Helgarpósturinn - 21.04.1988, Blaðsíða 34
Nýlega var valin sigurtillaga í samkeppni um hönnun
íbúðabyggðar í fyrsta áfanga Skúlagötuskipulags, nánar
tiltekið á Völundarlóðinni. Sigurvegarar eru arkitektarn-
ir Dagný Helgadóttir og Guðni Pálsson. Aðstoðarmenn
þeirra eru Haraldur Ö. Jónsson arkitekt og Linda Braga-
dóttir innanhússarkitekt. Þarna er um að ræða fjórtán
hús með 109 íbúðum af mismunandi stærð, allt frá litlum
tveggja herbergja íbúðum upp í fjögurra til fimm her-
bergja íbúðir á tveimur hæðum með „penthouse” á efri
hæðinni. Á neðstu hæðinni verður 780 fermetra þjón-
ustuhúsnæði sem hýst getur minni verslanir, skrifstofur
og fleira. Byrjað verður að grafa fyrir sökklum í maí og
áætlað er að fyrstu húsin standi fokheld í september. Nú
á tímum er byggt með hraði.
EFTIR FREY ÞORMÓÐSSON
Samkeppnin var lokuð keppni
þriggja aðilja sem allir fengu greitt
fyrir vinnu sína. Aðrir aðilar sam-
keppninnar voru arkitektastofa
Ingimundar Sveinssonar og
arkitektastofa Hilmars Þórs Björns-
sonar og Finns Björgvinssonar. Eng-
in verðlaun voru veitt í keppninni,
önnur en heiðurinn. Þau Guðni Páls-
son og Dagný Helgadóttir hafa áður
meðal annars unnið að heildar-
skipulagi Kvosarinnar, hinum
gamla miðbæ Reykjavíkur.
KVISTIR OG PASTELLITIR
Guðni Pálsson arkitekt: „Hönnun
húsa er mikill ábyrgðarhlutur. Hús
sem reist eru í dag munu standa í
það minnsta 100 til 150 ár. Það er
svolítið annað en áður var. Þess
vegna verður að vanda mjög vel til
verka, hönnun húsa og skipulag
hverfa skipta okkur gífurlegu máli,
þetta er það umhverfi sem við lifum
og hrærumst í alla okkar ævi."
— Er þessi fyrsti áfangi að Skúla-
götuskipulaginu vitni um framtíðar-
útlit þessa hverfis?
,,Að nokkru leyti. Þessi hús okkar
verða ekki ráðandi fyrir öll nýju
húsin við Skúlagötuna í smáatrið-
um. En það eru ákveðnar línur gefn-
ar frá skipulagshöfundum svæðis-
ins. Það var til dæmis búið að
ákveða grunnstærð húsanna fyrir-
fram, 11x11 metrar, og nokkurn
veginn hæðina líka. Síðan áttu þök-
in að vera einhalla á hæstu húsun-
um, en við breyttum þeim í mænis-
þök vegna þess að okkur þótti ein-
hallinn stinga í stúf við umhverfið.
Eins hliðruðum við stærð stöku
húsa til að fá út sterkari samhang-
andi heild. Þegar svo stórt skipulag
er á ferðinni verður að gefa ákveðn-
ar línur um útlit og stærð. Húsin
verða um það bil öll jafnhá eftir
Skúlagötunnj, með stöku uppbroti
hærri húsa. í skipulaginu er gefinn
möguleiki á því að brjóta aðeins upp
heildarlínuna og skapa þannig fjöl-
breytileika.“
— Þegar ég sé þessi hús detta mér
í hug hús aldraðra í Seljahverfi í
Breiðholti, þau bleiku.
„Við byrjuðum á því að iíta til
baka þegar við lögðum af stað með
hönnun okkar. Kvistur var til dæmis
ráðandi form á timburhúsum hér
áður fyrr, stórir kvistir sem náðu
alveg fram að húsveggnum. Við
vildum reyna að taka upp þessi
gömlu form, stóru kvistina og fíeira,
og færa í ný hús."
BARA
„DEKORATÖRAR"?
— Þið hafið valið gráan lit á þökin
og hvítan lit á alla gluggakarma hús-
anna. Síðan munu húsin verða í
mildum pastellitum. Hvað ræður
ferðinni í því?
„Til að byrja með sáum við húsin
fyrir okkur alhvít, þetta yrði mjög
fíott, eins og geimskip sem hefði
lent þarna og vildi ekki tala við um-
hverfið. En auðvitað verða húsin að
tala að einhverju leyti við umhverfi
sitt, svo við höfnuðum hvíta litnum.
Það er rík hefð að mála íslensk hús
í sterkum litum. Þegar hús eru hins
vegar orðin eins stór og hér um ræð-
ir verða litirnir að vera rólegri. Þú
gætir jú málað húsið í skærum litum
sem þættu smart í eitt ár, en svo er
það bara orðið púkó. Við vildum
leika þarna millileik og þar koma
pastellitir best til greina. Þeir gefa
fínan og mildan lit og þá er hægt að
nota til dæmis þrjá liti á húsunum,
kannski tvö og tvö í sama lit. Litirnir
vinna saman við að gefa húsunum
líflegt yfirbragð, án þess að ganga of
langt. Samræmi verður að haldast.
Ég hef helst í huga mildan ferskju-
gulan iit, mildgrænan og kannski
rauðan. Annars erum við að vinna
að litavalinu núna.“
— Hvaða skilyrði voru sett af
hálfu skipulagsins, fyrir hönnun
húsanna?
„Skipulagið setti í raun mjög fast-
ar skorður. Það var búið að ákveða
staðsetningu á hverju einasta húsi.
Það var búið að ákveða grunnflöt
húsanna, en svo var hægt að binda
þau saman á nokkuð mismunandi
vegu. Síðan var búið að ákveða
hvað húsin ættu að vera há. Þetta
var eiginlega svo rammskipulagt að
mér datt fyrst í hug hvort okkar
hlutverk væri að skreyta skipulag
borgarinnar, hvort við værum bara
„dekoratörar"? Veganestið var
mjög strangt."
— Síðan er gert ráð fyrir bíla-
geymslum undir húsunum og undir
görðunum á milli þeirra.
„Jú það eiga að koma þarna 180
stæði og þau verða svo til öll undir
steyptu þaki. Þar ofan á kemur
40—50 senitmetra jarðvegur svo
hægt verði að rækta blóm og runna
fyrir utan gras og gangstéttir."
SKEMMUR OG
HRYNJANDI HÚS
— Finnst þér Skúlagötuskipulagið
samræmast gömlu byggðinni fyrir
ofan nógu vel?
„Ég veit það ekki, ég hef verið á
báðum áttum með það hvernig
heildarmynd hverfisins verður. Tíu
hæða hús, eins og þarna verða inn-
anum, eru kannski ekki það sem
mest er af í miðbæ Reykjavíkur.
Skólavörðuholtið er að mestu þrjár
hæðir og þar af smærra, Hverfisgat-
an aðeins hærri. Þarna er ekki heil-
stæð mynd fyrir. Maður þekkir það
úr Miðjarðarhafslöndum, til dæmis
á ltalíu, að bæir enda við sjávar-
34 HELGARPÓSTURINN