Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1940, Qupperneq 70

Náttúrufræðingurinn - 1940, Qupperneq 70
62 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN leyti í samræmi við samskonar grjót í hlutfallslega ungum mynd- unum. Samkvæmt öllu útliti hnjúksins, sem hér hefir verið að nokkru lýst, er það engum vafa bundið, að þar hafa stórfelld eldsumbrot átt sér stað. Er sérstaklega mikilsverð afstaðan í Svörtuskál, sem meðal annars gefur færi á að kynnast aðalgosganginum, um 200 m djúpt niður í fjallið. Lengd gangsins verður ekki ákveðin með vissu, en hann virðist ekki ná alla leið suður úr hnjúknum í Trölla- skarði og hans gætir ekki heldur til norðurs lengra en í Svörtuskál. Hann ætti því ekki að vera öllu lengri en IY2 km. Eins og áður er sagt, er Svartaskál, að minnsta kosti í núverandi gerð, mynduð við framhlaup úr hnjúknum. Þó gæti lögun og dýpt á botni skálar- innar bent til þess, að áður en framhlaupið hefði átt sér stað, þá hefði verið sporöskjumynduð skál ofan í hnjúksranann, og hafi þá hlaupið aðeins vestari barmur skálarinnar. Það bendir og í sömu átt, að talsvert af gjallkenndum molum finnst í framburðinum úr skálinni niður í Mælifellsdal, sem eru samskonar þeim er finnast í skálarbotninum uppi. Þessi upprunalega skál mundi þá hafa ver- ið gígop frá lokatíma gosanna og hafa varðveizt fyrir jökulskriði seinni tíma, í vari við hnjúkinn. Vel gætu slíkar gosskálar hafa verið víðar um hnjúkinn, er gosunum lauk, þótt nú sjái þeirra hvergi merki vegna þess, hve mikið er eytt af hinni upprunalegu byggingu. Upplýsingar þær, er Svartaskál gefur um innri bergmyndun efri hluta Mælifellshnjúks, skýra einnig sumt af því, sem fyrir augun ber ofan á honum. Nú verður skiljanlegt, að lausagrjót úr eintómum stuðlabergsstubbum hylur allar hliðar hnjúksins. Það á uppruna sinn að rekja til bögglabergsins, sem allt er sundursaxað í lausbundna stuðla. Bögglarnir eru því auðleystir langt inn úr yfirborði og mynda þannig þykkan lausaskriðuhjúp um allan hnjúkinn. Veðrun þessi hefir orðið því gagngerðari en víða á fjöll- um annars staðar, sem ætla má, að hnjúkurinn hafi staðið upp úr jökulbreiðunni um langan aldur, áður en jökultíma algjörlega lauk. Það er og einnig eftirtektarvert atriði í sambandi við myndun mó- bergslaganna ofar í hnjúknum, að þverskurður fæst á móbergs- ganginn í Svörtuskál. Gangurinn sést hér liggja svo langt niður í rætur hnjúksins, að það er ekki líklegt, að innihald hans sé aðeins endurfallið gosblásið efni (pyroklastisk materiale), er fyllt hafi upp tómarúm myndaðrar gjár að afloknu gosi, heldur er lögun hans og stærð fullkomlega hliðstæð við venjulega gosganga, þar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.