Dagur - 29.08.1987, Blaðsíða 32

Dagur - 29.08.1987, Blaðsíða 32
Verslun, iðnaður og útgerð hafa dafnað í gegn- um kaupstaðarsögu Akur- eyrar og hefur bœrinn gjarnan verið nefndur iðn- aðarbœr og það með réttu því á Akureyri vinna hlut- fallslega fleiri við iðnað miðað við önnur bœjarfé- lög. Nokkrar sveiflur hafa verið í ýmsum greinum iðnaðar undanfarin ár og þekkja menn vel hrun byggingariðnaðar og sam- drátt í húsgagnafram- leiðslu. Rofað hefur til í þeim greinum og einnig hefur komið til nýsköpun í atvinnulífinu. í þessu sambandi er vert að benda á iðnsýninguna sem haldin er í tilefni afmœlis Akur- eyrarkaupstaðar. Stœrstu atvinnufyrirtœkin hafa verið um árabil KEA, Sambandsverk- smiðjurnar, Slippstöðin og Útgerðarfélag Akureyr- inga. Þessi blómlegu fyrir- tœki þarfnast kannski ekki mikillar kynningar en við skulum þó líta stuttlega á sögu þeirra. Kaupfélag Eyfirðinga Akureyri Kaupfélag Eyfirðinga var stofnað á Grund í Eyjafirði 19. júní 1886 af nokkrum bændum úr innsveit- um Eyjafjarðar. Þá hét félagið reyndar Pöntunarfélag Eyfirð- inga. næsta ár var það nefnt Kaupfélag, síðan aftur Pöntunar- félag frá 1894 uns nafnið Kaup- félag Eyfirðinga var skráð 1906 og hefur það haldist síðan. Fyrirmynd félagsins er greini- lega sótt í Þingeyjarsýslur því Kaupfélag Þingeyinga hafði starf- að í 4 ár og bændur þar skorað á Eyfirðinga að gjöra slíkt hið sama sem þeir og gerðu sumarið 1886. í fyrstu var KEA smátt í sniðum enda stofnað til að ákvarða stefnu varðandi verslun og vörupantanir, sérstaklega hvað snerti sölu á sauðum í fremstu hreppum Eyjafjarðar. Árið 1906 var fyrsta sölubúð KEA opnuð á Akureyri og mark- ar sá atburður tímamót í sögu félagsins og raunar samvinnu- hreyfingarinnar allrar. Með lög- um félagsins sem samþykkt voru á aðalfundi þetta ár var félaginu breytt úr pöntunarfélagi í sölu- félag. Fyrsta hús KEA var reist á sunnanverðu Torfunefi 1898 og í framkvæmdastjóratíð Hallgríms Kristinssonar, 1902-1918, kaupir félagið lóðina austan við verslun- arhús sitt allt til sjávar, auk þess sem það festir kaup á mestöllu Hjá Sambandsverksmiðjunum eru m.a. saumaðar mokkakápur. Mynd: gej sérdeildum, lyfjabúð, bygginga- vörudeild og raflagnadeild. Landbúnaður er blómlegur í Eyjafirði og á félagið mjólkur- vinnslustöð, sláturhús og kjöt- iðnaðarstöð. Sjávarútvegur er býsna snar þáttur í starfsemi félagsins, sérstaklega á Dalvfk og í Hrísey. KEA er hluthafi í mörgum stórum atvinnufyrirtækjum og má í því sambandi nefna Vél- smiðjuna Odda, Þórshamar, Slippstöðina, ÚA og ístess. í samvinnu við SÍS rekur félagið Kaffibrennslu Akureyrar, Efna- verksmiðjuna Sjöfn og Plast- einangrun hf. Af eigin iðnfyrir- tækjum má nefna Brauðgerð KEA, Smjörlíkisgerð KEA og Efnagerðina Flóru. Kaldbakur, fyrsti togari ÚA, er hér í slipp hjá Slippstöðinni. Vcrksmiðjur Sambandsins á Gleráreyrum. 32-DAGUR Grófargilinu og lóðinni þar sem byggingavöruverslunin reis síðar. Þessi lóðakaup voru gerð af framsýni og hafa átt mikinn þátt í því að greiða leið félagsins til vaxtar. Sigurður Kristinsson hélt KEA vel í horfinu í framkvæmda- stjóratíð sinni, 1918-1923, við erfiðar aðstæður. Uppbyggingin heldur ört áfram þegar Vilhjálm- ur Þór er framkvæmdastjóri, 1923-1939, en löng og viðburða- rík saga Kaupfélags Eyfirðinga verður ekki rakin frekar hér en Árni Kristjánsson hefur skráð sögu félagsins og kom hún út á 80 ára afmæli þess, 1966. Við skul- um hins vegar glöggva okkur aðeins á því hvað KEA er í dag: Starfsemi Kaupfélags Eyfirðinga Höfuðstöðvar KEA eru á Akur- eyri en félagið rekur starfsemi sína víðs vegar um Eyjafjörð. Á Akureyri rekur félagið matvöru- verslanir, vöruhús með ýmsum Loks má nefna þjónustugrein- ar en félagið rekur Hótel KEA, vátryggingadeild, innlánsdeild, búvélaverkstæði, skipa- og bifreiðaafgreiðsludeild. Þessi lauslega upptalning ætti að skýra það hvers vegna hið rúmlega aldargamla félag hefur um langt árabil verið stærsti launagreið- andi við Eyjafjörð. Samband íslenskra samvinnufélaga Samband íslenskra samvinnu- félaga sér um margþættan iðnað á Akureyri, bæði eigin iðnfyrir- tæki og fyrirtæki í samvinnu við KEA sem áður eru nefnd. Eigin fyrirtæki Sambandsins eru verk- smiðjurnar á Gleráreyrum. Iðnaðardeild Sambandsins á Gleráreyrum samanstendur af ullariðnaði, skinnaiðnaði og skógerð. Upphaf þessarar starf- semi má rekja alit aftur til ársins 1897 en þá hafði Fundafélag Eyfirðinga, stofnað 1893, oft rætt um nauðsyn þess að fá tóvinnu- vélar í héraðið. Segir svo í Sögu Akureyrar: Laugardagur 29. ágúst 1987

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.