Helgarpósturinn - 21.04.1988, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 21.04.1988, Blaðsíða 10
VETTVANGUR HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Helgi Már Arthursson og Ólafur Hannibalsson Blaöamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir, Freyr Þormóðsson, Friðrik Þór Guðmundsson, Jón Geir Þormar, Jónína Leósdóttir, Kristján Kristjánsson, Páll Hannesson. Prófarkir: Sigriður H. Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Jim Smart Útlit: Jón Óskar Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Dreifingarstjóri: Birgir Lárusson Sölu- og markaðsstjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Auglýsingar: Sigurrós Kristinsdóttir, Sigurður Baldursson. Áskrift: Guðrún Geirsdóttir Afgreiösla: Bryndís Hilmarsdóttir Aösetur blaösins: er í Ármúla 36, Reykjavik, sími 91-681511. Útgefandi: Goögá hf. Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Blaðaprent hf. Galdur stjórnmálanna í skoðanakönnun sem birtist í blaðinu í dag er einkum þrennt sem vekur sérstaka athygli. í fyrsta lagi himnasigl- ing Samtaka um kvennalista sem í fyrsta skipti fara upp fyrir 30 prósenta markið í skoðanakönnun Skáíss og mælast þannig stærsti flokkurinn í skoðanakönnuninni. í öðru lagi sú staðreynd, að Sjálfstæðisflokkurinn virðist frosinn fastur neðan þess sama marks og Kvennalistinn siglir svo auðveldlega yfir. Og í þriðja lagi fylgistap Al- þýðuflokksins, sem missir fylgi í samanburði við síðustu könnun Skáíss. Einn talsmanna Kvennalistans, Kristín Halldórsdóttir, skýrir fylgisaukningu Samtaka um kvennalista með þeim orðum, að kjósendur hafni spillingu og valdbeit- ingu. Við þetta má e.t.v. bæta því, að menn hafni sam- tryggingu innan hins pólitíska kerfis. Konur vilja sem kunnugl er ekkert af þeirri tryggingu vita á alþingi. Ýmislegt bendir til þess að yngri aldurshóparnir í þjóð- félaginu hafni gamla flokkakerfinu og kjósi að styðja Kvennalista, án þess að konur láti mikið á sér bera á opinberum vettvangi eða kastljós fjölmiðla beinist sér- staklega að samtökum þeirra. Því má með réttu halda því fram að mikil hugarfarsbreyting eða hljóðlát bylting standi yfir í samfélaginu. Kvennabylting. Gamla flokkakerfið á engin svör við þessum breyting- um. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðu- flokkur verða „ábyrgari" eftir því sem konur vinna á. Flokkarnir leggja í orði sífellt meiri áherslu á efnahags- mál. Að ná „tökum á verðbólgu”, að minnka fjárlaga- halla, að draga úr viðskiptahalla, að einfalda bankakerf- ið og svo framvegis. Allt eru þetta „abstrakt” markmið. Mennirnir á gólfinu verða ekki varir við árangur af ára- tuga baráttu „gömlu stjórnmálamannanna" við að ná þessum markmiðum. Ekki öðru vísi en að menn finna fyrir matarskatti, hækkandi bensínverði, vaxtaokrinu, ónýtu húsnæðislánakerfi og skringilegum uppákomum á löggjafarsamkundunni. Og eftir því fer maðurinn á gólf- inu vitaskuld. Og hefur alla tíð gert. Þessu hafa oddvitar gamla flokkakerfisins gleymt. Þeir hafa týnt niður ein- földustu göldrum stjórnmálanna. Þegar Þorsteinn Pálsson var að reyna að mynda ríkis- stjórn með Alþýðuflokki og Samtökum um kvennalista sl. sumar gekk ekki saman með flokkunum m.a. vegna þess að konur settu á oddinn kröfu um lögbindingu lág- markslauna. Framsókn kom síðan í stað kvenna og ríkis- stjórn varð til. Á þeim tíma sem liðinn er hefur Kvenna- listanum vaxið mjög fiskur um hrygg, en Alþýðuflokkur dalað verulega í vinsældum. Ráðherrar síðarnefnda flokksins hafa lagt áherslu á að hreinsa til í ríkiskerfinu, peningakerfinu og fleiri kerfum. Stefnumál og ákvarðanir flokks alþýðunnar hafa mælst vel fyrir í þrengstu hópum hagfræðinga og sérfróðra manna um efnahags- og viðskiptamál. Sumar aðgerðir þykja skynsamlegar til lengri tíma litið og alveg bráð- nauðsynlegar. En þær eru óvinsælar meðal manna á gólfinu. Þeir treysta ekki fyrirheitunum um betri framtíð. Samtök um kvennalista hafa hins vegar tileinkað sér að standa með fólki en ekki kerfunum. Og njóta fyrir bragð- ið vaxandi trausts og vinsælda. Það er kannski galdur stjórnmálanna, að laga kerfin að fólkinu en ekki fólk að kerfum. Að standa gegn spillingu og valdbeitingu, eins og Kristín Halldórsdóttir orðar það. Vinsældir Samtaka um kvennalista auka kröfurnar um að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar sýni einhvern árangur. Stjórnin á senn að baki sitt fyrsta þing, sem lýkur án þess að teljandi breytingar hafi orðið í þjóðfélaginu, ef undan eru skilin aukin skattheimta á almenning og hækkandi vextir. Vaxandi vinsældir kvenna eru sömuleiðis krafa um að þær komist í landstjórnina. Einn þáttur hins póli- tíska galdurs er að þekkja sinn vitjunartíma og gefa öðr- um tækifæri. Með eða án kosninga. 10 HELGARPÓSTURINN eminfen, /n Jradit‘on Kvinnorna i islandsk pu/foe r, and’s on . smbers of lceland's Women’s Álliance celebrate goo‘d showing in yesJíJ^^ lcelandic PM conc^d 3s feministc^%v>_ ■^áíaghfe,, 0$ Wo&' - > 1 f-rauenn—-, Des léminíSi^í^ Islande iUV de gauchf d. pou t ír-planrl hilfi b64-,J:i iG th6 r model countrv for feminist pc comnlant des ministres eiues muiiue — n uuie ue i un imu — aouies. une de compLant des ministres eiues sur une list.e PYrlucivomnn* c~ “ KT-------- Kvennalistinn Alheimsfyrirmynd Þegar kosningaúrslitin lágu fyrir síðastliðið vor og ljóst var að Kvennalistinn hafði tvöfaldað fylgi sitt fór kliður um gervalla heims- byggðina. Fjölmiðlar um allan heim skýrðu frá þessum úrslitum og með- an Kvennalistinn var inni í mynd- inni um stjórnarmyndun var ítar- lega um hann fjallað í blöðum víðs- vegar og sjónvarpsstöðvar og frétta- stofur sendu fólk út af örkinni til við- tala og fréttaskýringa á þessu ein- stæða fyrirbæri í stjórnmálum heimsins. Og hvers urðu menn vísari? Hvers vegna er íslenska kvennahreyfingin sú eina sem skotið hefur rótum og tvíeflst við framvindu tímans uns svo er komið, að hún mælist stærsta stjórnmálafylking landsins í skoð- anakönnunum? Fyrsta atriðið er hreinlega form- legs eðlis. Hlutfallskosningakerfi okkar gerir smáflokkum auðveld- ara fyrir en víða annars staðar, eink- um í engilsaxneska heiminum, sem hefur rótgróna hefð fyrir tveggja flokka kerfi. Þessi skýring nær þó ekki til ýmissa landa Evrópu, þar sem smáflokkum hefur fjölgað gíf- urlega síðustu tvo áratugi, og marg- ir þeirra byggjast á þrengra hug- mynda- og hagsmunasviði en kvennahreyfingin. Ekki er það held- ur vegna þess að konurnar hafi ekki reynt fyrir sér í þessum löndum. Ymsar tilraunir hafa verið gerðar en ekki hlotið hljómgrunn. Annað, sem vekur athygli útlend- inga, er sú gegnheila hugmynda- fræði, að karlar fá að vísu að taka þátt í umræðum og starfi, en eru ekki gjaldgengir til framboðs fyrir Kvennalistann. Þá þykir aðferða- fræðin og praktísk vinnubrögð ekki síður athyglisverð: að það skuli geta gengið snurðulaust fyrir sig, að það eru engir kjörnir leiðtogar, sem taka eigin ákvarðanir, að öll mál eru þaulrædd í mismunandi stórum hópum, og afgreidd án atkvæða- greiðslu. Einkum vekur undrun að þessi vinnubrögð skuli hafa gengið upp í reynd og árum saman í flokki, sem hefur farið ört stækkandi. Þá vekur og hrifningu sú grundvallar- regla að þingmenn skuli ekki eiga að sitja lengur en 6 ár í einu og þannig skuli komið í veg fyrir að ný valdstétt myndist innan flokksins, sem í krafti þekkingar, reynslu og ítaka verði til þess að ráða flestu í reynd. Þegar Kvennalistakonur útskýra þennan nýja stjórnstíl fyrir erlend- um fréttamönnum og af hverju þær reyni meðvitað að forðast hefð- bundnar stjórnmálaaðferðir karl- peningsins bæta þær gjarnan við, að karlar séu ekki neitt endilega óæðri verur en konur, bara öðru- visi. Og spurðar hvernig ödruvísi er svarið gjarnan á þá leið, að þeir séu yfirleitt sjálfselskir, skammsýnir, til- finningasljóir, ágjarnir, valdafíknir og niðurrifshneigðir þar sem konur séu hinsvegar gæddar einmitt and- stæðum eiginleikum vegna síns hefðbundna hlutverks að ganga með, ala af sér og ala upp börn. „Og Kvennalistinn lætur sér ekki nægja að lofsyngja móðurhlutverkið, held- ur heiðrar það sem uppsprettu flestra þeirra mannlegu dyggða, sem vert er að halda á loft.“ Eins og HP skýrði frá um daginn hafa fjölmörg erlend kvennasamtök sent fulltrúa sína í pílagrímsfarir til íslands til að kynnast Kvennalistan- um frá fyrstu hendi og fjöldi boða borist um að sækja þing og ráðstefn- ur kvennasamtaka í öllum heims- hornum. Slík boð eru þó ekki þegin, nema allur kostnaður sé greiddur, því að Kvennalistinn vill ekki steypa sér í skuldir vegna trúboðsstarfsemi erlendis. Það er hins vegar ljóst, eins og Ellen Goodman greinahöf- undur fyrir Boston Globe orðaði það í fyrirsögn á grein sl. sumar, að „ísland er ordid fyrirmyndarlandid fyrir kvennapólitík" Og Kvennalist- inn hefur líka stöðugt verið að vinna á í ímynd þjóðarinnar síðan um kosningar, og er nú sá flokkur, sem mests fylgis nýtur í skoðanakönnun- um. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að hann á sér ekkert málgagn, er frem- ur fyrirferðarlítill í fjölmiðlum, sem oftar en ekki eru honum beinlínis andsnúnir, er ekki með fyrirferðar- mikla leiðtoga, sem geta gefið yfir- lýsingar um allt milli himins og jarð- ar með einnar sekúndu fyrirvara, og hefur yfirleitt lítinn hávaða í frammi út á við. Foringjar hinna flokkanna kvarta undan því að þeir nái ekki til fylgismanna sinna með stefnumál sín og verði þannig við- skila við hina óbreyttu liðsmenn, þegar gera þarf „óvinsælar ráðstaf- anir". Kannski þeir ættu að hyggja að „grasrótarleið" kvennanna: Gefa sér tíma til að ræða öll mál í botn og koma ekki með lausnir fyrr en allir eru orðnir sammála, þannig að eng- ar atkvæðagreiðslur þurfi. Eða eru það bara konur, sem geta notað þessa pólitísku aðferð? Stríðir það gegn eðli okkar sem karlmanna? Hvað sem því líður er ljóst, að kon- urnar á vettvangi stjórnmálanna eru orðnar „ósýnilegur andstæðing- ur“, sem hefðbundin vopn bíta ekki á og gömlu flokkarnir standa ráð- þrota gegn. Ólafur Hannibalsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.