Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 68. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976
13
IÞROTTIRI
ÞJOÐHÆTTIRI
99Reyna að tala ensku þó
skiljist varla á fclenzku"
TVEIR eru þeir íþróttamenn, sem sett hafa meiri svip á körfuknattleiksiþróttina hér á landi
en aðrir á því keppnistimabili, sem nú er senn á enda. Bandarísku blökkumennirnir Jimmy
Rogers og Curtiss Carter, sem gengið hefur undir nafninu Trukkurinn. Ef til vill er dvöl þeirra
hér á landi fyrsti vísirinn að atvinnumennsku í íþróttum, en um það mál eru skoðanir manna
mjög skiptar. Fréttamaður Morgunblaðsins hitti þá að máli fyrir skömmu að heimili Carters,
litlu súðarherbergi við Bárugötuna. Var spjallað vitt og breitt um veru þeirra hér á landi og
fyrsta spurningin var hvernig þeim líkaði dvölin á fslandi.
Var „vökustaur-
inn,, glaðningur
eftir allt saman?
—  Það er dýrt að lifa á (slandi,
svaraði Carter, en bætti þvi við að I fyrra
hefði hann verið I Sviþjóð og þó þar
væri ódýrara að lifa, þá llkaði honum
vistin hér á landi betur. Rogers tók i
sama streng, en áður en hann kom
hingað hafði hann leikið með körfu-
knattleiksliði i Argentlnu. Rogers er frá
Houston í Bandaríkjunum, en Carter frá
Kansas City, báðir eru þeir 26 ára
gamlir.
—  Hafið þið orðið fyrir aðkasti frá
fólki vegna litarháttar ykkar?
— Reykjavik er staður svipaður öðr-
um, sumt fólk er gott, annað slæmt og
hér á landi er það fólk sem manni likar
vel við i miklum meirihluta, svöruðu
þeir félagar — Það er verst á skemmti-
stöðunum, sumir eiga erfitt með að sjá
okkur í viðræðum við hitt kynið og við
höfum fengið að heyra alls konar
glósur. Á einum stað i Reykjavík
stofnuðu einhverjir vandræðagemlingar
til illinda og okkur var auðvitað kennt
um allt saman. Forráðamenn hússins
báðu okkar síðan að venja ekki komur
okkar á þennan stað. Það var svo sem
ekki af miklu að missa.
—  Það virðist einhvern veginn vera
lenzka hérna að þegar fólk er orðið
drukkið þá verður það miklu opnara.
Allir reyna að tala ensku, sem þeir geta
ekki talað vegna feimni dags daglega
Verst er það þegar fólk er að reyna að
tala enskuna og skilst varla á islenzku
hvað þá meira vegna ölvunar.
—  Hvernig hefur ykkur gengið að
lynda við félaga ykkar og andstæðinga í
körfuknattleiknum?
—  Yfirleitt mjög vel, svöruðu þeir
báðir að bragði. — Þó hefur það tvisvar
sinnum komið fyrir mig að andstæð-
ingur hefur kallað mig nöfnum sem mér
hefur ekki llkað sagði Jimmy Rogers.
Bæði skiptin hefur það verið í leikjum
Ármanns og ÍR, í seinna skiptið sagði
ÍR-ingurinn mér að koma mér aftur I
frumskógana og vitanlega likaði mér
það ekki.
—  Hvers hafið þið helzt saknað i
vetur frá Bandaríkjunum?
—  Það er ýmislegt hérna sem við
erum ekki vanir. Þannig er aðeins hægt
að horfa á eina sjónvarpsstöð, en við
erum vanir að geta valið um fleiri
stöðvar Veitingastaðirnir loka snemma
á kvöldin nema um helgar og þá verða
flestir ofurölvi, en þvi erum við ekki
vanir. Þá er náttúrulega dýrt að lifa
hérna.
— Hvað Mkar ykkur bezt við dvölina á
íslandi?
— Kvenfólkið, svöruðu þeir báðir og
luku miklu lofsorði hve islenzkf kvenfólk
væri fallegt. Sömuleiðis líkaði þeim vel
við hreint og tært loftið, landið sjálft og
fegurð þess.
Hér á landi eru þeir ekki ráðnir hjá
félögum sínum, Ármanni go KR, nema
fram i miðjan april og halda þá til baka
til Bandarikjanna. Við spurðum i lokin
hvað tæki við hjá þeim er þangað
kæmi.
— Ætli ég taki ekki nokkurra vikna
fri, eða reyni þá að komast á samning
hjá einhverju körfuknattleiksliði, svaraði
Curtiss Carter.
—  Ég verð örugglega að taka mér
gott fri þegar ég kem heim, svaraði
Rogers, ég er orðinn þreyttur og meidd-
ur i fótunum og þarfnast hvildar. Þegar
ég verð búinn að jafna mig getur svo
verið að ég reyni að spila eitthvað, en
ég hef mikinn áhuga á að koma hingað
aftur næsta vetur, því i heildina líkar
mér virkilega vel hérna. Þetta sagði
Jimmy Rogers og látum við þessi orð
hans vera þau siðust i rabbinu við þessa
farandleikara körfuknattleiksins.
ÝMSIR munu kannast við vökustaur,
þetta alræmda pyntingartæki frá þeim
tima. er harðbrjósta bústýrur létu
vinnuhjúin vinna fram á rauða'nótt og
létu vinnufólkið setja smáspýtur eða
augnatepra á augnalok sin til að það
dottaði ekki við vinnuna Nú getur allt
eins verið, að vökustaurar hafi litið eða
aldrei verið notaðir með þessum hætti
heldur sé hér einungis um alþýðu-
skýringu að ræða á fyrirbirgði sem
búið var að missa upprunalega
merkingu sina
Árni Björnsson þjóðháttafræðingur
ritar grein um vökustaura i Árbók Hins
islenzka fornleifafélags 1975 Hefur
hann kannað itarlega heimildir um
vökustaurana og gerir grein fyrir þeim.
Verður ekki annað af lestri þessarar
greinar séð en Árna þyki hin alkunna
frásögn i Islenzkum þjóðháttum
Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili
heldur vafasöm, en hún er i þá veru
sem getið er hér i upphafi Nefnir Árni
m.a. að i fyrsta lagi segi augnlæknar,
að sé mönnum meinað að depla
augunum, verði þjáningar svo óbæri-
legar vegna þornunar sjáaldursins. að
óhugsandi sé að nokkur mannvera þoli
við nema örstutta stund hvað bá geti
SAMGONGURI
Af einkastríði Hafsteins í
FornahvammiviðVegagerðina
Hafsteinn Ólafsson heitir hann, bóndi og vert i
Fornahvammi, við rætur einnar alræmdustu heiðar
landsins fyrir þá sem þurfa að fara landleiðina milli
landshluta að vetrarlagi. Hefur Hafsteinn lika á liSnum
órum hýst margan vegfarandann, sem þurft hefur aS
blða af sér veðrið eSa aS HoltavörSuheiSin opnaSist. En
nú stendur Hafsteinn t einkastyrjöld viS VegagerSina
sem á aS hafa umsjón meS Fornahvammi fyrir rlkiS,
sem er eigandí jarSarinnar. VegagerSin telur ekki
ástæSu til aS gistiaSstaSa sé starfrækt i Fornahvammi
en Hafsteinn sr heldur betur á öSru máli.
„Það er allt kolófært hérna núna," sagði hann, þegar við
hringdum i hann á fimmtudaginn var," og engin umferð
eins og stendur. Hins vegar voru hér 4 stórir flutningabilar
i fyrradag og fóru héðan milli kl. 1 2 og 1 i fyrrakvöld. Mér
skilst að þeir hafi verið eitthvað um 14 tlma yfir heiðina
Þeir hafa þannig verið að paufast þetta alla nótt og hálfan
daginn milli Fornahvamms og Brúar, enda þótt þetta sé nú
ekki nema 28 km leið en þar af hefur varla verið um að
ræða reglulega ófærð á nema 6—8 km kafla."
Hafsteinn lætur vel af dvölinni Fornahvammi þrátt fyrir
fásinni — „maður er hérna nánast i sæluhúsi allan
veturinn þvi að það er likast þvi að maður sé lengst inni í
óbyggðum. Hér fara fáir um, helzt flutningabilarnir, en þó
fór ég upp á heiði um daginn að ná i tvo menn og á
mánudaginn fór ég með fjóra fólksblla yfir heiðina.
Þetta er sjötta árið sem Hafsteinn býr í Fornahvammi og
aðstæður hjá honum eru hinar erfiðustu „Þeir neita hjá
Vegagerðinni að Fornihvammur eigi að vera opinn eða
komi að einhverju gagni, og styrkja þessa starfsemi ekki á
neinn hátt Mér heyrist helzt á þeim, að þeir vilji helzt farS
með jarðýtur á þetta og róta kofaskryflunum hérna i burtu.
Nei, ég hef ekkert nema tapið út úr þessu, og þeir eru
meira að segja svo svivirðilegir að vegagerðarmenn sem
vinna á þessum slóðum eru látnir halda til i skúr eða á
bóndabýli hér fyrir neðan — bara til þess að viðurkenna
ekki að Fornihvammur þurfi að vera opinn, sérstaklega á
þessum árstima Það virðist helzt vera þannig, að það þyrfti
maður að verða úti hérna, til að þeir geri sér grein fyrir
nauðsyn þessa."
Hafsteinn fullyrðir og segist hafa orð fleiri fróðra manna
fyrir því að enn sé ekki timabært að leggja staðinn niður.
Upphaflega var styrkur Vegagerðarinnar i þvi formi að hún
tók þátt i hitunarkostnaði við húsin á staðnum, en hefur nú
látið af þvi Ekkert rafmagn er í Fornahvammi og verður þvi
að kynda með oliu. Segist Hafsteinn brenna olíu fyrir milli
150—200 þús krónur á mánuði yfir vetrartímann. „Svo
að það er enginn grundvöllur fyrir þessari starfsemi, og
það er ekkert nema heimska og þrjóska i manni að streitast
á móti," segir Hafsteinn Hann hefur að visu sótt um styrk
til fjárveitingarvaldsins. en engin svör fengið enn í fyrra
fékk hann hins vegar 200 þúsund krónur frá Alþingi i
styrk „En þrátt fyrir andstreymið kann ég vel við mig hérna
og sit sem fastast þótt það kosti strið," segir Hafsteinn
unnið nokkurt handtak af viti Bendir
hann siðan á að ýmsar aðrar heimildir
bendi til mjög óliks skilnings á orðinu
vökustaur, og sé athyglisvert. að
þessar heimildir séu nær allar frá
austurhluta landsins eða frá N-
Múlasýslu til Rangárvallasýslu. Þá
merki orðið matarglaðningur I ein-
hverju formi Árni vitnar síðan til fjölda
aldraðs fólks sem spurt hefur verið um
merkingu orðsins Upplýsingar i heild
leiða ekki til neinnar niðurstöðu um
upphaflega merkingu fyrirbærisins
vökustaur en Árni getur þó bent á að
nær allar heimildir um það sem eldri
eru en þjóðsögur Jóns Árnasonar
bendi á merkinguna matarglaðning. Þá
sýnir hann fram á að „vökustaur" i
merkingunni matur eða átveizla virðist
varla þekkjast frá Árnessýslu að
sunnan. vestan og norður um, allt til
N-Þingeyjarsýslu að norðaustan Slæð-
ingur sé til af þessari merkingu á
Suðaustur- og Austurlandi en þar sé
hin merkingin þó yfirgnæfandi og
eindregnust á Fljótsdalshéraði og Aust-
fjörðum Árni veltir siðan fyrir sér
merkingu orðsins staur, og þá m.a. út
frá orðtakinu ,,að eiga staurinn með
eitthvað" Vitnar hann þar m.a 'í frá-
sögn Björns Þórðarsonar af fálka-
veiðum, þar sem segir að tveir stólpar
hafi verið reknir í jörðu, við annan
þeirra væri bundin rjúpa, dúfa eða
hani eða hæna, með 3 — 4 álna langri
snúru um annan fót fuglsins. svo að
hann gæti flögrað dálitið i loft upp og
fálkinn  fremur  komið  auga  á  hana
Gerir Björn siðan við þetta þá athuga-
semd að þaðan muni komið orðtakið
„að rembast eins og rjúpa við
staurinn" Árni segir hins vegar, að
þetta kynni einnig að vera siðari til-
gáta, og eigi talshátturinn „að eiga
staurinn með eitthvað" sér eldri rætur,
gæti upphafleg merking átt við „hið
eilífa bjástur blessaðrar rjúpunnar
hvitu fyrir tilverunni. En þá gæti lika
vökustaur nánast merkt vökuerfiði og
glaðningurinn erfiðislaun", segir Árni.
. Hann segir siðan að hvað sem liði
upprunalegri merkingu orðsins vöku-
staur, og hvort sem augnteprur hafi !
reynd nokkru sinni verið notaðar, svo
orð sé á gerandi, áliti hann sennilegast
að vökustaur í merkingunni augn-
klemma sé tiltölulega ung alþýðuskýr-
ing á orði sem menn skildu ekki lengur
eða ekki hafði þekkzt um vesturhluta
landsins öldum saman Þjóðsögur
Jóns Árnasonar og Þjóðhættir Jónasar
frá Hrafnagili hafi siðan fest þessa
skýringu i sessi, en Árni segir, að sin
ályktun sé hins vegar sú að meira mark
sé takandi á þeim skýringum, sem
gangi i berhögg við þessar tvær
bækur
„Pabbi var fiSluleikari en
mamma píanóleikari. Þegar
ég var þriggja ára, fékk
ég fyrstu leikfangafiSluna
mlna. og pabbi ætlaSi
auSvitaS aS sýna mér
hvernig halda á henni,
upp undir hökuna. En nei,
þannig fékkst ég ekki til
aS halda á henni. Hún átti aS
standa á gólfinu. Þá var
settur fótur undir fiSluna og
hún varS aS sellói." Þannig
lýsir Erling Blöndal Bengts-
son fyrstu kynnum slnum af
tónlistargySjunni, og þar
varS ást viS fyrstu sin, þvi aS
hann hefur sagt: ,.Ég hef
aldrei viljaS neitt annaS, og
aldrei komist aS neinar efa
semdir I huga mfnum."
Þessi heimsfrægi selló-
leikari er hér á ferS um
þessar mundir, og er koma
hans i tengslum viS 60 ára
afmælisháttS Dansk-lslenzka
félagsins, þar sem hann
verSur         heiSursgestur.
AfmælishátlSin  var  raunar
haldin  I  gærkvöldi,  og  lék
¦w
• •jTj^u Iltl
aldrei
viljað
neitt
annað"
Erling Blöndal þar við undir-
leik Árna Kristjánssonar en (
dag mun hann leika tónverk
fyrir einleiks selló á tónleik-
um I Norræna húsinu sem
hefjast kl. 17. En meira um
þá siSar.
Erling Blöndal hafSi ekki
dundaS viS sellófiSluna sina
nema I rúmt ár, þegar hann
kom fram á jólatónleikum
sem Pólitfken gekkst fyrir og
tiu  ára  aS  aldri  kom  hann
fram sem einleikari í selló-
konsert Saint-Saéns I Tlvoli.
Hugur hans stefndi til frekara
náms og stefnan var sett á
Flladelfíu, þar sem Piatig-
orsky kenndi viS Curtis
Institute of Music. ÞangaS
fór hann 1945 og aSeins 17
ára aS aldri tók hann viS
starfi meistara slns viS skól
ann.
Hann fékk fjölmörg glæsi-
leg tilboS þar vestra en nú
vildi hann heim til Danmerk-
ur, og áriS 1953 varS hann
kennari viS tónlistarháskól-
ann I Kaupmannahöfn á
sama tima og hann ferSaSist
sem einleikari v!Sa um heim,
þar á meSal hefur hann oft-
sinnis lagt leiS stna hingaS til
lands, enda kominn af
tslenzkum ættum og vill
halda sambandi viS „hitt ætt-
land" sitt. En hvar sem hann
hefur fariS, hefur Erling
Blöndal Bengtsson vakiS
aSdáun fyrir tæknilega full
komnun i leik sínum og
mikinn,  tæran  hljóm,  sem
honum tekst aS ná úr hljóS-
færi slnu Ekki kærir hann sig
um aS vera kallaSur „virtu
6s".
„ÞaS er útdauS nafngift,"
segir hann. „Á okkar dögum
er hún einungis örvæntingar-
full tilraun til aS lokka til sln
fólk. Nú á dögum þykir sjálf-
sagt aS tæknin sé I lagi,
menn láta ekki fingralipurS-
ina eina slá ryki i augu sér.
Timarnir krefjast meira —
þeir krefjast innihalds. Þess
vegna er virtuósahugtakiS aS
deyja út, einfaldlega vegna of
lltillar eftirspurnar. Virtuós
— þaS verSa allir aS vera,
sem ætla sér á annaS borS aS
taka þátt í kapphlaupinu."
Á tónleikunum i dag
hyggst Erling Blöndal flytja
verk eftir Max Reger, Zoltán
Kodály og danska tónskáldiS
Niels Viggó Bentzon, sem
hefur sérstaklega tileinkaS
Erling verk sitt „12
peripetier over Thé Volga
boatmen",  Op. 354. ÞaS er
samiS 1973. og um þaS segir
tónskáldiS sjálft: „Hugtakið
peripeti er notaS um heim-
spekinga þá, sem gengu um
súlnagöng hinnar fornu
Aþenu og ræddu þar hin
margvlslegustu vandamál af
miklu kappi og frá mörgum
sjónarhornum. Í þessu sam-
bandi má og nefna Sören
Kirkegaard I Danmörku, en
hann gekk einmitt um götur
Kaupmannahafnar og ræddi
viS þá, sem á vegi hans urSu.
j þessari peripeti minni er
þaS söngur ferjumannanna á
Volgu, sem ég nálgast frá
ýmsum hliSum og ef til vill
má. segja, aS peripetiformiS
minni aS ýmsu leyti á þaS,
þegar horft er i leikhússjón-
auka til skiptis I rétta og
öfuga endann. EfniS færist á
þann hátt nær eSa fjær eftir
þvl hvernig sjónaukanum er
beint."
j dag kemur þvi í hlut
Erlings Blöndals aS knýja
sellóiS undir lögmál peripeti.
ERLING BLÖNDAL BENGTSSONI
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36