Helgarpósturinn - 21.04.1988, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 21.04.1988, Blaðsíða 7
SKOÐANAKÖNNUN SKÁÍSS OG HP Ómar Ragnarsson á skjánum. „Lýöhyllin er fallvölt, fólk er svo fljótt að gleyma andlitunum á skjánum." Omar Ragnarsson er sá sjónvarps- maöur sem lands- menn kunna best að meta. Páll Magnússon í öðru sæti. Af 51 sem hlaut tilnefningu voru 38 afRUVen 13 af Stöð tvö. AF! OMAR Ómar Ragnarsson er sá íslenskra sjónvarpsmanna sem landsmönnum finnst bera af ödrum. Þegar þátt- takendur í skodanakönnun Skáíss og HP voru bednir ad tilnefna 4 íslenska sjónvarpsmenn (karla ebakon- ur) sem þeim fannst bera afödrum slíkum lenti Ómar örugglega í efsta sœti meö 40% fleiri tilnefningar en Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar tvö, sem lenti í ööru sœti. EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON Fjöldi nafna sem hver svarenda tilnefndi var misjafn, en hámark var fjögur nöfn. Heildarfjöldi til- nefninga reyndist 1.661. Þessar til- nefningar skiptust á alls 51 sjón- varpsmann, sem telja verður all- mikla dreifingu. Þar af hlutu 26 eða helmingur færri en 10 tilnefn- ingar. Þá er að nefna að af þessum 51 sjónvarpsmanni tilheyrðu 38 Ríkissjónvarpinu en 13 Stöð tvö. ÓMAR — HVER HELDURÐU?! Ómar Ragnarsson hlaut 258 til- nefningar (15,5% heildarinnar). Vinsældir Omars verða án efa mikið til skýrðar af fádæma vin- sældum þáttarins „Hvað held- urðu?“, enda hafa þættir þessir gefið Ómari gott tækifæri til „fylgisöflunar", hann orðinn mönnum og hnútum kunnugur í öllum landshlutum. Bætti hann þar ofan á þá landsfrægð sem hann hafði áunnið sér með álíka vinsælum Stiklu-þáttum og lands- byggðarfréttum. Og ekki má gleyma því að hann hefur unnið hug og hjörtu landsmanna sem skemmtikraftur á eigin vegum, sem að vísu kemur ekki hlutverki hans sem sjónvarpsmanni við nema að litlu leyti. En vafalaust er það fjölhæfninnar vegna að Ómar þykir bera af. VINSÆLIR EN UMDEILDIR FRÉTTA- STJÓRAR í öðru sæti með 183 tilnefningar (11,0%) lenti sem fyrr segir Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar tvö. Páll er ímynd hins alvöru- gefna og jarðbundna fréttamanns og hefur ekki sýnt ráðamönnum þjóðarinnar óþarfa linkind í við- tölum. Að flestu leyti verður hann að teljast algjör andstæða Ómars. Telja verður og líklegt að fjölmarg- ir hafi nefnt þá tvo í sömu andrá og um leið undirstrikað kröfu sína um að sjónvarpsmenn séu ekki allir eins! efstur þeirra sem hafa erlendar fréttir að sérgrein. í sjöunda sæti kemur síðan loksins fyrsti kven- maðurinn, Sigrún Stefánsdóttir. Hún virðist fólki minnisstæð og lifa helst á „fornri frægð," því und- anfarið hefur hún verið lítt áber- andi í sjónvarpinu, að öðru leyti en því að halda utan um fræðslusjón- varpið nýja og hafa umsjón með hinum örstuttu þáttum um landið okkar ísland. Á eftir Sigrúnu koma síðan tveir gamalkunnir frétta- menn af Ríkissjónvarpinu, þeir Helgi H. Jónsson, sem nú leysir Ingva Hrafn af, í bili að minnsta kosti, og Ögmundur Jónasson. KVENNAÞYRPING OG HALLUR í næstu 6 sæti raða sér konur af báðum stöðvum. Þetta eru þær Edda Andrésdóttir, Valgeröur Matthíasdóttir, Arnþrúdur Karls- dóttir, Helga Gudrún Johnson, Ólína Þorvardardóttir og Sigur- ueig Jónsdóttir. Það virðast örlög þessara kvenna, svipað og flestra stjórnmálakvenna, að raðast í næstu sæti á eftir hinum „ör- uggu“! Á eftir þeim kemur Hallur Hallsson, sem undanfarið hefur helst vakið athygli sem skákfrétta- skýrandi. Það eru örlög eiganda, stöðvarstjóra og leiðarahöfundar Stöðvar tvö, Jóns Óttars Ragnars- sonar, að lenda í 17. sæti með inn- an við 2% tilnefninga. Sem getur vart talist mjög góð útkoma fyrir svo áberandi einstakling. Þá má heita athyglisvert að Bjarni Felix- son nýtur mun meiri vinsælda en helsti íþróttafréttamaðurinn á Stöð tvö, Heimir Karlsson. Fjöl- margir sjónvarpsmenn lúta í lægra haldi fyrir veðurfræðingunum Páli Bergþórssyni og Markúsi Á. Einarssyni. SKAMMAÐUR FYRIR BAKFÖLL „Maður er orðinn ýmsu vanur í gegnum árin, en samt er þetta nokkuð óvænt. Ég get náttúrulega ekki verið óánægður með þessa útkomu, en á hinn bóginn eru svona skoðanakannanir yfirleitt bara óljós visbending frekar en einhver sannleikur," sagði Ómar Ragnarsson um niðurstöðurnar. „Við sem vinnum í þessum miðl- um erum undir þá sök seldir að svona listar eru — sumir segja því miður — dálítið ráðandi. Það er verið að hugsa um auglýsendur og ýmislegt þess háttar. Og það fylgja því ýmsar hættur að vinna við svona miðil, t.d. að starfsmenn láti ævinlega berast með straumnum og freistist til að segja ailtaf það sem lýðnum fellur í geð. Ég er auð- vitað þakklátur fyrir að fá vís- bendingu um að það sé ekki tóm vitleysa sem ég er að gera, en tek þessu með fyrirvara, því ýmislegt er ekki hægt að mæla. Ég hef haft þá stefnu og stundum verið gagn- rýndur fyrir hana, að láta allt flakka og koma fram fyrir fólk eins og ég raunverulega er. Ég var á tímabili skammaður fyrir bakföll og fleira. En þegar til lengdar læt- ur held ég að það sé betra að nálg- ast áhorfanda eins og maður við mann." ANDLIT GLEYMAST FUÓTT Ómar vildi hafa alla fyrirvara á 1 þriðja sæti er kollegi Páls á Ríkissjónvarpinu, fréttastjórinn umdeildi og nú brottrekni, Ingui Hrafn Jónsson, með 129 tilnefn- ingar (7,8%). Þetta er í fyrsta sinn sem könnun sem þessi fer fram og því ekki hægt að meta, hvort há- vaðinn í kringum Ingva Hrafn vegna fjölmiðlayfirlýsinga hans hefur haft eitthvað að segja. Þó má ætla að hann njóti fremur sam- úðar en t.d. hið pólitískt skipaða útvarpsráð. Því er aldrei að vita um útkomuna ef könnunin hefði verið framkvæmd eftir uppsögn Ingva Hrafns! Að öðru leyti hefur Ingvi Hrafn að sjálfsögðu sína fag- legu kosti sem sjónvarpsmaður og hefur þótt röggsamur og ábyrgð- arfullur stjórnandi. HERMANN AÐ FRÉTTUM SLEPPTUM í fjórða sæti lendir Hermann Gunnarsson, sem nú er nýlega hættur með hina vinsælu þætti „Á tali með Hemma Gunn", en kynnir áfram júróvísjón-keppnina. Her- mann er um leið efstur þeirra sjón- varpsmanna sem ekki tilheyra fréttastofum stöðvanna. í fimmta sæti lendir Helgi Péturs- son, sem kvöld eftir kvöld birtist landsmönnum í 19:19 á Stöð tvö. Guöni Bragason er í sjötta sæti og niðurstöðunum og benti á að sum- ir lentu neðar en ella hefði orðið vegna þess að svo stæði á að þeir hefðu lítið sést á skjánum að und- anförnu. „Fólk er svo fljótt að gleyma andliti í sjónvarpi. Lýðhyll- in er fallvölt." Ómar kvaðst vera ánægður með að 8 af 10 efstu sjón- varpsmönnunum væri að finna á Ríkissjónvarpinu. „En útbreiðsla Stöðvar tvö er minni og það er margt sem spilar inn í. Áð Páll Magnússon lendir í öðru sæti kem- ur mér ekki á óvart og ég er ekki sammála því að hann sé and- hverfa mín. Páll hefur vissan persónuleika sem skín mikið í gegn — hann er alls ekki graf- alvarlegur, hefur einmitt tök á því að bregðast við augnablikinu með litlum brosum og nákvæmum at- hugasemdum. Og honum hafa far- ist umræðuþættir vel úr hendi. Sama get ég reyndar sagt um Ingva Hrafn. En dreifingin er mikil og við erum örugglega allir um- deildir! Þetta er svolítið svipað því að halda með Fram eða Val.“ BREYTA — EKKI BREYTA „Kannski er lokaniðurstaðan viss ánægja, því menn í þessu starfi verða að hafa einhverja hlið- sjón af slíkum niðurstöðum, því ef þeir ná engri horfun þá ná þeir ekki að verða að gagni. Aðalatrið- ið er eftir sem áður að menn hugsi fyrst og fremst um það sem þeir eru að framleiða, en sækist minna eftir svona hlutum, þótt menn neyðist til að gjóa aðeins augun- um á þetta,“ sagði Ómar. Hann sagði það hins vegar mjög erfitt að gera mönnum tii hæfis. Hann nefndi sem dæmi þáttinn „Hvað heldurðu", það hefðu komið fram eindregnar kröfur frá fólki um breytingar. „En ef maður er of seinn að breyta þá verður fólk gjarnan óánægt með breytingarn- ar — því hlutirnir eru fljótir að venjast. Formúlan virðist vera sú að það kemur eitthvað nýtt fram í sjónvarpi, það fær síðan misjafnar undirtektir. Ef það sem gagnrýnt er breytist ekki fljótlega venst það og má þá ekki breytast! Fólk er ótrúlega fljótt að sætta sig við hlut- ina og saknar þeirra þegar breyt- ingar eru gerðar. Loks hef ég orðið var við það persónulega, og kannski kemur það að einhverju leyti fram með þessari könnun, að fólk virðist vilja hafa ákveðna galla á fjölmiðlafólki — við meg- um ekki vera gallalaus og sem bet- ur fer er slík manneskja ekki til.“ VINSÆLUSTU SJÓNVARPSMENNIRNIR Röö Sjónvarpsmenn: Tiln. Hlutfall 1. Ómar Ragnarsson 258 15,5 2. Páll Magnússon 183 11,0 3. Ingvi Hrafn Jónsson 129 7,8 4. Hermann Gunnarsson 102 6,1 5. Helgi Pétursson 96 5,8 6. Guðni Bragason 87 5,2 7. Sigrún Stefánsdóttir 78 4,7 8. Helgi H. Jónsson 73 4,4 9. Ögmundur Jónasson 62 3,7 10. Edda Andrésdóttir 60 3.6 11. Valgerður Matthíasdóttir 53 3,2 12. Arnþrúður Karlsdóttir 46 2,8 13. Helga Guðrún Johnson 43 2,6 14. Ólína Þorvarðardóttir 39 2,3 15. Sigurveig Jónsdóttir 38 2,3 16. Hallur Hallsson 37 2,2 17. Jón Óttar Ragnarsson 32 1,9 18. Ómar Valdimarsson 26 1,6 19. Helgi E. Helgason 22 1,3 20. Bjarni Felixson 21 1,3 21. Ólafur Sigurðsson 18 1,1 22. Katrin Pálsdóttir 13 1,1 23. Ólafur Friöriksson 12 1,1 Páll Bergþórsson 12 1,1 Sigmundur Ernir Rúnarsson 12 1,1 26. Sonja B. Jónsdóttir 9 1,1 Þórir Guðmundsson 9 1,1 28. Guðjón Arngrímsson 8 1,1 Markús Á. Einarsson 8 1,1 30. Sonja Diego 7 1,1 Aðrir fengu færri atkvæði. Alls var tilnefndur 51 sjónvarpsmaður. Af þeim voru 38 starfsmenn RÚV og 13 starfsmenn Stöðvar 2. Tilnefningar voru alls 1.661. HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.