Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 102

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 102
94 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN norðan við Goðdali og á austara gilhorni Jökulsár, þar sem hún fellur í skörpum krók upp í hálsinn skammt norðan við Bakka- kot í Vesturdal. Alls staðar þar sem ég varð var við bláhveitið, voru stráin fá saman eða á dreifingi, nema á árbakkanum norð- an við Bakkakot, þar var punturinn talsvert þétt settur um dá- lítið svæði af sand- og leirkenndri móajörð. Ákvörðun tegund- arinnar er, samkvæmt sýnishornum, staðfest af magister Ingólfi Davíðssyni. Þar sem fá tækifæri hafa verið til þess að kynnast þessari plöntu hér á landi, vil ég geta þeirra fáu atriða, er ég veitti eftirtekt um leið og ég fór framhjá. — Nánar um tegundarein- kenni í Flóru Islands. — Plantan virðist helzt koma fyrir á stöðum, þar sem hátt ber á og er þurrlent. Hún vex því í móum og hallandi hlíðargeirum innan um algengan gróður, einkum þar sem leirs gætir venju fremur í jarðveginum. Plöntuhæð reyndist 25—40 cm. Punturinn var sívalur, þéttvaxinn axpunt- ur, er slær á fallegum gljáa og rauðbláleitum lit, meðan fræ er lítt þroskað. Blaðsprotar voru fáir og fremur fáblaða. Hæð þeirra 12—18 cm. Fræþroski virtist vera í seinna lagi og nokk- uð misjafn. Þannig voru þær plöntur, sem ég fann seinni hluta ágústmánaðar 1938, á margskonar þroskastigi, og engin með fullþroska fræ. Um sumt af þessu svæði fór ég svo aftur um miðjan sept. 1939, og var þá meirihluti þeirra plantna, sem ég hitti, með þroskuðu fræi, en þó sáust einstaklingar, sem voru skammt á veg komnir. Vegna þess hve víða ég rakst á bláhveitið, bæði í Austur- og Vesturdal, dreg ég þá ályktun, að það muna vera talsvert útbreitt á þessu svæði. Meðan ekki koma frekari upplýsingar um útbreiðslu þess annars staðar, mun því mega telja Skaga- fjarðardali aðalheimkynni þess hér á landi. Jakott H. Líndal.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.