Helgarpósturinn - 13.08.1987, Blaðsíða 34

Helgarpósturinn - 13.08.1987, Blaðsíða 34
MATKRAKAN eftir Jóhönnu Sveinsdóttur * A stórstuttlegu sumri Fátt er gjöfulla en ágústkvöld á þessum litla, sæta lúpínubletti norður undir pólnum. Þjóðin ógn svo sæl eftir að hafa fengið þráða D-vítamínskammtinn sinn frá bless- aðri sólinni sem hefur enn ekki sagt pass. Téð vítamín er nauðsynlegt fyrir virka vinnslu kalks úr fæðunni. An kalks værum við duft. Beinahrúga. Þess vegna skapaði Guð sólina. Þunglyndi fyrir bí af sömu ástæðu, sólinni semsé, og birtubrjálæðið sem grípur um sig á vorin. Allt er þetta spurning um vítamín, stein- og snefilefni. Nema hvað? Guð veit alveg hvað hann syngur. Því hefur þjóðin nú um stundir gnótt orku: til að hlaupa eftir því skilyrðandi kallmerki ÚTSALA! ÚTSALA!, gera við annað hvert þak og aðra hverja götu. Bein í baki brýtur hún niður bílskúra og byggir garðhýsi, bauta- steina D-vítamíns og kalks. Ég veit ekki með Guð. íslenskt sumar er alltof stutt og stórkost- legt til þess að fólk tími að eyða orku og at- hygli í vesenið við Austurvöll. Tímanna tákn að skeleggustu stjórnarandstæðingar sum- arsins skuli vera þeir félagar Davið Scheving Th., Vilhjálmur Egilsson og Gulli í Karnabæ. „Þjóðin" þarf aftur á móti á sínu stórstuttlega sumri að halda til að gleyma sér við fram- kvæmdir, helst á mannamótum um leið, og lokar því augunum fyrir bakreikningum hinna fádæma hugmyndasnauðu neyslutoll- heimtumanna sem nú eru reyndar flestir farnir í lax. Haustið verður laglegt, lags- menn! Vibbi! Mæli Thailendingar manna heilastir: Hráki krabbans snertir ekki fiðrildið. Er á meðan er: sumar. Kringlusumarauki fyrir þá sem vilja. Og þeir eru margir ef marka má aðsóknina að Hard rock café sem þjófstartaði fyrir formlega opnun neyslusam- steypunnar í forarvilpu bernsku minnar og unglingsára, Kringlumýrinni, sem ég fæ seint fullgrátið. (Ég gjörsamlega tryllist ef þar til gerð yfirvöld samþykkja að leyfa funakoll- um frá fjarlægum löndum, sem hingað koma með ofstopa í augum í þeirri von að fyrirhitta sjálfar höfuðskepnurnar, að slá upp tjaldborg í Öskjuhlíðinni. Allt er nú gert til að rústa sveit okkar Reykvíkinga, gera okkur vita náttúrulausa! í höfuðborg landsins finnast að sönnu þríhöfða skepnur i bókstaflegri merk- ingu, en fráleitt þær sömu höfuðskepnur og þeir steinefnarýru gestir vorir vilja endilega upp á dekk með. Þeir geta nú bara brutt sínar kalktöflur uppi á jökli, brætt eld og spúð ísi. Til þess koma þeir hingað.) Að koma á Hard rock café — í Banakringl- unni — er Islendingnum hins vegar talsvert í líkingu við að fara í hópferð til útlanda: þar kemur saman meðaltalslandslið i neyslufor- vitni, allt frá fimm ára Hafnfirðingi upp í sjö- tugan Seyðfirðing með viðkomu hjá aðskilj- anlegustu Reykvíkingum, og virðist líða giska vel; fílar sig alveg í botn glasa og salat- fata; í flottu, samwestrænu umhverfi, hlust- andi á samwestræna músík sem er hávær en ekki hörð fyrir franska kartöflu; umkringt samwestrænum góðkynja menjum; borð- andi samwestrænan mat, t.d. bæði Tennes- see- og Hickory-reyktan. Ekki tjóar að biðja um taðreykta lambasperðla. Algjör goðgá að sletta dönsku: Sádan gár det nu bare. I Banakringlunni er nú gloria mundi. Er það ekki það sem fólkið vill? Sic transit. . . Hard rock café: Leifur heppni, hinn þriggja metra hái, sá sem fyrstur fann hina samwest- rænu slagæð, kunnandi sér ekki fram- kvæmdalæti svo fullur mjólkur og lýsis, trón- ir fyrir miðjum sal með gítarinn á bakinu. Krossinn sem hann heldur sér að brjósti með vinstri hendi minnir á hálfétinn banana, sem er að sönnu orðinn hið óumflýjanlega sam- westræna tákn: London — N.Y.C. — Stock- holm — Tokyo — Dallas — Reykjavík. God bless the big apple, London town, Jackson Tennessee and Reykjavík eins og segir aftan á matseðli staðarins. Ekki veit ég frekari deili á helsta for- sprakka þessarar nú í dag alþjóðlegu veit- ingakeðju, Isaac B. Tigrett, en nokkur spak- mæla hans eru gullletruð stórum stöfum í harða rokkkaffinu i Banakringlunni. Svo sem: LOVE ALL — SERVE ALL ALL IS ONE SAVE THE PLANET Lýsandi dæmi þess að ísak hefur verið maður slyngur og hreint ekki plánetufjand- samlegur. Heldur ekki húmorlaus. Ekki nema gott um það að segja. En sem matar- fílósóf finnst mér kötturinn Garfield honum slyngari. Og þar sem samhengið krefst sam- westrænu vitna ég orðrétt í nokkur spak- mæla hans: — Never eat anything that's on fire (eins og talað út úr mínu hjarta) — Eat every meal as though it were your last — Chew your food at least once. Ekki var ætlunin að segja neitt ljótt á ágústkvöldi. Blessunarlega er ég jafnfull og gjörvöll þjóðin af mjólk, ís, sól, lýsi og fram- kvæmdagleði í þessum litla, sæta lúpínureit yst á almáttugs litla fingri. So how could I? Nei. Nú treinum við okkur sumarið hvert með sínum hætti, í félagi við aðra þó. Allt spurning um vítamín og snefilefni. Lengjum sumarið t.d. með samneyslu sem byggist á eigin framlagi eða samlagi. Það er ekkert sem heitir einu sinni á ágústkvöldi. Ágúst- kvöld eru eilíf. Spurningin er bara hvernig megi ljúfga þau áður en ágústnóttin fellur. Stílhrein. Tillaga að ágústkvöldi — fyrir eða eftir mat — jafnvel án frekari tilburða. APPELSÍNUBOLLA OG ANANASS Ávextir eru hollir. Romm er líka hollt. Sykur- reyrinn er úðaður miklu minna en kornið sem fer í þið vitið hvaða vín. Uppskriftin gerir tvo lítra. 6 appelsínur 1 sítróna 1 dós niðursoðinn ananas, u.þ.b. 800 g 1 glas rauð kokteilber, u.þ.b. 120 g 2—3 dl dökkt romm 2 flöskur þurrt hvítvín Kælið hvítvínið. Afhýðið þrjár appelsínur, skerið í sneiðar og sneiðarnar í fernt. Leggið í stóra skál. Pressið safann úr hinum appel- sínunum og sítrónunni og hellið í skálina. Skerið ananasinn í bita og setjið út í, kokteii- berin með leginum sömuleiðis. Þá rommið. Kælið í að minnsta kosti hálftíma. Hvítvininu er hellt út í rétt áður en bollan er borin fram. GUACAMOLE Þessi mexíkanska avókadóídýfa er hreint frábær. Hún er borin fram ásamt grænmetis- strimlum og kartöfluflögum. Þessi skammtur ætti að nægja 8—10 manns. 4 vel þroskaðir avókadóávextir 3 tómatar 4 msk. smátt saxaður laukur 2 marin hvítlauksrif 3 msk. ólífuolía chilipipar og kóríander eftir smekk 1 tsk. salt safi úr hálfri sítrónu 1 harðsoðið egg, smátt saxað Afhýðið avókadóana og stappið, saxið tóm- atana og hrærið öllu saman. HVAÐ ÆTLAR ÞU AÐ GERA UM HELGINA? LILJA EIRÍKSDÓTTIR MEINATÆKNIR ,,Á laugardaginn verð ég að vinna, en ég vinn sem meinatæknir í Landspítalanum og það er vakta- vinna. Ég þarf að vinna svona þriðju eða fjórðu hverja helgi. Ég er annars í sumarfríi þessa dagana en við er- um að byggja þannig að ég tímdi ekki að láta eftir vaktirnar mínar. Ég á svo frí á sunnudaginn og ætla að nota hann til þess að hvíla mig eða ef til vill byggja. Ég nota frídagana mína oft til þess. Ég fór um síðustu helgi í Skaftafell og það er eiginlega það eina sem við höfum farið í sumar.“ STJÖRNUSPÁ HELGINA 14.-16. ÁGÚST Þú gætir orðið einhverrar heppni aðnjótandi á föstudag og þá er líka hugsanlegt að alvara hlaupi í ástamálin. Laugardagurinn er ekki jafnrósrauður og Hrútar verða að gæta þess að vera samvinnuþýðir. Ella eyðileggja þeir ánægju, sem þeir gætu annars orðið aðnjótandi. Óhófleg eyðsla á laugardag verður ekki peninganna virði og þá verða tilfinningamál á viðkvæmu stigi. Best er því að taka enga áhættu i peninga- eða ástamálum. Taktu ekki áhættuna á að geyma öll eggin í sömu körfunni, eins og sagt er, núna þegar nýtt tímabil er að hefjast, sem gæti umturnað lífi þinu. Mundu, að þeir ná árangri, sem eru reiðubúnir til að bíða og fylgjast með, en neita að láta þvinga sig til ákvarð- anatöku. Það er líka tímabært að endurskipuleggja hluti i heimilisiífinu i takt við núverandi þarfir. Og vertu ákveðnari við þá sem gera kröfu til tíma þíns og fjármuna. TVÍBURARNIR (22/5-21/6] Þér tekst að halda bjartsýninni, þó svo (vinnu-)fé- lagi þinn afskrifi algjörlega eitthvað, sem þú hefur lagt þig fram við. Það líður heldur ekki á löngu þar til náinn samstarfsmaður snýr algjörlega við blaðinu og styður þig með ráðum og dáð. Þú ættir að losa þig við það, sem þú þarft ekki lengur á að halda. Ný sam- bönd munu innan tíðar hafa í för með sér spennu og fjör. r 11 'i i ii i iii ............................. Þú getur átt von á góðum fréttum snemma á föstudag og flókið dæmi gengur þá líka skyndilega upp. Áherslan er hins vegar á fjármálin á laugardag og það í fremur neikvæðum skilningi. Stilltu eyðsl- unni í hóf og fáðu fólkið í kringum þig til að gera slíkt hið sama. Á laugardag skaltu ennfremur forðast mannmergð. Þú kemst síðan að því á sunnudag, að ekki er gott að blanda saman fjármálum og vináttu. LJÓNIÐ (21/7-23/8; Þú hefur fundið fyrir andúð að undanförnu og hlot- ið nokkur áföll, en fólki tekst ekki að varna því að þú byggir líf þitt á þeim grunni, sem þú kýst sjálfur. Um næstu áramót verður þú farinn að skilja, að núver- andi aðstæður eru eins konar hreinsun. Það, sem eft- irstendur, erþaðsem máli skiptir í lífinu. Framundan er afar bjart tímabil og þér mun verða kleift að sigrast á öllum hindrunum. Það fer of mikill timi í tilfinningamál þessa dagana og þú þarft kannski að skamma einhvern fyrir að vera of neikvæður. Sýndu viðkomandi líka fram á að þú getir ekki veitt alla þá aðstoð, sem hann krefst. Gleymdu fortíðinni og einbeittu þér heldur að fram- tíðinni. Sættu þig við gerð mistök og hafðu i huga, að sú reynsla á sinn þátt í að gera þig að þeirri persónu, sem þú ert núna. kii»icJi>! ímBwmmmm Snemma á föstudag ættirðu að notfæra þér tæki- færi, sem á eftir að vera til góðs í framtiðinni. Hafn- aðu a.m.k. ekki tilboðum, án þess að kynna þér þau vel. Á laugardag er best að taka enga áhættu i tilfinn- ingamálum, því þá ertu svolítið viðkvæmur. Þú gætir lent í útistöðum við kunningja, þó það verði ekki til að eyðileggja daginn. Taktu ekki á þig ábyrgð á hópi fólks á sunnudag. Ættingi kemur þér líklega á óvart daginn þann. SPORÐDREKINN (23/10 22/11 Fyrri hluti föstudags er einkar hentugur til að biðja um launa- eða stöðuhækkun, eða taka mikilvæga ákvörðun um framtíðina. Viðskipti við annað fólk reynast erfið á laugardag og sunnudag og ástvinir geta verið eigingjarnir eða mjög viðkvæmir. Þetta leiðir kannski til ósættis og hjónabandserfiðleika, sem eiga rætur sínar að rekja til þess að of mikill tími hefur farið í áhugamál utan heimilisins. BOGMAÐURINN (23/11-21/12; Gættu þess að koma öllum mikilvægum skilaboð- um áleiðis og taktu af skariö varðandi framkvæmdir. Settu fram úrslitakosti, ef þú telur þig ekki hafa næga tryggingu frá samstarfsaðilum. Þú finnur, að breyt- inga er von, en staða þín er mjög sterk. Flestir Bog- menn njóta þess að takast á við erfið verkefni og þess vegna ættir þú að vera í essinu þínu í næstu viku. Þetta er mjög mikiivægt tímabil fyrir þig. STEINGEITIN (22/12-21/1 Á föstudag hefur einhver samband við þig, sem þú hefur ekki heyrt frá í langan tíma, og fjölskyldu- meðlimir eru þér mikill styrkur þann dag. Annars ættirðu að nota daginn til að undirbúa helgina og láttu leiðindapúka ekki eyðileggja fyrir þér ánægj- una. Þú verðurfyrireinhverjum vonbrigðum á lauga- rdag, annaðhvort með kunningja eða í tengslum við fjármál. Forðastu fals, því það kemst strax upp um þig- VATNSBERINN (22/1-19/2 Nú er tími til kominn að láta til skarar skríða og koma fólki i skilning um að þú ert ekki úr leik. Þú skalt krefjast þess að mikilvægum breytingum sé hrundið í framkvæmd, þvi þú hefur sýnt biðlund nægilega lengi og veist núna hvaða stefnu þú vilt taka í lífinu. Gerðu þér grein fyrir því, að hægt er að breyta öllu sem þú kærir þig um í vinnunni. Og hikaðu ekki við að vera með hávaða, ef nauðsyn krefur. FISKARNIR (20/2-20/3! Þetta er rétti tíminn til að ráða fram úr öllum mis- skilningi og ósætti, sérstaklega í tengslum við yfir- boðara. Mikið happatímabil gengur nú yfir í lífi þínu og því ættirðu að nýta þína einstöku sköpunargáfu til fulls. Treystu hugboðum þínum og sýndu þor, því það er ekki oft sem allt verður að gulli í höndunum á manni. 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.