Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 43

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 35 TRAUSTI EINARSSON: ER NAUÐSYN AÐ ENDURSKOÐA JARÐMYNDUNARSÖGU ÍSLANDS? í fyrstu kann þessi spurning að vekja nokkra undrun hjá mörg- um, sem álitið hafa, að hinar svo að segja óslitnu jarðfræðirann- sóknir seinustu hálfu aldarinnar hafi komið myndunarsögu íslands á óhagganlegan grundvöll. Því hefir líka verið haldið fram af merkum fræðimönnum, að tími hinna miklu „yfirreiða" væri lið- inn, sem helzt er þannig að skilja, að stóru dráttunum í jarðfræði landsins verði ekki hróflað. En við nánari kynni af rannsóknarsögu landsins kemst maður fljótt að þeirri niðurstöðu, að rannsóknirnar hafa verið mjög í molum, sem skiljanlegt er, þegar litið er á stærð landsins og tíma- skort þeirra raunverulega fáu manna, sem við rannsóknirnar hafa fengizt, flestir í hjáverkum. Það eru engar ýkjur, að landið sé enn nær órannsakað, og ég mun nú í þessari grein með fáum orðum gera grein fyrir þeirri skoðun minni, að sú myndunarsaga lands- ins, sem nú er almennt viðurkennd, sé í sumum meginatriðum röng. Það skal þegar tekið fram, að þær rannsóknir, sem þessi skoðun byggist á, eru enn hvergi nærri eins ýtarlegar og æskilegt væri, enda mundu þær, ef fullnægjandi ættu að kallast, útheimta margra ára starf fleiri manna. Það er því aðaltilgangurinn með þessari grein, að benda á þá möguleika, sem felast í fullkomnari jarðfræði- rannsókn á landinu en hingað til hefir verið ráðizt í. Grundvöllinn að jarðfræði landsins lagði Þorvaldur Thoroddsen með ferðum sínum um land allt á árunum 1882—1898. Fyrri jarð- fræðingar, oft útlendingar, sem dvöldu hér aðeins sumarlangt, þræddu fornar slóðir um byggðirnar eða fóru yfir lítinn hluta landsins. En Thoroddsen kynnti sér einnig óbyggðirnar og safnaði á ferðum sínum geysimiklum fróðleik um jarðfræði landsins, og fékk þannig betra yfirlit yfir heildarbyggingu þess en nokkur á undan honum, og hefir sú tilfinning, sem slíkur maður hefir hlotið að hafa fyrir jarðfræði landsins, alls eigi verið metin að verð- leikum. 3*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.