Helgarpósturinn - 21.04.1988, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 21.04.1988, Blaðsíða 30
SKOÐANAKÖNNUN SKÁÍS OG HP Steingrímur Hermannsson. Hann er enn langefstur á listanum. Á hinn bóginn styttist stööugt bilið milli hans og næsta manns. Kristín Halldórsdóttir. Flýgur úr fimmtánda sæti i hiö sjöunda. Persónufylgi hennar hefur fjórfaldast í raun. Guðrún Agnarsdóttir. Hún er í fjórða sæti og efst íslenskra stjórnmála- kvenna. Fólk vill sjá hana máta ráð- herrastól. Jóhanna Sigurðardóttir. Hún komst í annað sætið síðast, en lækkar nú flugið. En hún er samt í fimmta sæti og skákar um leið Jóni Baldvin. Þórhildur Þorleifsdóttir. Þriðji ráð- herra Kvennalistans í „skuggaráðu- neytinu". Flýgur úr 20. sæti i hið átt- unda og fimmfaldar persónufylgið. Guðrún Helgadóttir. Persónufylgi hennar fer stöðugt vaxandi á sama tíma og fylgi Ólafs Ragnars fer þverr- andi og fylgi Svavars hverfandi. Með sama áframhaldi fer hún upp fyrir Ólaf í næstu könnun. Salóme Þorkelsdóttir. Augu sjálf- stæðismanna beinast æ meir að henni. í janúar voru 14 ráðamenn Sjáifstæðisflokksins á undan henni en nú eru þeir bara fimm! Albert Guðmundsson. Fyrst hrundi Borgaraflokkurinn og nú virðist for- maðurinn ætla að fylgja í kjölfarið — lækkar úr sjötta í sæti í hið ellefta og fylgið um meira en helming. STEINGRÍMUR ÞRIGGJA KVENNA MAKI Pað er í fullu samrœmi uið „kraftaverk“ Kvennalistans að konur allra flokka gera sig œ meir gildandi á lista HP og SKAISyfir þá stjórnmálamenn sem njóta mests stuðn- ings hér á landi. Nú eru 3 þingkonur Kvennalistans á meðal 10 efstu stjórnmálamannanna og í öðrum flokk- um eru konurnar farnar að ógna hefðbundinni forystu- stöðu karla verulega. Um leið bendir flest til þess að yfir- burðafylgi Steingríms Hermannssonar sé stöðugt að dragast saman — kannski fyrst og fremst vegna þess að stuðningsmenn Kvennalistans leita nú meir í eigin smiðju í stað þess að benda umhugsunarlítið á Steingrím. EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON í skoðanakönnun SKÁÍS og HP, sem framkvæmd var um síðustu helgi, voru þátttakendur beðnir að tilefna 3 stjórnmálamenn sem þeir vildu styðja. Sem fyrr hlaut Stein- grímur Hermannsson utanríkisráð- herra langflestar tilnefningar, eða 199 af alls 1.098 tilnefningum. Á hinn bóginn er Steingrímur ekki sá yfirburðamaður sem hann var í fyrri könnunum. I janúar sl. náði fylgi Steingríms hámarki miðað við næstu menn og náði hann 140% fleiri tilnefningum en næsti maður. Þetta hlutfall er nú komið niður í 83%, sem auðvitað telst enn mikið. En hlutur hans af heildartilnefning- um hefur lækkað úr 22,6% í 18,1% og um leið má álykta að hann hafi „glatað stuðningi" fimmtungs þeirra sem tilnefndu hann í janúar. ÞRJÁR Á TOPP TÍU Skýringuna er án mikils efa að finna í tangarsókn Kvennalistans og kvenna almennt. 1 mars sýndum við fram á að um helmingur stuðnings- manna Kvennalistans tilnefndi Steingrím Hermannsson sem stjórn- málamann sem styðja mætti. í janú- ar þótti áberandi hversu Kvenna- listakonur voru lítt áberandi á listan- um, en í mars var kominn skriður á Gudrúnu Agnarsdóttur. Nú eru það hins vegar Kristín Halldórsdóttir og Þórhildur Þorteifsdóttir sem rjúka upp listann. Þessar þrjár Kvenna- listakonur eru nú komnar í hóp 10 efstu stjórnmálamanna. Þær eru nú samtals með 88% af tilnefningum Steingríms — en í janúar var hlutfall þetta aðeins 28%. Um leið koma fram áður „týndar" Kvennalista- konur. Sigrídur Dúna Kristmunds- dóttir „endurfæðist", þessi fyrrver- andi þingkona, sem að mestu hefur horfið úr hringiðu stjórnmálanna, rýkur óvænt upp í 20. sæti. Kristín Einarsdóttir hlaut ekki eina einustu tilnefningu í janúar, en stekkur nú framfyrir t.d. ráðherrann Matthías Á. Mathiesen og þingflokksfor- mennina Steingrím Sigfússon og Pál Pétursson. KÖRLUM ÝTT TIL HLIÐAR En sókn kvenna er ekki bundin við Kvennalistann, hennar sér víðar stað. 8 efstu konurnar eru nú frá 27. sæti og upp úr með 27% tilnefninga. í janúar voru 8 efstu konurnar frá 42. sæti og upp úr og það með að- eins 13,5% tilnefninga. í Alþýðu- flokki dalar Jóhanna Sigurdardóttir að vísu nokkuð frá því síðast, en þá hafði hún hlotið fylgissveiflu vegna húsnæðismálanna. En hún hefur nú í tveimur könnunum í röð skákað flokksformanni sínum, Jóni Baldvin Hannibalssyni. \ Alþýðubandalag- inu fer sól Gudrúnar Helgadóttur sí- hækkandi. Á meðan hlutur hennar af heildartilefningum hefur hækkað frá því í janúar úr 1% í tæp 2%, sem er ekki lítið, hefur hlutur flokksfor- mannsins, Olafs Ragnars Grímsson- ar, lækkað úr tæpum 3% í 2,2%. Um leið hefur sól Suauars Gestssonar lækkað hraðbyri, kominn úr sjö- unda sæti janúarmánaðar í hið fjórt- ánda, og Steingrímur Sigfússon hrapar úr 11. sæti í mars í 30,—33. sæti. í Sjálfstæðisflokki er Salóme Þorkelsdóttir farin að hljóta þó nokkrar tilnefningar. Alls 14 íhalds- karlar skákuðu henni í janúar, en nú voru þeir ekki nema 5! I Borgara- flokki er Aöalheidur Bjarnfreðsdótt- ir eini þingmaðurinn, fyrir utan Albert Guðmundsson, sem al- mennilega kemst á blað. Það er að- eins í Framsóknarflokknum sem „kvennabyltingin" sést hvergi, sem ekki kemur á óvart, því Valgerður Sverrisdóttir hefur lítið látið á sér bera í vetur. BJÓRINN HEFUR AHRIF Að frátalinni kvennasveiflunni er það Arni Gunnarsson sem er „spútnik" persónukönnunar að þessu sinni. Uppsveifla hans undir- strikar mikil áhrif þess á niðurröðun listans hvaða mál eru efst á baugi í hvert sinn og hvaða menn gera sig gildandi í umræðunni. Á föstudags- kvöldið komu þeir fram í sjónvarpi og deildu um bjór, Árni og Olafur G. Einarsson. Árni varaði þar við bjórnum og mælti með þjóðarat- kvæðagreiðslu og virðist sem fjöl- margir hafi verið sammáia Árna. Á sama tíma hrynja þeir niður listann aðalflutningsmenn bjórfrumvarps- ins, Jón Magnússon og Geir Haarde, sem áður voru „verðlaunaðir" fyrir frumvarpið. Helsta skýringin á þess- ari sveiflu er, að á laugardaginn, þegar könnunin var framkvæmd, var kominn uppgjafartónn í marga bjórsinna — flest benti þá til þess að þingið samþykkti þjóðaratkvæði og um leið yrði bjórfrumvarpið að öll- um líkindum fellt. Auk Árna er það Suerrir Her- mannsson sem af karlmönnum virðist á marktækri uppleið. Hann var einnig mikið í umræðunni vegna bjórmálsins. Þá fer vegur Eriðriks Sophussonar, iðnaðarráð- herra og varaformanns Sjálfstæðis- flokksins, vaxandi. HULDUHER Á FLÓTTA Auk bjórmannanna Jóns og Geirs virðast nokkrir aðrir þingmenn vera að lækka flugið. Ber þar fyrstan að nefna formann Borgaraflokksins, Albert Guðmundsson. Það hefur komið rækilega í ljós í skoðana- könnunum HP (og DV) að fylgi Borgaraflokksins er að hrynja. En hingað til hefur Albert haldið per- sónufylgi sínu að mestu. I janúar var hann í 6. sæti með 4,6% tilnefninga og hann sótti heldur á í mars-könn- uninni. Að þessu sinni lendir Albert í 11. sæti og í stað 4,8% fær hann nú aðeins 2% tilnefninga. Sjálfur hefur Albert engar skýringar tiltækar á þessari niðurstöðu, að öðru leyti en að vísa til þess að Borgaraflokkur- inn hafi verið útilokaður í öllum fjöl- miðlum. Aðrir fyrrum „þungavigt- armenn" lenda nú neðarlega á lista. Matthías Á. Mathiesen samgöngu- ráðherra var í 15.-16. sæti í janúar en lendir nú í 25.-29. sæti. Matthías Bjarnason var í janúar í 14. sæti, en er nú í 30.—33. sæti. Karuel Pálma- son var í janúar í 12. sæti, en er nú ekki meðal 36 efstu manna. Stuðningur við stjórnmálamenn í apríl Fylgishlutfall (%) Röð (Mars) Stjórnmálamaður (tilnefningar) Jan. Mars Apríl 01 (01) Steingrímur Hermannsson (199) 22,6 19,3 18,1 02 (03) Þorsteinn Pálsson (109) 9,4 9,9 9,9 03 (04) Halldór Ásgrímsson (91) 10,5 9,3 8,3 04 (05) Guðrún Agnarsdóttir (79) 3,7 7,8 7,2 05 (02) Jóhanna Sigurðardóttir (75) 5,0 11,2 6,8 06 (07) Jón Baldvin Hannibalsson (62) 5,4 4,3 5,6 07 (15) Kristin Halldórsdóttir (49) 1,4 1,2 4,5 08 (20) Þórhildur Þorleifsdóttir (47) 1,2 0,8 4,3 09 (12) Friðrik Sophusson (38) 1,7 1,9 3,5 10 (09) Ólafur Ragnar Grímsson (24) 2,9 2,5 2,2 11 (06) Albert Guðmundsson (22) 4,6 4,8 2,0 12 (16) Guðrún Helgadóttir (21) 1,0 1,2 1,9 13 (32) Árni Gunnarsson (19) 0,4 0,4 1,7 14 (08) Svavar Gestsson (18) 4,1 3,5 1,6 15 (13) Davíö Oddsson (17) 1,9 1,5 1,5 16 (10) Jón Sigurösson (15) 2,0 2,1 1,4 17 (17) Ólafur G. Einarsson (14) 1,0 1,0 1,3 18 (21) Birgir ísleifur Gunnarsson (10) 1,0 0,7 0,9 19 (19) Guðmundur Bjarnason (9) 1,1 0,8 0,8 20 (43) Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (9) 0,2 0,3 0,8 21 (29) Halldór Blöndal (8) 0,7 0,5 0,7 22 (27) Kjartan Jóhannsson (8) 0,5 0,6 0,7 23 (42) Salóme Þorkelsdóttir (8) 0,1 0,3 0,7 24 (45) Sverrir Hermannsson (8) 0,0 0,3 0,7 25 (30) Eiður Guðnason (7) 0,6 0,4 0,6 26 (33) Hjörleifur Guttormsson (7) 0,9 0,4 0,6 27 (36) Kristin Einarsdóttir (7) 0,0 0,4 0,6 28 (23) Matthías Á. Mathiesen (7) 1,4 0,7 0,6 29 (31) Ragnar Arnalds (7) 0,3 0,4 0,6 30 (14) Geir Haarde (6) 0,7 1,4 0,5 31 (18) Jón Magnússon (6) 0,2 0,9 0,5 32 (22) Matthías Bjarnason (6) 1,6 0,7 0,5 33 (11) Steingrímur Sigfússon (6) 0,9 2,0 0,5 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.