Helgarpósturinn - 21.04.1988, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 21.04.1988, Blaðsíða 24
UM HELGINA Nú er sumarið að koma, sam- kvæmt almanakinu, en úti skín sólin í blekkingarleik — villir mönnum sýn og telur þeim trú um að sér fylgi þessi hiti sem íslendingar hafa alla tíð og alltaf verið sjúkir í og veikir fy r- ir. í raun og veru er nepja, kaldur gjóstur og gróöurinn löngu búinn að gefa upp alla von um að hann teygi anga sína til himins i takt við alman- akiö. Á sumardaginn fyrsta býður Stöð-2 upp á tvær kvikmyndir sem vert er að gefa gaum. Annars vegar er það myndin A Star Is Bom með þeim Kris Kristofferson og Barböru Streisand í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um skemmtara sem er á niður- leið meðan ástkona hans er á upp- leið og eins og allir vita skapar það alltaf „dilemma" í samböndum. Hin myndin sem vert er að nefna er grín- mynd og sem slik næstum geðveik- islega fyndin. Blazing Saddles eftir Mel Brooks. Eins og venjulega leitar Brooks í kvikmyndahefðina sem hann dregur síðan sundur og saman í háði, þarna eru það vestrarnir sem fá fyrir ferðina. Um leið gerir Brooks grin að því hvernig kvikmynd verður til, blekkingum kvikmyndavélarinnar og sviðsmyndanna. Stjörnumyndin er á dagskrá upp úr 10.00 en hin strax á eftir. Á sunnudaginn, um miðjan dag reyndar, er á dagskrá stöðvar- innar ein af skemmtilegri ævintýra- myndum síðari tíma, nefnilega Leit- in aö týndu örkinni (Raiders of the Lost Ark) eftirSteven Spielberg með Harrison Ford íaöalhlutverki. Sýning myndarinnar hefst tiu mínútum fyrir klukkan þrjú. Svo má að lokum minna á Leiðara Jóns Óttars Ragn- arssonar, sem verður á dagskrá á mánudagskvöldiö rétt fyrir 21.00. Ekki er enn Ijóst um hvað Jón ætlar að fjalla, vonandi verður það vit- rænna en síðast... Þá vindum við okkur yfir í hina sjónvarpsstöðina, Ríkisútvarpið sjónvarp. Þar er afskaplega fátt um fína drætti. Á sumardaginn fyrsta er reyndar athygliverður sænskur þátt- ur um persónunjósnir og hefst hann kl. 22.30. Þessi þáttur fjallar um það hvernig yfirvöld í Svíþjóð njósna um fjölda einstaklinga þar í landi, hafa gert það í mörg ár í einstaka tilfellum eftir því sem segir í kynningu á þætt- inum. Á föstudagskvöldið er loka- þáttur spurningakeppni framhalds- skólanna á dagskrá kl. 21.15 og bíó- mynd kvöldsins er hvorki meira né minna en hálfrar aldar gömul, heitir Destry skakkar ieikinn. Með aöal- hlutverkin fara heimsfrægir leikarar, James Stewart og þýska þokkagyðj- an Marlene Dietrich. Þetta er vestri og fjallar um lögreglustjóra sem er leiöur á því hvað vondu kallarnir í smábænum eru rosalega vondir og ákveður að uppræta þá með marg- hleypuna að vopni. Það kannast enginn við þennan þráð er það? Á laugardagskvöldiö er hins vegar boðiö upp á mun nýrri mynd, aðeins tveggja ára gamla, Siöasta sakra- mentið heitir hún og er sakamála- mynd. Eftir lýsingunni að dæma er hún spennandi, enda er hún bresk og þeir eru snjallir á þvi sviði. Sýning myndarinnar hefst laust fyrir hálf- tólf. Á sunnudaginn munu síðan sparkaðdáendur sitja límdir við skjá- inn þegar enska knattspyrnan er á dagskrá. Sýndur verður i beinni út- sendingu, sem hefst klukkan 14.00, úrslitaleikur um enska deildarbikar- inn. Arsenal og Luton leika. Bjarni Fel. lýsir því miður en hann stenst engan veginn ensku þulunum snún- ing enda voru það Ijótu mistökin að banna að þeir mættu lýsa leikjunum í íslensku sjónvarpi. Eins og fólk haldi athygli að hinum talaða texta þegar knattleikurinn er annars vegar. Sjónvarpinu öllu lokið. Yfir i hljóðvarpið og þá það í eigu ríkisins. Á laugardaginn er á dagskrá rásar eitt leikritiö Jekyll læknir og herra Hyde eftir Robert Louis Stev- enson í leikgerð Jill Brooke Leíkstjóri er Karl Ágúst Úlfsson en Arnar Jóns- Helgi og Sigurður sýna í nýju safni í Malmö opna eitt stœrsta einkasafn Európu, Rooseum-safniö BfÓ O farðu ekki * sæmileg ★★ góð ★★★ ágæt ★★★★! Regnboginn Síðasti keisarinn (The Last Emperor) ★★★★ Bless krakkar (Au revoir les enfants) ★★★ Hættuleg kynni (Fatal Attraction) ★★★ Brennandi hjörtu (Flamberede hjerter) ★★ Kínverska stúlkan (China Girl) ★ Bíóhöllin Spaceball ★★★ Þrír menn og bam (Three Men and a Baby) ★★ Nútímastefnumót (Can't Buy Me Love) ★ Bíóborgin Fullt tungl (Moonstruck) ★★★ Nuts ★★ Wall Street ★★ Stjörnubió Skólastjórinn (The Principal) ★ Einhver til að gæta mín (Someone To Watch Over Me) ★★ Laugarásbíó Hróp á frelsi (Cry Freedom) ★★★★ Trúfélagið (The Believers) ★★ Háskólabíó Stórborgin (The Big Town) ★ son fer með hlutverk þessa sér- kennilega karakters sem klofnar, sál- rænt séð, i tvennt. Flutningur leik- ritsins hefst kl. 16.30. Skömmu áður en leikritið hefst, rétt fyrir klukkan eitt, er rétt að stilia á rós 2 — þar er á ferðinni þátturinn Léttir kettir í umsjá Jóns Ólafssonar. Jón fer ekki troönar slóðir, hreint ekki, gluggar i heimilisfræðin, hver andsk... sem þaö er. Á sunnudaginn klukkan 13.30 er á dagskrá rásar eitt þáttur um þýska skáldið Rilke í umsjá Kristjáns Árnasonar, en hann er endurfluttur frá 1985. Og méiri bókmenntir taka síðan við klukkan 18.00 þegar Ástráður Eysteinsson sér um þátt- inn Örkina, sem fjallar um erlendar nútímabókmenntir. Eru þetta oftast nær hinir fróðlegustu þættir og bók- menntaáhugamönnum hér með á hann bent séu þeir ekki fyrir löngu orðnir kunnugir tilvist hans. Á rás 2 á sunnudaginn er þáttur sem hefst klukkan 17.00 og er í umsjá Kristjáns Sigurjónssonar. Þessi þáttur heitir Tengja, og fyrir áhugamenn um svo- lítið öðruvísi popp og aðra flytjendur en óma og hljóma hversdags er þetta kjöriö tækifæri til að víkka að- einssjóndeildarhringinn. Eitt augna- blik er rétt að hoppa yfir á Bylgjuna og benda þar á lágfreyðandi sápu- óperu Bylgjunnar. Hún er á dagskrá á miðvikudagskvöldum, endurtekin í hádeginu á þriðjudögum. Það er auðvitað Þorsteinn J. Vilhjálmsson sem hefur haft veg og vanda af gerð þessarar sápuóperu og eftir þvi sem frést hefur er þar talað öllum tung- um, eða a.m.k. nokkrum. Ekki meira útvarp. Leikhús. Það er allt vaðandi í frum- sýningum um þessar mundir. Eða eins og þaö getur verið vaðandi á ís- landi. I gærkvöldi, miðvikudags- kvöld, frumsýndi Pars pro toto dansleikverkið ...en andinn er veikur í Hlaðvarpanum. Næstu sýningar verða svo í kvöld, fimmtudagskvöld, og sunnudagskvöldið og hefjast klukkan 21.00. Kvöldið eftirfrumsýn- ir Þjóöleikhúsið á Stóra sviðinu Lyg- arann eftir Carlo Goldoni. Leikhús- inu hefur borist styrkur frá stigvéla- landinu viö uppsetninguna, því leik- stjóri og sviðsmyndarhönnuður eru ítalskir. Næstu sýningar á Lygaran- um eru á sunnudags- og þriðjudags- kvöld. Leikfélag Reykjavíkur frum- sýnir svo Hamlet á sunnudags- kvöldið í leikstjórn Kjartans Ragnars- sonar. Önnur sýning á Hamlet verð- ur á þriöjudagskvöld. Þetta er þó ekki eina frumsýningin sem veröur á sunnudagskvöldiö því á Hótef ís- landi sýnir Gríniðjan hf. gamanleik- inn N.Ó.R.D. Eða þetta er væntan- lega gamanleikur en ekki vitað hverrar geröar hann er. Næstu sýn- ingar á þessu fyrirbrigði eru á mánu- dags- og þriðjudagskvöldið og hefj- ast klukkan 21.00. Annað sem vert er að minna á í leikhúsunum er til að mynda barna- sýningarnar, annars vegar Sæta- brauðskarlinn sem sýndur er i Fé- lagsheimili Kópavogs. Á sunnudag- inn klukkan 15.00 er síðasta sýning á leikritinu. Hin barnasýningin sem er i gangi er hjá Leikfélagi Hafnarfjarð- ar, en það félag sýnir, við gríðarlegar vinsældir, Emil í Kattholti. Næstu sýningar eru á laugardag og sunnu- dag en uppselt er á þær báðar og að auki uppselt á sunnudaginn eftir viku. Hugleikur er enn að sýna Hið dularfulla hvarf á Galdra-loftinu í Hafnarstræti, sýning á þessum rammíslenska gamanleik er t.d. í kvöld, og Gránufjelagið sýnir eins og kunnugt er á Laugavegi 32b Endatafl eftir Beckett, einkar vönd- uð sýning sem full ástæða er til að vekja athygli á og hvetja fólk til að sjá. Þá er það myndlistin. Valgerður Bergsdóttir sýnir í Gallerí Svörtu á hvítu. Ásta Guðrún Eyvindardóttir er í Hafnargalleríi, en þar sem það gallerí er rekið í tengslum við versl- un, bókaverslun Snæbjarnar reynd- ar, verður hún lokuð þegar djöf... verslunarmannaverkfallið skellur á. Opnuð hins vegar aftur þegar því lýkur. Björg Þorsteinsdóttir er í Norræna húsinu. Á Kjarvalsstööum er verið að opna alls fjórar sýningar um helgina. Fyrsta skal þar fræga telja franska grafíksýningu úr hinu svokallaða Sorlier-safni. Þessi sýn- ing er hingað komin fyrir milligöngu franska sendiráðsins og þarna er stiklaö á stóru í sögu steinprentsins í franskri 20. aldar myndlist, en Sorli- er þessi fann einmitt upp tækni sem nota má við steinprent. Sýningin kemur frá frönsku safni sem heitir Musée des Sables d'olonne, en þangað gaf Sorlier myndir þær sem hann hafði eignast á ferlinum. Þarna eru til sýnis verk eftir marga heims- þekkta myndlistarmenn. Önnursýn- ing, sömuleiðis erlend, er komin hingaö frá Svíþjóð fyrir milligöngu sænska sendiráðsins og það er yfir- litssýning yfir sænskan textíl frá aldamótum til okkar tíma. Þessi sýn- ing er samtímis í Listasafni ASÍ og Glugganum á Akureyri. Hinar tvær sýningarnar sem opnaðar verða á laugardaginn á Kjarvaisstöðum eru annars vegar í Kjarvalssalnum, sam- sýning fjögurra ungra myndlistar- manna, Svanborgar Mattíasdóttur, Söru Vilbergsdóttur, Guðbjargar Jónsdóttur og Leifs Vilhelmssonar. Hins vegar er það sýning á olíumál- verkum og vatnslitamyndum eftir tékkneskan listamann, Rastislav Michal. Allar þessar sýningar standa til 8. maí. íslenska hljómsveitin heldur tón- leika í Bústaðakirkju á laugardag 23. apríl kl. 14.00. Þar veröur frumflutt tónverkið Sturla eftir Atla Heimi Sveinsson viö samnefnt frumort Ijóð Matthíasar Jóhannessen. Stjórnandi er Guömundur Emilsson. Á sumardaginn fyrsta heldur Sin- fóníuhljómsveit íslands svokallaöa fjölskyldutónleika. Þeir hefjast klukk- an 15.00. Þetta eru fjölskyldutónleik- ar í tvennum skilningi. Það er að segia efnisskráin er tiltölulega af létt- ari gerðinni og ætti því að höfða til margra. Hitt er að á tónleikunum spilar eitt stykki fjölskylda. Fimm manns í það heila, hjónin Ketill og Úrsúla Ingólfsson, bæði píanóleikar- ar, og svo dætur þeirra þrjár, Bera, Mirjam og Judith — 12,13 og 14 ára gamlar, sú yngsta leikur á hörpu, næsta á selló og elsta á fiölu. Þær hafa allar leikið á hljóðfæri frá tveggja ára aldri, stunda nám í Bandaríkjunum þar sem þæreru bú- settar. Sumardagurinn fyrsti klukkan 15.00. / lok aprí! verdur í Malmö í Sví- þjód oprtad safn sem ber nafnid Rooseum. Safnid heitir eftir eiganda þess, Fredrik Roos, en ad öllum líkindum á hann eitt stœrsta og besta einkasafn málverka í Evrópu. Forríkur náungi sem hefur byggt grídarmikid safnahás yfir verk sín. Vid opnunina verdur mikil sýning, fimm listamönnum hefur veriö út- hlutaö gríöarlegu sýningarplássi hverjum um sig. Tveir þeirra eru fs- lendingar, Helgi Þorgils Friöjónsson ogSiguröur Guömundsson. HPsló á þráöinn til Helga og spuröi hann lít- illega út í fyrirbrigöiö. „Svíar segja mér að Roos þessi eigi eitt besta einkasafn af myndlist sem til er í Evrópu. Ég veit í sjálfu sér ekki hvort það er rétt. Hann á mikið af Norðurlandalist og svo líka mikið af þessum stóru alþjóðlegu nöfnum." — Er þetta maður sem kaupir verk viðurkenndra listamanna eða veðjar hann á óþekkt nöfn? „Það er bæði og. Hann er t.d. með menn á launum við að skoða sýn- ingar um allar trissur og síðan gefa þeir honum ábendingar. Hann hef- ur hins vegar alltaf síðasta orðið sjálfur." — Hvernig stendur á veru ykkar Sigurðar á þessari opnunarsýningu? „Ég held að það sé vegna þess að honum líkar við okkar verk, a.m.k. veit ég að það er tiifellið með mín verk. Hann hefur keypt fleiri þeirra en nokkur annar og ég býst við að hann eigi líka mikið af verkum eftir Sigurð og hina þrjá sem verða á sýn- ingunni." — Er langt síðan Roos kynntist þínum verkum? „Ég eiginlega veit ekki nákvæm- lega hvenær hann sá þau fyrst, en elstu verkin sem hann á eftir mig eru frá ’82.“ — Fyrir þá sem eiga leið um Svía- ríki í sumar, hvenær verður sýning- in opnuð? „Hún verður opnuð 27. maí og mér skilst að safnið eigi aðeins að vera opið yfir sumartímann, fimm mánuði á ári, og þessi sýning verður þarna uppi í allt sumar." KK Helgi Þorgils og Sigurður Guðmundsson munu ásamt þremur öðrum Noröur landabúum sýna verk sín við formlega opnun Rooseum-safnsins í Malmö. 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.