Helgarpósturinn - 21.04.1988, Blaðsíða 39

Helgarpósturinn - 21.04.1988, Blaðsíða 39
FRETTAPOSTUR Verkfail verslunarmanna Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur fellt í atkvæðagreiðslu nýgerða kjarasamninga félagsins við atvinnurekendur. Trúnaðarráð félagsins, sem kom saman er þessi úrslit lágu ljós fyrir, ákvað að fresta verkfalli sem hef jast átti í stórmörkuðum og matvöruverslunum á fimmtudaginn síðasta en boða í þess stað til allsherjarverkfalls meðal félags- manna VR. Verkfallið kemur til framkvæmda á föstudaginn og mun hafa víðtæk áhrif. Fyrir utan það að verslanir verða lokaðar að miklu leyti lam- ast öll almenn skrifstofuvinna í borginni svo og flug til Reykjavikur og frá. Verslunarmannafélag Suðurnesja hefur einnig fellt nýgerða kjarasamn- inga með yfirgnæfandi meirihluta og heimilað stjórn og trúnaðarráði að boða til verkfalls. Fjöldi annarra verslunarmannafélaga hefur einnig fellt samningana og ihugar verkfallsboðun. Þunglega horfir um nýja samninga og fólk hefur hamstrað matvörur úr verslunum. Muna elstu verslunar- menn vart annað eins kauþæði. Bjórinn Bjórfrumvarpið var samþykkt eftir þriðju um- ræðu í neðri deild Alþingis og vísað til efri deildar. Allar breytingatillögur utan ein voru felldar. Mest spenna ríkti þegar greidd voru atkvæði um hvort efna ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og tvístruðust þar fylkingar bjórsinna og bjórand- stæðinga. Tillagan var felld með 19 atkvæðum gegn 18. Samþykkt hennar hefði getað sett málið í hnút en nú eru taldar líkur á samþykkt frumvarpsins frá Alþingi í vor. Fréttapunktar • í sakadómi Reykjavikur hefur verið kveðinn upp dómur yfir 22 ára gömlum manni sem kveikti í íbúð á Barónsstíg 25 í mai á siðasta ári. Maðurinn var dæmdur til tveggja og hálfs árs fangavistar og segir í dóminum að honum hefði átt að vera ljós sú hætta sem hann stofnaði sofandi fólki i. Sakadóm- ur hefur einnig fellt dóm í máli 39 ára gamallar konu sem stakk sambýlismann sinn i brjóst og háls með hnifi. Hún var dæmd í 4 ára fangelsi. • Bankaráð Landsbanka íslands hefur ráðið tvo aðstoðarbankastjóra til starfa. Þeir eru Jóhann Ágústsson, framkvæmdastjóri afgreiðslusviðs, og Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri mark- aðssviðs bankans. 27 umsóknir bárust þegar stöð- urnar voru auglýstar. • Borgardómur hefur dæmt veitingastaðinn Broadway til þess að greiða 26 ára gömlum manni, er slasaðist mjög alvarlega þar, 8 milljónir króna í bætur. Maðurinn datt aftur fyrir sig um handrið og féll um 3,5 metra niður í stiga. Tjón mannsins var metið á 16 milljónir en dómari skipti sök að jöfnu milli málsaðila þar eð i veitingahúsinu hafði verið fjarlægð upphækkun á handriðinu og mað- urinn þótti hafa gerst sekur um gáleysi. • Borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, tók fyrstu skóflustunguna að ráðhúsi við Tjörnina á föstudaginn. Við það tækifæri sagði hann að sjald- an eða aldrei hefði bygging hér á landi verið undir- búin eins vel. • Fyrstu þrjá mánuði ársins var 22 milljóna rekstrarafgangur af rekstri Rikisútvarpsins, 5,2 milljóna króna hagnaður af rekstri sjónvarpsins og 16,5 milljóna króna hagnaður af rekstri hljóð- varpsins. Stefnt er að hallalausum rekstri á þessu ári. • Nú eru i undirbúningi reglur um stýringu fersk- fiskafla inn á Bretlandsmarkað en mikið offram- boð og lágt verð hefur verið þar undanfarið vegna þess að íslendingar hafa mokað fiski inn á markað- inn. Reglurnar verða settar af sjávarútvegsráðu- neytinu í samráði við hagsmunaaðila i sjávarút- vegi. • Bjartsýnisverðlaun Bröstes koma í hlut rithöf- undarins Einars Más Guðmundssonar í ár. Þetta er i áttunda sinn sem verðlaunin eru veitt og nemur verðlaunaféð 180 þúsund krónum. Einar Már hef- ur sent frá sér 3 skáldsögur og 3 ljóðabækur. • Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið skipuð ráðu- neytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu frá og með 1. september. Berglind er 33 ára gömul, lögfræðingur að mennt og hefur starfað í utanríkisþjónustunni, nú síðast sem sendiráðunautur í Stokkhólmi. Hún er fyrsta konan til þess að gegna embætti ráðu- neytisstjóra hér á landi. 9 manns sóttu um stöð- una. • Milljónatjón varð þegar hús Hjólbarðasólunar Hafnarfjarðar við Drangahraun brann til kaldra kola aðfaranótt mánudags. Vatnsskortur háði slökkvistarfi verulega en lágur þrýstingur er á vatni í hverfinu. Þurfti því að flytja vatn á staðinn með tankbílum. Talið er að kviknað hafi í út frá raf- magni. • Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur sagt Ingva Hrafni Jónssyni, fréttastjóra sjónvarpsins, upp störfum. Taldi útvarpsstjóri það óhjákvæmi- legt vegna hagsmuna stofnunarinnar og segir ástæðuna vera röð atvika sem orðið hefðu á meðan Ingvi gegndi störfum fréttastjóra. • Jón H. Bergs hefur sagt starfi sinu sem forstjóri Sláturfélags Suðurlands lausu. Ástæðan mun vera ágreiningur um framtíðarstefnu. í framtíðinni eru fyrirhugaðar ýmsar áherslubreytingar í rekstri félagsins. • Gísli Ólafsson forstjóri sagði af sér sem banka- ráðsmaður í Útvegsbanka íslands á fyrsta fundi hins nýkjörna bankaráðs. Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri var kosinn formaður bankaráðsins. • Haukar úr Hafnarfirði urðu á þriðjudagskvöldið íslandsmeistarar í körfuknattleik karla er þeir sigruðu Njarðvíkinga í æsispennandi, tvifram- lengdum úrslitaleik með 92 stigum gegn 91. Þetta er í fyrsta skipti sem Hafnfirðingar vinna íslands- meistaratitilinn í körfuknattleik. EFNAGERÐIN KJÖRLAND HF. FLÓRA ninif HÖFUM OPNAÐ SÖLU- OG DREIFINGARMIÐSTÖÐ Vöruborg hf. hefur opnað sölu- og dreifingarmiðstöð að Smiðjuvegi 11 a í Kópavogi. Kappkostum að veita snögga og góða afgreiðslu ö um 220 vörutegund- um. Margar af okkar vörum eru œttaðar að norðan og mö þar nefna: Braga kaffi og fleira frö Kaffibrennslu Akureyrar hf. Flóru smjörlfki frö Smjörlfkisgerð KEA. Niðursuðuvörur frö K. Jónsson og Co. hf. Kjöt frö Kjötiðnaðarstöð KEA. Fransman kartöflur frö Kjörlandl hf. Allar vörur frö Efnagerðinni Flóru. Fiskur frö Fiskilandi. Rœkjur frd Söltunarfélagl Dalvíkur hf. Blanda frö Akva sf. Plastvörur frá Akoplast. Vonumst eftlr ánœgjulegum viðskiptum við sem flesta. VÖRUBORG - BORG f BÆNUM HELGARPÓSTURINN 39

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.