Morgunblaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur*14 maí 1964 MORCUNBLAÐIÐ Hugleiðingar um „Hugleiðingar um þjóðsöng66 MÉR er engin launung á því, að ég varð ek'ki aðeins fyrir miklum vonbrigðum, þegar ég las bók- menntaþátt Erlends Jónssonar í Morgunblaðinu 7. maí þ. á„ held- ur var undrun mín fyrst og fremst vakin, þrátt fyrir margt vel og athugað í grein þessari. Það, sem aðailega virðist vaka fyrir Erlendi Jónssyni með grein þessari um Matbhías Joehums- son, er að sýna fram á, að við íslendingar þurfum nýjan þjóð- söng. Við það álit hans er í sjálfu sér ekkert athugavert. „Hver tími þarf sína spámenn", segir heim- spekingurinn Emerson. Ný við- horf og breyttur aldarandi gera nýjar breyttar kröfur til sinna listamanna á öllum sviðum. En sú aðferð, sem Erlendur Jónsson beitir máli sínu og skoðunum til fylgis og framdráttar eru að lítilvirða bæði ljóð Matthíasar og sönglag Sveinbjarnar Svein- björnssonar. Erlendur Jónsson virðist halda, að Lofsöngur Matt'híasar hafi verið þjóðsöngur íslendinga allt frá árinu 1874. Hann segir: „Lof- söngur Matbhíasar, sem hann orti í Edinborg og Lundúnum,_ hefur síðan verið þjóðsöngur íslend- inga, og má það furðu gegna“. A öðrum stað segir hann í sam- bandi við fófksflutningana til | Vesturheims og þá „skáFdlegu bölsýni“, sem Kristján Jónsson háfi kveðið inn í hjörtu fóksins: „Og fólkið gerði hinn dapurlega þjóðhátíðarsálm að þjóðsöng og kyrjaði kringilfætt og lotið, „vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá“. „Sannleikurinn er sá, að „Eldgamla ísafold" var þjóðsöng- ur íslendinga í 100 ár eða fram til þess tíima, er þjóðin fékk fullveldi sitt 1918. Eldgamla ísafold og Gamli Nói munu í flestum tilvikum hafa verið fyrstu Ijóðin, sem hvert barn lærði á landi hér um síðustu aldamót og miklu lengur. Sjálf- sagt þótti að kyrja þann söng við öll hugsanleg tækifæri. En svo var eins og hendi væri veif- að. Þjóðin hætti skyndilega að syngja þetta gallaða æskuverk Bjarna Thorarensen. Og ekki minnist ég þess að hafa nokkru sinni heyrt kvæðið sungið í Ríkisútvarpinu. Hin unga full- valda þjóð gerði sér grein fyrir því, að hún gat ekki lengur tekið helftina af enska þjóðsöngnum traustataki og gert að sínum. Það var um þetta leyti, sem raddir fóru að heyrast um það, að við ættum að gera hinn fagra lofsöng þeirra Matthíasar .pg Sveinbjarnar að þjóðsöng okikar. An nokkurra samiþykkta var eins og öll þjóðin féllist orða- laust á þetta, og sýnir það hrifn- ingu hennar og ást á þessu fagra ljóði og lagi. Engin mótmæli komu fram. Fyrsta viðurkenn- ing þessarar einróma, hljóðlátu samþykktar þjóðarinnar mun hafa verið sú, að Lúðrasveit Reykjavíkur, sem Páll ísólfsson stjórnaði á þessum árum, lék lag- ið í lok hverra hljómleika, sem haldnir voru á Austurvelli, bæjar búum til yndis. Komst þá sú hefði á, að allir næmu staðar og tækju ofan. Erlendur Jónsson segir, að greinilegt sé, að andinn hafi ,brugðizt Matbhíasi, þegar hann orti þennan sálm. Þetta er mjög undarleg fullyrðing bókmennta- fræðingsins — og hef ég þá í huga fyrsta erindi þessa ljóðs. E. J. fer hinum háðulegustu orð- um um fyrstu ljóðlínu erindis- ins, þar sem skáldið ávarpar iguð lands vors, sérstaklega vegna þess, að sömu orðin eru tvítekin með öfugri orðaröð. Yfir þessu ávarpi hvílir sú tign, sem helzt síðan í öllu erindinu. 1 skáldskap, bæði að fornu og nýju, hafa endurtekningar verið tíðkaðar, til þess að veita orðum og hugsun áherzlu og þunga. Þessar endurtekningar hafa birtst í viðlögum og endurtekn- ingum ljóðlína, oft hvað eftir annað. — Það er stórfengleg sýn, sem birtist skáldinu í þessu erindi: Herskarar hins mikla guðs, hnattafjöldinn, safn tím- anna, hnýta honum sveiga úr sól- kerfum himnanna. Fátt í ljóðum Matthíasar hefur hrifið mig meir en þessi fáorða, stórbrotna lílking. Og nú, þegar þjóð skálds- ins átti þúsund ár að baki sér, reikar hugur hans til orða hins forna sálmaskálds Davíðs, þar sem segir, að hjá drottni sé einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur. Og Matbhías skynjar þúsund ár þjóðar sinnar Einar M. Jónsson. sem eitt smáblóm eilífðarinnar, laugað titrandi döggum, „sem bil- biður Guð sinn og deyr“. Mér hefur alla tíð þótt þetta mikill skáldskapur og fagur. Um hin tvö erindin er ég sammála Matt- híasi Jochumssyni, ag þau séu ekki mikils virði — þótt Erlend- ur Jónsson segi, að þau séu „ekki lakara en hið fyrsta“. Þykir mér líklegt ,að fleiri en ég muni furða sig allmjög á því mati bók- menntafræðingsins. — Og þá er það tónsmíð Sveinbjarnar Sveinbjörnssonar. Um hana segir Erlendur Jónssen: „Lagið er drungalegt og þó gersneytt tragiskri fegurð. Það vekur hvorki undrun né hrifn- ingu“. Þetfa er í fyi-sta sinn, sem ég hef heyrt nokkurn mann halda slíku fram. Mörg mestu tónskáld þjóðar vorrar hef ég heyrt tala um fegurð þessa söng- lags og dást að tign -þess og áhrifavaldi, t. d. Sigfús Einars- son, Pál ísólfsson og Sigvalda Kaldalóns. Lag Sveinbjarnar var fyrst flutt í Dóm'kirkjunni í Reykja- vík. Um þann athurð segir Er- lendur Jónsson: „Matbhíasi fannst ekki mikið til þess koma, þegar hann heyrði það sungig í dómkirkj unni, og furðar okkur lítið á því“. Erlendur vitnar til orða skáldsins sjáifs, til þess að sýna fram á, að því hafi ekki þótt mikið til lgpgsins koma. Matthías er þarna að lýsta fyrstu áhrifunum, sem hann verður fyr- ir af lagi Sveinbjarnar. Það ligg- ur milli línanna, að Matthías er hissa á sjálfum sér eftir á, þvi hann segir, að þetta sé til dæmis um skaplyndi sitt. Nú er það vit- að mál, og flestir munu kannast við það af eigin reynslu, að menn hrífast ógjarna af tónverkum í fyrsta sinn, sem þeir hlusta á þau. Þessi regla gildir einnig um mörg ljóð. Listaverk geta unnið á við nánari kynni og fyllri at- hugun. Sú er oftast reyndin um hin stórbrotnu og sönnu lista- verk. Enginn skyldi ætla, að Matt- hías hefði lagt svo mjög að Sveinbirni að gera lag við texta sinn, ef honum hefði ekki sjáif- Um Martin Larsen MORGUNBLAÐIÐ hefur beðið danska ljóðaþýðar- ann Poul P. M. Pedersen, að skrifa um Martin Larsen, sem nú er nýlátinn. Ped- ersen er staddur í Reykja- vík um þessar mundir. Við andlát Martins Larsens hefur brostið hlekkur í menn- ingartengslum íslands og Danmerkur. Kornungur stúd- ent varð hann bergnuminn af hinni fornu tungu íslendinga og hinum mikla fornaldar- og miðaldakveðskap þeirra. Á ár- unum 1943 til 1946 þýddi hann Eddu-kvæðin á dönsku og gaf út, með ágætum skýringum, sem standa enn fyrir sínu gagnvart nýjustu rannsóknum. Honum var það einkar lagið, að flytja lesendum sínum eða áheyrendum þá djúpstæðu töfra sem verkin veittu sjálf- um honum. Árið 1946 var hann skipaður lektor í dönsku við Háskóla íslands og þau ár er hann dvaldist á íslandi tengd- ist hann þjóðinni í marg- breytileik sínum traustari böndum en útlendingum yfir- leitt er kleift. Hann fór víða vegu um landið á hestbaki og lét eins vel að taka tali bónda uppi í sveit og vísindamann 1 borginni. En íslenzki bóndinn býr líka oft yfir djúpvitrum spekingi. Á reiðferðum sínum um fsland komst Martin Lar- sen í náin tengsl við íslands þúsund ár, við ísland eilífðar- innar, ævafornt og um aldur ungt. Auk annarra starfa sinna var Martin Larsen blaðafull- trúi við danska sendiráðið í Reykjavík og á töluverðar þakkir skildar fyrir þær grein- argóðu upplýsingar um mál- efni Dana, sem íslenzkum blöð um voru látin í té á þessum árum. Við heimkomuna til Dan- merkur varð hann lektor við hið landfræga Gammel Heller up Gymnasium. ísland geymdi hann ætíð í huga sér og hófst handa um að færa til betri vegar þýðingar sínar á Eddu- kvæðunum. Árangur þess starfs hans er nú fyrirliggj- andi í hinni merku og fögru bók „Guder, Helte og godt- folk“ (Guðir, hetjur og gegnir menn). Þýðingar þessar munu vera með því langbezta sem nokkurt land hefur afrekað á sviði hinnar sögufrægu ís- lenzku skáldmenntar. Þær færa okkur heim sannindin um það að Martin Larsen var ekki einungis merkur málvís- indamaður heldur einnig tölu- vert skáld. Bók þessi kom út árið 1954, með dásamlegum teikningum eftir Mogens Zieler og er nú hvergi fáan- leg. í dönskum Ijóðklæðum Martins Larsens éru mörg þessara ljóða slík að rekja má til þess er fegurst hefur verið ort á danska tungu. Þar er t.d. orðræða Sigrúnar við Helga látinn: Dig vil jeg kysse döde hirdkonge, för blodklamme brynje du kaster, haret er vædet, Helge, af rimen, og kongen er kampdug-smykket, din hánd udspreder havets kulde. Eða það sem Sigrún segir kvöldi seinna við hauginn, þegar hinn látni ástvinur henn ar kemur ekki aftur: Martin Larseiu Kommen var nu hvis komme turde ætstore h ’t fra Odins sal, mit háb gráner ham at skue, nu da örn mindes askens grene og dagtræt folk drömmelandets sti. Eða lesið þessar heimsfrægu ljóðlínur, sem svo oft er farið með, úr spá völvunnar, Völu- spá: Hun ser land dukke langsomt af havet grönt som förste gang det klædtes; fosser falder fjernt svæver örnen höjt mod fjeldet med fisk i kloen. íslendingum sjálfum er auð- vitað í lófa lagið að bera þýð- ingar þessar saman við frum- kvæðin. Martin Larsen hafði í hyggju að gera slíkt hið sama við fyrri útgáfu sína af öllum Eddu-kvæðunum. En nú hefur dauðinn tekið í taumana áður en honum ynnist það. Á veg- um danska kennarasambands- ins gerðj hann og gaf út glæsi- lega þýðingu á Njálu. Það er einS og sindrandi stíll þessarar þýðingar hans búi yfir brosi. Þýðendur íslenzkra miðalda- sagna hneigjast oft til þess að vera um of fornir í stíl sínum. Eins og mönnum er kunnugt eru sum verka þessara skrifuð á fornyrtu máli, en þessu eru öfugt farið um önnur. Njála heyrir þeim síðarnefndu til. Og Martin Larsen lætur hana þessvegna verða að nú- tíma skáldriti í þýðingu sinni, þannig að lesandanum verður ekki einasta minnistæð hin sorgþrungnu örlög söguhetj- anna heldur bregður hlýja, kímni og kaldhæðni líka birtu á frásögnina. Martin Larsen fékkst einnig mikið við nýrri sagnaritun á Islandi og hefur á því sviði m.a. gert dönskum lesendum fræg rit Halldórs Laxness að- gengileg. í Gerplu dafnar vel hin kaldranalega eftirlíking formats og hin danska útgáfa af Paradísarheimt hefur einn- ig til að bera töfraljóma hinn- ar íslenzku bókar. Skyldu margir gera sér það ljóst hve erfitt er að þýða skáldskap Laxness? Nei, þá er auðveld- ara að temja 100 villta, ís- lenzka hesta. Martin Larsen átti sér skapandi listgáfu sem var engum öðrum háð. Niður- stöður nýjustu rannsókna merkra manna á borð við pró- fessorana Sigurð Nordal, Ein- ar Ól. Sveinsson og hina norsku Önnu Holtsmark flutti hann áhugasömum dönskum almenningi til eyrna. Martin Larsen var einn þeirra fyrirlesara sem hrífa á- heyrendur sína með sér, svo lifandi var umræðuefnið hon- um jafnan. Fyrir nokkrum ár- um var ég við fyrirlestur sem hann flutti í stúdentafélagi einu og fjallaði um íslenzku fornsögurnar sem skáldrit. Og æskufólkið hreifst með fyrir- lesaranum. Þegar við töluðum saman yfir kaffibollanum á eftir spurði einhver: — Er íslenzkán erfitt mál? — Já, svaraði ég um hæl. — Já, sagði Martin Larsen og bætti um mitt mál, — ís- lenzkan er erfitt mál, af því að orðin þýða oft og einatt ekki það sem þau þýða! Meðal þess er Martin Lar- sen vann síðast að voru nokkr ir mjög góðir þættir í danska útvarpinu í fyrra um áhrif ís- lenzku fornsagnanna á sagna- list Halldórs Laxness. Nokkrum sinnum leitaði ég á náðir Martins Larsens, þegar ég var í vandræðum varðandi vandþýdda staði í texta. Til- lögur hans um hvernig bæri að túlka það sem um var að ræða hverju sinni báru jafnan keim af næmri listskynjun hans. Fyrir nokkrum árum kom til tals að hann hlyti heiðurs- verðlaun danska þýðendasam- bandsins. Það varð bið á því að af yrði en varð þó loks í ár. Heiður þessi gladdi hann. Það var gott að hann skyldi ekki hafa komið of seint. Ég talaði við Martin Larsen skömmu áður en ég lagði af stað til íslands. Hann hafði verið veikur, en ætlaði nú að taka aftur við kennarastöðu sinni við Gammel Hellerup Gymnasium. Hann kvaðst ekki mundu koma til íslands í ár. En landið og hin mikil- fenglega Ijóðlist þess, birta þess og hlýja lifði í huga hans og lék þar fram á síðustu stund. Fregnin um andlát hans vakti vafalitið mörgum furðu bæði á íslandi og í Danmörku, og mér þar á meðal. Enn einu sinni minnist ég ljóðlína úr sálmi sem mér var mjög kær í æsku: Som barn kan jeg glædes i morgensol röd om ogsá jeg för aften er stille og död. Poul P. M. Pedersen. um líkað erindið. Ég minnist þess, að ég heyrði emu sinni séra Magnus Helgason skóla- stjóra segja frá því í fyrirlestri um Matthías Joohumsson, að skáldið hafi eitt sinn í sam- kvæmi talað um þau erfiðu kjör, sem það átti við að búa í bernsku sinni, en svo bætt við: Og þó gat ég ort Ó, guð vors lands. „Af þessu má marka“, sagði séra Magnús, „að honum hefur fund- izt allmjög til um þetta kvæði“. Það virðist vera Erlendi Jóns- syni þyrnir í augum, að þjóð- söngurmn nálgast það að geta heitið sálmur. Hann er lofsöng- ur til guðs og bæn um heill föð- urlandsins. — Nokkru eftir að síðasta sálmabók kom út, birtist grein i Morgunblaðinu, þar sem höfundurinn segist hafa stungið upp á því við sálmabókarnefnd, að upp í sálmabókina væri tekið kvæði Steingríms Thorsteins- sonar: Yfir voru ættarlandi alda- faðir skildi halt. Við þetta kvæði er mjög fagurt lag eftir Sigfús Emarsson. Mörg rök hnigu að þvi ,að þetta kvæði ætti langt- um .meira erindi inn í íslenzxa sálmabók en margir þeir sálmar, sem þar eru. En af eimhverjum ástæðum, mér óskiljanlegum, fann þessi tillaga ekki náð fyrir augum sálmabókarnefndar. Sami maður kveðst einnig hafa stung- ið upp á því við sálmabókar- nefnd, að inn í bókina væri tek- ið erindi eftir Þorstein Erlings- son: Ég trúi því sannleiki að sig- Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.