er einnig væntanlegt frá Vöku fyrir næstu jól.. . FISHER : BORGARTÚNI 16 | REYKJAVÍK. SÍMI 622555 SJÓNVARPSBÚDIN ■ JÉiIéL -'IÉr'' • mm\ jm 11 * J JEJ8 w' w''w- , VERÐHRUNAHAMBORGURUM A GRILLSTOÐUM Tomma staðir auglýsa hamborgarann á 87 krónur! Verðið stendur frá 8. ágúst til 5. september — Risaglas af Pepsí, getraunir og uppákomur „Þetta er náttúrlega alger geggjun," sagði Gissur Krist- insson i Tomma borgurum þegar TT leilaði skýringa á þessari stórkostlcgu verð- lækkun, „en þegar ég vaknaði í morgun var ég svo glaður að mér fannst ég verða að gera eitthvað fyrir þjóðina og land- búnaðinn og allt það. Þeir hafa verið að veita einhverja málamyndaafslætti kollegár mínir í grillbransanum. En af hverju þetta hálfkák, af hverju að tækka þá ekki almenni- lega? Ég vil bara leggja mitt af mörkum til að hamla gegn verðbólgunni!" Þetta sagði Gissur í Tomma borgurum en TT tókst ekki að ná sambandi við aðra grill- staði. Þar virtist allt vera í steik. Gissur sagði að þessi tombólu- prís á hamborgurum yrði frá og með deginum í dag og allt til laugardagsins 5. september nk. Allir Tomma staðir á höf- uðborgarsvæðinu selja ham- borgarann á 87 krónur þennan tíma. Auk þess verður hægt að fá franskar á góðu verði og risaglas af Pepsí fyrir sama verð og lítið glas kostar venju- lega. Tomma hamborgarar eru á Grensásvegi 7, Hólina- seli 4, Laugavegi 26, Lækjartorgi og Reykja- víkurvegi 68 Hafnarfirði. Kunnur maður úr fjármála- heiminum, sem ekki vildi láta nafns síns getið, tjáði TT að þetta verð gæti einfaldlega ekki staðist, Tomma hamborg- arar hlytu að fara á hausinn. Gissur var ekki sammála þeg- ar blaðið bar þetta undir hann. „Þar fyrir utan eru Tomma hamborgarar alveg jafn góðir þótt þeir standi á haus,“ sagði Gissur, „en við ætlum líka að vera með getraun í gangi og ýmsar uppákomur. M.a. höf- um við fengið algjöran töfra- mann til að heimsækja alla Tomma staðina. Það er nú all- ur galdurinn!“ Gissur vildi ekki tjá sig nánar um þetta, málið væri á viðkvæmu stigi, en hann sagðist geta fullyrt að verðlaunin í getrauninni yrðu vegleg. T. Tomma hamborgarar fásl á Grensásvegi 7, Hólmaseli 4, Laugavegi 26, Lækjartorgi og Reykjavíkurvegi 68 Hafnar- firði. 1 segir Steini TT hitti Steina blaðburðar- strák á förnum vegi og spurði liann hvað honum fyndist um vcrðlækkunina á Tomma hamborgurum. Hann sagði að það skipti í sjálfu sér ekki miklu máli fyrir hann, hann borðaði hvort sem er alltaf Tomma borgara þcgar hann borðaði á skyndibitastöðum á annað borð. „Mér finnst Tommi vera besti bitinn í bænum,“ sagði hann, „en það er auðvitað lofsvert fordæmi að Iækka svona verð- ið. Þetta ættu ailir að gera en það verður bara að koma i Ijós hvort þeir gera það.“ Þar með var hann horfinn þessi ungi og glaðbeitti athafnamaður. wm mm i Steini blaðburðarstrákur var ekki í vafa um að Tomrna ham- borgarar væru bestir. TT reyndi árangurslaust i gær að ná sambandi við ráðherra í ríkisstjórninni til að heyra álit þeirra á frumkvæði Tomma hamborgara í efnahagsmál- um. Starfsmaður í fjármála- ráðuneytinu sagði að ráðherra lægi undir feldi og kyrjaði braggablús en bað okkur i guðanna bænum að hafa þetta ekki eftir sér. Ónafngreindur heimildamaður blaðsins sagði hins vegar að ríkisstjórnin hefði verið úli að aka í allan gærdag og langt fram á nótt. Blaðafulltrúi ríkisstjórnarinn- ar vildi hvorki játa né neita þegar þetta var borið undir hann seint í gærkvöldi. Ekki tókst heldur að ná tali af efnahagssérfræðingum, það var engu líkara en jörðin hefði gleypt þá. TT tókst þó að króa Dr. Hagbarð Eiríksson hag- fræðing af á einum Tomma staðanna um kvöldmatarleyt- ið í gær og spurningin var auð- vitað: HVERNIG ER ÞETTA HÆGT? „Þetta er enginn vandi. Það er 100% ungnauta- kjöt í Tomma hamborgurum og engin aukaefni svo að þetta er hreinasta lostæti sem rennur ljúflega niður. Ekki cr það heldur verra að hafa franskar og Pepsí með. Auðvitað dregur þetta úr verðbólgu — það segir sig sjálft. Hitt er svo annað mál að hjöðnun á einum stað hefur ævinlega í för með sér þenslu á einhverjum öðrum stað. En maður þarf þá ekki að herða sultarólina á meðan,“ sagði Dr. Hagbarður Eiríks- son hagfræðingur. T. mldos auQlýslngaþlónusta HELGARPÓSTURINN 13 i

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.