Helgarpósturinn - 21.04.1988, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 21.04.1988, Blaðsíða 20
til Bonn sem sendiráðsritari, þar sem ég dvaldi næstu þrjú árin." DIPLÓMAT MEÐ MANN OG BARN Hún segir ekki auðvelt að útskýra í stuttu máli hvað fellur undir starfs- svið hennar: „Sendiráðin sjá um hagsmunagæslu íslands og Islend- inga og geysilega mikið af þeim verkefnum sem við vinnum kemur beint frá utanríkisráðuneytinu. Einnig fáum við verkefni frá erlend- um aðilum, við aðstoðum og miðl- um upplýsingum, fylgjumst með viðskiptamálum og veitum fyrir- greiðslu. Það er óskaplega erfitt að skilgreina þetta starf, en það tengist öllu því sem varðar hagsmuni ís- lands. Eðli starfsins er það sama í öllum sendiráðunum, en auðvitað mótast starfið_ meðal annars af því hvort margir íslendingar eru í um- dæminu, hvort mikil viðskipti eru við viðkomandi land og fleira. Starf- ið í Bonn og Stokkhólmi er að því leyti ólíkt, að hvergi er eins mikið af íslendingum búsettum erlendis og í Svíþjóð, þannig að það setur auðvit- að svip sinn á starfið þar. Hins vegar hjálpar það auðvitað upp á sakirnar að við skulum hafa þessa norrænu samninga þannig að fólk þarf ekki dvalarleyfi eða atvinnuleyfi og nýt- ur mikils réttar. Auðvitað leita ís- lendingar þó til sendiráðsins varð- andi ýmis mál og líka ef þeir telja sig ekki fá þann rétt sem þeim ber.“ Berglind segir algengt að hringt sé í sendiráðið og starfsfólk þess beðið að kynna Island á fundum eða samkomum hjá félagssamtökum: „Við reynum að verða við óskum þeirra sem biðja um kynningu á ís- landi, enda getum við varla verið að gagnrýna fáfræði um landið og neit- að svona beiðnum um leið. Auðvit- að eru þó takmörk fyrir því hversu mikið við komumst yfir, enda eru sendiráðin fámenn, yfirieitt ekki nema 4—5 starfsmenn við hvert, og óendanleg verkefni sem þeim eru ætluð." Það sem fólki í öðrum sendiráð- um í Bonn fannst eftirtektarverðast við Berglindi var ekki aðeins það að hún væri gift og maðurinn kæmi með henni, heldur voru þau einnig með kornabarn meðferðis: „Þá var sonurinn Ásgeir, sem nú er að verða sjö ára, nýfæddur, og það þótti held- ur skrýtið í Þýskalandi að gift kona — og móðir að auki — væri „dipló- mat“. Það þótti að auki merkilegt að maðurinn minn skyldi fylgja mér og hætta kennslustörfum hér heima. Það þykir hins vegar aldrei skrýtið að konur fylgi mönnunum sínum! Yfirleitt er gengið út frá þeirri ímynd að þær fáu konur sem eru diplómatar — eða stjórnarerindrek- ar eins og það heitir á góðri ís- lensku! — séu ógiftar. Ef þær eru giftar, þá eiga þær að minnsta kosti að vera barnlausar! Fólki fannst að það hlyti að vera svo erfitt að vera „diplómat með barn“. Maðurinn minn, Gísli Ágúst Gunnlaugsson, var í fyrstu heima við með barnið, en eftir að sonurinn varð eldri fór hann á leikskóla ásamt því að við höfðum aðstoð heima. Gísli er sagn- fræðingur að mennt og er nú að ljúka doktorsritgerð við Uppsala- háskóla, þannig að hann hefur sinnt fræðimennskunni og verið heima á ísiandi eftir þörfum við öfiun gagna og heimilda. Hann skrifar mikið úti þannig að það má segja að það hafi verið heppilegt að hann skyldi hafa þannig menntun að hann gat nýtt sér hana og unnið við sitt starf þrátt fyrir búsetu erlendis. Ég held að al- mennt sé starf fólks í utanríkisþjón- ustunni ekki talið vinsamlegt gagn- vart fjölskyldum vegna stöðugra flutninga landa á milli. Það sem mörgum vex í augum er að öll fjöl- skyldan skuli þurfa að flytja með vissu árabili." DIPLÓMATAHJÓN HVORT I' SÍNU LAGI í framhaldi af því segir hún að það færist í vöxt hjá erlendum diplómöt- um að hjón búi hvort í sínu lagi: „Yf- irleitt eru það karlmenn sem gegna diplómatastöðum, og oft eru konur þeirra í góðum stöðum, sem þær eru ekki reiðubúnar að fórna fyrir mennina. Þær telja sig ekki eiga heimangengt eða hreinlega vilja ekki flytja milli landa, og þá Hefur það orðið úr að hjónin búa hvort í sínu lagi í einhver ár. Hins vegar hef- ur verið reynt að leysa þessi mál í að minnsta kosti tveimur Norðurland- anna á þann veg að mökum er boð- ið sex ára launalaust leyfi." Berglind segir hjónabandið ekki hafa hindrað sig í að sækja um starf hjá utanríkisráðuneytinu: „Það varð bara að koma í ljós hvernig færi!“ segir hún. „Það kom hins vegar ekki til tals að Gísli yrði eftir hér heima þegar ég fór til Bonn og mér finnst mikill stuðningur að hafa fjöl- skylduna hjá mér.“ Hvort hún haldi að í rauninni sé ekki alveg eins erfitt að vera úti- vinnandi lögfræðingur á íslandi og sendiráðsritari hvað fjölskyldunni viðvíkur svarar hún: „Jú, sjálfsagt, en það fer þó líka eftir því hversu mikið af ferðalögum tengist starf- inu. Sendiráð Islands erlendis sjá ekki aðeins um þau lönd sem þau eru staðsett í. Sendiráðið í Stokk- hólmi sér til dæmis einnig um Finn- land, Júgóslavíu og Albaníu, og það getur haft í för með sér þó nokkuð af ferðalögum. Meðan við vorum í Bonn var ég líka varafastafulltrúi hjá Evrópuráðinu síðasta árið, og þurfti þá að fara til Strasbourg í hverjum mánuði. Hins vegar ber að líta á að mörgum störfum hér heima fylgja einnig tíð ferðalög til út- landa." Berglind segir soninn Ásgeir vera mikinn íslending í sér, þrátt fyrir að hann hafi alið allan sinn unga aldur erlendis: „Hann tekur skýrt fram að hann sé fæddur á íslandi," segir hún og bætir við að hann sé í raun upp- fullur af þjóðerniskennd: „Það skerpir þjóðerniskenndina að búa erlendis!" segir hún og brosir. „Sjálf er ég mikill Islendingur." ALDREI GOLDIÐ KYNFERÐIS MÍNS Nú er sagt að þú hafir átt beina og greiða leið beint upp á toppinn í utanríkisþjónustunni, hefðirðu haldið áfram... „Það veit ég nú ekki, þótt mér hafi gengið ágætlega innan utanríkis- þjónustunnar fram til þessa. Hins vegar hef ég verið í þessu starfi í tíu ár og hafði áhuga á að breyta til. Starf innan utanríkisþjónustunnar hefur marga kosti og sjálfsagt á ég eftir að sakna starfsins." Berglind hyggst taka við nýja starfinu á sama hátt og sendiráðs- ritarastöðunni, með kornabarn, en hún á von á öðru barni sínu í sumar: „Það barn fæðist í Svíþjóð. Reyna ekki allar verðandi mæður að vinna fram á síðasta dag?“ segir hún bros- andi. Varstu vongód um að fá stöðu ráðuneytisstjórans? „Ég gerði mér enga grein fyrir því hvaða möguleika ég hefði. Hins vegar hef ég aldrei goidið kynferðis míns í neinu sem ég hef unnið við. Ég er alin upp við jafnrétti og þekki ekki annað hvað sjálfa mig varðar. Ég var í mörg ár í Kvenréttindafé- lagi íslands, og var varaformaður þess félags þegar ég fór út til Bonn, þannig að jafnréttismál hafa alltaf verið mér hugleikin. Það hefur aldrei hvarflað að mér að ég geti ekki tekið eitthvað að mér vegna þess að ég sé kona, eða þá að karl- maður geti ekki gegnt stöðu sem kvenfólk hefur sinnt. Mér fannst mjög ánægjulegt hversu margar konur sóttu um stöðu ráðuneytis- stjóra, og það sýnir að það er eitt- hvað að gerast í þessum málum hérna. Oft heyrir maður karlmenn segja að þeir séu allir af vilja gerðir að veita konum tækifæri, en vanda- málið sé bara það að þær treysti sér ekki í störfin, það þurfi alltaf að ganga á eftir þeim. Mér sýnist nú á þessum umsóknum að það þurfi aldeilis ekki — konur eru fullkom- lega reiðubúnar til að axla ábyrgð." UMFERÐARMENNING Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum. Cembonit - Cembonit - Dansk Eternit nýjar níðsterkar þakplötur úr trefjastyrktu sementi báruplöturnar sameina alla helstu kosti góðs þakefnis: * <Óci vroi r * Lét+crr * Fgna ekki * Ryöga ekki * Auöveldar T uppsetningu * AcryFdj O fol i+ctöcr r * X/iöhcjldsfrTctr QE4GICKNÍ Lágmúla 7, 108 Reykjavík S 688595 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.