Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 78

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 78
70 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN STÓR STEINSUGA í gær (14. febr. 1940) barst mér fiskur úr Keflavík og fylgdi sögunni að það væri hafáll. Engar upplýsingar fylgdu þessari sendingu, og var ekkert sagt um hvenær fiskurinn hefði náðst eða hvernig. Þykir mér líklegt, að hann hafi sogið sig fastan á þorsk, eða jafnvel bát, því hann var alveg óskaddaður og hefur því varla fundizt rekinn. Þá hefur hann hlotið að nást dagana 10.—13. febr., því að nýr var hann einnig, er hann barst í mín- ar hendur. Þetta var enginn hafáll, heldur steinsuga (Petro- myzon marinus). Frá öllum íslenzkum fiskum er steinsugan auðþekkt á þessu: 1) Hún er löng og sívöl eins og áll. 2) Tveir smáir bakuggar fyrir aftan miðjan hrygginn, sá aft- ari stærri og vaxinn við sporðuggann að aftan. 3) Þegar munnurinn er lokaður er hann eins og aflöng rifa neðan á höfðinu, en séu rendur rifunnar teygðar í sundur kemur í ljós kringlótt skál hringinn í kring- um munninn og er hún að innan alsett sterkum, b rú n u m ,,hornnöbbum“. 4) Tálknlok eru engin (sbr. t. d. þorsk), en fyrir aftan hvort auga eru 7 útstreymisop, sem liggja í röð aftur og dálítið niður á við. Steinsugan er all-algeng hér við land og hef ég séð eina áður í Keflavík (marz 1931). Um stærð á þeim, sem hér hafa veiðzt áður, veit ég ekki, en vanaleg fullorðinsstærð í norðlægum höf- um mun vera 60—75 cm. En þessi var 82 cm (hryggna með lítt þroskuðum hrognum) og efa ég, að hér hafi nokkurn tíma sézt stærri. Annars kvað steinsugan geta orðið upp undir metra á lengd, þótt eigi sé það talið fullvíst, en sú stærsta, sem náðst hefur við Norðurlönd, var 871,4 cm, ,eða aðeins 51,4 cm lengri en þessi. Steinsugan dregur nafn sitt af því, hvernig hún beitir sogskál þeirri, kringum munninn, sem áður er getið. Hún sýgur sig fasta á aðra fiska og er jafnvel haldið, að hún eti út úr þeim stykki eða blátt áfram grafi sig inn í þá. En hvað sem því líður, þá er það víst, að hún lætur aðra fiska flytja sig (sbr. það, sem sagt var um dvalfiskinn í Náttúrufr. f. á., bls. 123—124), þegar hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.