Helgarpósturinn - 21.04.1988, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 21.04.1988, Blaðsíða 23
Þröstur Leó sem Hamlet. Efi og aftur efi og pínan sem fylgir honum. HAMLET ER KOMINN Þetta eru án efa tvö stærstu nöfn leikbókmenntanna. Og í samfelldri bókmenntasögunni eru vafalítið engin stærri. Samt er svo undarlegt að ekkert er um þessa tvo menn vit- að. Utan það að annar skrifaði leik- Kjartan Ragnarsson leikstjóri. rit og var leikari — hinn var persóna í skáldverki sem gaf tímanum langt nef og lifði sjálfan sig af. En kannski er styrkur þessara manna einmitt fólginn í því að í raun er ekkert um þá vitað. Það verður svo þreytandi að tala og skrifa um fólk sem allir vita öll deili á. Hins vegar ekkert meira gaman en velta sér upp úr því sem hugsanlega hefði getað verið og það sem er svo skemmtilegt er að efinn læðist alltaf að manni með sælgætispoka á bakinu og á súkku- laðiskóm. Engir tveir menn hafa gengið í gegnum annað eins túlkunarflóð í aldanna rás. Á prenti og í leikhúsinu hafa menn túlkað Hamlet eftir því sem tíminn hefur blásið þeim loga í brjóst. Gert Shakespeare upp kenndir sem hann bara getur ekki hafa verið haldinn... eða. Og í leik- húsinu stígur ungur maður á sviðið og segir: Að vera eða vera ekki. Fiðringurinn eftir hryggjarsúlunni orðinn margra alda gamall og geng- ur ekki lengur. Ýmist reiður ungur maður eða sorrí svekktur sár eins og segir í textanum, allt eftir því hvar hann er staddur og hvenær hann var þar sem hann er. Hvort hann segir To be or not to be eða At være eller ikke være. Og kannski er það líka það að svarið við kóngs- morðinu er ekki til. Er ekki Hamlet klikkaður — hann sér draug sem sumir aðrir sjá ekki? Draug sem verður lykill hans að lausn á morð- gátu. Og sömuleiðis upphaf að at- burðarás sem hefur heillað allan almenning í árhundruð. Barátta ungs manns fyrir réttlætinu með hinum hörmulegu afleiðingum. Dauða og tortímingu. Endalaus upplifun fólks á þessari sögu í gegnum tíðina hefur engu svarað en vekur í sífellu upp spurn- ingar, fólk kastast á milli hláturs og gráturs, elskar og hatar persónurnar á víxl, skilur og skilur þær ekki. Sumar virðast ekki eiga sér neina réttlætingu — aðrar alla þá réttlæt- ingu sem ein manneskja getur átt. Og Hamlet, þessi tragíska hetja, sem verður í lokin að falla. Hann er vegna þess að hann gerir, vegna þess að hann tekur málið í sínar hendur og háðið verður honum vopn í baráttunni fyrir réttlætinu. Hann sigrar um leið og hann tapar. Og það er vissulega spurningin: Að vera eða vera ekki. KK Sigurður Karlsson og Guðrún Ás- mundsdottir í hlutverkum sínum. Grétar Reynisson Nei — engar sokkabuxur Þegar maður kemur inn í Iðnó um þessar mundir verður maður kannski ekki beint sleginn, rekur heldur ekki í rogastans. Maður hrekkur samt svolítið við. Hár pallur hefur brotist út úr gamla sviðinu og teygir sig frameftir öllum sal. Út úr pallinum ganga þrír stigar. Málm- stigar, eins og landgangar eða verk- smiðjustigar, tveir við enda pallsins, annar upp á svalir, hinn niður á gólf, og svo einn upp á miðjan vegg. Höf- undur sviðsmyndarinnar er Grétar Reynisson. Hvað er hann að fara? „Menn gáfu sér það strax að litla sviðið yrði of lítið. Þegar verið er að sviðsetja Hamlet langar mann að „gera eitthvað stórt". Brjóta upp rýmið og kannski búa til leikhús í leiðinni. Á endanum varð allt leik- húsið undir. Ég lít á þetta sem skúlp- túr þar sem verið er að skapa fjar- lægðir og stærð. Við leikum á öllum hæðum hússins, það eru engir vegg- ir...“ — Svart er grunntónninn, bæði í búningum og sviðsmynd. „Já, hann er nú líka fallegur, skap- ar bæði reisn og drunga. Dramatísk- ur litur. En það eru aðrir litir líka og þeir hafa einhverja sögn þegar þeir eru notaðir." — Búningarnir, þetta eru ekki þessir hefðbundnu Shakespeare- búningar. „Nei, það eru engar sokkabuxur. Enda er það fyrst og fremst samtími skáldsins. Hamlet gerist um 1000 en það er enginn í gærum þegar hann er leikinn. Við erum að reyna að skapa einhvern tímalausan sam- tíma. Festast ekki í einhverri „perí- óðu" heldur vera nær okkar tíma. Þarna er kóngur og hirð og hvað er þá nærtækara en smóking og jakka- föt, árshátíðarstemmningin. Að við- bættu ævintýrinu sem kemur alltaf inn í verk Shakespeares og hann ræður eiginlega dálítið ferðinni hvað það varðar. Það má segja að við höfum haft tvö prinsipp. Svart annars vegar og svo hins vegar eitt- hvert samtímalegt tímaleysi." KK Sigurdur Karlsson Ekki tilfinn- ingalaust illmenni Sigurður Karlsson fer með hlut- verk vonda kallsins í Hamlet. Hann er morðinginn og illfyglið sem myrðir kónginn til að samrekkja konu hans og leggja undir sig ríkið. Sigurður var spurður að því hvort persónan ætti sér einhverja réttlæt- ingu? „Það sem hann gerir er ófyrirgef- anlegt á venjulegan mælikvarða. Hins vegar sýnir hann iðrun og það er langt atriði þar sem hann engist í kvöl sinni. Kannski er það eitthvað sem höfundur hefur sett í verkið til að sýna að maðurinn er ekki tilfinn- ingalaust illmenni. En ég geng út frá því þegar ég leik menn að þeir og gjörðir þeirra eigi sér einhverja rétt- lætingu og að þeir geti réttlætt gjörðir sínar, a.m.k. fyrir sjálfum sér. Það yrði óskapnaður ef leikarinn gengi til verks eingöngu með ill- menni í huga. Leikarinn verður að standa með sinni persónu og skilja hana." — Nú er sýknt og heilagt verið að tala um hversu stórkostlegur Shake- speare er. Hvernig horfir það við leikaranum, hvað er það sem er svona stórkostlegt og öðruvísi? „Já, — ja, ég veit ekki vel hvað það er í raun og veru. Maður fær einhvern veginn miklu meira út úr þessu en öðru. Textinn á sinn þátt í því, bæði hvernig hann er í þessari makalausu þýðingu Helga Hálf- danarsonar, og svo form hans og innihald. Það er mikið sagt með honum, hann útheimtir mikla yfir- legu og umhugsun um hvað er verið að segja og hvernig á að koma því á framfæri. Þetta er vandasamur texti, vandasamari en aðrir, og ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að maður fær meira út úr því að fást við hann." — Þrjú síðustu hlutverk sem ég hef séð þig í; í Degi vonar, Föðurn- um og nú Hamlet, eru öll hlutverk vonda kallsins — kanntu skýringu á þessu? „Hm, leikstjórarnir verða eigin- lega að svara þessu, það er ekki fyr- ir mig. Hins vegar er það ákveðið mat að þetta séu allt vondir menn. Þeir eiga sér allir einhverja réttlæt- ingu þrátt fyrir gjörðir sínar. Varð- andi sjálfan mig og illmennið, ég veit það svo sannarlega ekki, ég var góða stelpan í leikriti eftir Kjartan fyrir nokkrum árum..." KK Grétar Reynisson, búninga- og sviðs- myndahönnuður. Leikféiag Reykjavíkur sýnir Hamlet eftir William Shake- speare. Leikstjori: Kjartan Ragnarsson Búningar og sviðsmynd: Grét- ar Reynisson Lýsing: Egill Örn Árnason Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson Leikarar: Þröstur Leó Gunnars- son, Sigurður Karlsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Steindór Hjör- leifsson, Valdimar Örn Flygen- ring, Jakob Þór Einarsson, Andri Örn Clausen, Eyvindur Erlendsson, Eggert Þorleifs- son, Kjartan Bjargmundsson. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.