Helgarpósturinn - 21.04.1988, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 21.04.1988, Blaðsíða 27
LYGARINN eftir Carlo Goldoni í Pjódleikhúsinu Þjóðleikhúsið frumsýnir að kvöldi fyrsta dags sumars, 21. apríl, gamanleikinn LYGARANN (II Bugiardo) eftir hinn ítalska meistara grínleikjanna, Carlo Goldoni, sem uppi var á átjándu öld. Leikstjóri er Rómverjinn Giovanni Pampiglione, sem á langan alþjóðlegan leikstjórnarferil að baki auk þess að hafa veitt forstöðu alþjóðamiðstöð 20. aldar leiklistarrannsókna, TheAtelier, í smáborginni Formia á Ítalíu. Leikurinn fjallar um erkilygarann og kvennabósann Lelio sem er ný- kominn til Feneyja og heillast af feg- urö tveggja ólofaðra dætra læknis- ins Balanzoni. Með ótrúlegri lyga- flækju tekst honum að leika á þær, álappalega unnusta þeirra, föður þeirra og föður sinn Pantalone. Þjónar og þernur eru hins vegar ekki eins auðblekkt. LYGARINN byggir líkt og önnur leikverk Goldonis á gamalli ítalskri leikhefð, commedia dell'arte, en elstu heimildir um hana eru frá því á 15. öld. Hún átti sinn blómatíma á sautjándu öldinni og fram á tíð Goldonis, öldina átjándu, er hún leið undir lok. Hún reis þó úr stónni eins og fuglinn, kannski mest fyrir tilstilli Goldonis. Hann deyddi hefð- ina um leið og hann gerði hana ei- lífa. Rætur cpmmedia dell’arte liggja enn aftar. Árni Ibsen segir í leikskrá frá gamanleikjasýningum á mörk- uðum miðalda og frá skyldleika við látbragðsleiki Rómverja. Margar persónur commedia dell’arte eru náskyldar gamanpersónum úr forn- grískum leikritum og sumar aug- ljóslega, segir Árni, komnar frá forngríska náttúrufræðingnum Þeófrastusi, sem var lærimeistari gamanleikskáldsins Menanders og samdi merka bók um margvísleg skapgerðareinkenni. Sjálfum detta mér í hug skemmtiatriði við hirð Eþíópíufaraóanna í Luxor á átt- undu öld fyrir krist, en þá færumst við nokkuð aftarlega á sögumer- inni. Bók Menanders um skapgerðar- einkenni. Hún hefur haft mikil áhrif og verið persónumótandi í gaman- leikjum fram á síðustu öld. Svo títt er hér rætt um skapgerð vegna þess hve commedia dell’arte byggir á persónum með ákveðin skapgerð- areinkenni, ákveðna framkomu og hlutverk sem ganga i gegnum hefð þessa leikhúss og áfram í verkum Goldonis. Commedia dell’arte merkir í raun gamanleiklist fagmanna og snerist fyrir daga Goldonis um leikspuna, orðin samin á staðnum, smíðuð ut- an um lauslega rás atburða sem persónurnar voru spyrtar við. Commedia dell’arte átti höfuðstað í Feneyjum, en breiddist þaðan út um alla Italíu og reyndar alla Evrópu, því það er eðlileg árátta farandleik- hópa að ferðast. Commedia dell’arte skildi eftir sig áhrifaslóð sem síðar skilaði sér til dæmis í verkum Moliéres og hugsanlega fífl- um Shakespeares. Leikspuni krefst vissulega hæfileika, útsjónarsemi leikaranna og náins samleiks. Spunaformið tók að þynnast út i klám og bölv og röfl þegar Goldoni kom fram á sjónarsviðið undir miðja átjándu öldina og gerðist svo ósvíf- inn að fara fram á að Commedia dell’arte-leikhópur fylgdi skrifuðum texta. Þetta þótti í fyrstu gróf móðg- un, svo gróf að Goldoni varð útlæg- ur frá Feneyjum og tók að sinna lög- fræðistörfum, eins og faðir hans hafði ætíð viljað. Hann gat ekki lifað á vanþakklæti, og sá ekki fram á að sinna Ieikritun framar. Árið 1747 kom dularfullur gestur, hár og feitur, inn á lögfræðiskrifstof- una þar sem Goldoni vann. Hann var kominn í viðskiptaerindum með fulla vasa af gulli og bauð Goldoni starf. Hann hét Cesare d'Arbes og vildi ráða Goldoni í fulla vinnu sem gamanleikjaskáld hjá Medebac-leik- hópnum í Feneyjum. Goldoni var ekki sérlega spenntur, en þegar hann frétti af velgengni leikritsins Siguröur Sigurjónsson sem Lelio lygalaupur Pantaloneson. „Afbragð annarra kvenna" (La donna di Garbo), sem hann hafði áð- ur samið og ánafnað leikhópi í Fen- eyjum, sló hann til. Ekki spillti fyrir að Cesare d’Arbes (Pantalone?) hafði fulla vasa fjár. Commedia dell’arte- leikarar höfðu löngum notað hálf- grímur í leik sínum og Goldoni vildi breyta þessu. Goldoni skrifaði eins og honum væri borgað fyrir í metra- vís, leikrit fæddust á átta daga fresti, mörg þeirra hafa nú glatast, en á meðal þeirra voru líka meistara- stykki hans eins og II servitori didue Padroni (Tveggja þjónn), L'impress- ario delle Smirne (Leikslok í Smyrnu), II Campello (Torgið), La casa nova (Nýja húsið) og II Bugiardo (Lygarinn) sem Islending- um (eða Reykvíkingum, því þeirra er Þjóðleikhúsið) býðst nú að sjá í ítalskri leikgerð. Velgengni Goldonis varð til þess að öfundarmenn hans lögðust á eitt með að koma honum á kné. Hann hraktist að lokum burt frá Feneyjum og flutti til Parísar, en Loðvík 16. Frakkakonungur hafði boðið hon- um að skrifa fyrir ítalska leikflokk- inn þar í borg. í París starfaði Gold- oni til dauðadags, kenndi kóngs- dætrum og þáði laun frá franska rík- inu þar til Bastillan féll í byltingunni 1789. Síðustu árin lifði hann í fátækt og lést átján dögum eftir aftöku kon- ungs, 6. febrúar 1793. Daginn eftir samþykkti þingið að veita honum rifleg eftirlaun, sem var vitaskuld of seint, en kona hans naut lífeyrisins meðan hún lifði. Slík rausn er ein- stök þegar um útlending er að ræða sem verið hafði í þjónustu fallins konungs í 24 ár. En um leið er þetta talandi vitnisburður um hrifningu fólks á verkum hans, sem kom póli- tískum sviptingum samtímans ekk- ert við. Verk hans voru þá þegar klassísk og einkenni commedia dell’arte höfðu öðlast nýtt gildi. Týpur commedia dell'arte héldu nöfnum sínum í leikritum Goldonis og skapgerð þeirra og einkenni einnig. Lœknirinn hefur ætíð ein- kenni lærða latínumannsins sem slær um sig með lærðum frösum og tilvitnunum sem dauðlegu fólki virka frekar rýrar að merkingu. Reyndar verður hann oft uppvís að því að fara rangt með Kaupmaður- inn Pantalone er ómissandi, mann- gerð af heldri sortinni, mikill pen- ingamaður en nískur fram í fingur- góma, með arnarnef og hlýtur því að vera gyðingur. Eðli Arlecchino fer eftir aðstæðum. Hann er ýmist slægur, einfaldur, ótrúr eða traustur, þjónn eða herra, eftir því hvað hent- ar. Hér er hann þjónn Lelios Pantal- onesonar, lygarans. Columbína er ætíð þerna, fastmótuð týpa. Hér er hún þerna læknisdætranna Rosaura og Beatrice. Þau eiga oft góðan samleik, þjónusturnar Columbína og Arlecchino. Týpurn- ar eru reyndar töluvert fleiri og breytilegri. Með aðalhlutverk í uppfærslu Þjóðleikhúss fara Bessi Bjarnason sem Balanzoni læknir, dætur hans Rosaura og Beatrice leika Guðný Ragnarsdóttir og Vilborg Halldórs- dóttir og þernu þeirra Columbínu leikur Edda Heiðrún Backman. Arnar Jónsson leikur Pantalone kaupmann, son hans og lygarann Lelio leikur Sigurður Sigurjónsson. Þjón hans, Arlecchino, leikur Þór- hallur Sigurðsson. Elskhuga Beatrice Ottavio leikur Halldór Björnsson, Florindo læknanema leikur Jóhann Sigurðarson og trún- aðarmann hans, Brighella, leikur Örn Árnason. Þýðandi Lygarans er Óskar Ingimarsson, leikmynd, bún- inga og grímur hannar Santi Migneco og tónlist er eftir Stanislaw Radwan. Leikstjóri er, sem áður sagði, Giovanni Pampligione. FÞ ÚTVARP Hvellandi bjalla Einhverntíma var svo komið að ekkert var í sameiginlegri eigu ís- lendinga nema ein bjalla lítil, sem hékk uppi á Þingvöllum og var löngu sprungin og hljómdauf orð- in, þegar hún var skorin niður og sett í bræðslu í Útlandinu til smíði fallstykkis í stríði Danakóngs við svenska. Svo kom ríkisútvarpið löngu síðar og gerðist sameiginleg menningarveita landsmanna. Gegnum það var veitt því af menn- ingu, list, afþreyingu og viti, sem var að finna í Reykjavík. Þar urðu þeir, sem til manns og mennta höfðu komist, að aga mál sitt við hæfi ómenntaðra hlustenda, skapa fræðigreinum sínum ís- lenskan búning svo að þær gætu orðið umhugsunar- og umtalsefni hvunndagsfólks við dagleg störf. Og fólk neyddist til að ræða kenn- ingar og vandamál i stjörnufræði og kjarnorkufræðum, afstæðis- kenningu og sálvísindi, sögu og heimspeki. Það neyddist líka til að hlusta á sinfóníuvæl og jassgaul og kvartaði hástöfum áratugum sam- an í lesendadálkum dagblaðanna og bað um karlakóra og lúðra- sveitir, sem flyttu eyrnavinsam- lega tónlist eins og Óxar við ána og Ég vildi að ung ég væri rós. Semsagt þjóðin öll hafði sameigin- legt umræðuefni á hverjum degi og gat skipt sér í hópa með og móti og rætt dagskrána fram og aftur. Og Helgi Hjörvar tæmdi göt- ur og tún með lestri sínum á Bör Börsson, allir héldu sig innandyra og hlustuðu af áfergju á lesturinn. En nú er öldin önnur, öld frelsisins runnin upp og maður þarf að slökkva og kveikja og skipta um bylgjulengdir og lesa dagskrár, ef ekki á að missa af einhverju áhugaverðu. Semsagt sífellt að vera að taka ákvarðanir. Ætli út- varpstækið mitt sé eitt um að ryk- falla úti í horni frelsinu til dýrðar? Ólafur Hannibalsson SJONVARP Hrafn og Ingmar í síðustu viku endursýndi Sjón- varpið viðtal Hrafns Gunnlaugs- sonar og Ingmars Bergman, sem sá fyrrnefndi tók þegar sænski snillingurinn kom til landsins með leikhóp og syndi Júlíu Strindbergs í Þjóðleikhúsinu. Var sú sýning eftirminnileg öllum sem hana sáu og rifjaðist hressilega upp undír viðtali tveggja kvikmyndagerð- armanna. Þetta var skemmtilegt viðtal. Og frábærlega vel gert hjá Hrafni Gunnlaugssyni að ná „kallinum” á þann góða skrið sem áhorfendur urðu vitni að. Sjónvarpið og dag- skrárstjórinn, Hrafn, eiga þakkir skildar fyrir að endursýna verkið. Ekki aðeins fyrir að koma því í kring og framkvæma hugmynd- ina. Viðtalið er betra en mörg þeirra viðtala sem undirritaður hefur séð við Bergman í áranna rás. Hann var opnari og einlægari en oft áður. Og auðvitað er það spyrillinn Hrafn Gunnlaugsson sem nær þessu fram. í spjallinu við Bergman kom m.a. fram að hann hvíldist vel við að horfa á Dallas og Falcon Crest, sem hann sagði að væru stórkost- legir framhaldsmyndaflokkar fyr- ir það hve lélegir þeir væru. Stór- brotnir — þeir eru svo lélegir. Skemmtilegt viðhorf og umhugs- unarvert fyrir þá ríkisafskipta- menn sem gert hafa Dallas og Falcon Crest útlæga úr sjónvarps- stöðvum á Norðurlöndum, því ekki er ólíklegt að áhorfendur sjái ástæðu til að horfa á þessa þætti með sama hugarfari og „meistar- inn”. Að þættinum loknum velti ég því fyrir mér hvort Sjónvarpið hefði mannskap til að gera meira af svona þáttum þegar tilefni gæf- ist. Hvort einhver annar en Hrafn hefði náð lngmar á þann hátt sem hann gerði. Mér fannst það ólík- legt. Hrafn Gunnlaugsson mætti gera meira af þessu sjálfur. Þetta viðtal mætti endursýna oftar. Helgi Már Arthursson TÖNLIST Hjálmar Tónlistarfélag Kristskirkju er allt- af að gera fagra hluti og þarfa. Á sunnudaginn var voru haldnir tón- leikar með verkum eftir Hjálmar Ragnarsson. Sönghópurinn Hljóm- eyki söng undir stjórn höfundarins og Marteinn H. Friðriksson lék á orgel. Á efnisskránni voru sex kór- verk og hið elsta þeirra samið 1980. Hjálmar hefur mikið starfað með kórum og er því kórmúsík nokkuð áberandi á verkalista hans. Er skemmst að minnast frábærs árang- urs Hjálmars með Háskólakórnum. Hljómeyki er frábær hópur sem hefur starfað af og til undanfarin ár. Þar er valinn maður í hverju rúmi; þetta er kammerkór, aðeins 12 söngvarar að þessu sinni. í slíkum hóp reynir bæði á einstaklinga og heild, hvort tveggja í senn. Kórinn hefur gullfallegan hljóm og sungið er tárhreint. Smekkvísi er öllum söngvurunum í blóð borin. Samstill- ing og öryggi einkenna allan flutn- ing. Þessi tónlist Hjálmars er að miklu leyti trúarlegs eðlis. Annars er erfitt að draga mörkin: hvar endar trú í HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.