Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
41
Því hefir verið haldið fram að grágrýtið, sitt hvoru megin Bárð-
ardals, væri misgamalt, en rökin, er sú skoðun byggist á, fá ekki
staðizt gagnrýni, eins og ég hef sýnt fram á, á öðrum stað
(óprentuð ritgerð). Hinsvegar komst Thoroddsen að þeirri nið-
urstöðu, að um sömu grágrýtismyndunina væri að ræða beggja
megin Bárðardals og er það í samræmi við mínar niðurstöður.
0 10 20 30 km
2. mynd. Þverskurður frá Fnjóskadal til Þeistareykja. Hlutföll milli lengd-
armáls og hæðar 1: 2.5. Strikað: Hallandi eða lárétt grágrýtislög. Punkta-
línur tákna að athuganir vanti. Punktarnir i Lambafjöllum og Bæjarfjalli
tákna móberg. Lóðrétt strik sýna hvar missig hafa orðið.
Grágrýtinu má nú fylgja eftir austur á Lambafjöll, þar sem
það hvílir ofan á móbergi. í austurhlíð Lambafjalla er mjög greini-
legt brotsár og hefir landið fyrir austan sigið um að minnsta kosti
400 m en þó sennilega nokkru meir.
Þegar maður stendur uppi á Lambafjöllum sér maður austur
yfir víðáttumikla flatneskju, sem nær allt austur að Hólsfjöll-
um, suður að Vatnajökli og niður að Axarfirði, en upp úr flat-
neskjunni rísa nokkur há og þverhnýpt fjöll eins og Bláfjall og
Herðubreið, sem neðst eru úr móbergi, en efst úr grágrýti, eða
með öðrum orðum eins byggð og Lambafjöll.
Af því, sem sagt var um Lambafjöllin, er það greinilegt, að
fyrrnefnd fjöll eru stólpar, sem staðið hafa eftir er landið seig
í kring og myndaði flatneskjuna. Það er einnig ákaflega senn.-
legt, að grágrýtið ofan á þessum fjöllum sé beint framhald af
grágrýtinu ofan á Lambafjöllum eða sama myndunin. Það lítur
þannig út fyrir, að hið gamla grágrýti hafi sem ein heild þakið
bæði mikinn hluta fornbasaltsins og móbergsins og enda þótt
rannsóknir vanti enn frá Vestfjörðum og Austfjörðum má telja
líklegt, að grágrýtið hafi upphaflega þakið allt landið, langt út
fyrir núverandi strendur þess.
Nú hafði ég að framan haldið því fram, að grágrýtið á Mið-