Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 81
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
73
sjást líka í lækjarfarvegum nokkuð upp eftir hlíðunum. Gild-
ustu sprekin voru 20 cm í þvermál. Algengustu jurtaleifar í
sverðinum eru mosar, starir, elftingar, horblaðka og mosajafni.
Hafa þessar tegundir verið algengar eins og nú, þegar svarðar-
lögin mynduðust. Allsstaðar eru öskulög í sverðinum eða rétt
ofan á honum. Eru þrjú öskulög greinilegust. Hið efsta er 10—
15 cm undir yfirborði, dökkt að lit og 1—2 cm þykkt. Svo er
4—5 cm ljóst lag (líparítaska) efst í sverðinum 20—25 cm neð-
ar eða 30—40 cm undir yfirborði. Annað 2—3 cm þykkt ljóst
lag er 20—30 cm þar fyrir neðan, eða 50—70 cm undir gras-
sverði. Tekur sumstaðar fyrir birkileifarnar við þetta öskulag.
Bendir það á gróðurhnekki af völdum eldfjallaöskunnar. Lög-
in eru nokkuð misdjúpt í jörðu. Fer það eftir jarðvegi. Yíða eru
sprungur djúpt niður í svarðarlögin og liggja öskulögin jafnan
dýpst þar og í blautum lægðum. Nokkrar liðdýrategundir
(maurar) fundust í sverðinum og voru þær ákveðnar af Harald
Thamdrup. Á Árskógsströnd fundust Oribata sp. og Notaspis sp.
Galumna sp., Pelops sp. Murica trimaculata og Fuscozetes sp.
voru í sverði úr Fossvogi við Reykjavík, Oribata og Notaspis
fundust líka bæði í Fossvogi og Fljótshlíð. Nú er birkið horfið af
Árskógsströnd vegna höggs, rifs og beitar. Samt er byrjað að
rækta tré heima við suma bæina. Virðast birki og reynir vel geta
þrifist, en oftast verður að binda þau upp á haustin vegna snjó-
þyngsla (í uppvextinum). Ég hefi athugað nokkuð gróðurinn á
gamla skógasvæðinu, Litlu-Árskógsmóum, og talið þar eftir að-
ferð Raunkiærs. Þarna eru nú hrís og lyngmóar. Er hrísinn frem-
ur smávaxinn og sér víða í flög í þúfunum mest vegna hrísrifs,
sem þó nú loks er bannað. Við athugun á 10 blettum, hverjum
Vio m2, fundust 36 tegundir í móunum. Tegund, sem finnst í öll-
um blettunum, fær einkunnina 10 = 100%, sú, sem finnst í þrem-
ur, fær 3 ( = 30%) o. s. frv.
Bókstafirnir og tölurnar, sem sett eru rétt aftan við nöfn teg-
undanna, eru skammstafanir, sem sýna hvernig plantan varðveit-
ist að vetrinum (Livsform-Raunkiær) og hvort um norrænar eða
suðlægari tegundir er að ræða, samkvæmt kerfi Mölholm Hansen.
Ch. = Chamæfytae eða yfirborðsplöntur. Brum og sprotaendar
lifa veturinn ofanjarðar í minna en 25 cm hæð (jarðlægir runnar,
þúfujurtir o. s. frv.). H = Hemikiyptofytae eða jarðskorpujurtir
(svarðarjurtir). Brumin eru í gróðursverðinum á vetrum (ýms
grös o. fl.). G = Geofytae eða jarðplöntur. Brum og sprotar, sem