Helgarpósturinn - 21.04.1988, Blaðsíða 25
... EN ANDINN ER VEIKUR
Pars pro toto sýnir frumsaminn dans-leik í Hlaövarpanum
I gær, síðasta uetrardag, frum-
sýrtdi leikhópurinn Pars pro toto
sýningu sem samanstendur af
dansi, leik og tónlist í Hlaövarpan-
um, Vesturgötu 3 í Reykjauík.
Leikstjóri er Guðjón Pedersen og
danshöfundar eru Katrín Hall og
Lára Stefánsdóttir sem jafnframt
dansa í uerkinu ásamt stöllum sín-
um úrlslenska dansflokknum, þeim
Birgittu Heide og Sigrúnu Guð-
mundsdóttur.
Leikarar eru Ellert Ingimundar-
son og Árni Pétur Guðjónsson. Tón-
list samdi Kjartan Olafsson sérstak-
lega fyrir verkið og Ragnhildur Stef-
ánsdóttir hannaði leikmyndina.
Ágúst Pétursson sér um lýsingu.
Næstu sýningar verða í Hlaðvarp-
anum í kvöld, sumardaginn fyrsta,
klukkan tuttugu og eitt núll núll og
á sama tíma á sunnudaginn næst-
komandi. Gengið er inn frá bíla-
stæðunum vestan Hlaðvarpans, líkt
og á Pinter-einþáttunga Alþýðuleik-
hússins fyrr í vetur. Þarna er á ferð-
inni samleikur dansara og leikara
við frumsamda tónlist. En hvað svo?
Katrín Hall: ,,Við þiggjum texta-
brot að láni úr leikriti eftir Heine
Möller ásamt texta eftir Georg
Böchner og þarna er einnig saga úr
Vojtzek. Við setjum þannig ýmsa
texta 'inn í okkar sögu og tengjum
saman. Þetta verk er fyrst og fremst
spilað eftir tilfinningunni, en ekki
formum og hreyfingu eins og hefð-
bundið dansverk. Þarna eru sex
persónur á sviðinu og verkið fjallar
um þær, takmarkanir þeirra, inni-
lokun og tjáskiptaörðugleika og um
leið fjallar verkið um þrá manns eft-
ir frelsi."
— Þarna virðist ekki vera úr
miklu rými að spila fyrir dans. Þú
ert vön að dansa á stærra sviði en
þessu.
„Við unnum verkið frá upphafi
inn í þetta rými. Verkið er samið og
þróað með rýmið í huga. Þetta er
töluvert ólíkt því sem ég hef fengist
við áður. Umhverfið spilar töluvert
með í verkinu, við notfærum okkur
til dæmis súlurnar í salnum frekar
en að fela þær.“
— Sviðsmyndin, sem er mjög vel
unnin, virkar á mann eins og fjölda-
herbergi á geðsjúkrahúsi.
„Það er kannski fyrsta hugmynd-
in sem fólk fær. En við viljum ekki
einskorða okkur við svo þrönga
túlkun. Við getum alveg eins sagt að
allir séu geðbilaðir á einhvern hátt."
— Er þetta allt önnur túlkun og
tjáning en þú hefur áður fengist við?
„Þetta er meiri leikur og minni
dans. Við Lára sömdum dansana og
lögðum línurnar þannig. Við erum
með þessu verki að gera tilraun með
aðrar leiðir. Að vera dansari merkir
ekki eingöngu að geta hoppað hátt.
Verkið krefst mikillar einbeitingar
og maður þarf að gefa allt öðruvísi
frá sér en í venjulegum dansi, það er
önnur tækni sem ræður ferðinni.
Við ákváðum ekki strax hvað skyldi
vera upphafið og hvað endirinn að
verkinu, heldur höfum við leyft því
að þróast við æfingar. Þetta hefur
gert vinnuna mjög skemmtilega,
við höfum ekki útilokað neitt.“
Til fróðleiks má geta þess að nafn-
ið Pars pro toto er setning úr latínu
og merkir hluti fyrir heild, án þess
að fólk fái sér hausverk við að túlka
út frá því.
FÞ
Siðblindur sullukollur
sýningum á Don Giovanni í íslensku óperunni fer fœkkandi
Hér sést Don
Giovanni, alias
Kristinn Sigmunds-
son, stíga í vænginn
við eina af fjölmörg-
um konum sem
girnast hann.
Eins og uíst flestum er kunnugt
sýnir Islenska óperan um þessar
mundir óperu Wolfgangs Amadeus
Mozart, Don Giovanni, eða Herra
Jóhann, eins og nafn hans myndi út-
leggjast á íslensku. Nú fer sýningum
fœkkandi, enda söngvararnir marg-
ir hverjir uppteknir við annað þegar
líða fer á vor.
Kristinn Sigmundsson, sem að
öðrum ólöstuðum hefur vakið
mesta athygli í sýningunni, hefur til
að mynda verið vestur í Bandaríkj-
unum að undanförnu, nánar tiltekið
í Texas, þar sem hann syngur á svo-
kölluðum „Gala-konsert” í óperunni
í Austen. Slíkt myndi kallast hátíðar-
tónleikar upp á íslensku. Hann er
hins vegar á leiðinni til landsins og
áhugasamir óperugestir munu eiga
þess kost að sjá hann ásamt öðrum
söngvurum um næstu helgi, 23. og
24. apríl. Er ástæða til að hvetja fólk
til fararinnar, þar sem uppfærslan er
ein sú best heppnaða af sýningum
Islensku óperunnar. Árni Björns-
son, óperugagnrýnandi HP, sagði
m.a. um uppfærsluna á sínum tíma:
„Hvaða hugmyndum sem menn
leika sér að varðandi persónu Herra
Jóhanns skiptir það meginmáli að
hér hefur íslenska óperan komið
einni skemmtilegustu og marg-
slungnustu óperu allra tíma á svið
með þvílíkri útsjón, list og kunn-
andi, að hver sá sem hingað til hefur
fussað við óperum ætti nú að gera
sína fyrstu tilraun og sjá hana.“
Don Giovanni eða Don Juan eins
og hann heitir á spænsku er
persóna eigi svo prúðmannlega
þenkjandi. Sjálfumglaður sullukoll-
ur, eins og meinfýsinn óperugestur
orðaði það. í dómi sínum um verkið
sagði Árni Björnsson einnig að
hann væri siðblindur. Skeytti í engu
um afdrif annarra svo lengi sem
hann gæti otað eigin tota í hverjum
þeim tilgangi og með hverjum þeim
meðulum sem honum kæmi vel. í
sjálfselsku sinni ogsömuleiðis henn-
ar vegna hlýtur slík persóna að tor-
tímast, sem og herra Jóhann gerir.
Og kannski er hann þá eins konar
undanfari annarrar aðalpersónunn-
ar í Wall Street, bandarísku bíói sem
hér er verið að sýna. Maður sem
teygir sig svo langt að það verður að
lokum ekki aftur snúið. Hann er
orðinn sjálfs sín draumur og kemst
ekki út úr honum. Nema hvað
Mozart var ekki nógu lummó til að
láta Don Giovanni ganga fram á
sviðið og spyrja sjálfan sig: Hver er
ég? Til þess er Oliver Stone, kvik-
myndagerðarmaðurinn, nógu halló.
Enda hrynur myndin í þeim punkti.
Giovanni hefur hins vegar ekki
hrunið enn og gerir vafalítið aldrei.
Tónlist snillingsins Mozarts — sem
sjálfur hlaut þau örlög að verða goð-
saga í amerískri bíómynd hvort sem
líkaði það vel eður ei — lyftir þessari
sögu í hæstu hæðir.
KK
rÍMANNA
TÁKN
Að púsla
„Ég hata söfn, kirkjugarð list-
anna," sagði skáldið Lamartine.
Þetta var fyrir daga safnabylt-
ingarinnar sem orðið hefur á síð-
astliðnum árum. Eins og mörg
söfn sem nýlega hafa verið
byggð erlendis er Listasafn ís-
lands stórglæsileg bygging.
Af hverju eru allar nútímakirkj-
ur svo Ijótar? Og nýjar leikhús-
byggingar hrikalegar? Vel á
minnst, maður verður að flýta
sér að berja Borgarleikhúsið
augum. Bráðum verður það of
seint því bílastæði og skrifstofu-
byggingar eru að kæfa það. Af
hverju eru félagsheimili „trist",
nýjar skrifstofur litlausar en nýju
söfnin stórkostleg?
Skýringin liggur kannski í tvö-
földu hlutverki og tvífeldni nota-
gildisins. Hugmyndin er djörf og
hæpin en hér er hún samt:
Best heppnuðu byggingarnar
eru þær sem þjóna öðrum til-
gangi en þeim var upprunalega
ætlað. Og ég vil bæta við: Falleg-
astar eru þær sem voru reistar í
ákveðnum tilgangi, síðan breytt
til að þjóna öðrum tilgangi en í
raun að yfirskini til að nýtast hin-
um þriðja. Það er meira spenn-
andi að fara í Leikskemmu LR en
í Iðnó. En að fara með vinum sín-
um á veitingahús skemmunnar
er kannski enn skemmtilegra.
Merkilegustu kastalar Evrópu
voru byggðir eftir að ekki var
lengur þörf fyrir þá sem vörn eða
virki. Þótt þeir væru tákn valds-
ins voru þeir þó aðallega til þess
að sýna sig í og sjá aðra. Meðan
kirkjurnar voru félagsheimili
voru þær fallegar. Menn fóru að
byggja Ijótar kirkjur þegar þær
voru orðnar ekki annað en staö-
ur fyrir guðsþjónustur. Hvað þá
þegar menn eru hættir að trúa!
Glæsilegustu leikhús og óperu-
hús í Evrópu voru byggð á 19du
öld þegar salurinn var ekki síðri
sýning en sviðið sjálft.
Ný listasöfn, eins og t.d. Orsay
í París (áður járnbrautarstöð) og
Listasafn íslands (áður íshús),
eru fullkomin meistaraverk. List-
in hefur kannski aldrei verið jafn-
óspennandi en byggingarnar
sem hýsa hana hins vegar aldrei
jafnfrábærar. Enda eru söfnin
markmið í sjálfu sér. Maður sæk-
ir þau ekki til að skoða listaverkin
heldurtil þess aðsjá safniðsjálft.
Lyftan í Listasafninu stelur sen-
unni frá öllum öðrum verkum.
Höggmyndirnar í safninu eru
snöggtum minna athyglisverðar
en spegilmynd þeirra í marmara-
gólfinu. Stigar og svalir bjóða
manni upp á að skoða fólkið án
þess það sé áberandi.
I allan vetur var uppselt í Leik-
skemmu LR á meðan Iðnó var
meira eða minna tómt. Nýja
listasafnið er mjög vel sótt en á
sama tíma þorir maður varla að
tala íslensku í Þjóðminjasafninu
af ótta við að vekja athygli. Við
erum skrýtin: okkur leiðist svo
mikið á ferðalögum erlendis að
þar sækjum við öll möguleg söfn
en stígum aldrei fæti okkar í hér-
lend söfn.
Stemmningin er miklu af-
slappaðri í byggingum sem upp-
haflega áttu að gegna öðru hlut-
verki en þær gera. Göngulag og
stellingar manna eru öðruvísi.
Það eru kannski þeir sömu sem
fara í Leikskemmuna og Þjóð-
leikhúsið en þeir líta öðruvísi út.
Þegar ég fer í Listasafniö og horfi
á málverkin þarf ég ekkert að
þykjast vera blár, sem mérfinnst
alltaf frekar erfitt.
Ef menn vilja ekki vera í bygg-
ingum sem hannaðar eru handa
þeim þá er ekki nema um eitt að
ræða: Púsla saman upp á nýtt
öllum opinberum byggingum.
Helst án þess að vera of hag-
sýnn. Best væri að láta tilviljun-
ina ráða. Því fáránlegra því betra
að lokum.
Gerard Lemarquis
HELGARPÓSTURINN 25