Helgarpósturinn - 13.08.1987, Page 40

Helgarpósturinn - 13.08.1987, Page 40
safns íslands hefur nú verið aug- lýst laus til umsóknar í kjölfar frá- falls dr. Selmu Jónsdóttur sem gegnt hafði þeirri stöðu um árabil. HP hefur fregnað að myndlistar- menn vilji gjarna fá einn úr sínum röðum í starfið og áður en ljóst var að það yrði auglýst til umsóknar voru í gangi undirskriftalistar þar sem skorað var á Einar Hákonar- son, listráðunaut Kjarvalsstaða, að falast eftir stöðunni. Eftir því sem sagan segir munu myndlistarmenn telja hag safnsins vel borgið í hönd- um Einars og binda vonir við að hann geti fengið meira fé til þess, en safnið hefur búið við fjárskort á und- anförnum árum. Á fjárlögum fyrir árið 1987 voru til að mynda aðeins þrjár milljónir áætlaðar til lista- verkakaupa. Einar mun ekki vera fráhverfur hugmyndinni að sögn heimildarmanna, en ljóst er að sam- keppnin um stöðuna verður hörð. Bera Nordal, listfræðingur, lengi starfsmaður safnsins og settur for- stöðumaður sem stendur, er einn líklegra kandidata og að auki hafa heyrst raddir þess efnis að listfraeð- ingarnir Gunnar Kvaran og Aðal- steinn Ingólfsson renni til stöð- unnar hýru auga. M,„_, Jóns Baldvins Hannibalssonar á Karli Th. Birgissyni í fjármála- ráðuneytið fyrir skemmstu og þótti orðið fullmikið um pólitískar mannaráðningar krata að undan- förnu. Eins og kunnugt er hefur Stefán Benediktsson fengið starf í menntamálaráðuneytinu og Guð- mundur Einarsson orðinn hæst- ráðandi á flokkskontórnum og þeg- ar Karl kom í ráðuneytið hafði verið séð fyrir öllum BJ-krötunum, nema einum. Kolbrún Jónsdóttir hefur ekki þegið neina pólitíska aðstoð heldur rekur verslun við Laugaveg- inn algjörlega óstudd ög óháð. Al- þýðuflokknum. Heimildir innan flokksins halda því hins vegar fram, fjármálaráðherra til varnar, að alls ekki hafi verið búið að ganga frá ráðningu Karls Th. Birgissonar þeg- ar tilkynningar um hana birtust í fjölmiðlum, hvernig sem á því stendur. . . Góða helgi! Þú átt þaö skilið SS PIZZ4HISI1) Grensásvegi 10, 108 R. S:39933 s ^^^á orðrómur gengur nu fjöli- um hærra að forysta Alþýðu- bandalagsins hafi átt einhvern svo hann væri gjaldgengara leið- togaefni innan verkalýðssamtak- anna. Sem kunnugt er verður for- mannskjör í Verkamannasam- bandinu í haust og hjá ASÍ ári síðar. . . iflnginn botn er kominn í mál Karvels Pálmasonar alþingis- manns á hendur Reykjavíkurborg. Það nýjasta á þeim vettvangi er, að lögfræðingar borgarinnar hafa formlega neitað skaðabótaskyldu borgarinnar í málinu. Lögfræðingur Karvels bregst nú við með því að undirbúa stefnu sem lögð verður fram í borgardómi í byrjun septem- ber. . . þátt í því að Guðmundur J. Guð- mundsson sagði sig úr flokknum. Rökin eiga að hafa verið þau að skynsamlegra væri fyrir Guðmund að varpa frá sér flokksstimplinum að stefnir í metár í bókaút- gáfu og kennir þar venjulegra grasa sem óvenjulegra. Til stórtíðinda á bókamarkaði ætlum við að muni teljast stórbók eða sýnisbók sem Árni Ibsen leikhúsmaður og rithöf- undur hefur tekið saman og þýtt. Hún inniheldur veglegt sýnishorn af verkum írska nóbelsverðlaunahaf- ans Samuels Beckett, sem hér hef- ur verið færður upp í leikhúsi en aldrei settur á prent. Bókin inniheld- ur meðal annars nýjar þýðingar Árna á þeim frægu leikritum Beðið eftir Godot og Endatafli, þýðingar á nýrri leikritum, smásögum, prósa- brotum og Ijóðum. Það er Svart á hvítu sem gefur út. . . Eins og kunnugt er hefur Kaupfélag Berufjarðar barist í bökkum á undanförnum árum og hefur nú verið gleypt af Kaupfélagi Austur-Skaftafellssýslu. Þegar reikningar félagsins eru skoðaðir skal engan undra aö Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS, skuli hafa lýst yfir áhuga á að fækka þeim kaupfélögum sem verst standa. Árið 1986 nam velta Kaupfélags Beru- fjarðar rétt rúmlega 21 milljón króna. Hallinn á rekstrinum varð tæplega helmingi meiri, eða tæp- lega 42 milljónir króna. Bókfært verð eigna félagsins var aðeins hærra en tapið, eða um 46 milljónir króna. Bókfærða verðið gefur þó ekki rétta mynd af verðmæti eign- anna. Markaðsverð þeirra er miklu lægra, ef eitthvað fengist fyrir þær. Þegar skuldir félagsins eru skoðað- ar koma hærri tölur í ljós. Skamm- tímaskuldir félagsins námu 80 millj- ónum króna um síðustu áramót. Heildarskuldir tæplega 115 milljón- um. Það undrar sjálfsagt fáa að upp úr áramótum hætti framkvæmda- stjórinn og fljótlega fóru fleiri lykil- menn í fyrirtækinu á eftir honum. Eftir sat SÍS með kaupfélagið og af- skrifaði um 25 milljón króna skuld þess. Nú standa yfir nauðungar- samningar við aðra lánardrottna. Þeim eru boðin 30% af skuldinni. . . 40 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.