Helgarpósturinn - 13.08.1987, Blaðsíða 37

Helgarpósturinn - 13.08.1987, Blaðsíða 37
„Víst er að þegar litið er yfir hóp íslenskra hagfrœðinga kemur að minnsta kosti í Ijós að þeir eru hœttir að semja leikrit eins og Indriði Einarsson.“ ,,Pað þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá þessa menn fyrir sér við stjórn til dæmis flugfélags eða banka.“ „Hagfrœðin er þess eðlis að þar greinir menn mjög gjarnan á eftir sömu línum og í pólitíkinni.“ „Fylgi fólksins við „leiðtoga“ af þessu tagi kemur glöggt í Ijós þegar það fær að greiða atkvœði i lýðrœðislegum kosningum. Þá kemur í Ijós að þrátt fyrir allar þúsundirnar, sem á bak við þessa menn eiga að standa, falla þeir hver um annan þveran.“ Vitaskuld er hér um mikla einföld- un að ræða. Samt er mikið til í þessu. Eins og aðrir fræðimenn verða hagfræðingar auðvitað fyrir áhrifum frá fræðigrein sinni. Al- gengt er að heyra hagfræðing halda því fram að hann sé hægrisinnaður vegna þess að hagfræðin hafi sýnt honum og sannað að markaðskerf- ið hafi svo mikla yfirburði framyfir áætlunarbúskapinn. Stjórnmála- skoðanir hans væru því einfaldlega rökrétt framhald af aukinni mennt- un og upplýsingu. Pólitískir and- stæðingar hans séu meira og minna fangar blekkingar eða vanþekk- ingar. HAGFRÆÐI OG PÓLITÍK En hvað með hlutleysi vísind- anna? Er hagfræðin ekki hlutlaus vísindi? Á vissan hátt er hún það auðvitað. Hins vegar er hún eins og önnur þjóðfélagsfræði háð þeim for- sendum sem gengið er út frá. Það segir ef til vill meira en mörg orð um hlutleysi þessarar fræðigreinar að hagfræðileg ágreiningsefni tengjast mjög oft pólitískum ágreiningi. Hag- fræðin er þess eðlis að þar greinir menn mjög gjarnan á eftir sömu lín- um og í pólitíkinni. í greinum eins og jarðfræði t.d. þætti það hins veg- ar einkennileg tilviljun ef fræði- menn greindi á eftir sömu línum og í pólitík. Jafnvel þótt hagfræðin færði menn til einnar og ákveðinnar nið- urstöðu í stjórnmálum segði það okkur í sjálfu sér ósköp lítið um gildi þeirrar stjórnmálaskoðunar. Slík niðurstaða segði okkur líklega mest um sjálfa hagfræðina. Varla verður til dæmis félagshyggjan skotheldari fyrir þá sök að félagsfræðingar að- hyllast hana i ríkari mæli en aðrar stjórnmálastefnur. Nei, auðvitað ekki. En ef slíkt væri ekki til vitnis um pólitísk áhrif félagsfræðinnar væri það a.m.k. til merkis um áhuga vinstrimanna á félagsfræði. „SJÁLFVIRKAR" HÆKKANIR í þjóðfélagsumræðu síðustu ára hefur hagfræðinga gætt í mjög vax- andi mæli. Vart líður sá fréttatími að einhver hagfræðingur komi ekki við sögu. Þrátt fyrir oft misjafnar áherslur þykjast glöggir menn hafá greint sterkan blæbrigðamun á framsetningu hagfræðinga ög ann- ars fólks á skoðunum. Hér er að sjálfsögðu ekki átt við þann mun sem leiðir beint af ólíku umræðu- efni, heldur þær misjöfnu aðferðir sem menn hafa til að rökstyðja skoðanir sínar. Meginmunurinn felst í því að þeg- ar hagfræðingar, jafnvel í forystu verkalýðshreyfingarinnar, rök- styðja skoðanir sínar, til dæmis í kjaramálum, þá gera þeir það sjaldnast með skírskotun til ein- hverra siðferðislegra gilda. Skoðanir reistar á tilfinningum og réttlætis- kennd virðast ekki vega þungt á vogarskálum þeirra. Hins vegar þykir alveg gráupplagt að vísa stöð- ugt til „jafnvægis" og þess „sem þjóðarbúið þolir", að ekki sé nú tal- að um allar þessar „sjálfvirku hækkanir". Og þegar hinum dæmi- gerða hagfræðingi dettur í hug að mæla með einhverri breytingu gerir hann það gjarnan með því að vísa til „heilbrigðs efnahagslífs". Þessa frasa hafa svo stjórnmálamennirnir tileinkað sér rækilega. Núverandi forsætisráðherra er gott dæmi um þennan hagfræðilega orðabanka. Stjórnmálaskoðanir hans koma mjög skemmtilega heim og saman við „heilbrigt efnahagslíf" og „heil- brigt atvinnulíf". Maður skyldi ætla að það væri mjög heilbrigður maður sem hefði svona heilbrigðar skoð- anir. SKOÐANIR í VÍSINDA- LEGT GERVI Áhrif hagfræðinnar á þjóðmála- umræðuna hafa orðið til þess að við höfum eignast marga sérfræðinga í þeirri kúnst að klæða lífsskoðanir sínar í hinn vísindalega búning hag- fræðinnar. Að öðrum hagfræðing- um ólöstuðum hefur Jónas Haralz bankastjóri leikið þetta af einna mestri íþrótt. Vísindin virðast eink- ar hliðholl þeim skoðunum sem hann hefur hverju sinni. Með hagfræðina að vopni hefur ný tegund manna verið að færa sig upp á skaftið og komist til mikilla áhrifa í þjóðfélaginu. Fyrirferðar- mestir síðustu misseri hafa verið fulltrúar „þjóðarsáttarinnar" — mennirnir sem töldu sig hafa fengið láglaunafólkið til að sætta sig við minna en 30 þúsund krónur í mán- aðarlaun. I þessum hópi eru menn á borð við Vilhjálm Egilsson, Ásmund Stefánsson, Björn Björnsson, Þórar- in V. Þórarinsson, Þröst Ólafsson, Geir Haarde og Þórð Friðjónsson. Sumir þessara hagfræðinga eiga að heita fulltrúar verkafólks, en tals- verðan viljastyrk þarf til að greina það af orðum þeirra og athöfnum. Tilviljun virðist hafa ráðið því að þeir eru nú um stundir í forsvari fyr- ir þá verst settu. Á morgun gætu þeir verið komnir í einhvern banka eða ráðuneyti, fyrirtæki eða stofnun. ÁSMUNDUR Ferill Ásmundar Stefánssonar þætti nokkuð einkennilegur í ná- grannalöndum okkar. Hann kemur til starfa hjá Alþýðusambandi ís- lands eins og hver annar sérfræð- ingur, háskólaborgari sem þarf góða vinnu. í kjölfar pólitískrar uppá- komu er hann allt í einu orðinn for- seti ASI og einn áhrifamesti „verka- lýðsleiðtoginn" í landinu — maður sem varla nokkurn tíma hefur tekið virkan þátt í störfum verkalýðsfé- lags, hvað þá verið kjörinn til ein- hvers trúnaðar af verkafólkinu sjálfu. Fylgi fólksins við „leiðtoga" af þessu tagi kemur glöggt í Ijós þeg- ar það fær að greiða atkvæði í lýð- ræðislegum kosningum. Þá kemur í ljós að þrátt fyrir allar þúsundirnar sem á bak við þessa menn eiga að standa falla þeir hver um annan þveran. Það er sitthvað að komast til áhrifa í lýðræðislegum þingkosn- ingum og ólýðræðislega upp- byggðri verkalýðshreyfingu. ÞRÖSTUR En Ásmundur er ekkert eins- dæmi. Annar hagfræðingur, Þröstur Ólafsson, er forystumaður af svip- aðri gerð. Hann hóf feril sinn sem einskonar byltingarleiðtogi ís- lenskra stúdenta en söðlaði síðan um, lagðist í fyrirtækjarekstur og komst jafnvel til þeirra áhrifa að verða einn harðasti framvörður þess opinbera í baráttunni við lág- launafólkið í BSRB. Þegar flokkur hans hrökklaðist frá völdum skipti hann bara um föt og settist inn á skrifstofu hjá Verkamannafélaginu Dagsbrún. Þar situr hann á sérút- búnum taxta og unir glaður við sitt, semur um lág laun handa verka- mönnum en há laun handa sjálfum sér. Baráttumenn á borð við þá Ásmund og Þröst eru fyrst og fremst hagfræðingar sem kunna að bjarga sér í hörðum heimi. Þeir taka að sér rekstur verkalýðshreyfingar eins og hverjir aðrir verktakar. Á morgun gætu þeir verið farnir að stjórna öðrum „rekstrareiningum". Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá þessa menn fyrir sér við stjórn til dæmis flugfélags eða banka. Reynd- ar er annar þessara hugsjónamanna þegar farinn að gera sig gildandi í banka. Það kæmi nú ekki á óvart þótt innan tíðar ættum við eftir að bíða á biðstofu hjá bankastjóranum Ásmundi Stefánssyni „fyrrum for- seta Alþýðusambands Islands". Hag- fræðin er þeirra fag og með hana í farteskinu geta þeir labbað milli hinna ólíkustu stofnana. TILFINNING OG „ÞEKKING" Þeir hagfræðingar sem stóðu að hinni svokölluðu „þjóðarsátt" eru svo sameinaðir í andanum að nærri útilokað er að merkja að þar leynist ólík lífsviðhorf. Jafnvel afstaðan til tekjuskiptingarinnar virðist mjög svipuð hjá þessum mönnum. Þetta kom mjög greinilega fram þegar Þorsteinn Pálsson þurfti að drepa þá hugmynd Kvennalistans að setja lög sem bönnuðu mánaðarlaun undir ákveðnu lágmarki, sem reyndar var mjög lágt. Til að drepa þessa hug- mynd sótti Þorsteinn tvo hagfræð- inga úr þjóðarsáttarliðinu og fékk þá til að gefa „hagfræðilegt" álit. Þeir Vilhjálmur Egilsson og Björn Björnsson létu ekki á sér standa. Þeir sendu frá sér „hagfræðilega álitsgerð" þar sem hugmynd Kvennalistans var fundið allt til for- áttu og jafnvel hafður í frammi hálf- gerður skætingur til að kveða þær í kútinn. Hagfræðingar „aðila vinnumark- aðarins" komust auðvitað að þeirri vísindalegu niðurstöðu að óraun- hæft væri að setja lög sem bönnuðu þeim að semja um laun undir 30 þúsund krónum. Þeirra fræðilega niðurstaða var að allar breytingar á launahlutföllum lytu „ákveðnum tregðulögmálum" enda væri tekju- skiptingin á íslandi í góðu samræmi við þau launahlutföll sem menn hefðu gert sér að góðu allar götur síðan í Mesópótamíu hinni fornu. Þeir klykktu út með afar táknrænni setningu: „Þetta er mikilvægt að menn hafi í huga þegar gagnrýnt er, stundum frekar af tilfinningu en þekkingu, hversu lítið hafi áunnist." Já, hvernig stendur á því að menn eru alltaí að gagnrýna af tilfinn- ingu? Auðvitað eiga menn að gagn- rýna óréttlætið af þekkingu, um- fram allt af hagfræðilegri þekkingu. FRÉTTAMENN DANSA MEÐ Þessi tæknihyggja er á góðri leið með að drepa allri alvarlegri um- ræðu á dreif. Það er ekki nóg með að stjórnmálamenn og verkalýðs- foringjar gangist upp í hinum nýja hugsunarhætti, heldur eru fjöl- miðlamenn líka farnir að gera það. Þeim finnst þeir aldrei eins snjallir og þegar þeir geta baðað sig í hag- fræðilegum hugtökum. Stundum mætti ætla að fréttir, einkum ríkisút- varps og sjónvarps, væru unnar beint upp úr Hagtölum mánaðarins. Fréttamenn þylja stöðugt upp töl- ur og meðaitöl en virðast oft lítið skynbragð bera á það líf sem er á bak við þessar sömu tölur. Á dögun- um var til dæmis mikil og löng frétt um það að laun iðnverkafólks hefðu hækkað um fleiri tugi pró- senta. Foringi iðnverkafólks mætti prúðbúinn með hvítan flibba í sjón- varpssal og ræddi hróðugur urn þennan mikla árangur. Saman ræddu þeir, foringinn og fréttamað- urinn, fram og aftur um prósentur og vísitölur en hvorugum kom til hugar að minnast einu orði á þann kjarna málsins hvernig iðnverka- fólki tækist að lifa af þeim 30 þús- undum sem hinn spariklæddi verka- lýðsforingi samdi um. Kannski hefði það verið of tilfinningalegt að minn- ast ögn á þá fátækt sem fólgin er í þessum tölum. HELGARPÓSTURINN 37

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.