Morgunblaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 14. maí 1964 Hefur tekizt að gera stöðu for- seta að sameiningartákni Árnaðaróskir forsætisráðherra á sjötugsafmæli Asgeirs Asgeirssonar KÍKISÚTVARPIÐ minntist 70 ára afmælis hr. Asgeirs Ásgeirssonar forseta í ’gaer, og við það taekifseri flutti forsætisráðherra dr. Bjarni Benediktsson ávarp, sem hér fer á eftir: Góðir hlustendur. Ásgeir Ásgeirsson var í fyrstu kosinn forseti Islands eftir harða kosningabaráttu. Síðan eru liðin nær 12 ár og hefur á ýmsu oltið í íslenzkum stjórn- málum. Fullur samhugur hefur verið um fátt annað en endur- kosningu Ásgeirs Ásgeirssonar. Hann hefur tvívegis orðið sjálf- kjörinn forseti og er talið víst að svo verði enn í sumar. Af þessu má marka hvorutveggja, hvernig Ásgeir Ásgeirsson hefur gegnt embætti sínu og að íslend- ingar sameinast um að halda þjóðhöfðingja sínum utan við dægurþras og deilur á meðan hann heldur trú.nað við þá. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. Þess vegna hafa flestar þjóðir, sem hafa svipað stjórnarfyrirkomulag og við, búið' svo um stöðu þjoðhöfðingja síns, að hætt er við einangrun Halldór H. Jónsson hans frá almenningi. Ásgeir Ás- geir5«son hefur aldrei verið i þeirri hættu. Hann hlaut í fyrstu kosningu, ekki vegna þess að hann hefði haldið sér fjarlægum frá almenningi, heldur vegna þess hvernig hann hafði kynnt sig í fjölmörgum störfum og margvíslegri samgengni. Ásgeir Ásgeirsson hefur í em- bætti sínu verið ólatur við að ferðast um landið og hitta sem flesta. Hann hefur aldrei látið sig vanta þar, sem návist ’hans var líkleg til að leggja góðu máli lið. Þau hjón, hann og hans ágæta kona, frú Dóra Þórhalls- dóttir, hafa opnað heimili sitt fyrir óteljandi gestum. En Ás- geir Ásgeirsson hefur ekki held ur dregið sig í hlé frá sam- gengni við aðra utan embættis og hefur þess þó aldrei heyrzt getið að nokkur hafi gert sér úr hófi dælt við hann á almanna- færi. Hann hefur ætíð kunnað að gæta virðingai sinnar, og virðing þjóðarinnar fyrir honum hefur vaxið eftir því sem hann kom víðar og oftar reyndi á, hvernig hann leysti þann vanda, er hann hafði tekizt á hendur. Á þeim 12 árum, sem Ásgeir Ásgeirsson hefur verið forseti ís- lands, hefur hann oft þurft að bera hróður þjóðar sinnar til annarra landa með heimsóknum til þjóðhöfðingja þeirra. ís- lenzka þjóðin er minna þekkt, jafnvel meðal grannþjóða okkar, en flestir halda áður en þeir kynnast því af eigin raun. Því meira er um það vert að sú kynn ing, sem mesta athygli vekur, takist vel. Svo hefur ætíð reynzt um ferðir Ásgeirs Ásgeirssonar og frú Dóru Þórhallsdóttur. Mikið er undir því komið að forsetinn og frú hans séu góðir og glæsilegir fulltrúar Islands, hvar sem þau koma. Enn meira er samt um það vert, hvernig forsetanum tekst til, þegar á hann reynir um eiginleg stjórn- arstörf. Flestar skyldur hans í þeim efnum er að mestu formið eitt, en þó kemur fyrir að ákvörðun hans hafi úrslitaþýð- ingu. Þá er erfitt að gera svo öll- um líki. En Ásgeir Ásgeirsson hefur aldrei vikið sér undan neinum vanda í embætti sínu og ákvörðunum hans hefur aldrei verið hrundið með rökum, Ásgeiri Ásgeirssyni hefur tek izt að að gera stöðu sína að því sameiningartákni þjóðarinnar, sem henni er ætlað að verða og einkum veitir henni gildi. Fyrir allt þetta eru íslendingar þakk- látir Ásgeiri Ásgeirssyni. Og ég veit að ég mæli fyrir munn al- þjóðar, þegar ég flyt honum þær þakkir og færi honum og fru hans einlægar árnaðaróskir. Samvinnubankinn opn- ar útibú í Keflavík — og fjórar skrifstofur úti á landi SAMVINNUBANKINN opnaði í gær útibú i Keflavík, og er þetta þriðja útibú bankans, en hin eru í Hafnarfirði og á Akranesi. Þá mun einnig hafa tekið til starfa í fyrradag fjórar umboðsskrif- stofur bankans, á Sauðárkróki. Húsavik, Kópaskeri og Stöðvar- firði. Ááður höfðu verið opnaðar slikar skrifstofur bankans á Rædismaður í Sviss HALLDÓR H. Jónsson, arkitekt, var hinn 31. marz s.l. skipaður ræðismaður fyrir Sviss í Reykja vík. Halldór H. Jónsson er fæddur í Borgarnesi 3. okt. 1912. Hann lauk prófi í arkitektúr frá tekniska háskólanum í Stokk- hólmi 1938, og hefur frá þeirn tíma rekið teiknistofu í Reykja- vik og m. a. teiknað ýms stór- hýsi, svo sem Bændahöllina óg Rannsóknarstofnun sjávarútvegs ins. Hann hefur jafnframt verið framkvæmdastjóri útflutnings- deildar Garðar Gíslason h.f. frá 1940. íslenzkur endiherra í Mexíkó Mexico City 13. maí — AP. HOR Thors, sendiherra ís- iands í Washington, gekk í dag á fund Adolfo Lopez Mateos, forseta Mexíkó, og afhenti honu/n trúnaðarbréf sitt sem fyrsfi sendiherra tslands í Mexikó. Fór athöfnin fram í Þjóðarhöllinni í Mcxico City. — Ríkin ákváðu fyrir nokkru að skiptast a sendiherrum. Halldór H. Jónsson er kvænt- ur Margréti Garðarsdóttur. Ambassador Sviss á íslandi með aðsetri í Oslo er Pierre- Henri Aubaret, en Halldór er fyrsti íslenzki ræðismaður Sviss. Hvolsvelli, Patreksfirði og Graf- arnesi. Afgreiðsla útibús bánkans í Keflavík er nú í bráðabirgðahús- næði að Faxabraut 27, og verður hún opin alla virka daga frá kl. 4 — 6 e.h. Starfsfólk frá aðal- bankanum í Reykjavík mun annazt störf þar fyrst um sinn. Útibúi bankans er í framtíð- inni ætlaður staður í stórhýsi, sem er í byggingu við Vatnsnes- torg, en þangað til það hús er fullgert mun útibúið starfa í fyrrgreindu bráðabirgðahús- næði. Guðjón Styrkársson, sjcrifstofu stjóri Samvinnubankans, skýrði Mbl. svo frá í gær, að umboðs- skrifstofurnar úti á landi hefðu það hlutverk að annazt ýmsa fyrirgreiðslu fyrir viðskipta- menn bankans á hverjum stað. Italinn Manlio Brosio framkv.stjóri NATO Haag 13. maí (NTB-AP) Á FUNDI ráðherra aSilda- rikja Atlantshafsbandalagsins (NATO) í dag var ítalinn Manolio Brosio einróma kjör inn til þess að taka við em- bætti framkvæmdastjóra bandalagsins af Dirk Stikker sem liefur verið heilsuveill að undanfömu. Manlio Brosio er sendilierra ítalíu í París, en áður hefur hann verið sendiherra í Moskvu, London og Washing- ton. 1945 var Brosio aðstoðar forsætiferáðherra ítaliu og frá 1945—1946 varnarmálaráð- lierra í fyrstu stjórn Alcide !e Ga.spari. Brosio er fæddur í Torino 1897-. Hann stundaði laganám /ið háskóla fæðingarborgar sinnar en ge-kk í herinn er heimstyrjöldin fyrri skall á >g varð liðsforingi í stórskota iðinu. Hann var heiðraður Vrir framgöngu sína í hern- um. Embættispróf í lögum tók Irosio 1920. Um leið hóf •ann þátttöku í stjórnmálum, :ekk í frjálslyndaflokkinn og rarð leiðtogi frjálslindu bylt- ngarhreyfingarinnar. Hann barðist mjög ötullega gegn fasistum og stjórn þeirra og leiddi það til þess að honum voru bönnuð afskipti af stjórn málum. Hann hélt áfram að reka lögfræðiskrifstofu í Torino og hafði samband við andfasíska hópa í landinu. Sérstaklega var hann í nán um tengslum við heimspeking inn Benedetto Croce og hag- fræðinginn Liugi Einaudi, sem síðar var forseti Ítalíu. Eftir fall Mussolinis í júlí 1943 hóf Brosio stjórnmála- starfsemi á ný í Róm og starf aði í neðanjarðarhreyfingunni meðan landið var hersetið, en eftir frelsun þess varð hann formaður frjálslyndaflokks- ins og 1944 ráðherra án stjórn ardeildar í stjórn Bonomis. Síðan varð hánn aðstoðar- forsætisráðhérra og varnar- málaráðherra, sem fyrr segir. 1947 hófst starfsferi.il Bros- ios í utanríkisþjónustunni með því að hann var skipað ur sendiherra lands síns í Moskvu. Því embætti gengdi hann í fjögur ár og tók meðal ‘annars virkan þátt í viðræð- unum um friðarsamningana við ítalíu. Síðan varð hann sendiherra . í London og gengdi embætt- inu til 1955, en frá 1955 til 1961 • var hann sendiherra í Washington. Síðustu' ár hefur hann. sem fyrr getur, verið sendi'herra í París. íslenzkt ríki þróist í sam- rœmi við eðli sitt og sögu 4T * Jakkarávarp Asgeirs Asgeirssonar, forseta Islands ÁSGEIR Ásgeirsson, forseti ís- ar í túninu, aéður og bliki úar á lands, flutti i Rikisútvarpið þakkarávarp í tilefni af sjötugs afmæli sínu, og fer það hér á eftir. Ég þakka Ríkisútvarpinu fyrir þá nærgætni að stilla hingað yfir til Bessastaða, svo að ég geti nú á áliðnum afmælisdegi bætt við stuttorðri kveðju og þaikklæti til hinna mörgu, sem ég næ ekki til öðruvísi. Þetta hefur verið ánægjulegur dagur her á Bessastöðum, bjart- ur, fagur og svalur. Fjallahring- urinn heiður og biár, ióan kvak. tjörninni, og krían ej- komin Hún bregst ekki frá því ég man fyrst eftir afmælisdegi vestur á Mýrum. Hér hefur verið mann- kvæmt í dag og ég endurtek þakk k mínar til þeirra, sem komið hafa, fyrir gjafir og heillaóskir, þó ég nefni hvorki- nöfn, stöðu né stétt. Ég endurtek ummæli Gunnars við Njál: „Góðar þykir mér gjafir þín- ar, en betri þykir mér vináttp þín og sona þinna“. Mér er það vel l'jóst, að það er ekki íi úmiegt að vitna enn 1 að afmæliskveðjur og árnaðarósk einu sinni til þessara þakkarorða. En betur hafa íslendingar enn þá ekki eftir rúmar náu aldir getað orðað þessa tilfinningu. Sama er að segja um svo margt í Eddukvæðum og íslendingasög um. Þjóðin mundi setja niður ef hún varðveitti ekki hinn forna arí. Ég vil nota þetta tækifæri einn ig til að flytja þeim kunningj- um, vinum og velunnurum, inni- legar þakkir, sem sent hafa kveðju og skeyti eða hugsað hlý lega til okkar í dag og endra- nær. Á slíkum degi sem þess- um, blasir liðin ævi við hugskots sjónum og vissulega er öll góð- vild, bæði gleðjandi og styrkj- andi þó umfram sé verðskuldan. Eg geri mér ful.la grein fyrir því, ir standa í nánu sambandi við þá stöðu, sem ég gegni, lýsa fögn- uði almennings yfij frelsi, sjálf- stæði og endurreisn lýðveldisins. Nú er aðeins rúmur mánuður til 20 ára lýðveldisafmælis. Það er ekki stórt afmæli og rétíara að taka svo tííl orða, að 20 ár séu liðin frá endurreisn lýðveldis og 1034 ár frá stofnun lýðveldri og allsherjarríkis á Islandi. Við það stækkar afmælið, jafnvel fram úr því, sem aðrar þjóðir hafa að minnast. Hið ósýnilega lýðveldi hvarf aldrei úr huga þjóðarinnar og birtist sífellt í bænarskrám og kröfum um að ná íslenzkum }ögum. Hér eiga Islendingar fágætan arf, sem vel varðveittur tryggir framtíð þjóð arinnaf svo vel sem fortíð getur nokkurn tíma varðveitt fram- tið. Hið fámenna islenzka riki er um margt sérstætt meðal þjóð- anna. Guð gefi að það megi þró- ast um púsundir ára í samræmi við eðíi sitt og sögu. Með þeirri bæn lík ég máli minu og býð góóa nótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.