Helgarpósturinn - 13.08.1987, Blaðsíða 27
Arftaki Munchs
Yfirlitssýning á verkum Frans Widerberg í Nor-
ræna húsinu.
Um þessar mundir sýnir í Nor-
rœna húsinu norskur listmálari og
grafíker, Frans Widerberg að nafni.
Widerberg er fœddur 1934 og hefur
þegar unnið sér traustan sess í
norskri list, þrátt fyrir að hann sé
trauðla nafnkunnur á íslandi. Hann
hefur verið nefndur arftaki Edvards
Munch og er þá mikið sagt.
Widerberg stundaði nám við
Handíða- og myndlistaskóla norska
ríkisins og síðar við Listaháskólann
í Bergen og Osló. Hann var fulltrúi
Noregs á Feneyjatvíæringnum árið
1978, hefur haldið fjölda einkasýn-
inga, nær árlega síðan 1963 og að
auki tekið þátt í mörgum samsýn-
ingum. Þessi sýning sem hér hefur
verið sett upp í Norræna húsinu er
sú sama og sett var upp í nokkrum
borgum í Bretlandi og er hér um
yfirlitssýningu á verkum hans að
ræða. Elstu myndirnar eru tréskurð-
armyndir frá 1962 en yngst eru mál-
verk, litógrafíur og tréskurðar-
myndir frá 1986.
Myndefni Widerbergs eru alltaf
þau sömu, segir Knut Berg, forstjóri
Þjóðlistasafnsins í Noregi, m.a. í sýn-
ingarskrá. Hestar, reiðmenn,
mannsmyndir sem hanga í lausu
Frans Widerberg
Vatn/Móðir er eitt verka Widerbergs á sýningunni í Norræna húsinu.
lofti, elskendur, höfuðskepnurnar;
jörð, eldur, vatn og loft. Berg segir
einnig í sýningarskránni að Wider-
berg tjái í myndum sínum sterkt
samband við náttúruna og stöðugt
sé um samspii lifandi veru og náttúr-
unnar að ræða, auk þess sem sam-
þætting við náttúruöflin hafi alltaf
verið það sem hann hefur gengið út
frá í list sinni.
Það sem þó einkum vekur athygli
leikmanna við verk Widerbergs er
hin sterka litanotkun hans. Bláir,
rauðir og gulir litir bera uppi allflest-
ar þeirra mynda sem eru á sýning-
unni og þeir mætast í sterkum, gróf-
um dráttum sem gefa myndum hans
sterkan tjáningarmátt.
Berg segir ennfremur í sýningar-
skrá að Widerberg sé fulltrúi hefðar,
að mörgu leyti, sem á sér sterkar
rætur í norskri listasögu og að hann
hafi haft feikileg áhrif á þróun
fígúratífrar myndlistar sem sé svo
einkennandi fyrir nýja list í Noregi.
Sýning á verkum Widerbergs stend-
ur til 30. ágúst og er opin frá 14—17
daglega.
DJASS
Söngur
og djassfjör í
eftir Vernharð Linnet
heita pottinum
Stundum standa fjölmiðlar sig
vel í djasskynningu. Það gerðist
um síðustu helgi þegar Ellen
Kristjánsdóttir söng í Heita pottin-
um í Duus-hási. Meirað segja Sjón-
varpið hafði viðtal við Ellenu í
fréttum. Vonandi veit þetta á gott
og er ekki aðeins stundarfyrir-
bæri. Það er fleira að finna hér-
lendis en popp og Sinfóníuna.
Ellen er í stöðugri framför sem
söngkona og fór á kostum í blús
sem Kristján bróðir hennar Krist-
jánsson munnhörpublásari setti
saman — rödd hennar er ekki mik-
il en smekkvísin á sínum stað og
bjargaði henni úr ógöngum í þeim
lögum sem hentuðu henni verr.
Það var gaman að hlusta á Ellenu
og vonandi á hún eftir að syngja
sem mest í Heita pottinum sem
annars staðar.
Með Ellenu var fríður flokkur
hljóðfæraleikara: Eyþór Gunnars-
son á hljómborð; Stefán S. Stefáns-
son á tenór- og sópransaxófón,
Friðrik Karlsson á gítar, Jóhann
Asmundssori á bassa og Gunn-
laugur Briem á trommur. Semsagt
gömlu góðu Ljósin í bænum. Það
þarf ekki að hafa mörg orð um
þessa pottþéttu spilara — þar var
allt á sínum stað: Friðrik í Wesham
og Stefán blés sérílagi fallega í
sópraninn.
Það var troðfullt þetta kvöld í
Heita pottinum eins og svo oft áð-
ur og stemmningin í salnum hin
besta. Það er greinilegt að klúbb-
urinn á framtíðina fyrir sér og hér
hafa íslenskir djassleikarar fengið
þann samastað er þeir þurftu. En
það þarf að hafa hann opinn oftar
þegar grunnurinn hefur verið
treystur.
Á sunnudagskvöldið næsta og
mánudags kemur góður gestur frá
Frans og þenur bandiondragspil í
Heita pottinum. Oliver Manouray
heitir hann og með honum leikur
tríó þess ágæta djasspíanista Egils
B. Hreinssonar. Forvitnileg uppá-
koma.
Áður en Heiti potturinn er yfir-
gefinn skal þess getið að í salnum
sátu saxófónfélagarnir Rúnar
Georgsson og Halldór Pálsson.
Halldór er í stuttri heimsókn en
hann býr eins og kunnugt er í Sví-
þjóð, og kominn tími til að við fá-
um að heyra að nýju í kappanum.
Eins og kom fram í grein minni
frá Norðursjávardjasshátíðinni í
Haag er Benny Carter — altósnill-
ingurinn góði — áttræður. Afmæl-
ið var sl. laugardag og trúlega
haldið með pomp og pragt. Þarna
í Haag var hann heiðraður og lék
m.a. með Niels-Henning. Ég hlust-
aði á Benny á sama stað fyrir
tveimur árum og var þá víbrafón-
leikarinn Red Norvo með honum.
Þó Red sé ári yngri var hann far-
lama við hlið Bennys — og sérílagi
háir það Red að heyrnin er næst-
um horfin. Bagalegt fyrir hljóð-
færaleikara. Menn urðu þess og
greinilega varir er hann lék í
Gamla bíói með Hinum átta stóru
haustið 1983. Þá var það gitarist-
inn Tal Farlow er leiðbeindi Red
um hvenær sóló skyldi sleginn.
Árið sem Benny Carter fæddist
lauk ferli þess manns er nefndur
hefur verið fyrsti djassleikarinn.
Þá var trompetleikarinn Buddy
Bolden lagður inn á East Louisi-
ana-ríkisspítalann. Þó var djasslíf
með miklum blóma í New Orle-
ans. Freddie Kneppard var að
stofna Olympia-bandið og King
Oliver — sem líkast til hefur bara
verið kallaður Joe þá — blés með
Melrose-lúðrasveitinni. Fate
Marable var með sveit sína á fljóta-
bátunum sem sigldu eftir Missis-
sippi. Með fljótabátunum breiddist
djassinn til hinna ýmsu bæja því
ekki voru nútímafjölmiðlar til að
breiða hann út þó það ár væri tón-
list í fyrsta sinn leikin í útvarpi.
Ragtime-píanistinn Scott Joplin
fluttist til New York og í þeirri borg
fæddist Benny Carter — en ekkert
samband var þó milli þeirra at-
burða.
Benny Carter hafði ekki aðeins
áhrif á djasssöguna með blæstri
sínum og útsetningum. Hann bjó í
þrjú ár í Evrópu og kenndi mönn-
um hvernig stórsveit skyldi
hljóma. Vann fyrir BBC í London,
Kai Ewans í Kaupmannahöfn, var
í Hollandi og Frakklandi. Eubie
Blake varð hundrað ára og það
kæmi mér ekki á óvart þó Benny
Carter ætti eftir að blása í altinn
næsta áratuginn.
Það verður enginn svikinn af
blæstrinum þeim.
STÓRBÆKUR eru fyrirbrigði
sem Mál og menning hefur gefið út
og má í þeim flokki nefna bók með
völdum verkum Þórbergs Þórðar-
sonar, sem m.a. stóð félögum í kilju-
klúbbi forlagsins til boða. Væntan-
legar eru þrjár Stórbækur á næst-
unni, eða fyrir jól. Norrœn œvintýri,
þar sem verða ævintýri þeirra H.C.
Andersen og Zachris Topelius. Bók
með verkum sænsku skáldkon-
unnar Astrid Lindgren, þar sem
verða í a.m.k. þrjár heilar skáld-
sögur, auk smásagna og styttri
kafla. Þess má og geta að þetta er
ein af afmælisbókum Máls og menn-
ingar og kemur einmitt út á áttug-
asta afmælisári þessa vinsæla
barnabókahöfundar. Reyndar má
einnig láta það fjúka með að eftir
því sem fregnir herma úr Svíaríki
hefur Lindgren lýst yfir mikilli
ánægju með bókina, enda hefur
ekki verið gefinn út annar eins
doðrantur með bókum hennar,
hvorki fyrr né annars staðar í heim-
inum. Þriðja bókin í þessum flokki
er ekki síður doðrantur, því það eru
1000 síður af verkum íslenskra
skáldkvenna. Þarna mun vera um
að ræða einar 6 skáldsögur, auk
ógrynnis smásagna, verk sem
margra hluta vegna hafa fallið í
skuggann og verið lítið lesin í gegn-
um tíðina. Umsjón með bókinni hef-
ur haft Soffía Auður Birgisdóttir
bókmenntafræðingur.
GALLERÍ BORG hefur í sum-
ar staðið fyrir sýningum í sínum
tveimur sölum sem hafa haft yfir-
skriftina nýir meistarar og gamlir.
Þegar þeirri sýningu sem prýðir
veggi gallerísins við Austurvöll lýk-
ur, sem verður þann 13. þessa mán-
aðar, tekur við sýning japönsku
listakonunnar Teako Mori. Teako er
íslendingum ekki ókunn því hún var
með einkasýningu í Listmunahús-
inu áriö 1981 en á þessari sýningu
verður hún með verk unnin í pappa.
Hún hefur sýnt víða á undangengn-
um árum, haldið f jórar einkasýning-
ar í heimalandi sínu og að auki tekið
þátt í samsýningum bæði þar og í
Frakklandi. Sýnin g Teako stendur til
22. ágúst en næst eru þau Gest-
ur og Rúna sem verða með leirverk
og leirmyndir og stendur sýning
þeirra frá 3.—15. september.
ÚTGÁFUFÉLAGIÐ Háifijóð
hefur gefið út ljóðabókina Mars eftir
Halldór Ólafsson en þetta er fyrsta
bók höfundar. Bókin hefur að
geyma úrval af ljóðum höfundar frá
því hann hóf að yrkja. Hálfljóð er út-
gáfufélag sem er nýtt af nálinni og
þessi bók Halldórs er fyrsta bókin
sem frá því kemur en væntanlega
ekki sú síðasta því félagið hyggst í
framtíðinni standa að útgáfu hvers
kyns skáldskapar.
OSCAR WILDE, írinn góð-
kunni, sem smám saman hefur orð-
ið að tákni fyrir ákveðinn lífsstíl og
viðhorf, eftir því sem tímar hafa lið-
ið frá andláti hans, verður í sviðs-
ljósinu á bókamarkaðinum á Islandi
í haust. innan tíðar er væntanleg á
vegum Máls og menningar bók
hans Myndin af Dorian Gray og að
auki er líklegt að síðar með haust-
inu komi frá forlaginu bók um Wilde
eftir Bretann Richard Ellmann sem
m.a. hefur unnið sér það til frægðar
að skrifa margar bækur um verk
annars íra, James Joyce. Bók þessi,
sem ber einfaldlega titilinn Oscar
Wilde, er ítarleg ævisaga og könnun
á skáldverkum hins sögufræga
spjátrungs og háðfugls. Að auki má
nefna að von er á seinna bindi Fá-
vitans eftir rússneska skáldjöfurinn
Fjodor Dostójefskí, í þýðingu Ingi-
bjargar Haraldsdóttur, en fyrra
bindið kom eins og kunnugt er út á
síðasta ári. Einnig má nefna að Mál
og menning hyggst gefa út bókina
Kassandra, eftir a-þýsku skáld-
konuna Christu Wolf, en hún var
einn þeirra höfunda sem stóð til að fá
hingað á bókmenntahátíðina í
september.
HELGARPÓSTURINN 27