Heimilistíminn - 17.08.1978, Page 25

Heimilistíminn - 17.08.1978, Page 25
Natalie Cole Framhald af bls. 21. Cole leggur sig alla fram i hlutverki prestfrúarinnar. Hún gefur manni sinum meira að segja hugmyndir i ræðurnar og hjálpar honum á margvislegan hátt. Yancy verður þó að sætta sig við það stundum, að fólk kalli hann séra Cole, en hann lætur það ekki á sig fá, enda segist hann vera stoltur af konu sinni. Fyrir kemur, að þau deila, en þó aldrei alvarlega. — Hjónaband okkar er mjög ánægjulegt.segirCole. — Stundum langar okkur til þess að kyssast og faðmast, svo allir i kringum okkur hugsa, en hvað þetta er dásamlegt. Þannig er þetta langoftast, og það nægir mér. Hún litur til manns sins og bætir við brosandi: Nægir okkur báð- um. þfb Er búið að taka fingraförin hans. Hvað hefur hann eiginlega gert af sér? Maöur neyðist til þess að skreppa í bæinn, þó maður hafi enga löng- un til þess, og svo er sagt að mað- ur Ufi i frjáisum heimi. >i^yen w^vinir Og þá er það bréf frá Jane Williams I Englandi. Húnsegistvera22áraog sig langitil að eignastpennavini á Islandi. Húnhefuráhuga á dýrum og pennavin- um, en sjálf á hnn hvorki meira né minna en 42 pennavini en þvi miður engan á Islandi. Jane Williams 62 Branting Hill Avenue Glenfield, Leicester, England. Ég óska eftir að skrifast á við stráka 15 til 18 ára. Svara öllum bréfum. Helga Harðardóttir Austurvegi 3, 630 Hrisey. Kæri Heimilis-Timi, Ég er 31 árs gamali læknir og hef mikinn áhuga á aö kynna mér sögu og menninguog tungu Islendinga. Ég tala allvel bæði dönsku og sænsku, og kann ofurlitið i islenzku. Miglangartilþessaðkomasti bréf- samband við unga, islenska stúlku á aldrinum 22 til 26 ára. Robert M. Genta. M.D. 88 Brittany Farms Rd., Apartment 303 J, New Britain, Connecticut 06053, USA Ég óska eftir pennavinum á aldrin- um 12 til 14 ára, en sjálf er ég 12 ára. Ahugamál mineru margvisleg. Mynd fylgi fyrsta bréfi, ef hægt er. Unnur ólafsdóttir, Skólavöllum 8, 800 Selfossi Kæri ritstjóri. Vildir þú vera svo vænn að birta nafn mitt i blaöi þinu. Mig langar til þess aöeignast pennavini á Islandi. Ég er 14 ára gamall og geng i Methodista-skóla i Cape Coast, og ég er dökkur á hörund. Ég elska landiö þitt, og mig langar mikiö til þess að vita meira en ég veit um Islendinga. Mig langar til þess aö eignast pennavini, bæöi stúlkur og pilta. Ég hef áhuga á borðtennis, fót- bolta, tónlist, myntsöfnun og póstkort- um og mörgu ööru. Obed Mike Arthur P.O. Box 302, Cape Coast, Ghana, W. Africa. Þá má geta þess, aö við höfum feng- iö annaö bréf frá David Fish hjá Inter- national FriendshipLeague I Brussels, en við sögöum frá starfseminni fyrr I sumar. David biður okkur að koma þvi áframfæri, aðþeir sem skrifi og óski eftir pennavinum þurfi aö senda 2 al- þjóöasvarmiða, en þeir munu fást á pósthúsum og gilda sem greiðsla á frimerkjum i öðrum löndum. Þá hefur Fish sent okkur heimilisföng fólks, sem tekur að séraðútvegapennavini i ýmsum Iöndum. Heimilisföngin fara hér á eftir: Dr. Mrs. Ruth Stein, Demetriusweg 25, D -7 Stuttgart 80, W. Germany. Frakkland: Mrs. O. Libot, 54, boulevard de Vangirard, F-75015, Paris, France. Holland: Mrs. Margot Bischoff-Tulleben, Arendshorst 35, Deventer, Holland. Stóra Bretland: IFL Pen Friend Service, Saltash, CorwaU, England. Ef viökomandi hyggst skrifa á þýzku, þá á hann að snúa sér til dr. Stein, sem skráð er hér að framan, annars til David Fish, 16, rue Hydranligue, B-1040 Brussels, Belgium. Þessu til viðbótar má geta þess, að vilji menn snúa sér til skrifstofunnar i Frakklandi þarf fjóra alþjóðasvar- miða, en ekki tvo eins og á öllum hin- um stöðunum. Dennis Dunn hefur skrifað Heim- ilis-TImanum og óskað eftir pennavin- um á tslandi. Hann segist vera 31 árs. dökkur á hörund og vinni i banka. Hann hefur áhuga á myndatökum. feröalögum. tónlist og bréfaskiptum. Hann vill helzt fá pennavinkonu á ts- landi á aldrinum 18 til 38 ára, og að hún hafi svipuö áhugamál og hann sjálfur. Dennis Dunn, 36 Kings House Ave. KGN 6, Jamaica, W.I. 25

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.