Helgarpósturinn - 21.04.1988, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 21.04.1988, Blaðsíða 15
EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND JIM SMART 14 HELGARPÓSTURINN Suerrir Stormsker mátti velja hvort hann færi til spákonu eða léti gera stjörnukortið sitt. Hann valdi stjörnukortið. Sagðist einu sinni hafa farið til spákonu og hefði litla trú á þeim. Spákonan hefði sagt að hann ætti stóran bláan bíl. Hann átti Volkswagen- bjöllu. Gunnlaugur Gudmundsson stjörnuspekingur gerði stjörnukort og framvindukort fyrir Sverri. Peir mæltu sér mót og hugmyndin var að Gunnlaugur útskýrði kortið fyrir Sverri, enda sagði hann úti- lokað að birta úr því án útskýr- inga. Umræðurnar þróuðust hins vegar út í stórskemmtileg skoð- anaskipti um stjörnuspeki. Við leyfum ykkur að fyigjast með samræðunum: SMAMUNASAMUR, ARASARGJARN OG FEIMINN Gunnlaugur: „Þótt þú sért í meyjarmerkinu er í raun um að ræða blöndun á mörguin merkjum. Þú ert meyja, hrútur og krabbi með sterkan úranus og plútó.“ „...sem þýðir?“ spurði Sverrir. „í grunneðlinu ertu meyja, sem þýðir að þú ert mjög smámuna- samur og nákvæmur og hefur gott auga fyrir smáatriðum. Meyjan er mjög gagnrýnin, jafnt á sjálfa sig sem aðra. Hrúturinn bendir til ákveðinnar árásargirni, þ.e. þú hefur gaman af að „skjóta á“ fólk og umhverfið og krabbinn sýnir að þú ert viðkvæmur og feiminn. Þetta er sem sé blanda af smá- munasemi, árásargirni og feimni. Svo ertu úranus á sól, og úranus orkar þannig að þú hatar kerfi og reglur, vilt vera öðruvísi og frum- legur." Suerrir: Er það ekki spurning um vilja? Annaðhvort eru menn þannig eða ekki?“ Gunnlaugur: „En þú ert þannig hvort sem þú vilt eða ekki! Fólk sem er úranus vill fara eigin leiðir, það er grunnatriðið. Þú þolir til dæmis ekki hefðir. Það er hefð að hafa jólatré á jólunum, en maður sem er úranus segir: „Af hverju á maður að vera með jólatré? Ég ætla ekki að hafa jólatré, ég ætla að vera með vaskafat. Ég ætla ekki að láta setja mig inn i ákveð- ið mynstur." Suerrir: En spilar úranus í rauninni einhverja stóra rullu í mínu Iífi?“ Gunnlaugur: Já, þegar þú fæðist er hann í samstöðu við sólina. Þú ert með sól, plútó, venus og úranus í einni mynd. Það túlkast í stuttu máli svona: Þú ert í grunn- atriðum jarðbundinn {sól), smá- munasamur (meyja), uppreisnar- gjarn (úranus), hefur listrænt eðli (venus) og plútó sýnir að þú hefur mikla sjálfsgagnrýni. Það mætti því kalla þig „feiminn einfara"." SS: „En eru erfðafræðin og upp- eldisleg áhrif ekki í rauninni stærsti punkturinn og skipta miklu meira máli er stjörnurnar?" GG: „Nei, ef þú talar við fólk sem á mörg börn þá segja margir að börnin séu öll mismunandi persónuleikar strax frá upphafi. Það er upplagið. í sambandi við erfðaþáttinn þá erfir fólk oft stjörnukort, erfir merkin." SVERRIR ÓLAFSSON STORMSKER F. 6.9.1963 kl. 1.00 í Reykjavík. Lýsing Gunnlaugs Guömundssonar á Sverri. „Þrátt fyrir stríðni, gagnrýni og ögrandi stíl er Sverrir inn við beinið einlægur, hlýr og indæll persónuleiki. Hann er lýsandi dæmi um meyju, hrút og krabba. Ástæðan fyrir framkomu hans út á við er sú að hann þolir ekki hræsni og yfir- borðsmennsku, óttast það í raun, og þetta er hans aðferð til að forðast að lenda í yfirborðslegri giansveröld poppsins." Gunnlaugur Guðmundsson og Sverrir Stormsker skoða stjörnukort Sverris og skiptast á skoðunum um gildi stjörnu- spekinnar. GG: „Já já, enda veit ég núna að EKKERT AÐ MARKA SS: „Það var nú þáttur í sjónvarp- inu um daginn þar sem talað var um að venus og mars og allt þetta hefði lítið að segja." GG: „Sá sem talaði hefur ekki haft þekkingu á stjörnuspeki. Það hafa verið gerð stjörnukort eftir starfsstéttum og þau sýna fram á það að ef mars er á ákveðnum stað þá hafa menn orðið afreks- menn, til dæmis í íþróttum. íþróttamenn og viðskiptamenn eru til dæmis með mars á mið- himni, prestar, stjórnmálamenn og leikarar með júpíter á sama stað og rithöfundar og listamenn með tunglið og læknar og viðskipta- menn með satúrnus. Það eru til ákveðnar grunnforsendur á bak við þetta. Stjörnuspekin er auðvit- að ekki alsjáandi, menn hafa frjálsan vilja til að fara með. Stjörnuspekin er grunnurinn, síðan hefurðu frjálsan vilja, svo koma umhverfið og uppeldið." SS: „Ég hef nú oft verið að kíkja í hinar og þessar stjörnumerkja- bækur og maður er nú með glampann í öðru auganu meðan maður les þessar bækur. Ekkert af því sem ég hef lesið um meyjar- merkið á við mig!“ GG: „Ég held nú samt að eitthvað af því passi við þig!“ SS: „Þetta getur verið kórrétt þannig, en ég hef tilhneigingu til að líta svo á að þú hafir vitað nokkuð mikið um mig áður en þú gerðir kortið." GG: „Nei nei, málið er það að það er ekkert til sem heitir bara meyja. Það verður að taka heild- ina. Ég var búinn að koma auga á úranusinn í þér, en ekki til dæmis krabbann. Meyjan í þér er þannig að það kemur fram smámunasemi í þér. Þegar þú semur lag eða texta er ég viss um að þú getur legið yfir einni nótu eða einu orði í langan tíma áður en þú ert ánægður." SS: „Það flokka ég nú bara undir listrænan metnað sem Halldór Laxness hefur líka og hann er í nautinu." GG: „Já auðvitað er þetta rétt, en það hafa ekki allir fullkomnunar- áráttu. Meyjan hefur hana. Ef þú rennir augum yfir kortið þitt þá sérðu hér að þú er mjög einkenn- andi meyja. Þú ert jarðbundinn og krítískur, enda kemurðu að kort- inu með mjög gagnrýnu viðhorfi! Þú hefur fullkomnunarþörf og gerir miklar kröfur. Átt það til að rífa sjálfan þig niður. Síðan kemur hér venus sem sýnir áhuga á list- um, úranus — boðberi nýrrar tækni, frumlegur, uppfinninga- samur... Þessu þarftu að blanda saman. Þú vilt ekki láta setja þig á bás.“ SS: „Nei það er ekki málið. Mér finnst bara ekki liggja nógu sterkur grunnur undir stjörnuspek- inni. Til dæmis er miklu lógískara að líta á það sem svo — ef við tökum þetta frá grunni — að alveg frá því örvefir fóru að þróast hefur þetta verið að færast upp á við. Eitt Ieiðir af öðru, þetta er bara orsakasamhengi. Þess vegna vil ég líta svo á að erfðafræðin skipti meira máli, ásamt uppeldi, heldur en það hvaða stjörnur fara í kringum á fæðingartímanum. Af hverju ættu þær að hafa svona mikil áhrif á mannlegan huga?“ GG: „Stjörnurnar hafa ekki áhrif. Eitt stærsta vandamálið við að vera stjörnuspekingur er að fólk hefur fullt af teoríum um stjörnu- speki án þess að hafa kynnt sér hana. Þarna færir þú rök án þess að þú vitir hvað þú ert að tala um.“ 4000 ÁRA TRÚ Á STJÖRNUSPEKI SANNAR EKKERT! SS: „Það er alveg rétt, en þetta er bara „common sense" í fljótu bragði!" GG: „Það er löngu þekkt að þeir sem fæðast í ágúst hafa eitthvert sameiginlegt persónueinkenni. Og af hverju er það? Ég veit að vísindamenn segja að það sanni ekkert vísindalega þótt stjörnu- spekin hafi verið við lýði í 4000 ár. En af hverju er þetta svona?“ SS: „Það sannar ekkert ágæti stjörnuspekinnar þótt hún hafi verið til fyrir mörg þúsund árum því menn hafa trúað á drauga í mörg hundruð þúsund ef ekki milljón ár! En hvaða máli skiptir í hvaða merki fólk er fætt?“ GG: „Málið er það að við þekkjum hreyfilögmál pláneta, þess vegna notum við þau. Það er svo gott að fylgjast með stjörnunum. Hreyfan- leiki plánetanna hefur áhrif á sólu. Ég er ekki þeirrar skoðunar að það séu nein áhrif, heldur að það stóra endurspeglist í því litla og öfugt. Þú hefur alveg jafnmikil áhrif á pláneturnar og þær á þig.“ SS: „En þegar þetta er sett í svona stórt samhengi þá er verið að gera ráð fyrir að einhver ein skitin mannvera sé eitthvert algjört „must“ í tilverunni, sem hún er ekki. Sjáið bara þegar einhver tekur sig til og drepur mörg hundruð þúsund manns. Svo fyrir utan það að heimurinn er saman- byggður af örvitum sem skipta litlu máli.“ GG: „En þær spegla heiminn samt sem áður og það breytir stjörnu- spekinni ekki neitt. Þú segir að það sé lógískt að erfðir hafi áhrif. Er ekki líka lógískt að það skipti máli á hvaða árstíma maður er fæddur? Heldurðu að fyrsta skynj- un barns hvort það er vetur eða sumar hafi ekki áhrif á persónu- leika þess?“ SS: „Ég held það skipti engu máli hvort maður er fæddur í myrkri eða sól. Það getur verið slökkt í herberginu svo það skiptir litlu máli hvort það er sól úti eða ekki." GG: „Fyrir mér ertu einmitt núna að sýna fram á meyjareðlið. Þú pikkar út ýmis rök og gagnrýnir. Þetta sýnir að þú ert úranus og plútó. Þú hefur gaman af að rífa niður..." SS: „Nei alls ekki. Ég mundi segja að ég væri mjög uppbyggingar- sinnaður!" ÞÚ ERT SVO MIKIL MEYJA! GG:....þú hefur gaman af að rífa niður en getur líka verið já- kvæður. Þú ert flókinn persónu- leiki. Úranús hefur líka alltaf gaman af að hafa rétt fyrir sér". SS: „Það hafa allir. Þú hefur líka gaman af að hafa rétt fyrir þér!“ ég hef rétt fyrir mér! Eg er bara að reyna að sýna þér fram á það. En þú ert svo mikil meyja, jarð- bundinn í eðli þínu, að þú þarft að fá áþreifanlega sönnun. Hlustaðu nú: „...sjálfsupptekinn og frekur og átt erfitt með að hlusta á skoðanir annarra"." SS: „Nei, þetta er sko ekki rétt. Ég væri ekki að ræða við þig ef ég vildi ekki hlusta á skoðanir annarra, þótt ég sé ekki endilega sammála! Ég held að persóna hvers manns sé alltof margbrotin og flókin, að ómögulegt sé að setja hana undir áhrif stjarna í milljón kílómetra fjarlægð. Það þarf svo lítið til að setja eina manneskju út af laginu og þá skiptir engu máli hvort hún er meyja, bogmaður eða naut.“ GG: „Stjörnuspekin er í raun nátt- úrutæki sem þú getur notað til að finna náttúrulegan rytma þinn og komast nær sjálfum þér, ef upp- eldið eða umhverfið hafa ýtt þér í burt frá sjálfum þér." SS: „Ég trúi ekki að það sé hægt að leggja plagg fyrir sæmilega margbrotna manneskju og benda henni á leiðir til að ná sambandi við sjálfa sig.“ GG: „Jú ég geri það. Ég vinn við það.“ SS: „Það hlýtur þá að vera mjög erfið vinna! Er það ekki bara fólk sem efast um eigin getu, finnur sig vanmáttugt? Það er eins og fólk sé að reyna að þefa uppi hæfileika sem ekki eru fyrir hendi?" GG: „Alls ekki. Sumir kannski en fæstir. Fólk getur fundið hjá sér löngun til að gera eitthvað en fær enga hvatningu frá fjölskyldu. Það er mannlegt eðli að leita staðfest- ingar á einhverjum hæfileikum ef fólk er óöruggt. Þú ert svolítið öfgafullur." SS: „Nei, alls ekki. Það er skóla- bókardæmi um sjálfan mig að vilja fara aðra leið en fjölskyldan hefði kosið. Hins vegar þurfti ég hvorki að leita til sálfræðings né stjörnu- spekings!“ GG: „Þú ert úranus, mjög frekur og gast risið upp gegn þessu. Veistu, að þú ert smart útgáfa af stjörnukortinu þínu! Dæmigerð meyja og plútó. Þú rífur niður og ert mjög neikvæður. Plútópersónu- leiki og meyja lýsa sér með því að þau vilja hreinsa út sorpið. Þú horfir raunsæjum augum á nei- kvæðar hliðar lífsins. Eins og Helgarpósturinn. Hann er í raun- inni plútó-blað! Veltir ofan af spill- ingunni í jákvæðum tilgangi. Þannig ert þú líka." SS: „Það er ekkert neikvætt að horfa á neikvæðar hliðar! Var svo ekki einhver sem söng: „Horfðu á björtu hliðarnar?!" En það hljóta margir aðrir að horfa gagnrýnum augum á lífið þótt þeir séu ekki í meyjarmerkinu!" GG: rÞeir eru þá „Plútó" eins og þú. Ég kalla þá annaðhvort „garðyrkjumenn", menn sem reyta arfa, eða „öskukalla", menn sem eru í sorpinu." SS: „Ertu núna að tala um mig sem Eurovision-mann??!" GG: „Nei, en þú horfir á sorpið í mannlífinu í þeim tilgangi að hreinsa það í burtu. Það er hluti af persónuleika þínum." SS: „Það flokka ég undir að ég sé jákvæður en ekki neikvæður..." GG: „Já, ef þú passar þig á að festast ekki í því.“ SS: „Þá hlýtur Jesú að hafa verið óskaplega mikill Plútó." GG: „Þarna get ég sýnt þér fram á hvað stjörnuspekin getur gert fyrir þig. Þú keyrir kannski of mikið á því að vera neikvæður og þá getur stjörnukortið þitt bent þér á það þannig að þú varist það. Þú rífur sjálfan þig örugglega í spað, því þú horfir ekki bara á nei- kvæðar hliðar lífsins, heldur einn- ig þínar eigin neikvæðu hliðar." SS: „Það hljóta allir að vera gagn- rýnir. En það er ekki þar með sagt að menn dragi sjálfa sig niður. Það hef ég aldrei nokkurn tíma gert.“ ER MÉR ILLA VIÐ ATHYGLI! GG: „Svo ertu með minnimáttar- kennd. Þú ert með mikilmennsku- brjálæði af því þú ert með minni- máttarkennd. Þú ert mjög feiminn, sem er rísandi krabbi. Þér er illa við athygli." SS: „Er mér illa við athygli? Nei, þá sæti ég sko ekki hér. Eg er athyglissjúkur. Ég þrái að fá mynd af mér í Helgarpóstinn!" GG: „En að hluta til er þér illa við athygli Hluti af þinni kerskni er að þú hefur þróað hana sem vörn." SS: „Þá hef ég alltaf verið mjög þroskaður því ég hef verið svona frá því ég var barn." GG: „Þú hefur gaman af að vera á móti. Þú hefur gaman af að ögra mér, gaman af að ögra umhverf- inu. Það er í hrútseðli þínu að vera á móti.“ SS: „Ég er ekki á móti bara til að vera á móti!“ Þrátt fyrir ýmsar mótbárur var Sverrir sammála þeirri lýsingu sem stjörnukortið gaf af honum. Sérstaklega þegar kom að lýsingu á skapferli, sem við skulum láta liggja milli hluta! En hvað segir Gunnlaugur um 30. apríl^ daginn sem Sverrir keppir fyrir Islands hönd í Dublin?! „Ég spái aldrei neinu, en þann dag er júpíter í mjög hagstæðri afstöðu við sól, og nú er vel- gengnistími í lífi þínu," sagði hann við Sverri. „Það ættu ekki að verða nein vonbrigði fyrir þig persónulega og þú ættir að koma út úr þessu með sæmd. Hins vegar get ég ekki spáð og veit því ekkert í hvað sæti þú lendir. Þú hefðir átt að velja spákonuna!" HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.