Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 40

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 40
32 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Einu flækingarnir, sem sézt hafa hér á árunum 1938 og 1939 og ekki eru af evrópiskum uppruna, eru skræklóan, sem heima á í N.-Ameríku, og dílaþrösturinn, sem heima á í Síberíu og Japan. Öll líkindi eru til þess, aS dílaþrösturinn hafi komið hingað yfir Skandínavíu. Hér að ofan hefir verið rætt nokkuð um það, hvaðan flæk- ingarnir og hrakningsfuglarnir koma, og hvernig stendur á ferð- um þeirra hér. Þriðja spurningin í sambandi við hingaðkomu þeirra er sú, hvað um þá verður, og skal hér nokkuð vikið að því. Eins og þegar hefir verið tekið fram í innganginum að grein þessari, sjást hér af mörgum tegundum flækingsfugla aðeins einn og einn fugl, eða tiltölulega fáir einstaklingar, og alls ekki í öllum árum, aðrir sjást oftar, og enn aðrir eru árlegir gestir, sem sjást jafnvel hópum saman víða um land. Einna algengustu flækingarnir eru starar, gráþrestir og svartþrestir. Þeir sjást hér aðallega á tímabilinu frá því í okt.—nóv. og fram í apríl. Þeir halda sig mest í kringum mannabústaði, þar sem helzt er ætis von, og virðist þeim takast furðanlega, að framfleyta líf- inu á veturnar, að minnsta kosti hin síðari ár. Líklega lifa þeir þó líka eitthvað á berjum út um hagann, þegar jörð er auð (sbr. athugun Kr. Geirm., bls. 21). Bláhrafnar og krákur eru áreið- anlega algengari flækingar en skýrsla þessi gefur til kynna, einkum á Suður- og Suðausturlandi. Báðar þessar tegundir halda sig einnig mikið í kringum mannabústaði, svo sem á tún- um, sem búið er að bera á húsdýraáburð eða fiskúrgang, og krákan ennfremur í fjörum, og verður ekki annað séð en þeim veitist auðvelt að afla sér ætis í sæmilegri tíð.1) Vepjur sjást á haustin og veturnar víða um land, stundum í stórum hópum, en þeim veitist erfitt að framfleyta lífinu í stirðri tíð og ber tals- vert á því, að þær falli úr hor. Hegrar (gráhegrar) eru hér sumstaðar alltíðir, einkum sunnanlands á haustin og veturnar, en sjást þó oft á öðrum tímum árs. Eru þeir áreiðanlega algeng- ari en skýrslan ber með sér. Þeir virðast lifa hér góðu lífi með 1) í þessu sambandi má geta þess, að álitið er að bláhrafnar og krákur geti borið gin- og' klaufaveiki, sökum þess hve gjarnt þeim er á að róta í hús- dýrataði i fæðuleit, og hve mikið þessar tegundir yfirleitt halda sig í kring- um búpening. Hefi ég heyrt, að af þeim ástæðum væri fé lagt til höfuðs þeim á Norðurlöndum. Væri ef til vill full ástæða til þess að gera einhverjar slik- ar ráðstafanir hér, því að þessar tegundir geta komið hingað beint frá lönd- um þar sem veikin geysar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.