Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 54

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 54
46 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN næringu úr viði þeirra húsa, er þær væru í. Rannsóknir síðari ára hafa þó sýnt, að þessi tilgáta er ekki rétt, heldur lifa veggja- lýsnar eingöngu á blóði. Veggjalýsnar halda kyrru fyrir á daginn í rifum, undir vegg- fóðri, bak við myndir og húsgögn, og koma ekki fram, þegar bjart er, nema að þær séu mjög soltnar. Þeim líður bezt við lík- amshita mannsins, en v.erða eftir því fjörminni, sem hitinn er lægri. Þegar allt er kyrrt og hljótt um nætur, leita þær uppi fólk í svefni. Þær geta hvorki stokkið né flogið, og verða því að láta sér nægja að fara fótgangandi, og komast þannig um fjóra metra á mínútunni. Þær kunna ráð við því, þó að rúmin standi fram á miðju gólfi. Þá skríða þær upp veggina, eftir loftinu og láta sig falla ofan á sængina. Stundum koma þær niður á bakið með lappirnar upp í loft, en geta þá reist sig við með einu snöggu viðbragði. Þær hafa sograna, sem þær stinga inn í húð- ina, og með honum sjúga þær blóð, þangað til þær eru úttroðn- ar eins og blöðrur, ef þær fá að vera óáreittar. Til þess að blóð- ið storkni ekki, á meðan þær sjúga, spýta þær munnvatni inn í sárið. Fáum verður svefnsamt, vegna óþolandi kláða og sviða. Kringum stunguna kemur hvít bóla með roða umhverfis. Þegar veggjalýsnar hafa drukkið sig mettar, hverfa þær í fylgsni sín aftur, og þola nú að svelta lengi, jafnvel í marga mánuði, eink- um ef kalt er. Karldýrin geta sogið allt að 4 mgr af blóði í einni máltíð, en kvendýrin 7 mgr. Að kvendýrin sjúga meira blóð í einu en karldýrin stafar sennilega af því, að auk þess að næra sinn eigin líkama, þarf einnig aðdrátta til framleiðslu eggjanna. Þar sem veggjalýs fara um, skilja þær eftir gráa eða svarta saurbletti, kringlótta eða aflanga, með totu út úr, sem gerir þá auðþekkjanlega. 1 saurnum er oft mikið af eggjum veggjalús- anna, og leggur af þessu hina verstu lykt. Kvendýrin eiga 6—10 egg í einu, eða allt að 50 á ársfjórð- ungi. Ekki er varpið bundið við sérstakan tíma á árinu, en er mjög breytilegt eftir hita þeim og næringu, sem dýrið á við að búa. Eggin eru hvít, aflöng, um 1 mm á lengd. Annar endinn er festur við undirlagið með kítínkenndu efni, en á hinum endan- um, sem upp snýr, er lok. Það opnast þegar lirfan kemur úr egg- inu. Við venjulegan stofuhita, 15—20 stig, klekjast eggin út á , 2—4 vikum, en í 40 stiga hita á tæpri viku. Eggin klekjast ekki ef kalt er, en þola þó nokkurra stiga frost um tíma.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.